Þjóðólfur - 25.01.1895, Blaðsíða 2
14
mjög hentugur sleði og járntangir, til að
grípa utan um ísstykkin, allt gert eptir
fyrirsögn hr. Jóhannesar öuðmundssonar.
Annað félag, er Tryggvi bankastjóri
hefur einnig gengizt fyrir, að stofnað yrði,
er sunnlenzkt þilslcipaábyrgðarfélag, sem
opt hefur verið rætt um, að stofna þyrfti,
þótt aldrei hafi lengra komizt fyr en nú.
Á þar að eins að tryggja 8/i virðingar-
verðs, svo að eigendurnir sjálflr eigi þó
jafnan nokkuð á hættu. I félag þetta hafa
þegar gengið flestir eða allir þilskipaeig-
eudur á Seltjarnarnesi og hér í bænum,
nema G. Zoega &. Co. og Eyþór Felixson.
Hefur Tryggvi bankastjóri verið valinn for-
maður beggja þessara félaga.
Þriðja félagið var stofnað 21. þ. m.,
og nefnist badfélag. Munu læknarnir dr.
J. Jónassen, Gluðmundur Magnússon ogöuð-
mundur Björnsson vera helztu hvatamenn
þess. Er tilgangur þess félags, að veita
bæjarbúum og öðrum ódýr böð (heit og
köld böð, steypibað, rússueskt bað o. s. frv.).
Hefur það leigt fyrst um sinn gamla prent-
smiðjuhúsið (eign Sturlu kaupmanns Jóns-
sonar) fyrir baðhús, og mun bráðlega verða
tekið að setja þar upp ýmsar tilfæringar
þar að lútandi. Er ákvæðisverð hvers
hlutabréfs 25 krónur, og gekk mjög greitt
að safna nægum hlutabréfafjölda. í ísfé-
laginu er hins vegar ákvæðisverð hvers
hlutabréfs hálfu meira (o: 50 kr.). Ósk-
andi væri, að þessi þrenning næði góðum
þrifum og lognaðist ekki út af í fæðing-
unni, eins og mörg önnur félög, er hér
hafa verið stofnuð í góðum tilgangi.
Fjársölumáliö.
Heiðraði ritstjóri! Eg vona, að þér
Ijáið línum þessum rúm í yðar heiðraða
blaði.
Af því eg var viðstaddur sölu á fyrstu
tveimur fjárförmunum frá íslandi, sem
seldir voru á Englandi á næstliðnu hausti,
þá lýsi eg það ástæðulausa tilgátu í hinni
löngu grein herra Björns Kristjánssonar,
dags. 6. þ. m., að þeir, sem áttu hið selda
fé, hafi fengið hærra verð fyrir það frá
þeim Zöllner og Vídalín, en það seldist fyrir
á markaðinum að frádregnum kostnaði.
Eg var heyrnarvottur að hverju boði,
sem gert var í féð, og skrifaði hjá mér
um leið boð þau, er gerð voru, og nöfn
kaupenda.
Ennfremur telur herra Björn það vafa-
samt, að hægt sé að greina féð sundur,
eptir merkjum þeim, er félögin setja á féð
hér heima.
Þetta lýsi eg jafn ástæðulaust, þar sem
eg gerði mér sérstakt far um, að komast
að því rétta í þessu efni. Mér virtist
þeim þar veita það harla auðvelt, að lesa
féð sundur, þegar það var rekið úr skip-
inu, og virtist það lýsa þvi, að menn þeir,
sem það gerðu, væru því mjög vanir, því
í þetta sinn hafði þó féð með meira móti
blandazt saman í skipinu.
Yfir höfuð sáust merkin allglöggt á
fénu.
Féð var því selt aðgreint fyrir hvert
félag, nema hvað áður voru teknar léleg-
ustu kindurnar úr hverjum hóp, og þær
virtar af þremur mönnum. Þessi úrtíning-
ur var svo seldur í einum hóp, og verð-
inu svo skipt samkvæmt áðurgerðri virð-
ingu.
Þar sem þessi tvö atriði í grein herra
Björns Kristjánssonar eru alveg tilhæfu-
laus, er full ástæða til að rengja fleiri.
Höfða í Höfðahverii 29. desember 1894.
Baldvin Gunnarsson.
J. R. Zerlang heitir prestur nokkur
í Holböl á Holtsetalandi, skammt fyrir
sunnan Skotborgará. Hann er 30 ára gam-
all bóudason, danskur bæði að föður- og
móðurkyni, stundaði nám við Kílarháskóla
og naut þar tilsagnar Hugo Gering’s í ís
lenzku, en hefur að öðru leyti lært tungu
vora svo vel alveg á eigin hönd, að hann
ritar hana hnífrétt, og er það fágætara
um útlendinga, er optast eiga bágt með
það, þótt þeir skilji hana nokkurn veginn
til hlítar á bók. Prestur þessi hefur skrif-
að ritstjóra Þjóðólfs 3. nóv. f. á. alllangt
bréf og mjög vingjarnlegt íslandi til handa,
og er ékki ein einasta beygingarvilla í öllu
bréfinu. Jafnframt sendi hann snoturt
kvæði um ísland á dönsku. Tökum vér
hér orðréttan kafla úr bréfi hans, er að
þessu lýtur: „Ennfremur dirfist eg að
senda yður kvæði það, er eg hefi ort um
hina söguríku og nafnfrægu ey, er þér bú-
ið á, og er sú ósk mín, að yður verði
kvæðið vinarsending og beri Ijósan vott
um það, hversu eg er elskur að íslandi
og vinhollur þjóð íslendinga, er hefur hald-
ið sögu og máli föðurlandsins fram á þenna
dag og hefir þó þolað áþján og ofsa, bæði
ílendra og útlendra stórhöfðinga umfram
flestar aðrar þjóðir í norðurhálfunni. Það
er hugboð mitt, að þjóð sú, er heldur sögu
og máli föðurlandsins, ráði sigri og sóma,
hvað sem gerist til tíðinda“.
Vér þökkum hinum unga presti suður
í Þjóðverjaveldi í nafni landa vorra, fyrir
hinar góðu óskir í vorn garð og vinsemd-
arþel tii landsins.
Húnavatnssýslu 1. janúar: Gott og hag-
sælt nýár, gamli Þjóðólfur minn! Það er nokkuð
langt síðan eg sendi þér linu, og ætla eg þvi að
byrja árið með því að segja þér það, sem til kann
að hafa fallizt af fréttarusli siðan. Allir frétta-
pistlar byrja á „tíðinni“, sem mönnum eru þó
litlar fréttir í, því optast er það svipað um land
allt; en nú ber það verðleika til að standa efst á
blaði. Frá því um réttir i haust, og fram um jól,
var sifelt samskonar blíða, Bem gamlir menn þótt-
ust naumast muna aðra eins, ýmist hægar hlákur,
eða Btillur, aldrei yfir 5° R., og sjaldan ofsi eða
úrfelli. Með sólstöðum breyttist algerlega, gekk í
útsynninga, en nú síðustu daga hafa verið norðan-
hriðar og grimmdarfrost. Ymsir öldungar höfðu
af forsjá sinni sagt þetta fyrir.
Fjárpestin hefur drepið ógurlega, einkum í
austursýslunni; sumstaðar dautt 30—40, víða yfir
20, og viðast milli 10 og 20. Hún hagar sér á-
kaflega einkennilega, og væri fróðlegt að safna
skýrslum um framferði hennar. Það má eigi svo
búið standa; landsstjórnin og þingið verða að fá
góðan dýralækni eða annan vísindamann, til að
rannsaka pest þessa, því það er ótrúlegt annað, en
eitthvað ynnist við það.
Snemma í vetur drukknaði unglingsmaður, að
nafni Jakob, frá Holtastöðum i Langadal, liklega
fram af skör, er hann kom af beitarhúsum vestan
yfir Blöndu.
Strandasýslu 7. janúar: Það er óhætt að
segja, að hið liðna ár 1894, hefur verið „veltiár“
hjá Strandasýslubúum, einkum í nyrðri hlutanum.
Yeturinn frá nýári til sumarmála fremur góður og
vorið hagstætt, þó fremur væri það kalt framanaí.
Af þessu leiddi ágæt skepnuhöld í fyrra vor ; varla
að unglamb færist; á mörgum bæjum ekki eitt ein-
asta. Svo tók við mesta hlýindatið um Jónsmessu-
leytið, svo að grasvöxtur varð ágætur, einkum á
túnum og harðvelli, og hin hagstæðasta heyskapar-
tíð út allan sláttinn, sem varð 10—11 vikur. Þá
tók við mjög mild og góð haustveðurátta, sem hélzt
fram yfir veturnætur, og hlaðafli aí þyrskling við
Steingrímsfjörð og á Gjögri, þetta 5—8 hundraða
hlutir almennt, og þó var róðrum algerlega hætt
fyrir jólaföstu og sumstaðar litlu eptir veturnæt-
ur, þegar tíðin fór að verða óstilltari. Hæstur
hlutur hefur hoyrzt, að haíi orðið á Gjögri, um 15
til 18 hundruð, og við Steingrimsfjörð kiingum
þúsund, talið frá réttum, en svo var bezti afli í
allt sumar á Steingrimsfirði, þegar menn gáfu sér
tíma til að róa. Tíðin frá jólaföstukomu til nýárs
hefur verið óstillt, en snjókomur engar, bvc að
jörð er nú snjólaus en mjög svellrunnin, og því
haglitið viðast fyrir sauðfé. Skepnuhöld góð; að
visu hefur bráðasótt stungið sér niður á stöku bæ,
en hvergi stórkostlega og víðast ekkert gert vart
við sig. Hin hagstæðu verzlunarviðskipti lands-
manna við önnur lönd hafa einnig, sem eðlilegt er,
náð til þessarar sýslu sem annara, og það því
fremur, sem hún hefur ekki orðið fyrir neinu ó-
happi með fjársölu sina í haust, og að menn hafa
með meira móti skipt við verzlunarfélag Dala-
manna, sem ávallt reynist oss bezti skiptavinurinn,
þrátt fyrir það, þótt stjórnlaus, ástæðulaus og í
alla Btaði vitlaus tortryggni, sem alltaf er glædd