Þjóðólfur - 04.02.1895, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.02.1895, Blaðsíða 2
22 Páll trúði öllu verulegu hinu sama og aðrir Krists vinir, en hans matur og drykk- ur var — ekki leyndardómar, ekki að segja: herra, herra, heldur að halda sér við jörðina, reynsluna, sannleikann, vitið, viijann, samvizkuna, og um fram allt, við gudsríJcið á jörðunni, hér í tímanum, hér í kringum oss, eða það sem nú kallast: lifandi, skynsamur og praktiskur kristin- dómur. Matth. Jochumsson. Verzlunarfélag Dalasýslu hélt aðalfund sinn 14.—15. janúar. For- maður (skólastj. Torfl Bjarnason) Iagði fram reikninga félagsins og voru þeir sam- þykktir í einu hljóði, með því yfirskoðun- armennirnir höfðu haft mjög litið við þá að athuga, en lýstu eindregið yfir því, að reikningarnir væru að venju svo ítarlegir og greinilegir, sem kostur væri á, frá hendi reikningshaldara og bæru vott um, jafnvel dæmaíáa nákvæmni hans og samvizkusemi í því efni. Félagið hafði keypt vörur fyrir (að meðtöldum umboðslaunum, fragt, ábyrgðar- gjaldi, vöxtum, umbúðum o. fl.) 61276 kr., en með öllum kostnaði o. fl. álögðu (innl. kostn. kr. 5602,10, í vara- og kaupfélags- sjóð kr. 2801,40 og til vara fyrir ótöldum kostnaði kr. 1185,83, alls 9589,33) kostaði öll útlenda varan kr. 70866,07. Auk vöru þessarar fengu félagsmenn í peningum á árinu, að meðtöldu því, sem borgað var út á fundinum (kr. 30,597,05) um 42,300 kr. Ennfremur hafa ýmsir félagsmenn fengið fyrir störf sín og tillagnir í félags- ins þarfir, um 2,300 kr. í peningum, sem ekki eru taldir í reikningum deildanna. Úttekt félagsmanna hefur því verið á árinu: Vörur fyrir um 70730 kr. Peningar . . 44600 — 115330 kr. Móti þessu hafa þeir látið: 6149 kindur á kr. 88116,20 27549 pd. af ull — 16225,90 454,25 pd. af dún áætl. 3752,10 26 föt af lýsi . kr. 925,05 96 selskinn . . — 176,00 37 hross ... — 2070,45 Ýms störf, tillagn- ir 0. fl. um . — 4064,30 115330_______ í fundarbyrjun voru sameiginlegar eignir félagsins og félagsmanna: 1. Kaupfélagssjóður og varasjóður félags- ins ...................kr. 6226,39 2. Vöruleifar.............— 384,65 Flyt kr. 6611,04 Flutt kr. 6611,04 3. Hús til vörugeymslu . — 1689,94 4. Verzlunaráhöld ... — 302,80 5. Peningar í eptirstöðvum — 1906,30 Samtals kr. 10510,08 Þess ber að geta, að hér er ekkert talið frá fyrir fyrningu húsanna næstl. ár, og svo ber þess ennfremur að gæta, að af eptirstöðvunum var borgaður ýms kostn- aður af fundarhaldinu, uppbætur 0. fl., og eptir áskorun frá nokkrum málsmetandi mönnum í Bæjarhreppi í Strandasýslu voru formanni veittar af fundinum 1000 kr., sem endurgjald fyrir undanfarin störf í félagsins þarfir móti oíiágum Iaunum, svo að sameiginlegar eignir félagsins munu hafa verið að eins rúmar 9 þús. krónur í fundarlok.— í fundarbyrjun voru óborgað- ar gamlar skuldir „afdankaðra“ félags- deilda kr. 1554,79, en þar af var borgað á" fundinum um 300 kr. Allar deildir, sem verzluðu við félagið næstl. ár, áttu meira og minna inni í fundarbyrjun. Fundurinn samþykkti að halda félag- inu áfram í ár í sömu stefnu 0g að und- anförnu og með söma umboðsmanni. For- maður endurkosinn í einu hljóði. Vöruskip félagsins er ætlazt til að komi í Stykkishólm, Skarðsstöð, Skeljavík, Ó- spakseyri, Borðeyri og Miðfjörð. Fjár- tökuskip á Borðeyri. Samþykkt var að taka ekki gimbrar léttari en 100 pd. og kirninga, sem kirntir eru á fyrsta vetri, að eins í þetta sinn, en kirningar, sem kirntir eru síðar og frægeldingar, verða alls ekki teknir. Leyft að panta móti hverri kind sem nemur 2/s þess verðs, sem fékkst fyrir sömu tegund næstl. ár, en móti öðrum vörum líkt og að undan- förnu. Kosnir voru 2 menn, annar sunn- an en hinn norðanfjalls, til þess að hafa á hendi reikninga kaupfélagssjóðsins fyrir hveru einstakan mann. Samþykkt sú breyt- ing á verðjöfnuði sauðfjár, að í stað þess að auka vigtina um */io fyrir ofan 100 punda vigt, en láta léttari kindur halda sér, þá verður nú vigtin fyrir ofan 100 pd. aukin um 8/io» en fyrir neðan 100 punda vigt er dregið frá 3/10 þess, sem vantar upp á 100 pd. Þessi breyting hefur lítil áhrif á verðmuninn (hækkar lítilfjörlega miðlungsféð, en lækkar það allra léttasta — fyrir neðan 95 pd. — um fáeina aura, og eins það þyngsta — fyrir ofan 130 pd.) en gerir reikningshaldið að mun léttara. 20. jandar 1895. . Aheyrandi. Úr sveitinni. Bréf úr Skagallrði 5. janúar. Nú er gamla árið liðið, en nýárið kom- ið. Það er því vel við eigandi, að eg sendi þér Þjóðólfur minn kveðju guðs og mína og um leið tíni til það, sem eg man úr lífinu í sveitinni. En eg bið forláts. Það verður harla lítið og ómerkilegt. Það var nær komið að mér, að segja eins og ferðalangarnir á bæjunum: „Eg verst allra frétta“. Gott og blessað var árið, sem kvaddi oss síðast, en eg hefi þegar sagt þér frá sumarblíðunni, Þjóðólfur minn og þarf því ekki að endurtaka það. Tíðin hefur verið hin hagstæðasta það sem af er vetrinum; svo mátti heita, að ekki félli föl á jörð allt fram að jólum. 28. des. f. á. kom hin fyrsta hríð á vetr- inum, það var snarpur bilur, en stóð ekki yfir nema 12 tíma. Nú nokkurn tíma hef- ur tíðin verið umhleypingasöm, en frost opt lítið, mest 12 st. einn dag, hinn 21. desember. Skepnuhöld hafa verið slæm, það af er vetrinum, veldur því pestin, sem drepið hefur hér í Skagafirði fé hrönnum saman, frá 30—70 fjár á sumum bæjum. Það er tilfinnanlegur missir slíkt fyrir bændur — það er harla leiðinlegt, að standa alveg varnarlaus gegn slíkum vogesti í eign manna. í sambandi við þetta, vildi eg beina þeirri spurningu að þér, Þjóðólfur minn: Hvað er orðið af dýralækuaefnunum, sem þingið var að burðast með hérna um árið? Hvenær getum við átt von á þeim? Nú ganga alþingistíðindin, eins og „grár köttur“ hér um sveitina. Okkur bændum þykja lítil afrek þingsins í ár, í saman- burði við kostnaðinn. Stóra-málið kitlar tilfinningar okkar; okkur er farið að dreyma um járnbrautir, en kannske það komist aldrei lengra fyrir þessari kynslóð. En það er óhætt að hafa það eptir, Þjóðólfur sæll! að sé nokkur almennur héraðsvilji hér hjá okkur Skagfirðingum, sem til fram- fara heyrir, þá er hann sá, að leggja fé til samgöngubóta, enda höfum við sýnt það í verkinu. Áfram í öllu því, sem horfir til samgöngubóta, er orðtak, sem óhætt er að fullyrða, að hljómar alstaðar, þar sem byggð ból eru á íslandi. Annað er það, sem rætt var á þingi í sumar, sem við bændur erum alveg mótfallnir, og það er stórhýsis-byggingin í Rvík í minningu 50 ára afmælis alþingis. Það er vonandi, að þingið samþykki ekki slík fjárútlát að sumri. Frá voru sjónarmiði bænda, er það

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.