Þjóðólfur - 15.02.1895, Page 4

Þjóðólfur - 15.02.1895, Page 4
32 Aðalstræti 6 Ný verzlun! Aðalstræti§6j Undirritaður hefur opnað búð í Aðalatræti nr. 6 og selur: Kaffi, exportkaffi, kaudía, inelíg, st. rnelís, púðursykur, rúsíuur, sveskjur, grúfíkjur og brjóstsykur. Tvíbökur, kringlur, kex og margskonar te og kaffibrauð. Hveiti, matbaunir, hrísgrjón og sagógrjón. |gP»%=t=T=^ Lax Hummer Sardiner Anchovis Leverpostei Oysters Marineret Sild Ananas Green Gage Cocoa & Condenced Milk Sylt. Ingefær Pickles Liebig’s Extract Kapers Gr. Ærter Gerpulver Baking Powder Citronolie Carry Soya Sennep. . Hindbersaft og Kirsebersaft. Chocolade, margar tegundir. Hollenzkan ost Spegepölse Mejeri do. Appetitost Reykt flesk. Yindla, 12 tegundir, reyktóbak margskonar og ágætt rjól. Wachenheimer Champagne Chartreuse Likör Hvítt Portvín Bendiktiner Likör Sherry Genever St. Julien Kösters Bitter Ágætt skozkt Whisky og Encore Whisky, fl. 1,60. Grænsápu og Soda. Eldspítur, pakkinn 0,12. Ennfremur alls konar kryddvörur og margt fleira. Allt ágætar vörur og með lægsta verði, sem gerist hér í bænum. Reykjavík, 10. febrúar 1895. Gunnar Þorbjörnsson. „Piano“-verzlun „Skandinavien“, verksmiðja og sölubúð Kongens Nytorv 22, Kjobenhavn. I Verksmiðjunnar eigið smíði ásamt verðlaunuðum, útlendum hljóðfærum. Birgðir af Orgel-Harmoniinn. Er allt selt með 5°/0 afslætti gegn borgun í peningum, eða gegn afborgun. Gömui hljóðfæri tekin í skiptum. Verðskrá send ókeypis. eSSíí Bigandi og ábyrgðarmaðnr: Hannes Þorstelnason, cand. theol. Félagsprentsmi»jan. 18 sinn; fór svo hreppstjóri beina leið að Vaði og gerði boð fyrir Bjarna. Bjarna hnykkti við, en gekk þó út. Hreppstjórinn kallaði hann á eintal, og spurði hann að, hvort það væri satt, sem dróttað væri að honum, að hann hefði brotizt inn um stofugluggann á Stað og stolið þaðan fiski og mör eptir háttatímann í gærkveldi. Bjarna brá nokkuð við; hann bjóst ekki við þessu svona fljótt; en hann sá, að það dugði ekki að mæla á móti og sagði það satt vera. Svo fór hreppstjórinn inn með honum; þar fann hann þrjá smáfiska, og fáeina mola af mör í dalli; það mundi svara tæpri hálfri mörk. Hreppstjóri hirti fiskana, en nennti ekki að vera að tína mörmolana saman; síðan aðgætti hann, og skoðaði vandlega, hvort nokkuð væri meira að finna matarkyns; en það var ekki; fleygði hann þá minnsta fiskinum frá sér, og sagði, að það munaði litiu, hvort skilað væri tveimur eða þremur; svo sagði hann, að Bjarni yrði að fylgja sér til sýslumanns. Svo skipaði hann konu Árna að halda lífinu í hyski Bjarna þangað til hann kæmi aptur. Bjarni fór inn, og sagði konu sinni, hvernig komið var; hann hafði ekki sagt henni fyr, hvar hann hefði fengið þetta, sem hann kom með um nóttina, og hvernig. 19 Henni brá við nokkuð svo; henni vöknaði um augu, og varð að orði: „Æ, því fórstu að gera þetta?“ Hvað átti eg að gera — hvergi var neitt að fá, enginn vill neitt hjálpa, og getur líklega ekki heldur. Maður verður að hafa það svona, til þess að bjarga sér frá dauðanum meðan hægt er“. „En það eru þó neyðarúrræði“. „Já, neyðarúrræði eru það, en það er ekkert að þola hýðingu fyrir eina fylli — það er sárt hungrið", svaraði Bjarni með einskonar forherðingarsvip, „en hýð- ingin tekur fljótt af; eg er ekkert viss um, að það sé betra að úthýsa, heldur en að stela sér næringu“. Konan þagði við; það var eins og hún hefði í þann svipinn engin svör til, en svo sagði hún: „En hvað verður svo um mig og börnin á meðan?w „Því má guð ráða, en til Árna verðurðu að leita, heldur en að deyja“. Með það kvaddi hann hana og fór. Hreppstjórinn flutti hann til sýslumanns um kveld- ið; deginum eptir var mál hans rannsakað, og sagði hann þegar allt, eins og það hafði gengið til; þar átti hann sældardaga hjá því sem áður var; hann fékk mjólk- urmörk kveld og morgna, og fisk að borða um miðjan daginn.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.