Þjóðólfur - 22.02.1895, Side 1
irg (CO arliir) kostar 4 kr
Erlendis 5 kr.—Borgist
fyrir 15. Jtkli.
Uppsögn, bnndin vi9 á,ramót,
ógild nema komi tilútgefanda
fyrir 1. október.
ÞJÓÐÖLFUK.
XLVII. áxg. Reyk,jayík, fiistudaglnn 22. febrúar 1895. Nr. 9.
Bjargráð.
„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær“.
Hagur almennings hér í sjávarsveitun-
um við Faxaflóa mun yfirleitt vera all-
þröngur nú sem stendur, sakir hins mikia
aflaleysis, því að mörg munu þau beimili
vera, sem ekkert hafa annað við að styðj-
ast en sjávarafla, og þá er hann bregst
langa hríð, eins og nú hér við flóann, þá
eru almenn vandræði fyrir höndum, og
liggur þá ekki annað en sveitin fyrir sum-
um heimilum, með því að kaupmenn munu
tregir að lána, þá er ekkert aflast, eins
og eðlilegt er, enda er sannast að segja,
að kaupstaðarlánin eru neyðarúrræði og
hið mesta ófrelsishapt, þótt skárri séu þau
að skömminni en hin svonefndu hallæris-
lán, sem eru regluleg átumein og þjóð-
inni til sannarlegs niðurdreps fyrir alda
og óborna. E>að er bágt til þess að vita,
að menn skuli engin önnur heppilegri ráð
hafa fundið til að afstýra bjargarvandræð-
um í sjávarsveitum. Hallærisiánin hafa
legið og lig’gja enn sem mara á einstökum
sveitarfélögum, og þá er svo ef til vill
þarf að fara að bæta nýjum lánum við,
áður eu hin eldri eru greidd, þá er skör-
in komin upp i bekkinn.
Venjulegast er góður afli einhversstað-
ar við strendur landsins á vissum árstím-
um, og ætti þá samgöngum að vera svo
háttað, að aðrir landshlutar gætu einnig
haft gott af því á hverjum tíma árs sem
væri. Nú er t. d. mokfiski við ísafjarðar-
ardjúp, svo að menn ætla, að jafnmikill
afli hafi þar ekki verið á þessari öld, og
á Austfjörðum hefur til skamms tíma verið
geysimikill síldarafli.1 Væru t. d. gufuskip
hér í förum um þetta leyti, mundi fjöldi
manna hér úr sjávarsveitunum við Faxa-
flóa bregða sér vestur úr þessari ördeyðu
og hafa stórhagnað af að stunda þar afla
'tteðan hér væri fiskilaust. Svo flyttu gufu-
8^ipin aflann hingað suður og gætu enda
flutt fiskinn hér um bil nýjan. Skyldi
það ekki vera tilvinnandi, í 9tað þess að
taka annaðhvort hallærislán úr Iandssjóði
*) T. d. kvað Carl Tuliniue kaupm. á Eskifirði
hafa feugið 5600 tunnur af síld, en síldartunnan
hefur selzt í Noregi 4 20 kr. Það er lagiegur
grðði 4 einu hausti.
eða knékrjúpa kaupmönnum. Pað er þó
betra að hafa nóg að vinna og eitthvað
að borða, heldur en að hafa ekkert að
gera og ekkert að borða. Eða hvað skyldi
geta verið því til fyrirstöðu, að sjómenn
leituðu sér atvinnu, þar sem hana væri
nóga að fá, þótt um vetur væri, síður en
að vorinu eða sumrinu, svo framarlega,
sem mönnum væri gert auðvelt og kostn-
aðarlítið að komast úr einum stað í annan.
Norðmenn eru ekki lengi að bregða sér
fjarða á milli heima hjá sér, því að þar
ganga gufuskipin stöðugt fram og aptur
meðfram ströndinni og flytja fólkið úr einni
verstöð í aðra, eptir því hvar bezt aflast.
Þessir flutningar þykja Norðmönnum til
vinnandi, sem vonlegt er. Það er sannar-
lega tími til þess kominn, að vér hrind-
um samgöngumálum vorum í það horf, sem
þau ættu að vera komin í fyrir löngu.
Hvert ár sem líður án nokkurra breytinga
til batnaðar í þá átt getur gert þjóð vorri
ómetanlegt tjón. Að mæna vonaraugum
til dönsku stjórnarinnar landinu til fram-
fara er þýðingarlítið. Það hefur reynslan
sýnt. Ef vér hjálpum oss ekki sjálfir, ef
vér reynum ekki af öllum raætti að verða
sjálfbjarga og standa á eigin fótum, þá
má ganga að því vísu, að hin föðurlega,
umhyggjusama(!) stjórn fyrir handan hafið
láti sig litlu skipta, þótt vér íslendingar
— börnin hennar, sem hún kallar — velti
út af eins og horgemlingar í haga. Því
meiri vesalingar og ónytjungar, sem vér
verðum, því meiri líkindi eru til, að vér
verðum stjórninni auðsveipnir og hættum
að nauða á henni með ýmsu kvabbi um
aukin réttindi og ýmsar framfarir m. fl.,
sem henui sárleiðist að heyra, enda er
hún algjörlega hætt að sinna þessu öðru-
vísi en með því að aka sér og yppta öxl-
um, eptir þeim bendingum, sem lands-
höfðingi gefur henni með sprota sínum,
því annars vissi hún auðvitað hvorki upp
né niður í allflestura málum.
En þrátt fyrir þetta megum vér ekki
gugna í baráttunni. Vér þurfum að róa að
því 'öllum árum að hagnýta oss öll gæði
landsius, þannig, að þau geti komið sem
flestum til nota. Það er hin almenna vel-
megun, hinn almenni dugnaður, sem þok-
ar landi voru bezt áfram á framfarabraut-
inDÍ. En til þess þurfa allir kraptar að
verka í einingu en ekki sitt í hverju lagi.
Vér þurfum, ef svo má að orði komast,
að hafa eins konar óslitna lífæð umhverfis
allt land og yfir það, eptir þvi sem frek-
ast er unnt. 0g þessi lífæð, það eru tíð-
ar og greiðar samgöngur á sjó og landi,
og það ekki að eins á vorin eða um há-
sumartímann, heldur einnig á haustin og
veturna, ef nauðsyn bæri til, en þá þyrftu
ekki ávallt að vera fastákveðnar skipa-
göngur kringum allt land, t. d. um hávet-
urinn, heldur t. d. að eins millum Aust-
fjarða og Suðurlands annarsvegar og Vest-
fjarða og Suðurlands hins vegar, og svo
til útlanda að minnsta kosti einu sinni í
hverjum mánuði í desember, janúar og
febrúar, en tvisvar og þrisvar hina mán-
uði ársins. Þá væru samgöngurnar fyrst
í góðu horfi, og þjóðin lærði smátt og
smátt að færa sér þær í nyt. Það getur
vel verið, að sumum þyki uppástungur
þessar nokkuð gífurlegar, eu vér viljum
biðja menn að gæta þess, að þótt ekki sé
tekið tillit til annars, þá er sjórinn um-
hverfis Iand vort svo mikil gullkista, að
það má optast grípa úr henni marga hnefa-
fylli einhversstaðar, ef menn væru ekk-
neyddir til að keipa ávallt í „þurrum sjó“
á sama miðinu í sinni eigin verstöð, heldi
ur gefinn kostur á að leita þangað, sem
nógur fengur væri fyrir, nóg uppgrip.
Þetta er fyllilega íhugunarvert. En auð-
vitað sjá margir ótal ljón á þessari leið,
sumir fleiri, sumir færri. En ofsjónir
munu það vera, meirí hlutinu, sprottinn
af skammsýni, samfara margra alda svefn-
höfga og værugirni, er býr til úlfaldann
úr mýfluguuni, hvenær sem um eitthvert
aukið erfiði er að ræða til að geta haldið
sér uppi í baráttunni fyrir tilverunni.
Væri ekki réttast að reyna þessi bjarg-
ráð sem allra fyrst, landar góðir?
Þingvallafundur.
Síðan vér rituðum greinina í 2. tölubl.
„Þjóðólfs11 þ. á., um nauðsyn Þingvalla-
fundar í vor, höfum vér orðið þess áskynja,
að mjög margir eru þeirrar skoðunar, að
þessi undirbúningsfundur undir næsta al-