Þjóðólfur - 22.02.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.02.1895, Blaðsíða 3
35 kýmdi sól við rúðubrot; þar var flotirm, þaut í fánum þjóðhátíðarvindurinn, þjóðskáld kváðu, þjóðin gáði’ í þúsund vetra uppdráttinn. Kór: Marskálkar til og frá sem „topar“ og Thorvaldsen oss borgaður í kopar, og svo fékk hann Jón nú féð, en það fór nú pósturinn með, slíkt fær nú sá, sem hvergi hopar. Sumar var og sveitin græn, á sjóinn starði, hann var blár. fólkið hóf' með föguuð’ aptur — förina næstu þúsund ár og að laga axarsköpt var útilukt með stjórnarskrá, svo við gætum staðið í stað sem stöðulögin kveða á. Kór: Ó — frelsið fylkir kom að boða og fjallakinnar allan báru roða, það var skárri skemmtunin, hver sem skoðar hana’ eitt sinn, hann óskar hana að endurskoða. En þau mein og en þeir brestir, en það stjórnlaust skráargat, þing og aukaþing það skoða og þykir dýrt, þau eta mat, já, þau fjárlát íinnast stór og fjandinn lái — gáðu að hver sér gæti keypt einn bjór og kveykt í vindli fyrir það. Kór: Ætli við ekki getum losnað, þeir ætla í Vík við mundum geta flosnað, þar er eilíft aliþing ailan ársins hring í kring og þeim er ei um aukakostnað. ----------- Seyðisfirði 17. jan.: Helztu tiðindi héðan nú oru þau, að kirkjan á Vestdalseyri hér við fjörðinn, stórt og mikið timburhús fauk í ofviðri aðfaranótt 29. d. f. m. út af grunninum, og Bkenimdist svo, að alls engiu tök virðast á því, að gera við hana og koma henni aptur á grunuinn; verður því án efa óumflýjanlegt að rifa hana og byggjn svo upp að nýjn. Vilja nú sumir láta koma upp tveimur minni kirkjum, í stað þessarar, er feuk, og hafa aðra inni á Öldunni við botn fjarðar- ’n8> handa bæjarbúum, en hina utar í firðinum, handa útsveitarmönnum. Siglingar og samgöngur við útlönd hafa í vet- ur verið í „ajög góðu lagi, og er það að þakka hinura afbragðs góða síldarafla, sem alltaf hefur haldizt á suðurfjörðunum, einkum á Eskifirði og Iteyðarfirði. Tvö norsk gufuskip „Colibri" og “Imbs“ lágu þar, er ofviðrið, sem feykti kirkjunni, skall á; sleit „Colibri“ frá öllum akkerum og rak á land hjá Sómastöðum, að sögn alveg óskemmt, en hvort það hefur náðzt út aptur, hefur enn eigi frétzt hingað. Hitt skipið „Imhs“ sleit og frá 4 akker- um, en gat haldið sér með gufuafli heilan sólar- hring í firðinum og sigldi svo upp í fjöru við kaup- staðinn á Eskifirði; náðist það þegar út aptur og kom það hingað á nýársdag, til þess að fá festar og akkeri í stað þeirra, er skipin mistu. 9. þ. m. kom gufuskipið „Uller“ hingað heina leið frá Höfn og Stavanger; með því kom aptur Einar verzlunar- stjðri Hallgrímsson, er sigldi héðan með „Vágen“ 4. des. f. á.; kom hann með ýmsa nanðsynjavörn til Gránufélagsverzlunar; var þeim skipað upp í „LiverpooI“ og verður verzlunin rekin þar í vetur, en með vorinu lætur Gránufélagið aptur byggja upp verzlunarhúsin á Vestdalseyri. „Uller“ fór héðan aptur 12. þ. m. suður á Eskifjörð og átti að taka þar síldarfarm fyrir Tulinius kaupmann. Húnavatnssýslu 30. jan.: Héðan fátt frétt- næmt, nú sem stendur. Tíðarfar hefur verið með hetra móti, það sem af er vetrar, þó heldur um- hleypingasamt, snjóleysi óvanalegt, en svellalög mikil og það svo, að nú um tíma hefur verið hart á jörð. í dag góð hláka. — Heilsufar allvíðast hvar gott. Fáir nafukendir dánir. Helztir eru þeir bændurnir Helgi Nikulásson á Hafurstöðum á Skagaströnd og Kristján GuðlaugSBon á Skúfi í Norðurárdal gamlir menn og vel látnir; urðu þeir báðir bráðkvaddir. — Hinn 13. þ. m. var vígð hin nýsmíðaða kirkja á Blönduósi. Var þar fjöldi fólks saman kominn: 6 prestar með prófasti, sem vigði kirkjuna,' en sóknarpresturinn séra Bjarui Pálsson sté í stólinn og þótti ræða hans hin ágætasta. Til hinna prestanna fengurn vér litið að heyra, að undan- teknum dálitlum hiblíulestri; hefur þeim liklegast eigi fundizt ástæða til, að halda ræðustúf við svo hátíðlegt tækifæri. Samsöng átti að halda um kveldið í kirkjunni undir forustu Böðvars Þorláks- sonar organista, en fórst fyrir sökum þess, að nokkr- ir nýmóðins herrar drifu upp dansleik á eptir mess- unni, sem hafði meira aðdráttarafl en samsöngur- inn. — Heyrzt hefur að forstöðukona kvennaskólans á Ytri-ey frk. Elín Briem, muni segja af sér starfa þeim í vor, og mun flestum þykja það illa farið — því skólinn hefur blómgazt ár frá ári, undir stjórn hennar, og vandséð, að það skarð verði aptur fyllt svo viðunandi verði. Árnessýslu 10. febr.: „Hér þykir mörgum tillaga Þjóðólfs um að halda Þingvallafund í vor ágæt, og telja hinir sömu, að opinberir þjóðfundir geti þó orðið til að auka áhuga á ýmsum þeim málum, sem ræðast þurfa, en ella kynnu að liggja í dái. — Tillögunni í „Pjallk". 4. þ. m. um að halda þjóðfund þenna i B,eykjavík, mun verða gef- inn lítill gaumur, enda sjá menn ekki, að bent sé á neiua þá aðalkosti, sem B,vík ætti að hafa fram yfir Þingvöll, sem almennan þjóðfundarstað. Euda mun álitið, að slíkt sé ekki fyrir hondi. Eu hvað sem um það er, mun óhæt að fullyrða, að til þossa hafi Rvikur lifið sjaldan haft heillarík áhrif á þingm. vora yfir höfuð, og kynni einnig svo að verða álit- ið, þá er til hinna tilvonandi þjóðfundarfull- trúá kæmi. Virðist því ekki þörf á að benda á, að hafa áður nefndan þjóðfund í Reykjavik — Hér ber nú fátt til frétta, er i frásögur sé íærandi; þó má geta þess, að Eyrbekkingar stofnuðu í fyrra félag, er þeír nefndu „Samtalið"; mun Bergst. sál. Jónsson hafa átt helztan þátt í að koma því á fót. Félag þetta, sem er með góðu lífi, heldur fundi sína í Barnaskólahúsinu og ræða þeir þar ýms framfaramál. Blað gefa þeir út, sem þeir nefna „Bergmálið“ og er kennari Jón Pálsson ritstjóri þess; það lesa þeir síðan upp ókeypis á opinberum fundi fyrir þorpsbúum og kváðu þeir sækja vel fundi þessa. Félag þetta virðist vera mjög svo lofsverð framfaratilraun, með því að það hefur tek- ið sér fyrir mark og mið, að finna að því, er af- laga hefur þótt fara, og íull þörf er á að umbæta, og í hvervetna leitast við að fylgja sannleikanum, (þó stundum þyki beiskur). Því meiri likur eru til, að fél. komi töluverðu góðu til leiðar í fram- tíðinni, sem í þvi eru nú flestir hinna yngri fram- faramanna þar á Eyrarbakka". Mannalát. Seint í okt. f. á., and&ðist að heimili sínu Hring við Stóruakra í Skagafirði, konan Ragnheiður Oddsdóttir Gíslasonar Jónssonar frá Merkigarði, en móðir Odds var Guðrún Oddsdóttir frá Geldingaholti — systir séra Gunnlaugs Odd- sens á Lambastöðum syðra, dómkirkjuprests í Reykja- vík. — Ragnheiður sál. lét eptir sig eiginmann sinn, Jónas Jónsson gamlan og hiuman, og 4 börn full- tiða, sum gipt. Hún var áíitin dugleg og ráð- vönd kona. Hinn 20. nóvember andaðist úr lungnabólgu að heimili sínu Vöglum í Skagafirði bóndinn Jón Þor- valdsson Jónssonar frá Naustum við Eyjafjörð Jóns- sonar írá Laugalandi á Þelamörk Benediktssonar frá Krossastöðum Guðmundssonar prests frá Guð- rúnarstööum við Eyjatjörð. — Jón sál. var mein- hægur maður, fátækur alla æíi, giptist 1865 Guð- ríði Hallsdóttur af Grímstunguætt, og átti með henni 2 börn. Hinn 7. desember varð bráðkvaddur að heimili sínu, Úlfsstöðum i Blönduhlið, fyrrum bóndi Guðni Jónsson, sem áður bjó rausnarbúi á Þverá og Þver- brekku nyrðra, fluttist að norðan með tengdasyni sínum að Úlfsstöðum i Skagafirði 1889. Hann lét eptir sig ekkju Ingibjörgu Þórðardóttir og 3 börn mannvænleg: Björg og Jón í Ameríku og Karólínu gipta Gunnari bónda Bjartmarssyni á Úlfsstöðum. — Guðni sál. var mikilmenni i sjón og raun og svip- tiginn rnaður. Um miðjan desembermánuð andaðist að heimili sínu, Hólakoti á Reykjaströnd, María Guðmunds- dóttir Sölvasonar bónda Guðmundssonar frá Sjóar- borg, ung og velmetin stúlka. Hinn 27. desember andaðist snögglega úr lungna- bólgu að heimili sínu Skúti í Norðurárdsl i Húna- vatnssýslu, bóndinn Kristján Guðlaugsson, sem áður bjó blómabúi i Hjaltadal i Skagafirði. Hann var einkvæntur, en bjó á efri árum síuum með ráðs- konu, sem fór til Ameríku 1883. Mcð konunui átti hann 2 börn: Björn fulltíða mann á ísafirði og Önuu gipta Jónasi Jónassyni á Tjörn við Sauðár- krók. Vorið 1892 flutti hann sig vestur og byrj- aði að nýju búskap á Skúfi í Norðurárdal og var þá búinn að vera lausamaður nokkur ár. — Hann þótti ávallt merkur maður, nærfærinn við húsdýra- sjúkdóma og hvívetna velmetinn, jafnan viðmóts- glaður og hvers manns hugljúfi, hafði jafnan tals- verð efni. G. H. Um miðjan jan. audaðist að Hvammi í Höfða- hverfi Sveinn Sveinsson er lengi bjó rausnarbúi á Hóli í sömu sveit. Foreldrar hans voru Sveinn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.