Þjóðólfur - 19.04.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 19.04.1895, Síða 1
irg (CO arkir) kostar 4 kr, Erlendis 5 kr,— Borgist fyrir 15. .Júll. ÞJÖÐÓLPU Uppsögn, buudin við árarnót, ógild nema komi tilútgefanda fyrir 1. október. XLYII. árg. „Til að dreifa“ eða næturverkin hans Naftia. Eptir Björn Bjarnarson. En „Margt & ei saman nema nafn“. Iðinn er karltetrið hann Nafni að ,dreifa‘ illgresissæðinu í þjóðarakur vorn; hann setur sig ekki úr færi að læða því út í...gagn- inu sínu, þegar hann heldur, að menn sofi. „Satan hefur og sama lag“. En: „Sjá þú vel til að svoddan her sofandi komi ekki að þér“. Einn af þess kyns ,túrum‘ hans eru undir- tektirnar undir Þingvallafundartillöguna, er hann á nornamáli sinu nefnir: „þetta gaspur, sem þeir hafa verið með“, og sem hann heldur að fái „daufar undirtektir“, verði eigi sinnt af „málsmetandi“ mönnum. í þessu trausti dregur hann út. Og til að liðka til um andrúmið, hvæsir hann fyrst úr sér megnri hatursanda-stroku til ísfirzku þingmannanna, sem löngum eru „illa séðir“ í hans garði. Tilefnið tekur hann sér nú af hugsun þeirra fyrir 4 ár- um, sem aldrei kom til framkvæmda! Nafni viH láta „þingmálafundi í kjör- dæmunum taka við af Þingvallafundum og gera þá óþarfa“. Utan um þetta snýst hann marga liringi, aptur á bak og rang- sælis, til að reyna að glepja mönnum sýn, eins og sagt er um hin verstu „foröð“ fornaldarinnar. Þetta er í samræmi við aðra framkomu Nafna í pólitíkinni á síðari árum. Það er bara ein af hans lævíslegu tilraunum til að „dreifa“ og sundra kröptunum, eyði- loggja samheidni og eindrægni landsmanua í „mikils háttar" landsmálum. Eða muua menu ekki, hvernig hann hefur borið sig að fyrir kosuingamar til alþingis uudanfarið? Eeynt, hvar sem nokkur minnstu líkindi hafa verið til að takast mundi, að „dreifa“ atkvæðum frá sjálfstæðum, þjóðlyndum þingmannaefnum,1 og smeygja inn ein- *) Sem dæmi þess, hyersu „dreifari“ þeasi er vand- ur að meðulum, mætti minna á, að í fyrra, þegar hann var að „dreifa“ atkvæðum frá einhverjum hinum iang-merkaeta og þjóðlyndasta þingmanni af embættismannaflokki, sem landið um allmörg hin siðustu ár hefur átt, sveifst hann eigi þess, að gefa kjósendum í skyn, að þingmannsefnið væri eigi með réttu ráði, enda þðtt maðurinn ætíð hafi haft óveiklaða sálarkrapta. Reykjavík, föstudaginn 19. apríl 1895. hverjum af liðsmönnum yfirboðara sinna, eða þá svo ístöðulitlum sálum, að liklegt þætti, að þær væru auðleiddar í þann flokldnn á þinginu. Vitanlegaj tekur almenningur ekkert tillit til þess, er Nafni segir. En í flestum héruðum landsins eru til einstakir menn, fleiri og færri, sem langar til að „vera í náðinni“, að hafa mögnleika til að geta „avancerað“ o. s. frv., eða sem verða að hafa matarást á vissum mönnum til að geta „lifað góðu Iífi“. Þessum mönnum kemur vel að fá í -gagninu hans Nafna (— speglinurn þeirra —) að sjá, hvað þeim háu herrum, sem hann er málvél fyrir, líkar betur. Og þessir menn eru opt svo settir í héraðinu, að þeir geta haft áhrif á nokkra kjósendur, og á þann hátt er það stundum mögulegt, að alþingiskosningar geti fallið Nafna í vil og þeim, sem honum ota. Hafi þeir nú unnið svið (terrain) við þingkosningarnar, ríður á, að missa það eigj aptur, heldur feta sig áfram. Eitt stigið er þá þetta, að drepa Þingvalla- fundinn en halda fram héraða-þingmála- fundum, þar sem menn geti notið „fræðslu og leiðbeiningar til rétts skilnings á lands- málum af hálfu þingmanns síns“. Nafni veit nefnilega, að á héraða-þing- máiafundunum ræður þingmaðurinn optast mestu. Hann sér því, að ályktanir þeirra funda muni optast verða eptir þingmönn- unum, eða álíka mislitar af öllu landinu, eins og þingið; en komist Þingvallafundur á, er að óttast (fyrir hann og hans nóta), að fyrst og fremst geti hans liðar og hin- ir „veiku“ meðal þingmanua eigi haft áhrif á undirbúninginn, og svo það sem verst er, að ályktanir Þingvallafundarins verða hreinsaður meirihluta-þjóðvilji af öllu land- inu; en það veit Nafni, „og skelfist þar af“, að enn sem komið er muni slíkar álykt- anir ganga í þjóðræknisáttina, vera kröpt- ugasta meðal til að sýna stjórninni fram á, að þjóðin og þingið fylgi sömu stefnu í þeim málum, sem þing og stjórn greiuir á um. Mér liggur við að kenna í brjósti um veslings Nafna, hve fátækur hann er af ástæðum móti Þingvallafundi. Hann þyk- ist óttast, að héraða-þingmálafundir verði vanræktir eigi þeir að verða „undirtyllur“ Nr. 19. Þingvallafundar! Eins og allir þingmála- fundir hér eptir verði slíkar undirtyllur, ef nú er haldinn Þingvallafundur! Þing- völl telur hann ekki „almennilega manna- byggð“ — og þó býr þar mágur lands- höfðingjans! í þvi get eg verið Nafna samdóma, að Reykjavík sé eins og nú stendur betur fallin til að vera fundarstaður fyrir land allt, en Þingvöllur, og ætti að athuga það framvegis. Svo ístöðulitla menn ætti eigi að senda á neina alþjóðarsamkomu, að þeir eigi geti staðizt áhrif eða tillit hvers sem er, og hvar sem er, jafnvel Nafna, svo blakkur sem hann er, án þess að ginnast eða skelfast. Nafni telur „nær fyrir þjóðina að sýna rækt sína við Þingvöll með því að lýsa griðum (!) yfir honum og gera þar vistlegra fyrir þá, sem þangað vitja til að svala háleitum þjóðræknistilfinningum“, heldur en með því að halda þar allsherjar-þjóð- málafundi og gera þar ályktanir um áhuga- mál þjóðarinnar. Það er ekki aumkunar- vert ástand nema svona sé! Veslings Nafni getur ómögulega skilið, að það eigi neitt skylt við þjóðræknistilfinningu, að menn kjósa Þingvöll fremur öðrum stöðum fyrir allsherjar-þjóðfundarstað, og þó er það hið eina, sem réttlætir það, að halda slíka fundi þar fremur en í Reykjavík. En væri á Þingvöllum eins „vistlegt“ fyrir slíka fundi, mundi engum detta í hug að hafa þá annarsstaðar, meðan al- menningur er ríkari en Nafni af þjóð- ræknistilfinningu. Og svo kemur Þingvallafundarboðið, og það með nöfnum ísfirzku þingmannanna undir! En þá þorir karltetrið eiginlega ekkert að segja. Þar er nefnilega einnig nafn þingm. Norður-Þingeyinga, og hvað er líklegra, en að hann verði forseti neðri deildar á komandi sumri, og verði þannig atviunuveitandi fyrir prentsmiðjueigendur m. fl., sem taka verður tillit til, þegar svo þjóðkunnur þingmaður og „þjóðmála- skörungur“ á hlutinn að? Hér verður því að haltra á tvo vegu, „bera kápuna á báð- um öxlum“, sigla milli skers og báru. En bótin er, að Nafni er enginn viðvan- ingur! Vonandi er, að hversu sem Nafni legg-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.