Þjóðólfur - 31.05.1895, Qupperneq 2
102
vestanáttir, og alauð jörð, sem er mjög
óvanalegt hér, í slíku harðindaplássi, um
þann tíma; 14. marz skipti um með norð-
an kafaldi, sem hélzt í hálfan mánuð, og
var snjókoman orðin svo mikil seinni part
hretsins að varla sást neinstaðar til jarð-
ar, t. d. í Bjarnarfirðinum ásumumbæjum
varð naumlega vitjað húsa, vegna fann-
dýpi; í þessu hreti var mest frost 5—6
stig á Reaumur; eiunig rak hér inn
hafíshroða, en þó ekki að neinum mun;
29. marz var bezta veður, gekk síðan til
vestanáttar með þíðviðri í 2 daga, svo
npp kom jörð á stöku stað, hljóp svo um
með norðankafaldsharðneskju, sem hélzt
til 9. apríl. Frost var miklu skarpara í
þessu síðara hreti, mest 10—11 stig;
11. apríl gekk veðuráttan til suðurs með
þíðviðri.
Á Broddanesi náðust í vök á ísnum, um 40
höfrungar, og í Ingólfsíirði nokkuð á annað hund-
rað. Töluvert er minna orðið um hákariaróðra,
hér i norðurparti sýslunnar, en áður var, samt hafa
einstöku „ menn stundað þá atvinnu i vetur,
og aflað nokkuð; einn bátur hefur aflað bezt, eitt-
hvað töluvert á annað hundrað hákarla; 3 skip
fóru i skurðarróður úr Víkursveit, og öfluðu bæri-
lega, hæst 30 tunnur iifrar.
Bráðapestin hefur gert, sem fyr, vart við sig hér
í vetur, en þó ekki með versta móti. í Bæ á Sel-
strönd hafa farizt um 60 fjár, á Gautshamri undir
30, og svo víðar kind og kind; á einstöku bæ í
Hróf'bergshreppi hafa farizt nokkrir stórgripir, t. d.
á Kirkjubóli í Staðardal drápust allar kýrnar fjórar,
og tvö hross, og er almennt álitið, að sýkin hafl
verið miltisbrandur.
Heilsufar fólks er víðast bærilegt, nema hvað
kvef hefur verið að stinga sér niður við og við
sumstaðar, en þó ekki orðið að baga, sem frétzt
hefur, enda vitja nú margir Odds lækuis Jóns-
sonar á Smáhömrum; þó sumum verði það, eins og
gengur, auðvitað ekki nema kostnaðurinn, batnar
þó fleirum við meðul frá honum, einkanlega ef hann
sér sjúklinginn, enda hefur Oddur verið álitinn einn
með beztu iæknurn landsins; mörgum hér þykir
hann sitja of sunnariega, þar eð hann hefur ei verið
settur, sem kunnugt er, utan aukalæknir, yfir norð-
urpart sýslunnar.
Alltof lítið er um ýms samtök hér i hreppi, og
gerir það nokkuð efnaleysi manna, ekki svo mikið
sem lestrarfélag, og væri þó engin vanþörf á því,
þar menntunaráhugi er heldur að fara í vöxt, en
fáar fræðibækur, en aptur eru biaðakaup óðum að
aukast, t. a. m. hér eru ei utan 3—4 heimili, sem
ekkert blað er keypt, allstaðar annarstaðar þetta
1—2 og fleiri, en þó víðast „Þjóðólfur", þvi mörg-
um þykir hann skemmtilegasta blaðið.
Póstterðir hér að Skarði voru stopuiar, þar til
í haust; i vetur hefur póstur komið þar við i hverri
ferð, enda hefur hann verið annar, en sá í fyrra,
og er það víst, að þeir hafa engu minna eriudi
hingað, en í hvern annan hrepp sýslunnar, en það
sem mönnum hér þykir vanta, er, að póstafgreiðslu-
staður fáist þar, því ekki komast peningabréf í á-
byrgð fyr en í Kálfanesi, og getur, ef til vill,
margt orðið um þau á þeirri leið; væri því ósk-
andi, að þetta gæti sem fyrst náð Iagfæringu.
Nýlega hafa menn séð „Þjóðviljanu unga“ og
lesið þar um hæstaréttardóm í máli Skúla Thor-
oddsens, og gleður það alla sannsýna menn, hvað
það gat farið snilldarlega, þvi alþýðu manna — þó
fáfróð kunni að þykja — hefur ei getað blandazt
hugur um, að allar aðfarir mótstöðumanna hans
hafa ei verið á réttum rökum byggðar, og bágt er
til “þess að vita, að sóma- og réttlætistilíinning
hinna háiærðu höföingja lands vors, skuli ei vera
á betri grundvelii byggð — þegar til stórræðanna
kemur — en hér hefur átt sér stað; þjóð vor kann
einnig að meta kosti og næfileika manna, sem verð-
ugt er, og má Skúli Thoroddsenj vissulega teljast
að mörgu leyti einn með þeim fremstu i þeirri röð,
er ghafa kynnt sig, sem þjóðholla föðurlandsvini.
Umupólitiskarj hreyfingar er lítið^að ræða, því
þær eru á mjög lágu stigi hjá allflestum; þó mun
óhætt að fullyrða, að almenningur vill fá réttar-
bót i stjórnarmálum, sérstaklega að stjórnarskrár-
frumvarpsbaráttunni sé haldið áfram í sarna horfi
og á siðustu þingum; en háskólamálinu eru flestir
meðmæltir i orði kveðnu, þó litið sé hugsað um
samskot til hanB, og gerir það bæði peningaleysi,
og að enginn — svo kunnugt sé — gengst fyrir
samskotuin til hans; lika lætur sér margur um
munn fara: „Til hvers er að gefa til háskóla, þar
engin von er um, að hann komist á, sökum þess,
að það mál nær ekki staöíestingu stjórnarinnar, eða
konungs"? og dregur það ekki lítinn kjark úr þjóð-
inni, þegar hún sér, hvernig öll hin beztu og
stærstu mál hennar, er lúta að framför og mennt-
un föðurlandsins, uá siður en margt annað óþarf-
ara staðfestingu, og mun það að margra hyggju
vera tillögum landshöfðingja að kenna, enda láta
margir í orði kveðnu óánægju sina i Ijósi yfir ýms-
um aðgerðum hans, og óska, að það embætti væri
skipað meiri föðurlandsvin.
Skiptar eru skoðanirjrnanna um járnbrautar- og
siglingamálið, og þykir ’mörgumj það barnaspil eitt,
að nokkur sknli hugsa til, að ráðast i svo stór-
kostlegt fyrirtæki, aptur eru sumir þvi meðmæltir,
og vilja að það mál nái fram að ganga á næsta
þingi, og álíta, að fé úr landsjóði sé opt varið til
óþarfara fyrirtækis, og hefði þeim þúsundum, Bem
landssjóður hefur tapað við kostnað Skúla-málsins,
verið betur varið til þarflegra fyrirtækja og fram-
fara landsins, en til gjafsóknarmálakostnaðar, sem
meðhöndlað er með likum rétti og það mál var.
Austur-Skaptaíellssýslu 10. maí: „Hinn
28. f. m. kom gufuskip Wathne’s „Yágen“ inn á
Hornafjarðarós vestanverðan að Melatanga og var
þar skipað upp vörum til hverrar hreppsdeildar.
Rúgur er á 10 kr., rúgmjöl 10,50, bankabygg 18,00,
hrísgrjón 20,00, flórmjöi 10 a. pd., kaffl 96 a.,
hvítasykur 22 a., púðursykur 20 a., sagó 15 a.,
rúsínur 18 a., grænsápa 20 a., leður 80 a. pd.,
hvítt lérept, 19, 21 og 30 a. al., eldspýtnaknippi
10 a., o. s. frv.
Um sama leyti og skipið kom ralc hval þar ná-
lægt og rétt á eptir tvo hvali aðra. Þeir eru all-
ir í Árnanesslandi. Vættin af spiki er seld á 4 kr.
rengi 3,00 og þversti 1—2 kr. eptir gæðum. Chr.
Nielsen í Khöfn hefur selt Otto yngsta syni Chr.
D. Tuliniusar, Papósverzlun, að sagt er, á 30,000 kr.
— Snemma í þessum mánuði kom þangað (á Papós)
skútan „Diana“ og slitnaði þar upp. Verður seld
á uppboði".
Málalok. Eins og kunnugt er, byrjaði
ritstjóri ísafoldar fyrir skömmu á því, að
höfða mál gegn ritstjóra Þjóðólfs og rit-
stjóra Þjóðviljans „unga“, og hugsaði sér
heldur en ekki til hreyfings með því. Mál-
ið, sem hann höfðaði gegn Þjóðólfi, var
sprottið af nokkrum ummælum nm hann,
sem forseta bókmenntafélagsins, en af því
að honum þótti héraðsdómurinn (50 kr.
sekt og 20 kr. málskostnaður) ekki nógu
harður og ætlaði að sigla hærri vind, á-
frýjaði hann honum til yfirréttar, en hafði
ekki annað upp úr þvi, en að dómurinn
var staðfestur þar 20. þ. m., en máls-
liostnaður fyrir yfirdómi látinn falla niður,
og sýnir það, að eigi hefur málstaður B.
J. þótt sérlega góður, enda kemst yfirrétt-
urinn beinlínis svo að orði í dómsástæðun-
um. „Það er ekki ærumeiðandi, þótt sagt
sé, að áfrýandi hafi sett félagið gersamlega
á höfuðið, eða að því hafi hnignað svo
undir stjórn hans, að það eigi trauðla við-
reisnarvon, því að með þessu er ekki sagt
annað, en að stjórn áfrýjanda á féiaginu
hafi eigi verið því holl eða happasæl, eink-
um í fjárhagslegu tilliti“. Það er sannar-
lega tilvinnandi, að borga 20 krónur að
eins til að fá dómsályktun um þetta, því
að það var einmitt aðalstefna Þjóðólfsgrein-
arinnar, að sýna fram á annmarkana við
hina fjárhagslegu stjórn B. J. á félaginu.
Fyrir meiðyrði í ísafold gegn ritstjóra
Þjóðólfs, var B. J. dæmdur í undirrétti í
20 kr. sekt og 10 kr. málskostnað. En
ekki var hann vel áuægður með þetta og
áfrýjaði einnig þessu máli til yfirréttarins,
en þar var dómurinn staðfestur og Björn
aak þess dœmdur til að greiða 20 kr. máls-
lcostnað fyrir yfirdómi. Það varð því held-
ur magur árangur fyrir hann af þessum
áfrýjunum: að verða að greiða oss máls-
kostnað fyrir yfirdóranum, en fá eugan
málskostnað tildæmdan í síoo eigin máli.
Auðvitað var báðum málunum gagnáfrýj-
að frá vorri hálfu.
Þau 4 raál, er B. J. hafði höfðað gegn
Skúla Thoroddsen fyrir meiðyrði, voru
dæmd í héraði af Lárnsi Bjarnason og
Skúli sektaður. Hafði Skúli krafizt, að
Lárus viki úr dómarasæti, sem persónuleg-
ur fjandmaður sinn, en Lárus úrskurðaði,
að hanu sæti kyr og dæmdi málin. í yfir-
rétti 27. þ. m. voru svo þessir úrskurðir
Lárusar dæmdir ómerkir og öll meðferð
málanna í héraði því ólögmæt. Var öllum
œálunum þannig vísað heimj aptur, og var
það fremur ónotalmykkur fyrir B. J., er
hlýtur nú að fitja upp aptur á nýjau leik,
ef hann hættir ekki alveg við það. Yfir-
rétturinn byggði ómerkinguna einkum á