Þjóðólfur - 16.08.1895, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 16.08.1895, Blaðsíða 1
Árg. (EGSarkir) kostar 4 kr. Erlenclis 5 kr.— Borgist fyrir 15. Júli. Uppsogn, bnndin við áramót, Agild nema komi tilútgofanda fyrir 1. oktAber. ÞJÓÐÓLFUR. XLYII. árg. Afdrif stjórnarskrármálsins á þingi. Þess var getið í síðasta blaði, að efri deild œundi stytta stjórnarskrárfrumv. neðri deildar aldur annaðhvort með því að fella það undir eins við 1. umr. eða svæfa það í nefnd. En hvorugur þessi vegur var val- inn, heldur einn spánnýr, áður óþekktur í sögu þingsins, að því er lagafrumvörp snertir, en það var að sálga frumvarpinu með rökstuddri dagskrá. Eigi tóku aðrir þátt í umræðunum 9. þ. m. ea Þorkell Bjarnason, Sig. Stefánsson og Jón Jakobsson. Rakti séra Þorkell einkum sögu máls- ins, og lagði mesta áherzlu á kostnaðinn við aukaþingin, og við kosningastríðið(!), er hvorttveggja leiddi af því, ef frumvarp- ið yrði samþykkt. Sigurður Stefánsson kvaðst ekki fyr hafa heyrt þá ástæðu borna fram á þingi gegn frumvarpinu, að kosningar til þings væru svo kostnaðarsamar, enda væri það hinn mesti hégómi. Þótt kjósendur eyddu svo sem svaraði einum degi til að sækja kjörfund, þá væri harla lítil ástæða ■a til að fárast ^m slíkt. Ef menn teldu það eptir sér, væri snjallast að halda þing sem sem allra sjaldnast, og helzt aldrei. Þá væri ekki lengur um þennan kostnað að ræða. Hann gat þess einnig, að saga stjórnarskrármálsins hefði verið raunasaga á þingi en ekki hjá kjósendum. Þjóðin hefði hvað eptir annað iýst því yflr, að hún vildi halda málinu eindregið áfram, og enn væri ekki komið neitt verulegt hik á hana, hvað þá heidur nokkur yfirlýsing um, að hún aðhyltist þessa þingsályktunar- tillögu, er nú hefði verið dembt inn á þingið að þjóðinni fornspurðri. Sagði hann, að andstæðingar frumvarpsins hefðu átt að koma fram með breytingar sínar fyrir þing og leggja þær undir álit og úrskurð þjóðarinnar. Það hefði mælzt betur fyrir, heldur en að hrapa nú að þessn svona allt í einu út í bláinn. Jón Jakobsson talaði með óvenjulega miklum áhuga og í eiriskonar vígamóði gegn frumvarpinu, og var auðheyrt, að hann þóttist hafa ráð þess í hendi sér, enda sagði hann berlega, að þessi síðasta ganga þess á þingi væri ganga grafar en ekki til sigurs, og að þingið mundi ekki Reykjavík, föstudaginn 16. ágúst 1895. optar hafa frumvarp þetta til meðferðar óbreytt. Lagði hann til, að samþykkt væri svolátandi rökstudd dagskrá: „Með því að deildin hefur á fundi 22. júlí samþykkt tillögu til þingsályktunar um stjórnarskrármálið og þar með lýst því yfir, að hún áliti þann veg heppilegri að sinni en frumvarpsleiðina, sér hún sér eigi fært að sinna frumvarpi til stjórnarskip- unarlaga um hin sérstöku málefni íslands, sem neðri deild alþingis hefur samþykkt með mjög litlum atkvæðamun, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá". Sigurður Stefánsson mótmælti því alvar- lega, að þessi rökstudda dagskrá væri bor- in undir atkvæði, þvi að það væri brot á þingsköpunum, að ráða frumvörpum til til lykta á þennan hátt. En forseti taldi það heimilt, og spannst út af þessu þref nokkurt millum hans og séra Sigurðar, er hélt fast fram sinni skoðun. Lauk svo, að forseti bar þessa rökstuddu dagskrá upp til atkvæða og var hún samþykkt með 7 atkv. gegn 4 (Gutt. Vigfússon, Jón Jónsson, Sig. Jensson og Sig. Stefánsson), en Jón Jakobsson og Þorleifur Jónsson greiddu atkv. með hinum konungkjörnu, eins og vænta mátti. Með þessari kynlegu aðferð efri deildar er þá stjórnarskrárfrumv. hrundið af þingi i þetta sinn. Er enginn vafi á því, að samkvæmt þingsköpum vorum er þetta ekki lögformleg aðferð, þá er um frumvarp er að ræða, enda ekki áður tíðkuð hér á þingi. En i rauninni kemur þetta í sama stað niður, úr því að skipun deildarinnar var nú svo háttað, að frumvarpið var dauðadæmt fyrirfram. Og ef til vill hef- ur þetta átt að vera vægilegri og virðu- Iegri aðferð heldur en að skera það niður hreint og beint á venjulegan hátt, þótt erfitt sé að sjá mikinn mun á þvi frá „almennu sjónarmiði“. En stjórnarskrárbarátta íslendinga er ekki aldauða, þótt þjóðkjörnum þingmönn- um í efri deild tækist að fella frumvarpið í þetta sinn. Þessu máli verður haldið fram' á sama grundvelli eptir sem áður, unz vér fáum kröfum vorum að miklu eða öllu leyti fullnægt, þrátt fyrir það, þótt ekki sé að eins við erlenda mótspyrnu að etja, heldur einnig við íslenzka deyfð Nr. 40. og sundrungu. Hér vantar að eins nogu sterkan og einbeittan vilja.. Og það sann- ast, að hann kemur fyllilega í ljós hjá þjóðinni áður en langt líður. Spyrjum að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum. A1 þ i n g i. IX. Þlngsályktunartillagan i stjórnar- skrármálinu var til umræðu í neðri deild í fyrra dag og í gær. Fyrri daginn héldu að eins þeir Benedikt Sveinsson og Guð- laugur Guðmundsson ræður um l1/, kl.st hvor, en síðari daginn töluðu auk þeirra: Einar Jónsson, Pétur Jónsson, Þórhallur Bjarnarson, Jens Pálsson, Sighvatur Árna- son, Jón í Múla, Þórður Thoroddsen, Jón Þórarinsson, Sigurður Gunnarsson, dr. Val- týr, Jón próf. Jónsson og Þórður Guð- mundsson, og voru þar allharðar rimmur á ýmsa vegu. Sókn og vörn millum þeirra Benedikts og Guðlaugs var og allsnörp, og þótt Benedikt sé hartnær sjötugur, þá kemur enn í Ijós sama fjörið og sama mælskan, sem fyr á hinum yngri árum hans, og verður hinum yngri mönnum erfitt að hrökkva við honum enn í ræðuhöldum, þótt sumir séu allleiknir í því, að reyna að vinda sig úr klípunni með viðsjálum orðaleik og undirstöðulausum yfirvarpsá- stæðum. Benedikt gat þess einnig, að þingsályktunartillagan væri „hál sem lax og viðsjál sem Loki“, en Guðlaugur and- æfði því vitanlega, og taldi tillöguna hið mesta þing, og lýsti því beiulínis yfir, að ef stjórnin tæki ekki tillit hennar, þá yrði það til þess, að herða enn meir á sjálf- stjórnarkröfum þjóðarinnar, yrði til þess að skerpa baráttu hennar gagnvart stjórn- inni, en alls ekki til þess að draga úr henni. Auðvitað er þetta spádómur út í loptið, er enginn getur fullyrt að rætist, en það er rétt, að láta þessarar yfirlýs- ingar getið nú þegar. Eptir að vita, hvort sjálfir fylgismenn tillögunnar verða svo á- kaflega framgjarnir og ódeigir gagnvart stjórninni á næsta þingi, — eptir að til- lagan þeirra reynist gagnslaus — eins og þeir láta nú í veðri vaka. Betur, að svo yrði, betur að þeir gerðu dálitla brag- arbót 1897. Þáð vejtti heldur varla af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.