Þjóðólfur - 21.08.1895, Síða 1

Þjóðólfur - 21.08.1895, Síða 1
Árg (fiO'arkir) kOBtar 4 kr Krlendis 5 kr.— Borgist íyrir 15. jtlli. Uppsögn, bnndin viö Aramöt, ógild nema komi tilútgefand* fyrir 1. oktöber. Ð Ö L F U E. ÞJÖ Reykjayík, miðvikudagjnn 21. ágúst 1895. XLYII. árg. Þj'óösöngur. (Tileinkaður Alþingi íslendinga 1895). Heitt vér þreyjum þessa eyju, því oss birtiöt hún svipuð meyju, sjálfri Freyju, signuð undir brún; okkar sögu, óði, lögum eldi bundin rún; unaðsfögur mun hún mögum meðan gróa tún! Austan kom með skygða skjöldu skörunganna her, drottning þá úr djúpi köldu drifhvít lypti sér. ölóði móti sólu Saga svás og dýrðarfull, Óði, Frey og brúði Braga bauð hún rauðagull. Hefur önnur ey í heimi átt sér mannavai, eins og það, sem guðs í geimi Garðars byggði sal? Sástu fegri sögumorgna, sólar gyðja siing, en vort glaða, göfga, forna, guðum vígða þing? Manstu Gizur, Gest og Kára, Gunnar, Snorra, Njál? manstu lífið ungdóms-ára, óð og krapt og sál? sérðu ennþá öðlinganna ættarmörkin há? manstu, drakkstu sætra svanna Sjafnar logabrá? Heyrist eins og Ægis niður önnur þyngri ljóð: þegar dó hinn dýri kliður, draup þitt hjartablóð. Fenris gin og Gandrinn forni gein við píndri þjóð; lengi fékkst við hana á hólmi hungur, fár og glóð. Raunatóninn þennan þunga, þyldú íslands sær; geym hann mæra móðurtunga meðan hjartað slær. Lífið gengur gegnum dauðann geysistranga braut; viður ís og eldinn rauðan oss var mörkuð þraut. Aldrei kaus þó karardauðann kempan ern og fleyg, heldur bað sér bæsing rauðan blóði flétta sveig. Sjá, af vorum dýpsta doða dagur rann um síð; sjáum ei í sorg og voða: sólin gyllir hlíð! Yígjum landi vit og krapta, vegum hart og títt; sníðum fjötur fleiri hapta; fram á lífsskeið nýtt! Þóttú mætir þremur, fjórum, þá er sigurvon; hvað er það mót hugarstórum, hrausti Snælauds son! Já, vér þreyjum þessa eyju, því 0S8 birtist hún svipuð meyju, sjálfri Freyju, signuð undir brún; okkar sögu, óði, lögum eldi bundin rún; unaðsfögur mun hún mögum meðan gróa tún! Matth. Jochumsson. Útlendar fróttir. Kaupmannahöfn 5. ágflst. England. Skömmu eptir að ráðaneyti Salisburys var sezt að völdum, var þingið leyst upp og eflt til nýrra kosninga. Nú eru þær um garð gengnar, og hefur hið nýja ráðaneyti borið þar ágætan sigur úr býtum. Alls hefnr það 150 atkvæða yfir- tölu, og er það fáheyrt. Má það þannig að fullu og öllu ráða lögum og lofi á þing- inu. Eptir að ráðaneyti JRoseberys var oltið úr tigninni, tóku menn að gera sér vonir um, að Olaðstone gamli mundi enn- þá einu sinni bjóða sig fram til þings, en sú von hefur brugðizt. Þó hefur hann ritað hinum fornu kjósendum sínum í Midlóthían tvö bréf, er nýlega voru lesin upp á opinberum mannfundi norður þar. Telur hann í bréfum þessnm upp hinar helztu framfarir á síðastliðnum 60—70 ár- um og sýnir fram á, að frjálslyndi flokk- urinn eigi alla þökkina skilið fyrir þær. Nr. 41. Að lokum stappar hann enn einu sinni stálinu í Midlóthíansbúa, að fylgja fast fram öllu því, er til framfara horfi. Kveðst hann óska þess, að Midlóthían ávallt megi vera öruggt vígi frelsis og framfara. Búlgaría. Hinn 15. f. m. bar svo við, að Stambulow, fyrverandi ráðaneytisforseti, síðla kvelds kom frá samkundu nokkurri og ætlaði heim til sín. Allt í einu réðust að honum fjórir flugumenn og hleyptu á hann úr skammbyssum sínum. Brölti hann skjótlega út úr vagni sínum og bjóst að verja sig, en hinir þyrptust að honum og veittu honum mörg sár með rýtingum sín- um, og fékk hann eigi komið við neinni vörn. Hann féll þegar í öngvit, enda hafði hann fengið yfir 100 rýtingsstungur á hend- ur og arma, mikil sár á höfuðið og hnífs- stungu í augað. Einn af vinum hans, er með honum var, viidi koma honum til hjálpar, en það stoðaði ekki; fékk hann einnig svöðusár á höfuðið, en morðingjarnir hlupust á brott úr höndum honum, áður hann fengi áttað sig. Lögregluþjónn einn, er stóð á verði á strætinu, tók til fótanna, er hann sá hvað verða vildi. Stóð lögregluvaldið ráða- laust uppi í fyrstunni og vissi hvorki út né inn, því enginn kunni deili á flugu- mönnum, þar til Stambulow raknaði úr rotinu. Kvaðst hann hafa borið kennsl á tvo þeirra, Halew nokkurn og Tufektschiew. Yar hinn síðarnefndi þegar gripinn ásamt tveim öðrum kumpánum, og þykir líklegt, að þeir séu valdir að frumhlaupinu. Stam- bulow lézt af sárum sínum tveim dögum síðar við hin mestu harmkvæli. í fórum hans fannst skjal nokkurt, er hann hafði ritað skömmu fyrir morðið, og segir hann þar fyrir, að hann muni myrtur og nefnir til mann þann, er upptökin muni eiga til þess. Sumir hafa látið á sér heyra, að Ferdinand prins og stjórnarráð haus muni hafa verið í vitorði með um þetta, þvi þeim stóð ótti af Stambulow og flokki hans, er bæði var harðsnúinn og illvígur. Ekkja Stambulows synjaði viðtöku krönsum þeim og bréfum, er prinsinn sendi, og vildi þannig gefa það í skyn, að hún áliti prins- inn eigi sýknan saka. Allt er í uppnámi í Búlgaríu^út af þessu og við greptrunina voru hinar mestu óspektir og sviptingar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.