Þjóðólfur - 06.12.1895, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.12.1895, Blaðsíða 3
297 Bumar var hið hagstæðasta, grasvöxtur og nýting gðð og garðræktin heppnaðist vel. Allir sem vetl- ing gátu valdið, karlar og konur leituðu Bér at- vinnu í öðrum landsfjðrðungum, svo sjaldan hefur verið jafn fámennt heima, sem í sumar. Allur þorri manna, sem fóru burtu, komu aptur með gott kaup, og sumir þeirra, sem austur fóru enda ágætt, einstöku menn ylir 300 kr. kostnaðarlaust. Afli var nokkur á norðanverðu nesinu í sumar af þyrskl- ingi og hafa þeir, sem gátu stundað hann fengið talsverðan fisk; seinni hluta október fór að draga úr aflanum og nú má heita fiskilaust. Aptur hef- ur komið mikið síldarhlaup og rnikið veiðzt í Kefla- vík og enda víðar. Það er mein að menn kunna hér ekki að gera sér vöru úr síldinni. Yerzlun var fremur hagstæð. Kaupfélagið hélt áfram með sömu umboðsmönnum í útlöndum, sem áður, en það var í minna stíl en undanfarin ár, vegna aflaleysisins; þó mun allur almenningur í öarði, Leiru og Kefla- vik hafa fengið úr því meira eða minna af nauð- synjum sínum. Eigi urðu vörurnar, sem teknar voru í því alveg borgaðar upp þetta ár, það hefur komizt í nokkra skuld utanlands, en þó minni en búizt var við í fyrstu. Fáeinir menn fengu vörur hjá Birni Kristjánssyni, en Grindvíkingar og Hafn- armenn hjá Copeland & Berries, svo nokkur hefur nú keppnin verið. Skuldir eru furðanlega litlar eptir svo örðugt ár og sveitarþyngsli hafa ekki auk- izt að neinum mun. Heilsufar fólks hefur verið með bezta móti, fá- ir hafa dáið, en viðkoma hefur verið óvenjulega mikil. Byggingar hafa lítið aukízt, sem ekki er von; þó hafa tvö allgóð íveruhús verið byggð í Garðin- um, tvö mjög snotur i Kcflavík, auk ýmsra smærri, sem alltaf þjóta upp eins og gorkúlur. Skólarnir byrjuðu eins og vant er 1. október. í Keflavík komu 18 börn á skólann, 50 á Útskál- um og svo heldur umgangskennsla áfram í Grinda- vík og Miðnesi, eins og að undanförnu; um Hafnirnar er oss eigi kunnugt. Einmitt þegar „Elin“ átti að koma hingað með smjörfarm kaupafólks og mörinn úr höfuðstaðnum, þá strandaði hún. Dað var vel viðeigandi endir á allri hennar frammistöðu hér. Eptir áætlun, sem út var geíin fyrir hana, átti húu að hafa 3 við- komustaði hér á nesinu: Keflavík, Garði og Sand- gerðisvík. En þessari áætlun fylgdi hún ekki. 1 Keflavik mun hún þó optast hafa komið, þegar henni bar, en á hina staðina kom hún ekki, þegar henni réði svo við að horfa, þótt logn og bliða væri. í Garðinum er fjölmennasta plássið, sem hún átti að koma við, þar er engu verri höfn en í Keflavík, en þar fór hún fram hjá í þrjú skipti í bezta veðri, 9. ágúst, 5. og 9. sept. Hiun 9. ágúst beið hennar Bkip á floti hlaðið með vörum, en hún skeytti því ekki og fór fram hjá, en þá átti hún að taka um 20 hestburði, sem áttu að fara austur fyrir Reykjanes. Þessi farangur var svo fluttur til íteykjavíkur og svo eptir mikla vafninga austur landveg. 5. og 9. sept. kom hún alls ekki í Garð- inn, þá var bezta veður, og þá beið hennar fólk og farangur. Gufuskip með fastri áætlun, sem þann- ig fer að ráði bíuu, er verra en ekkert, það er ein- ungis til þess að gabba fólk og gera skaða. Það er ótrúlegt skeytingarleysi af skipstjóra og útgerð- armönnum, að láta slíkt viðgangast af skipi, sem hefur opinbera styrki. Hin megnasta óánægja var því orðin með bát þennan og menn urðu fegnir að frétta strand hans, því hann var orðinn óþolandi í alla staði. Hér hafa orðið dálitil höpp í seinni tið; Leiru- menn ráku á land tvær andarnefjur og drupu þær þeim drjúgum. En Miðnesmenn fengu skipstrand á Bátsendum og þótt það megi nú ekki teljast happ, þá er þó mögur steik, sem ekki drýpur af“. Yfirlýsing frá Stúdentafélaginu. Á fundi, er hið íslenzka Stúdentafélag hélt 22. nóv. siðastliðinn, var eptirfarandi yfirlýsing samþykkt og stjórn félagsins falið að koma henni á prent: „Fuudurinn lýsir óánægju sinni yfir því að heimildarlaust hefur verið prentaður í Fjallkonunni útdráttur af fyrirlestri, er cand. júris Einar Benediktsson hélt í Stúd- entaféiaginu 8. nóvbr. þ. á., og það því fromur sem efnið í ummælum fyrirlesar- ans er ranghermt í þeim útdrætti. Jafnframt lýsir fundurinn yfir því, að félagið muni leita verndar þeirrar, er lög leyfa, ef slíkt skyldi koma fyrir fram- vegis“. Keykjavík, 25. nóv. 1895. Einar Hjörleifsson, ólafur Thorlacius, p. t. formaður. p. t. skrifari. mjög vandað og ódýrt og tilhúinn fatnaður fæst í verzlun Sturlu Júnssouar. 76 Sir Thomas Pryse, tiginn maður í Montgomeryshire, hafði tvisvar orðið ekkjumaður, og lét likkisturnar, er smurðar leifar eiginkvenna hans voru geymdar í, standa í svefnherbergi sínu. Síðari konan hafði meðan hún Jifði leyft manni síuum að hafa líkkistu fyrri konu hans hjá sér. En þegar Pryse, þrátt fyrir hina aðdáanlegu ást á hinum látnu, kvæntist í þriðja sinn, kynokaði þessi þriðja sér við að hafa lík beggja hinna í svefn- herberginu, og kisturnar voru því fluttar burtu og moldu huldar í sérstökum grafreit. Pryse lifði einnig þessa þriðju konu, og undir eins eptir lát heunar lét hann setja allar þrjár líkkisturnar í svefnherbergi sitt. Hann hefur ekki verið myrkfælinn, karliun. Á Englandi tíðkast mjög, eins og mörgum mun kunnugt, nokkurs konar skilmingaleikur með hnefunum, og þykir mönnum hin mesta skemmtun að horfa á hann, einkum þá er tveir æfðir eigast við. Fyrir hér um bil 70 árum var leikið í Lundúnum leikrit nokkurt, snúið úr frakknesku, en til þess að laga það, svo að það félli Englendingum betur í geð, breytti leikhússtjórnin einum þættinum og setti þar inn í reglulegau skilmingaleik milli veiðimanns og bjarndýrs, þótt það væri nokkuð óeðlilegt, en einmitt þessi breyting reyndist mjög heppi- leg, því að allir áhorfendurnir voru mest hrifnir af þessu sýnishorni. Yeiðimaðurinn lagði, auðvitað björninn Nokkrar sagnir um Englendinga. Það er almennt álit, að Englendiugar séu tiltölu- Jega framar öðrum þjóðum undarlegir í háttum og ein- ræningslegir, og að það sé yfir höfuð ensk-amerískt þjóðar-einkenni. Enskir ferðamenn eru t. d. kuunir um heim allan fyrir afbrigðilegt og sérgæðingslegt háttalag, svo að það er jafnvel haft að orðtaki, að engín svo fjarstæð hugmynd sé til, sem enskum heila þyki óframkvæmanleg í verkinu. Frá fyrri og síðari tímum eru sagnir um mesta aragrúa euskra sérvitringa, er Englendingar sjálfir nefna „whimsical men“. Af því að vér hyggjura, að mörgum lesendum vorum þyki gaman að heyra nokkrar þeirra, viljum vér nefna hér fáein áreiðaulega sönu dæmi. Edvard Montague, fæddur í Jórvík 1714, var elzti sonur einhvers hins göfugasta og auðugasta manus á Englandi í þá daga, en; það fannst honum vera einhver hin mesta óhamingja, og fékk snemma svo sterka lönguu til að lifa i bágindum, að hann strauk 9 ára gamall burtu frá foreldrum sínum, og gekk í þjóuustu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.