Þjóðólfur - 13.12.1895, Side 2
230
sóu kunn aðalatriði þeirrar listar, þá hirða
menn opt harla lítið um að færa sér þau ;
nyt, og þess vegna er góð vísa aldrei of
opt kveðin, aldrei vanþörf á, að brýna al-
menn, þýðingarmikil sannindi fyrir fólki.
Fastheldnin við gamlar óvenjur er opt svo
rík, að menn eiga mjög erfitt með að segja
skilið við þær, þrátt fyrir batri vitund,
og það er því enginn hægðarleikur að
koma þeim á kné. Fólk er svo lengi að
átta sig á öllum breytingnm, ekki sízt hér
á landi.
Fyrirlesarinn gat þess í upphafl máls
síns, að í öðrnm löndnm væru búin til
ýms kynjalyf, er ættu að lækna alla sjúk-
dóma, en þau hyríu jafnan af markaðin-
um eptir lengri eða skemmri tíma, og önn-
ur ný kæmu í þeirra stað, er sættu sömu
forlögum. Sum þessi lyf væru hér kunn
t/, d. Brama-lífs-elixír og Kína-lífs-elixír,
og auk þess hefðum vér íslendingar eins
konar iifandi Iífs-elixíra, og það væru
skottulæknarnir. Minntist hann í því sam-
bandi á einn ónafngreindan manu í Reykja-
vík, er gert hefði tákn og stórmerki á
Norðurlandi, látið mikið af list sinni og
ausið meðulum í’-lfólkið, en maður þessi
hefði verið salernahreiasari í Reykjavík,
en þótt hitt verkið þokkalegra og þægi-
legra að ferðast um sveitir sem kynjalækn-
ir og keypt því einhver meðul í Iyfjabúð-
inni fyrir 10 kr., áður en hann lagði af
stað í leiðangurinn. — Þá minntist hann
á ýmislegt, er stuðlaði að því, að stytta
líf manna, og taldi þar til fyrst og fremst
allan óþrifnað, einkum illt lopt, og skýrði
það með Ijósum dæmum. Kvað hann litlu
steinhúsin, er nú væri verið að byggja,
loptminni en gömlu torfbæina, og yfirhöf-
uð væri ekkert hugsað um, að fólk hefði
nægilegt og gott lopt; það byggju ef til
vill tvær fjölskyldur á plássi, sem væri
hæfilegt fyrir einn mann og þó væri lopt-
ið eins nauðsynlegt fyrir lífið, eins og fæð-
an. Það mætti því til sanns vegar færa,
að menn „lifðu á Ioptinu", því að menn
gætu ekki án þess verið. Hann minntist
og á drykkjuskapinn, er spillti heilsu
manna og stytti lífið, og kvað það enga
sönnun, þótt einstakir ofdrykkjumenn næðu
allháum aldri, því að hitt væri saunað
með órækum dæmum. En fásinna væri að
halda því fram, að óhollt væri að bragða
vín, það gerði hvorki til né frá, væri al-
veg meinlaust. Hann minntist á ýmsa
næma sjúkdóma t. d. taugaveiki, lungna-
tæringu, sullaveiki o. fl. og brýndi fýrir
mönnum ýmsar varúðarreglur gegn þeim.
Taugaveiki kæmi einkum af sóðaskap við
vatnsbólin og spilltu vatni, hrákinn úr '
lungnaveikum jþaönnum væri hættulegastur,
og því ætti j^fnan að varast, aðhrækja á
gólfið, en sullaveikin kæmi úr hundunum,
eins og kunnugt væri, og hefði þetta allt
verið margtekið áður fram, en það veitti
ekki af að ítreka það. Hann kvað einn
óþrifnaðinn fólginn í því, að menn þvægu
sér að eins í framan, en sjaldau eða al-
drei allan skrokkinn, það sæist ekki þótt
hanu væri skítugur, en væru menn ber-
skygnir mundu menn betur hugsa um, að
halda honum hreinum, enda væri það afar-
þýðingarmikið fyrir heilsuna, að húðin gæti
óhindrað unnið ætlunarverk sitt, og væri
ekki „ferníseruð" með óþverra, er hindr-
aði hina eðlilegu og nauðsynlegu útgufan.
í öðrum löndum kvað hann hreinlæti manna
miðað við, hversu mikið væri notað af
vatni og mundu íslendingar standa nokkuð
lágt í þrifnaðinum eptir þeim mælikvarða.—
Hæfilega vinnu og hieyfingu taldi hann
nauðsynlega fyrir heilsuna, en ofmikil
vinna gæti að vísu haft ill áhrif, en hitt
væri mesti misskilningur, að telja iðjuleys-
ið æskilegra en vinnu, því að iðjuleysingj-
arnir séu alls ekki öfundsverðir, iðjuleysið
sé byrjandi dauði.
Að Iyktum gat ræðumaður þess, að
í kirkjunum væri eingöngu prédikað um,
hvernig gæta skyldi sálarinnar, svo að
menn öðluðust eilíft líf, en um velferð lík-
amans væri þar ekkert talað, ekkert um
það, hvað menn ættu að gera til að geta
vegnað vel hér í þessu lífi, og lifað lengi
í landinu. Það væri að minnsta kosti al-
veg spánnýtt, að heyra minnzt á það af
prédikunarstólnum, en ræðumaður kvaðst
óska, að kennimenn litu hér eptir meir á
þá hliðina, en hingað til. Sjálfur kvaðst
hann ekki hafa neitt leyndarlyf til að
lengja lífið, annað en það sem allir gætu
veitt sér, en það væri þrifnadur oq reglu-
semi.
Þetta, sem hér hefur verið skýrt frá,
eru að eins örfáar glepsur hingað og þang-
að af aðaiinnihaldi fyrirlestursins, er var
vel saminn og skipulega, með ýmsum dæm-
um og smáskrítlum.
Raílýsingarinálið, sem hr. Frímann
B. Anderson hefur verið að gangast fyrir,
er nú nokkuð á veg komið. „Fyrsta stigið
í þá átt steig bæjarstjórnin (eða meiri hluti
hennar), með því að lofa 1800 kr. styrk
af bæjarsjóði til raflýsingar á götum úti,
og að því búnu héltj hr. Frímann fund
með bæjarbúum 7. þ. m. til að heyra und-
irtektir þeirra, og urðu þær allgreiðar,
enda talaði enginnjgegn málinu. Var því
næst tekið að safna áskriptum manna um
það, hve mjkinn'^þátt þeir vildu taka í
þessu fyrirtæki, og varð árangurinn sá,
að 300 manns skrifuðu sig íyrir Ijósmagni,
er nemur 6363 kertaljósum, svo íramar-
lega sem rafmagnstofnun komist á fót,
er bæjarstjórnin telji fulltrygga til að
semja við, og verði dýrleiki eins kerta-
ljóss-birtu ekki meir en 1 kr. á ári — eða
fyrir 1000 klukkustunda lýsingu — þegar
alls er notað í bænum frá stofnuninni svo
sem svarar 10,000 kertaljósa birtu, en
hlutfallslega minna sé meira notað (t. d.
ekki nema 80 aura fyrir eins kertaljóss-
birtu, et 15,000 kertaljósamagn er notað).
Af undirskrifendum hafa 10 jafnframt ósk-
að rafmagnshitunar í húsum sínum, ef
hún fæst með betri kjörum, en hitun sú,
er menn nú hafa. En auðvitað verða þeir
miklu fleiri síðar, er þess æskja, ef stofn-
un þessi kemst á fót og hitunin reynist
ódýrari.
Þá er á allt er litið, verður ekki annað
sagt, en að þessar undirtektir bæjarbúa,
svona fyrsta sprettinn, séu vonum framar
góðar, sérstaklega af því, að mönuum er
mál þetta svo ókunnugt, enda munu marg-
ir hafa skorazt undan að skrifa sig nú
sakir þess, en lofað að „vera með siðar“,
er fyrirtækið væri komið á fót, gætandi
ekki þess, að skilyrðið fyrir því, er ein-
mitt að sem fæstir skerist úr leik. Auk
þess hefur nálægt */8 undirskrifenda að
eius skrifað sig fyrir 10 kertaljósum hver, sem
samsvarar hér um bil ljósmagni eins stein-
olíulampa og er því jafnvel hætt við, að
svo smáleg og sundurskipt pöntun verði
ekki tekin til greina. Ennfremur hefur
ekki verið beðið um rafmagnsljós í neitt
stórhýsi bæjarins, sem er almenningseign,
en sjálfsagt „koma þau á eptir“ eins og
fleiri, þá er aðrir hafa riðið á vaðið, og
stofnunin er tekin til starfa, enda er eng-
inn vafi á, að bæjarbúar taki þá almennan
þátt í þessu þýðingarmikla fyrirtæki, sér-
staklega ef rafhifcun verður sameinuð við
lýsinguna. Það er reyndar enn alveg ó-
vist, að félög ytra fáist til að takast þetta
á hendur, með svo lítilli vissu um notk
uniua, sem eun er fengin. En ei að
síður er gleðilegt, að málið er þó komið
á þennan rekspöl. Það or enginn efi á, að
raflýsing Reykjavíkur gæti talizt stór mik-
il framför og yrði eflaust lyptistöng frek-
ari framkvæmda og framfara hér á landi
í ýmsum greinum, er menn nú hafa litla
hugmynd um og telja fjærri liggja.