Þjóðólfur - 27.12.1895, Page 1
Arg. (60 arkir) koBtar 4 kr.
Erlendis 5 kr.— Borgist
fyrir 15. Júli.
XLYII. árg.
„Yggdrasill—Óðins hestr“.
Ný skýring hinnar fornu kugmyndar
eptir Eirík Maguússon bókavörð í Cam-
bridge. Verð: 1 kr. Fæst hjá kaupm.
Ben. S. Þórarinssyni Reykjavík.
Hugleiðingar
út af fiskiveiðasamþykktunum við sunnanverðan Faxaflóa.
Bptir séra Jens Pálsson á Útskálum.
(Piiíurl.). En þótt mikið sé þegar að gert,
horfir þó samþykktarmálið nú alvarlegar við
en nokkru sinni áður, því nú má við því bú-
ast, að erlendir botnvörpuveiðendur skipi
sér árlega á sunnanverðan Faxaflóa, og
leggi undir sig öll djúpmið. Þau voru alls
5 eða 6 botnvörpuskipin í flóanum hið út-
líðanda ár. Hafi þeim fallizt á fiskiveiða-
svæðið, — og annað hefur ekki spurzt, —
eru mikil líkindi til, að ekki að eins þau
hin sömu skip hverfi hingað aptur, heldur
og miklu fleiri slík skip, því þau hafa hér
mikið veiðisvæði og hentugt. Og líklegt
er, að þau komi tímanlega. Frakkar hafa
sótt hingað til þorskveiða á misjöfnum
seglskipum í febrúar, og legið úr því úti
fyrir opnu hafi fyrir sunnan land. Skyldu
þá Englendingar víla fyrir sér, að vitja
Faxafióans tímanlega á sínurn velbúnu eim-
skipum, til þess að Iiggja hér svo að segja
uppi við landsteina úti fyrir hinum ör-
uggustu höfnum. Að því er fiskisvæði
snertir haía þessi skip þess eins að gæta,
að vera jafnan 8/4 mílu undan landi; dýpra
undan veit eg ekki betur en hafið sé al-
menningur allra þjóða til veiðiskapar; þar
má sérhver þjóð heimsins stunda fiskiveið-
ar með hverjum veiðarfærum sem vera skal;
ekkert löggjafarvald eða ríkisvald í heim-
inum, bannar né mun þykjast hafa heim-
ild til að banna það, nema samþykktar-
valdið okkar; það þykist hafa þessa heim-
ild gagnvart oss, og bannar oss, þegar því
þóknast, að leggja lóðir og net í hafið
jafnt utan landhelgi sem í. Hvað segir
heilbrigð skynsemi og óspillt tilfinning um
slíkt háttalag?
Sjávarspilda sú með landinu, sem er í
landhelgi, og utanríkismenn ekki mega
nota til fiskiveiða er nálægt 3000 faðma
breið. Til skýringar fyrir þá fiskimenn,
0 Ð 0 L F
sem ekki hafa glögga hugmynd um þessa
vegalengd, skal tekið fram, að séu 50 sext-
ugar lóðarlínur hnýttar saraan á endum,
svo að einn strengur verði af, (það yrði
ás undir 5 þúsund öngla með vanalegum
millibilum), og annar endi hans festur í
stórstraumsfjörumál, en hinn róinn út til
enda beint undan landi, þá væri komið
nærfellt út á landhelgislíunna. Vér get-
um og miðað við venjulegar fiskilóðalengd-
ir; 17 hundruð af lóð tekur yfir þriðjung
vegalengdarinnar frá landi út á landhelg-
islínuna. Sjómönnum, sem athuga þetta,
er engin ofætlun að fara nærri um, hve
mikið af fiskiveiðasvæði því í Faxaflóa,
sem notað hefur verið á opnum bátum,
muni lenda innan landhelgislínunnar og
hve mikið utan hennar. — í flóum mun
landhelgislínan að vísu vera ®/4 mílu út
frá beinni línu, er dregin er þvert yfir fló-
ann á þeim stað næst við mynni hans, er
breiddin fer eigi fram úr 2*/2 mílu; en
Faxaflói er svo lagaður, að þetta ákvæði
hjálpar næsta lítið. Eg ætla að talsverð-
ur og jafnvel bezti hlutinn af Garðsjó,
Sandaslóð og Sviðið allt, auk fleiri fiski-
miða, lendi fyrir utan hana, — með öðr-
um orðum talsverður hluti af fiskisvæði
suðurbyggðarinnar og megnið af fiskisvæði
Inn-nesinga. Það mun þannig verða meiri
hluti fiskisvæðis vors, sem botnvörpuskipin
geta haft undir. Og á öllu þessu utan land-
helgissvæði megum vér ekki leggja net fyr
en í apríl né fiskilóð, fyr en undir miðjan
maí, hversu sem á stendur! Hvers vegna
ekki?
Sem stendur er gersamlega þur sjór
í öllum sunnanverðum Faxaflóa og litlar
líkur til, að fiskur gangi á mið fyr en á
vetrarvertíð. Setjum nú svo, að einmitt
hinn alkunni feiti netfiskur gangi í báða
hina miklu góustrauma, sem verða, hinn
fyrri 28. febr. og hinn síðari 14. marz.
Setjum að fyrri gangan lendi fyrst í stað
aðallega í Garðsjó og Leirusjó, en að hún
haldi áfram inn Sandaslóð og til Sviðs
þegar hin síðari gangan skríður undir
hana. Setjum að veður verði í stilltara
lagi og gæftir allgóðar. Þótt skorturinn
væri þá búinn að sverfa mjög að hinum
aðþrengda lýð, og ýmsir drægjust á fótum
við veikan mátt, mundu menn almennt
UppBögn. bpndiu við
ögild nema komi tilötgefauu#
fyrlr 1. oktöber.
Nr. 60.
reyna að róaStil fiskjar með hið eina leyfi-
lega veiðarfæri, haldfærið, og — þótt krökt
væri af fiski í botni — ekki verða varír,
því hinn stokkfeiti netfiskur er svo dutl-
ungafullur, að taka ekki beitu; — það
krækist bara einstaka fiskur til sanninda-
merkis um, að hann sje kominn og tilbú-
inn. — En hvað stoðar það? Hvað segir
samþykktin? Hún segir: „engin þorska-
net í sjó fyrir 1. apríl; þangað til skal
allur netfiskur friðaður vera“. Og það
vestur á Sviði! Og svo þegar á að fara
leggja er botnvörpu-flotinn kominn. Handa
hverjum var þorskurinn þá friðaður?
Síðan sýslunefnd Kjósar- og Gullbringu-
sýslu ásamt tilkvöddum bæjarstjórum
Reykjavíkur, bar upp frumvarp til upp-
lausnar á lóðasamþykktinni, sem fellt var
á héraðsfundi að Stóru-Yatnsleysu með
yfirgnæfandi atkvæðaafii (mig minnir árið
1892), hefur samþykktamálið legið í dvala.
í blöðunum hefur ekkert orð sést um það;
jafnvel hinir óánægðustu hafa þagað. Er
það og vorkunnarmál, því bæði voru menn
orðnir þreyttir á þrasinu og fundunum, og
svo sýndi niðurstaða Vatusleysu-fundarins,
að ekki var kominn tími til að rífa npp
samþykktirnar.
í haust hefur málið aptur komizt í al-
varlega hreyfingu, bæði hér í Rosmhvala-
neshreppi. enda þótt forkólfar þeirrar hreyf-
ingar réðu af, að senda engar áskoranir
frá sér, af því sýslunefndarmaður þeirra
eigi gat sótt fund, — og svo einkanlega
í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, enda er
mér sagt, að málið hafi nú komið þaðan
inn á sýslunefndarfundinn 22. nóv. Eg var
mótfallinn því, að málið yrði tekið fyrir
á þeim fundi, enda bjóst ekki við því, þar
eð þess var eigi getið í fundarboðinu.
Þóttist eg sjá, að málið ætti lítið erindi
á héraðsfuud, fyr en búið væri að ræða
það af nýju í blöðunum, og menn búnir
að átta sig rækilega á, hvernig það nú
horfir við. Svipað álit býst eg við, að hafi
vakað fyrir ýmsum í þeim meiri hluta
sýslunefndarinnar, sem ekkert vildi eiga
við málið að sinni.
En þótt því bráðræði, að varpa máli
þessu inn á sýslunefndarfund, án þess að
ræða það áður opinberlega, reiddi svona
af í þetta skipti, má nú ekki láta málið
Reykjavík, föstudaginn 27. desember 1895.