Þjóðólfur - 07.02.1896, Page 2
22
Austan á Afríku liggur land, sem heit-
ir Abessinia. Það var mikið ríki til forna,
kristnaðist snemma á öldum og stóð með
miklum blóma langt fram á aldir. Síðan
skiptist það í marga smáhiuta og þá fór
því aptur. Theodor hét sá, sem reisti
Abessiniu úr rústum. Hann féll fyrir
Englendingum fyrir rúmum 20 árum. Síð-
an hét keisari þeirra Jóhannes. Hann féll
fyrir Mahdíanum, og hafði verið mesti
merkismaður. Á hans dögum höfðu ítalir
stofnað nýlendu austan á Afríku; brátt
færðu þeir út kvíarnar og eignuðu sér
meira land en þeir áttu, og gengu á land
Jóhannesar keisara; átti hann við þá or-
ustur ogvarðist vel; loks gerðu þeir samn-
ing og sætt sín í milli. En síðan hafa í-
talir aldrei látið landið í friði; þeir hafa
æst upp fylkiskonunga og reist flokka og
innanlands óeirðir; loks hlutuðust þeir
til um keisarakosning, og réðu því að
Menelik 1. var kosinn. Þeir ætluðu sér
hann leiðitaman, og tóku nú drjúgum land
undir sig. En þeim hefur reynzt hann
annar en þeir hugðu, því að Menelik keis-
ari gerðist hinn grimmasti fjandmaður
þeirra. Nýlega hefur hann unnið mikinn
fligur á ítölum þar syðra. Þykir mörgum
það vel orðið, að ítalir hlutu skell, svo ó-
viturlega sem þeim fer, kunna ekki að
stjórna sér sjálfir, en gerast upp á aðrar
þjóðir saklausar, eiga minna en ekkert
og halda vígbúinn her með miklum kostn-
aði.
En — það liggur í loptinu, að fara
heldur á höfuðið en eiga ekki „nýlendur“.
Eg veit eina þjóð, ekki stóra, sem á nokkr-
ar smáeyjar fyrir vestan haf, og heldur
en að sleppa þeim, borgar hundrað þús-
undir árlega. Það er eitthvað svo mikið
í munni, að eiga „nýlendu“.
Önnur þjóð á nú í stríði við nýleudu
sína, eina hina mestu og fríðustu hinna
fögru eyja í Vestindíum. Það er Spánn
og nýlendan er Cuba. Eins og kunnugt
er, eru Spánverjar allra þjóða verstir stjórn-
endur og heimskastir. Þeir sjúga nýlend-
ur sínar álika og Danir ísland forðum.
Munurinn er, að íslands konunglegu blóð-
sugur voru kaupmenn, á Cuba heita þeir
tollþjónar. Afraksturinn af eynni er 400
miljónir; af þeim gauga 150 milj. í tolla!
Innflutningstollur á nauðsynjavörum, og yfir
höfuð öllum varningi, er afarhár. Fram-
farir eru engar, atvinnuvegir í órækt,
skólar engir, járnbrautir engar, löggæzla
sára lítilfjörleg. Engleudingar hafa alið
sínar nýlendur upp í frelsi og haldið þeim
öllum í bezta blóma, Spánverjar hafa kúg-
að og sogið út sínar, og misst þær smátt
og smátt. Þeir á Cuba báðu um sjálf-
stjbrn, Spánverjar sendu þeim 130.000 her-
manna. Þá varð uppreisn, og stendur á
því enn, að Spánverjar geta ekki kúgað
hana. Óskar þess allur lýður, að þeim
takist það aldrei.
18/j. — Victoria sjálf ætlar að fara til
Parísar, og þykir nú auðsætt, að England
og Frakkland eru að draga sig saman.
— í dag eru 25 ár síðan Vilhjálmur I.
Prússakonungur ljet krýna sig í Versöl-
um, og er mikið um dýrðir í Berlín. —
í allt fyrra sumar var verið að minnast
bardaganna, sem Þjóðverjar unnu á Frakk-
landi. Sósíalistar og Pólverjar reru á
móti því, eins og menn muna, og hátíða-
höldin enduðu með því, að Viihjálmur
keisari kallaði þá óeirðarflokk, sem beitá
þyrfti vopnum við!
Látinn er Alexander Dumas, frægast-
ur allra leikritaskálda á seinni tíð. Hann
var alltaf kallaður „hinn yngri“ (fils), til
aðgreiningar frá föður sínum, rómanahöf.
— Danneskjold-Samsoe heitir greifaætt
göfug í Danmörku, komin af Kristjáni 4.
og frillu hans. Elzti maður í þeirri ætt,
konungkjörinn alþingismaður o. fl., fannst
einn morgun dauður í rúmi sínu. Skamm-
byssa lá á koddanum og konjakksflaska
á borðinu.
— Maður fannst á götu eina nótt, blóð-
ugur og frosinn við steinana, Stefán Jón-
asson, bróðir Þorbjarnar sál. umboðssala.
Hann liggur á spítalanum og berst við
dauðann. Kona hans liggur líka á spít-
alanum. Þau eiga 2 börn.
Kvennaskóli á Austurlandi.
Eptir Héraðsbúa.
Mikið hefur verið talað um að stofna
kvennaskóla á Austurlandi; töluverðu fé
hefur þegar verið skotið saman til skóla-
stofnunarinnar, einnig hefur alþingi veitt
1200 kr. til skólans árið 1897, með því
móti, að hann verði kominn upp og kennsla
byrjuð í honum haustið 1896. Þetta lít-
ur bærilega út, og virðist í fyrsta áliti
stökk í f'ramfaraáttina. En „varðar mest
til allra orða undirstaðan rétt sé fundiu“.
Austfirðingar eru að mestu sammála um
það, að reyna að koma upp kvenuaskóla
á Austurlandi, en svo nær samkomulagið j
eigi lengra. Nokkrir vilja hafa hann samein- |
aðau búuaðarskóla, og þá nokkurskonar
búnaðarskóla fyrir konur; aðrir vilja hafa
hann sér, með líku fyrirkomulagi og kvenna-
skólar vorir eru. Sumir vilja sérstaka
stofnun all-ólíka kvennaskólum vorum,
einkum í því, að meiri áherzla sé lögð á
verklegu kennsluna, en gert er í þeim,
t. d. að í verklegu sé mest kennd góð
innanhússtjórn, matreiðsla, fatagerð m. fl.,
og bókleg kennsla sé einkum í móðurmáli,
reikningi, hjúkrunarfræði og söng.
Eptirtektavert er, að einskonar hreppa-
pólitík er um staðsetning skólans. Vopn-
firðingar vilja hafa hann í Vopnafirði,
Seyðfirðiugar í Seyðisfirði, Héraðsbúar á
í Héraði og Beyðfirðingar í Reyðarfirði.
Minna er talað um, að setja skólann á
hentugum stað, þar sem aðflutningar eru
hægir og þægilegt er fyrir nemendur að '
ná í nauðsynjar sínar.
Betur vér færum eigi eins með stað-
setning hins fyrirhugaða kvennaskóla og
með búuaðarskólann um árið, nfi. að skáka
honum upp í land langt frá verzlun, þar
sem tími og reynsla sýna og sanna, að
hann er illa settur og getur ekki notið
sín, sökum erfiðra flutninga og ýmsra ó-
þæginda við námið.
Vér ættum að líta í kringum oss, áður
en vér reisum kvennaskóla á Austurlandi.
Einkum þurfum vér að athuga ástand
skóla vorra, eins og það er, og hvort þeir
komi að tilætluðum notum. Sé nákvæm-
lega tekið eptir lægri skólum vorum, þá
sést, að þeirn er í mörgu áfátt; jafnframt
sjáum vér, að flest það, sem að skólunum
er, má laga með fé. Það er fjárskortur
og fátækt, sem dregur úr þrifum þeirra,
því er áríðandi, að skólarnir séu þannig
úr garði gerðir, að þeir veiti sem mesta
fræðslu fyrir sem minnstan kenuslueyri.
Það fæst helzt með því móti, að skólarnir
séu fáir, en vel útbúnir. Með því móti
yrðu þeir, með líku fé og nú gengur til
lægri skóla vorra, færir um að sýna og
kenna það, sem með þarf, svo að gagni
korni, og þá yrði héruðunum eigi ofætlun
að halda þeim við, þar sem opinber styrk-
ur yrði ríflegur, og stórt svæði um fjár-
framlög til hvers fyrir sig.
Búnaðarskólar vorir eru heldur margir,
enda eiga þeir erfitt uppdráttar, og mundu
gera altt eins mikið gagu, eða meira, ef
þeir væri færri, t. d. tveir. Sama má
segja um kvennaskóla. Það er nóg, að
hafa 2 kvennaskóla á landiuu; hæfilega
langt ætti að vera á milli þeirra, annar
t. d. fyrir sunnan, hinn fyrir norðan. Aust-
firðingum og Vestfirðingum, sem þá ættu
leugst að sækja skólana, væri engin
frágangssök að nota þá, því samgöngu-