Þjóðólfur - 07.02.1896, Síða 3

Þjóðólfur - 07.02.1896, Síða 3
bætur á sjó og landi gera þeim greiðan aðgang að skólunum; þær eru líka ekki til þess, að hver hýrist í sínu horni, heldur hins, að við færum oss saman og vinnum í félagi sem siðaðir menn. Að sumu leyti virðist betra fyrir nem- endur, að skólarnir séu fáir; opt er minnst álit á þeim í kringum þá, er mikið kem- ur af þvi, að þeir geta eigi sýnt fáfróð- um almúga yflrnáttúrleg furðuverk, eða skrifað út almáttug undrabörn eptir 2 ára námstima. Tímár dásemdarVerka og stór- merkja eru þvi miður ekki daglegír við- burðir hér hjá oss! Margir hafa gott af því, að ferðast ögn út úr túninu heirna hjá sér, ekki sízt þeir, er ætla að afla sér fróðleiks og menn- ingar. Þeim er einkar hentugt, að skól- arnir séu nokkuð burt, svo að kostur sé á, að sjá nokkurn part landsins og kynn- ast siðum manna í fjarlægum héruðum. Væri skólarnir fáir og vel útbúnir að kennsluáhöldum, húsrúmi o. s. frv., og fær- ir menn stjórnuðu þeim, þá mundu þeir ávinna sér meira traust í brjósti þjóðar- innar, en þeir hafa nú, og þá gengu efni- legir menn á þá, sem yrðu færir um, að leiðbeina bændum og gera fósturjörðinni gagn, þegar þeir færu af þeim. Nú eru Norðlingar að hugsa um, að sameiná sína kvennaskóla; þeir setja að líkindum hinn sameinaða skóla á Akur- eyri, enda sýnist ^þann þar bezt settur, verði fyrirkomulag hans eins og það hef- ur verið á kvennaskólum vorum. Yér Austfirðingar ættum að taka til alvarlegrar athugunar, hvort eigi er hyggi- legt af oss, að hætta við sérstaka kvenna- skólastofnun á Austurlandi, og ganga heldur í kvennaskóiasamband við Norðlinga gegn því, að fá tiltölulcga að ráða fyrirkomu- lagi hins sameinaða skóla. Einn skóli nægir til að mennta kvenn- þjóðina á Norður- og Austurlandi. Á hon- um gmti verið þægilegra húsrúm, betri kennslukraptar og fullkomnari kennslu- áhöld, en nú eru á kvennaskólum vorum, því honum yrði lagt sæmilegt fé til sinna þarfa. Eg læt svo staðar numið að sinni, biðjandi alla hyggna, hugsandi menn á Austuriandi að gæta þess, að vér þurfum meira, en að hreykja upp kvennaskóla; vér þurfum árlega að leggja honum talsvert fé, útvega honum góða kennslukrapta, og síðast en ekki sizt, að senda á hann efni- lega nemendur. Þegar allt þetta er gert, þá segja líklega einhverjir: „Komin skóla er nú öld, og áþján bænda nöpur"... . 28 Austfirðingum er nóg að sjá um bún- aðarskólann á Eiðum, þeir ættu fremur að hlynna að honum eptir mætti, svo hann yrði þeim til sóma, en að tildra upp eins- konar keppinaut við hlið hans. Gröf Abels fundin(í). Á skaganum Yucatan, millum Mexikóflóa og Caríbahafs í Mið-Ameríku, þykist amerískur fornfræð- ingur nokkur, Plongeon að nafni, hafa fundið gröf Abels Adamssonar, ásamt skýr- um frásögnum um aðdraganda morðsins, er letraðar finnist á ýmsum eldgömlum rústum þar í landi. Þykist hann eptir langa mæðu loks hafa getað ráðið þær rúnir, er séu mjög svipaðar „heróglýfum41 Egypta og standi auðsjáanlega í nánu sambandi við þær, en séu auðvitað miklu eldri, því að þá er Yucatan á að vera vagga mannkynsins, hefur Egyptaland byggst þaðau, á þeim tímum, er hið mikla mikla meginland Atiantis, er Plató talar um, var ekki sokkið í sæ, og Afríka og Amerika voru samfast land. Þessi forn- fræðingur segir, að Kain hafi viljað eign- azt konu Abels, er var systir þeirra, og þess vegna hafi hann drepið Abel með þremur spjótstungum 1 bakið, en ekkja hans hafi látið reisa honum minnisvarða í Yucatan, einskonar lépardsmynd með mannsandliti, og samskonar minnismark hafi hún iátið reisa á Egiptalandi, og sé það „sfinxinn" mikli (!). En það| er ekki allt þar með búið. Plongeon segir, að hið mikla meginland Atlantis hafi sokkið í jarðskjálfta með 64 miljónum íbúa fyrir 11,500 árum, 13. dag febrúarm., og þess vegna sé 13 jafnan siðan skoðuð sem ó- heillatala, en viðburður þessi sé syndaflóð það, sem talað er um í biblíunni. Þó kastar tólfunum, þá er Plongeon heldur því fast fram, að gríska stafrofið sé brot af kvæði um þessi undur, og beitir hann miklum lærdómi til að sanna það. Þetta allt á að vera byggt á nákvæmri vísinda- legri rannsókn, en dálítið undarlegt er það, að Plongeon hefur ekki fengið neinn amerískan bókaútgefanda til að gefa út þessa stórmerkilegu bók sína um rann- sóknirnar á Yucatan, og hefur þvi látið einn vin sinn skýra opinberlega frá aðal- innihaldinu og birta það á Englandi, og þá skýrslu hefur Stead ritstjóri tímaritsins „Review of Rewiews" látið prenta, en svo trúgjarn sem hann er, getur hann þó ekki stillt sig um að draga dár að þessum uppgötvunum, sem vitanlega eru ekki ann- að en erki-húmbúg, og sýnir ljósast, hvað Ameríkumenn eru leiknir í að ljúga með vísindalegu yfirskini og sprénglærðum at- hugasemdum til að gera það sennilegra. l'óstskipið „Laura“ kom hingað loks snemma í morgun, 9 dögum á eptir áætl- un. Hafði þó lagt af stað frá Höfn á réttum tíma, en tafizt svona lengi í Fær- eyjurn fyrir veðurs sakir, að sagt er. Með skipiuu kom Sveinn Sveinsson snikkari og 2 kvennmenn. Lagapróf við háskólann (fyrri hlutann) hafa tekið: Oddur Oíslason með 1. eink. og Marínó Havstein með 2. eink. Fyrri hluta læknaprófs hefur tekið: Sæmundur Bjamhéðinsson með 1. eink. Héraðslæknisembættið í Norðurmúla- sýslu er veitt Stefáni Oíslasyni aukalækni í Mýrdal. Dáinn er í Kaupmannahöfn 14. f. m. Valdimar Davíðsson fyrv. verzlunarstjóri á Vopnafirði. Hann fékk „slag“. Smávegis. (Eptir M. J.). Victoria drottning er hin meata hunda-vinkona. Æzti seppi hennar og elzti, sem Darnley annar heitir, býr í sérstöku seppakúsi og þykir sannur Sókrates meðal rakka. Maður nokkur ræddi við hana um dyggðir hundsins. Drottniug kallaðl hrein- skilnina, (einlægnina) hans aðalkost, og tilfærði þessi orð_ Schoponhauers hins nafnkunna þýzka rit- höfundarjog „pessimista“: „Ef við horfðum ekki eins opt framan í hundana okkar, mættum við halda, að hreinskilni hefði aldrei verið til i þessari ver- öld“. _________ Á siðastliðnum 30—40 árum hefur tala saka- manna á Englandi minnkað ótrúlega mikið, orðið tæplega þriðjungur við sakamannatöluna 1860. Þó hefur fólkstalan vaxið meir en um þriðjung á sama tíma. Vilkjálmur keisari er ekki illa fataður maður. Hann á — segir eitt biað — 128 „úníform“, fyrir utan „gullúníformið“, konungsskrúðann sjálfan, og feikilega mikinn og margbrotinn annan fatnað. Plöntur dafna fullt eins vel við raíljós sem sól; sýnir það, aö rafljós er alveg samskonar. „Hver er munur á mola af svörtu kolefni og björtu lampaljósi? Sá, að rafstraumur rennur gegnum kolefnið í lampanum. Sama gerir guðs- trúin. Hún sendir guðlegan ljósstraum gegnum hversdagslíf mannanna". Japansstjórn gefur hverjum liðBmanni vasaúr í I stað minuispeninga eða krossa. írsk kona var ákærð fyrir stuld á Mariumynd og krossi úr kirkju. „Þú ert staðin að því að hafa stolið þessu i messunni, kerling", sagði sýslu- maðurinn. — „Blessaðir verið þér“, svaraði konan,

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.