Þjóðólfur


Þjóðólfur - 07.02.1896, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 07.02.1896, Qupperneq 4
24 „eg þurfti myndanna með, sjáið þér, eg átti ekk- ert til að helga með hósið“. Skáldið Yictor Hugo sagði: „Nú koma merki- legar aldir. Scxtánda öldin mun verða kennd við málara, seytjánda öldin við rithöfnnda, átjánda öldin við heimBpekinga, en nítjánda öldin við spá- menn og postnla. Til þess að fullnægja 19. öld- inni verða menn að hafa allar æztn íþróttir allra þessara alda til samans — sérstaklega þó hina postulalegu mannást þessarar aldar, sem um leið er gædd spámannlegri framsýni. Á 20. öldinni mun þetta dauða deyja: 1) stríðin, 2) dauðahegn- ingin, 3) þjóðahatrið, og 4) konungdómurinn. Þá eiga menn einungis eitt föðurland — alla veröldina; allir eiga þá eina og sömu eptirvænting — allan himininn. Heill hinni 20. öld, sem fagna mun niðj- um vorum og sem þeir munu erfa!“ — Yictor Hugo var mestur oplimisti allra stórskálda vorra tíma. Einar Hjörleifsson — les — nýsamda sögu eptir sjálfan sig í G-oodtemplarahúsinu, laugardaginn 8. þ. m. kl. 8^/g e. h. Aðgöngumiðar fást á afgreiðslustofu ísafoldar og víð innganginn. Betri sæti 0,75, almenn sæti 0,50 NB. Sagan verður ekki prentuð hér á landi og ekki mjög bráðlega erlendis. Timbnrpöntunum veiti eg nú, sem undanfarin ár, móttöku. Gott væri, að þeir, sem á timbri þurfa að halda á höndfarandi vori, vildu gera svo vel og afhenda mér pantanir sínar áður en „Laura“ fer. Beykjavík 7. febr. 1896. B. H. Bjarnason. Tóbak, vindlar og margt fl. Nú með „Laura“ hef eg fengið aptur miklar birgðir af tóbaJci og vindlum, þar á meðal 4 nýjar sortir af vindlum auk hinna alþekktu, eins og t. d. 5 aura vindl- ana. Af reyktbbaki hef eg fengið 6 nýj- ar tegundir af'bragðs góðar. rjólið góða og hið marglofaða munntóbak aptur komið. Ennfremur 3 nýjar tegundir af rak- hnífum, margar tegundir vasahnífa, tappa- togara 3 tegundir, skæri 4 tegundír, China- bitter, trélím, te og 11. Allar þessar vörur eru wikiu ódýrari en aistaðar annarstaðar í Bvík. Þeir, sem kaupa nokkuð til munaáður en póstskipið fer, fá þar á ofan afslátt. B. H. Bjarnason Mjóstræti nr. 6. Tombóla í Stykkishólmi. Dagana frá 9.—15. okt. síðastl. héldum vér undirskrifaðar konur í Stykkishólmi, að áðurfengnu leyfi hins háa amts, tombólu til styrktar væntanlegri barnaskólastofnun fyrir Stykkishólmshrepp. Árangur tomból- unnar varð 615 kr. Auk þess hafði ein vor á meðal, frú G. Clausen, safnað sér- staklega 200 kr. Þessar til samans 815 kr. hafa verið lagðar í sparisjóð Stykkishólms. Þökkum vér nú hjartanlega öllum nær og fjær, sem annaðhvort með því að gefa muni eða peninga hafa styrkt þetta áhuga- mál vort, svo og þeim, sem sóttu tómból- una til að draga. Stykkishólmi 22. jan. 1896. Sophia E. Einarsdóttir. Guðlaug Jensdóttir. Ingibjörg Jensdóttir. Þórunn Thorsteinsson. Josephina Thorarensen. Sophia E. Richter. Málmfríður Möller. Christiane Möller. María Sigurðard. Magdalena Halldórson. Sigríður Thejtt. Guðrún Clausen. Guðrún Thorlacius. Guðrún Bjamardóttir. Elísabeth Hjaltalín. Nýtt „Atelier" hef eg byggt í Kirkjustræti nr. 2. — Þar fást teknar myndir daglega frá kl. 10 f. m. til kl. 3 e. m. Verðið er sama og áður. Reykjavík 31. des. 1895. Aug. Griiðmundsson. Steinolíutunnur, tómar, kaupir Th. Thorsteinsson (Liverpool). Meö „Laura“ nú hef eg fengið afarmiklar birgðir af útlendum skófatnaði, margar tegundir, sem aldrei hafa sést hér áður. Rafn Sigurðsson. Jöröin Lækjarbakki við Beykjavík (hjá Fúlutjörn) fæst til leigu frá næstu fardögum. Semja má við Sturlu kaupmann Jónsson í Beykjavík. Aug. Guðmundsson stækkar myndir og tekur eptir gömlum. Allt með nyrri aðferð. Næstl. haust var mér undirskrifuðum dregið hvítt gimbrarlamb, mark: 2 standfjaðrir apt., 1 standfjöður fr. h., miðhlutað v., og getur réttur eigandi vitjað þess til mín og borgi þar af leið- andi kostuað. Hárlaugsstöðum 1. febr. 1896. Jón Bunólfsson. Prjónavélap frá Gustav Walter & Co. Miilhausen með bezta og nýasta lagi, sem prjóna hraðara og óerfiðara en venjulegar prjóna- vélar, og eru töluvert ódýrari en venja hefur verið til hér á landi, útvegar und- irskrifaður einka-útsölumaður, kaupendum með verksmiðjuverði og að kostnaðarlausu hingað til Stokkseyrar. Vélarnar fást af 15 misfínum sortum, nfl. nr. 00, 00/0, 0, °/i> 1> 3> 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og nr. 11, en reynslan hefur sýnt, að vélarnar nr. 1 eru hentugastar fyrir band úr ís- lenzkri ull, og er verðið á vélum þeim þannig: Vélar ineð 88 nálum 115 kr. 70 aur. A do. — 100 — 120 — 15 — Aa. do. — 106 — 124 — 60 — B. do. — 128 — 170 — 88 — C. do. — 142 — 204 — 70 — D. do. — 166 — 249 — 20 — E. do. — 190 — 284 — 80 — F. do. — 214 — 320 — 30 — G. do. — 238 — 373 — 80 — H. do. — 262 — 418 — 30 — I. do. — 286 — 462 — 80 — Verðlistar og sýnishorn af vélum þess- um er til sýnis og prófs. Stokkseyri í nóv. 1895. Ólafur Árnason. Hvítt geldingslamb, mark: blaðstýft fr., fjöður apt. h.; stýft, fjöður fr. v. var selt meðal óskilafjár í Biskupstungnahreppi næstl. haust (auk þeBS sem auglýst var í 3. tbl. Þjóðólfs), og getur réttur eigandi vitjað andirðis þess, að frádregnum kostnaði, fyrir næstu veturnætur til, Björns Bjarnar- sonar hreppsnefndaroddvita á Brekku. Seldar óskilakindur í Þingvallahreppi haustið 1895: 1. Hvítt hrútlamh, mark: tvístýft apt., oddfjaðrað fr. h. (kalið); fjöður fr. v. 2. Hvítt hrútlamb, mark: sýlt, gagníjaðrað h.; hangfjöður fr. v. 3. Hvítt gimbrarlamb, mark: sneitt fr.., bragð apt. h.; bragð apt. v. 4. Hvítt gimbrarlamb, mark: hófbiti apt. h.; sýlt v. 5. Hvítur sauður, veturg., mark: sneitt apt., gagn- bitað h.; lögg apt. v, 6. Hvítt hrútlamb, mark: blaðstýft fr. h.; hvatt, standfjöður fr. v. 7. Hvítt gimbrarlamb, mark: sýlt h.; lögg apt., biti fr. v, Til veturnótta 1896 verður andvirði ofanritaðra kinda, að frádregnum kostnaði, borgað þeim, sem sanna eignarrétt sinn á þeim. Hrauntúni 8. janúat 1896. Jónas Halldórsson. Enginn fundur í stúdentafélaginu í lcveld, vegna póstskipskomunnar. y Næsta blað Þjóðólfs (aukablað) kemur út á þriðjudaginn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstelnsson, cand. tkeol. Félagsprentsmiðjan,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.