Þjóðólfur - 13.03.1896, Side 2

Þjóðólfur - 13.03.1896, Side 2
46 4. Eggert Briem (sonur Eiríks Briem prestaskólakennara) í Reykjavík. 5. Sigurður Kristjánsson (skósmiðs Péturs- sonar í Ameríku) ór Reykjavík (100). 6. Stefán Guðmundur Stefánsson (bónda Jónssonar) frá Grundarfirði (50). 7. Karl Torfason (bróðir 8. í V. bekk) (25). 8. Júlíus Kristján Linnet (sonur Hans Linnet verzlunarmanns i Hafnarfirði) frá Borgarnesi. 9. Sigurður Guðmundsson (bónda Þormóðs- sonar) frá Ásum í Eystrihrepp (25). 10. Kristján Viihjálmur Thejll (sonur Hag- barth Thejll kaupm.) frá Stykkishólmi. 11. Sigurður Sigurðsson (f skólakennara Sigurðssonar) í Reykjavík. 12. Kristinn Björnsson (múrara Guðmunds- sonar) í Reykjavík. 13. Jón Rósenkranz (sonur Ólafs Rósen- kranz leikfimiskenuara) í Reykjavík. 14. Sigurmundur Sigurðsson(tómthúsmanns Sigurðssonar) í Reykjavík. 15. Böðvar Eyjólfsson (prests Jónssonar) frá Árnesi í Strandasýslu, umsjönar- maður í bekknum. 16. Karl Finsen (sonur Óla Finsen póst- meistara) í Reykjavík. 17. Sigurður Helgi Sigurðsson (bóndaHelga- sonar) frá Blönduósi. 18. Jón Brandsson (f prests Tómassonar í Ásum í Skaptafellssýslu) frá Kollsá í Hrútafirði (25). 19. Ólafur Norðfjörð Möller (sonur Jóhanns G. Möllers kaupmanns) frá Sauðárkróki. 20. Jón Norðfjörð Jóhannsson (f skip- herra Jóhannssonar) í Reykjavík. 11. bekkur. 1. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson (bónda Zakaríassonar) frá ísafirði (200). 2. Guðmundur Einarsson (f bónda Jóns- sonar) frá Flekkudal í Kjós (75). 3. Páll Sveinsson (prests Eiríkssonar) írá Ásum í Skaptártungu, nýsveinn (25). 4. Stefán Björnsson (bónda Stefánssonar) frá Dölum í Fáskrúðsfirði (75). 5. Jón Hallgrímur Stefánsson (verzlunar- stjóra Jónssonar) frá Sauðárkróki. 6. Magnús Björn Magnússon (bónda Stein- dórssonar) frá Hnausum í Húnav.s. 7. Jón Hallsson ísleifsson (f prests Ein- arssonar) í Reykjavík. 8. Sveinn Björnsson (ritstjóra Jónssonar) í Reykjavík. 9. Páll Jónsson (bónda Jónssonar) frá Seglbúðura í Skaptafellssýslu, nýsv. 10. Lárus Fjeldsteð (bróðir nr. 14 í VI. b.). 11. Ásgeir Ásgeirsson (bónda Guðmunds- sonar) frá Arngerðareyri i ísafjarðars. 12. Ólafur Þorláksson (bróðir nr 7 í IV. b.). 13. Guðmundur Jóhannsson (dómkirkju- prests Þorkelssonar) í Reykjavík. 14. Guðmundur Þorsteinsson (verzlunar- manns Guðmundssonar) í Reykjavik. 15. Vernharður Jóhannsson (bróðir nr. 13.). 16. Páll Egilsson (f bónda Pálssonar) frá Múla í Biskupstungum. 17. Engilbert Gíslason (verzlunarm. Engil- bertssonar) úr Vestmannaeyjum. 18. Sigurjón Markússon (skólastjóra Bjarna- sonar) í Reykjavík. 19. Jóhann Sigurður Jóhannesson (gest- gjafa á Eskifirði Jakobssonar) frá Kirkjubæ í Hróarstungu (50). 20. Kristján Ebenezer Skúlason Magnu- sen (bróðir nr. 13 í IV. bekk). 21. Hans Ingi Hoffmann Bjarnason (f verzl- unarm. Sigurðssonar) í Reykjavík. 22. Lárus Scheving Halldórsson (bónda Guðmundssonar)fráMiðhrauni í Hnappa- dalssýslu, umsjönarmadur í bekknum. Gekk ekki undir próf sakir veikinda. I. bekkur. (í þessum bekk eru allir nýsveinar). 1. Jón Jónsson (f bónda Jónssonar) frá Herríðarhóli í Holtum (50). 2. Benedikt Sveinsson (f veitingamanns Magnússonar Víkings) frá Húsavík. 3. Jón Ófeigsson(f bónda Guðmundsson- ar í Nesi á Seltjarnarnesi) í Rvík. 4. Skúli Bogason (f héraðslæknis Pét- urssonar) í Reykjavík. 5. Þórður Ögmundsson (bónda Ögmunds- sonar) frá Yxnalæk i Ölfusi. 6. Böðvar Þórarinn Kristjánsson (yfir- dómara Jónssonar) i Reykjavík. 7. Björn Líndál Jóhannesson (bónda Jó- hannessonar) frá Útibleiksstöðum íMið- firði. 8. Haukur Gíslason (bróðir nr. 9 í VI. b.), umsjónarmaður í bekknum. 9. Böðvar Jónsson (bónda Ólafssonar) frá Sveinsstöðum 1 Húnavatnssýslu. 10. Sigurjón Þorgrímur Jónsson (bónda Jónssonar) frá Seilu í Skagafirði. 11. Magnús Sigurðsson (bróðirnr. 5ÍIV. b.). 12. Lárus Þórarinn Thorarensen (sonur Jóns f prests Thorarensens) frá Stór- holti í Dalasýslu. 13. Jakob Ragnar Valdimar Möller (son- ur verzlunarmanns 0. P. Möllers) frá Blönduósi. 14. JónBenedikts Jónsson (bónda Sæmunds- Bonar) frá Fremri-Arnardal í ísafj.s. 15. Jón Bachmann (sonur Sigurðar Bach- manns kaupmanns) frá Patreksfirði. 16. Sigvaldi Stefánsson (múrara Egilsson- ar) í Reykjavík. Norðan af Ströndum. (Fréttapistlar úr Bjarnarflrði). IV. Hvað verzlun hér snertir, þá er hún hvergi nærri eins æskileg og vera bæri. Björn kaupmaður Sigurðsson í Flatey kom hér á Skeljavík í sumar (‘spekúlantstúr’) og verzlaði með flestar vörur algengar, en sumum þótti þó ekki nema í meðallagi gott að koma þar, fyrst vegna þess, að stöðugt var fullt af fólki nærri nótt og dag, þar eð hann ætlaði ekki að dvelja hér nema stuttan tíma, en kom hér ekki fyr en sláttur var almennt byrjaður, og gramdist mörgum að verða að bíða þar 1—2 sólarhringa og lengur, eða þá að öðrum kosti að fara til baka svo búinn, og gera þá aðra ferð seinna; annað sök- um þess, að mönnum þótti kapteinninn, sem var danskur, og tók á móti íslenzku vörunni á skipinu, ekki vera sem þjóð- legastur viðureignar, og sýndi það sig fullkomlega, að honum þótti ekki mikið fyrir að brúka óþarflega munninn og reiða til höggs, og jafnvel berja suma, sem áttu tal við hann, ef allt var ekki gert eptir hans hugþótta, hvað ranglátt sem það sýndist, og sýnist ekki hyggilegt af kaup- mönnum að nota slík tuddamenni við verzlunarsakir, þar það er einmitt til að fæla fólk frá, og væri vel, ef kaupmenn hrekkjuðust ekki á því um síðir. Hvað Björn kaupmann sjálfan snertir, þá er ekki hægt annað að segja, en að hann væri sá liprasti og alúðlegasti maður, við hvern sem var, og mun mörgum, sérstaklega þeim fátækari, hafa engu síður þótt að verzla við hann en Theódór, sem fyrir- farandi sumur hefur verzlað sem ‘spekú- lant’ á Skeljavík. Nú í haust setti Björn kaupmaður verzlunarhús upp í Hólmavík í Hrófbergshreppi, og sendi skip með vör- ur þangað í haust, og sigldi það aptur með íslenzkar vörur, mest kjöt og ull. Verð á fé var fremur lágt, eptir því sem það reyndist hjá bændum til niðurlags, t. d. gimbrar og geldingar, sem vigtuðu á fæti 110—119 pund, 13 aura pundið, sú kind, sem vigtaði 100 pd. 12V2 eyri, 90 punda lP/a, 80 punda 101/,, hrútar 110 punda 11, hrútar 70—80 punda 9J/2 eyri o. s. frv. Verðlag á kjöti var: kroppur, sem vóg 41 pd. og þar yfir, 18 a. pundið, frá 35—40 pd. 16 a., frá 30—35 pd. 14 a.; ull á 45 a. o. s. frv. En einn sá versti galli á verzlun hér er það, hvað tregt gengur að fá peninga hjá kaupmönnum, enda þótt menn eigi inni, og er vanalega

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.