Þjóðólfur - 19.06.1896, Síða 1
Arg. (60 trkír) kostar 4 kr.
Krlendis 5 kr.-Borgiit
(yrir 15. júll.
nprsögE, bnGdin yiS 4r»m5t,
ógild nenik komitilútgefaoda
tyrir 1. oktðber.
þjöðOlfue.
XXVIII, árg.
Bjqjgr* Fjórða hepti af sögu Þuríðar
formaims og Kambsráiismanna, sem er
fylgirit „Þjóðólfs“ handa öllam kaupendum
hans þetta ár, er nú alprentað og sent út
til slúlvísra kaupenda í þessum mánuði.
Kaupendum hér í Keykjavík og grennd-
inni (Gullbringu- og Kjósarsýslu) verður
afhent hepti þetta um leið og þeir borga
yfirstandandi árgang.
Síðusta hepti sögimnar kemur út nœsta
ár (1897).
Kirkjustjórnin og utanþjóökirkjumennirnir.
í 5. tölubi. Þjóðólfs 31. jan. þ. á. hefur
ritstjórinn minnzt á þetta einkennilega ráð-
gjafabréf 8. nóvbr. f. á., sem lesa má í
Stjórnartíðindunum, viðvikjandi staðfest-
ingu prestaskólakandídats Þorvarðar Brynj-
ólfssonar, sem prests handa utanþjóðkirkju-
mönnum í Vallanessprestakalli. En þar
sem mál þetta er eflaust ýmsum af Iosend-
um Þjóðólfs ókunnugt, þá sýnist ekkert á
móti því, þeim til fróðleiks og skemmtun-
ar, að skýra ítarlega frá gangi þessa máls,
ef ritstjórinn vildi gera svo vel að ljá lín-
um þessum rúm í blaðinu.
Sumarið 1894 sóttu fulltrúar utanþjóð-
kirkjusafnaðarins um allra liæsta staðfest-
ingu hans hátignar konungsins á þessu
prestsefni sínu, og sendu þessa beiðni sína
áleiðis til landshöfðingja (eptir því sem eg
hef heyrt) annaðhvort í maí eða júní, og
það virðist sem enginn formgalli hafi verið
á umsókn þessari, þVí ekki var hún víst
send aptur hlutaðeigendum sem óformleg;
en aptur á móti var umsóknin látin taka
ónota krók frá landshöfðingja til biskups
og þaðan austur aptur til prófastsins í Suður-
múlasýslu og prestsins í Vallanesi, sem
svo sendu málið suður aptur með þóknan-
legum athugasemdum, og hafa nú ýmsir
verið að stinga saman nefjum um það,
að presturinn í Vallanesi hafi ef til vill
skrifað eitthvað annað en meðmæli með
utanþjóðkirkjumönnum, og eins, að þetta
hringsól hafi ef til vill verið óþarft og að
eins til að tefja fyrir málinu. Eptir þetta
siglir nú umsóknin í hægðum sínum tíl
ráðaneytisins í febrúar eða marz 1895 með
Reykjavík, föstudaginn 19. júní 1896.
tillögum biskups og landshöfðingja, og
væri nú allt þetta bréfasafn, sem henni
fylgdi, gefið út á prent ásamt fleiru af
samskonar dóti, er það gáta mín, að það
seldist vel, og gæti ef til vill verið nokk-
urs konar höfuðlærdómur fyrir þjóðina, og
sýnishorn af núverandi stjórnarfari, að
minnsta kosti sýndi það, hverjum menn
helzt ættu að þakka vinveittar tillögur.
Eptir hálft annað ár, þá er málið er búið
að ganga fyrir kirkju- og kennslumála-
stjórnina í Danmörku og Sjálandsbiskup,
kemur loks þetta einkennilega ráðgjafa-
bréf, þar sem að mestu leyti er fallizt á
tillögur biskupsins yfir íslandi, sem lands-
höfðingi hafði samþykkt, þar sem biskup-
inn leyfir sér að leggja það til (auðvitað
af umhyggju fyrir sálarheill þessara frá-
viltu sauða af húsi ísraels), að kosning
herra Þorvarðar 'Brynjólfssonar til utan-
þjóðkirkjuprests öðlist ekki allrahæsta stað-
festingu, fyr en það sé nægilega sannað,
að söfnuður þessi hafi fengið sér kirkju-
bygging, sem sé útbúin öllu því, sem nauð-
synlegt er til venjulegrar guðsþjónustu og
ekki sé brúkuð til neins annars o. s. frv.
Þetta skilyrði virðist því undarlegra, sem
lögin um utanþjóðkirkjumenn gera alls
ekki ráð fyrir neinum afskiptum biskups
af utanþjóðkirkjumönnum, eins og virðist
liggja í hiutarins eðli, þar eð þeir hafa sagt
sig úr þjóðkirkjunni og þá ura leið undan
öllum yfirráðum og afskiptum þjóð kirkju-
biskupsins. Til þessarar niðurstöðu virðist
kirkju- og kennslumálastjórnin danska hafa
komizt, þar sem hún (í sambandi við álit
Sjálandsbiskups) telur öldungis ósameinan-
legt þeim reglum, sem gilda um þjóðkirkj-
una, að biskupar hennar vígi presta fyrir
söfnuði, sem standa fyrir utan þjóðkirkjuna.
Þessi orð virðast ljóslega benda til þess,
að kirkju- og kennslumálastjórnin áliti utan-
þjóðkirkjusöfnuði biskupi landsins alveg
óviðkomandi, eiris og eg hef tekið fram,
en samt sem áður fellst ráðgjafinn á til-
lögur biskups, hvað kirkjubygging snertir
og fleira, og það er nú einmitt það, sem
gerir ráðgjafabréfið svo einkennilegt, að það
sýnist í þessu tilliti laust við innbyrðis
samkvæmni. Það sýnist ennfremur nokk-
uð óaðgengilegt skilyrði, að þessi söfnuð-
ur riyggi kirkju, án þess að hafa nokkra
Nr. 31.
verulega vissu fyrir því, að hann fái nokk-
urn tíma prestinn staðfestan, því öll með-
ferð þessa máls sýnir, að það gengur ekki
þrautalaust, og ' lengi má ef til vill eitt-
hvað finna að kirkjunni, að hún sé ekki
nægilega útbúin, og mætti ef til vill
treina sér það einn árstíma, að skrifast
á um hana aptur og fram. Utanþjóðkirkju-
söfnuður Keyðarfjarðar fékk konunglega
staðfestingu á sínum presti, án þess að
þeim væri sett, svo eg hafi heyrt, nokkurt
skilyrði, og áður en þeir byggðu sína
kirkju, og eg er líka viss um það, að þess-
ir menn, sem hér um ræðir, munu fljót-
lega koma sér upp guðsþjónustuhúsi, þeg-
ar þeir hefðu staðfestan prest. En á með-
an er mér sagt, að þeir hafi bænhúsið á
Ketilstöðum, með tilheyrandi áhöldum, að
einhverju leyti til notkunar, auk þess sem
ekkert sýnist á móti því, að halda guðs-
þjónustu í öðrum þokkalegum húsum í
viðlögum, enda er það nú venja i þjóð-
kirkjunni hér austur frá, því eg veit ekki
betur, en að prófastur sá, sem nú er i
Suðurmúlasýslu, haldi jafnaðarlega guðs-
þjónustur út á Eskifirði, þar í húsunum,
sem þess utan eru víst brúkuð til einhvers
annars, og sama er að segja á Seyðisfirði
síðan kirkjan fauk, og hefur ekki heyrzt,
að kirkjustjórnin hafi fundið neitt að því,
eins og lika sýnist engin ástæða til, því
til hvaða gagns væru þá allar hugvekjur,
prédikanir og postillur, ef heyrn og lest-
ur guðsorðs gæti hvergi haft sáluhjálpleg-
ar verkanir nema í kirkjunum. Hvað
þessir utanþjóðkirkjumenn í Yallaness-
prestakalli ætla nú að gera, byggja kirkju,
og leggja svo út í annan leiðangur með
umsóknina, eða hvað, er mér ekki kunn-
ugt, en hef að eins skýrt hér frá meðferð
málsins, til að láta þá sjá, sem kynnu að
vilja stofna utanþjóðkirkjusöfnuði hjá sér,
að það er ekki áhlaupaverk, því fyrir utan
það, sem hér er talið, er að ráða af þessu
ráðgjafabréfi, að þegar söfnuður þesði væri
búinn að fullnægja skilyrðunum fyrir stað-
festingu prestsins, eigi að „ákveða nánar
verksvið hans“, og hafa sumir verið að
geta sér til, að það eigi að staðfesta hann
einungis fyrir þessa menn, sem nú eru í
söfnuðinum, og yrðu svo lífseigir að lifa
þangað til, og þannig svipta hvern ein-