Þjóðólfur - 01.02.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.02.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arklr) kostar 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. jttli. Uppsögn, bnndin viö dramöt, ðgild nema komi til útgef&nda fjTÍr 1. október. ÞJÓÐÓLPUB. XLIX. árg. Reykjayík, mánndaginn 1. febrúar 1897. Nr. 6. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 15. jan. Það þykja nú meat tíðindi, að stjórnir Englands og Ameríku hafa komið sér sam- an að setja í gerð þau mál, sem löndun- um kynni að bera á milli eptirleiðis. Sá samningur er á þessa leið: 1) Fjármál und- ir 100,000 pd. sterl. koma undir dóm 3 lög- fræðinga, einn kosinn af Englandi, annar af Ameríku, og þeir tveir velja oddamann. 2) Stærri peningamál koma undir sams- konar dóm, en hvorttveggja rikjanna getur skotið úrskurði hans til 5 manna dóms; 2 kosnir af Englandi, 2 af Ame- ríku og oddamenn kjósa þeir sjálfir. Sá úrskurður er órjúfanlegur, ef 3 eru á sarna máli. 3) Deilur um land koma í 6 manna dóm, af þeiin kýs England 3 og Ameríka jafnmarga; þeir menn eiga að vera beztu dómarar í báðum löudum og úrskurður þeirra úrjúfandi, ef 5 verða móti 1; ann- ars þarf hvorugt landið að hlíta þeim úrskurði, og má þá fá ríki, sem er vinur landanna tii að leita um sættir. 4) Ef lögfræðingarnir í fyrnefndum dóm- um koma eér ekki saman um oddamann, skal hann kosinn af hæstarétti í Banda- ríkjunum og Privy Council i Englandi; ef þeirn kemur heldur ekki saman, skal kon- ungur í Noregi og Sviþjóð kjósa odda- uianninn. 5) Gerðarsamningurinn á að gilda í 5 ár; síðan má segja honum upp með 12 mánaða fyrirvara. Pannig er þessi merkilegi samningur. Þhig Bandaríkjanna á eptir að samþykkja hann, en efalaust verður hann samþykkt- ur. Um leið og Cleveland sendi haun efri deild, skrifaði hann: að þessa tilraun, sem frændþjóðirnar geri til að setja deiiur sín í milli á þann hátt, sem siðmenning nú- tinians sæmir, muni aðrar þjóðir sjálfsagt ^ta sér að kenningu verða og muni hún þvi mynda nýtt tímabil í sögunni af meun- *nf?u heimsins. Uessa dagana hefur annar atburður orð- ið, sem öllum vinum friðarins þykir vænt um. Sænskur maður, auðugur, Alfred No- bel að nafni er nýdáinn og hann ánafnaði 200,000 kr. árlega þeim manni, sem áþví ári hefur afrekað mestu í þarfir friðarins. Og þetta er því merkilegra, sem Nobel hafði fundið upp hin skæðustu vígtól, sem heim- urinn hefur eignazt hingaðtil: dynamittið og reyklausa púðrið. — Styrknum úthlut- ar nefnd, kosin af alþingi Norðmanna, því að það hefur þegar fyrir nokkrum árum leitazt við að koma á gerðardómum í deil- um milli landanna. Alfred Nobel lét ekki þar við sitja, heldur hefur hann gefið rent- urnar af öllum sínum auð, um 35 milj. króna til eflingar vísindum og bókmennt- um. Þeim er skipt í 5 staði, þessa 4 auk þessa, sem áður er talinn: Fyrir helztu uppfundningar í eðlisfræði 200,000 kr. á ári, fyrir helztu uppfundningar í efnafræði jafnmikið,, jafnmikið fyrir mikilvægustu uppfundningí „fysiologi“eða læknisfræði og loks jafnmikið fyrir ágætasta rit í „ideali- istiska“ átt, sem út kemur á ári hverju. Þessum verðlaunum úthlutar „Vetenskap- akademiet“ í Stokkhólmi og „Carolinska In- stitutet“. Þessi konunglega gjöf er orðin nafnfræg og þykir hvervetna hin ágætasta. Aðrar fréttir eru smáar. Það rekur hvorki né gengur í Miklagarði, og á Kúba er allt við það sama. Uppreisnarmenn berjast jafndjarflega, þó þeir hafi misst annan foringjann: Maceo, hinn hraustasta mann; sagt er nú, að herforingi Spán- verja, Weyler, ætli að láta af herstjórn, og er því vel tekið. Það þykir enn um- tals vert, að sendiherra Rússa í Kaup- mannahöfn, Muraview er orðinn utanríkis- ráðherra á Rússlandi; hann er lítill vinur Þjóðverja og þykjast menn vita, að ekkju- drottningin hafi ráðið því, að honum var veitt embættið. Þjóðverjar eru gramir og það því fremur, sem Austurríkismenn láta á sér skilja, að það sé lítill ábati fyrir sig að taka þykkju Rússa fyrir vináttu við Þjóðverja. Loks er þess að geta, að danska stjórnin byrjaði nýárið með því að leggja fyrir þingið frumvörp um ýms stórmál: tolla, skatta, jarðnæði handa tómt- húsmönuum o. fl. Landskipsútgerðiii. Samkvæmt bráðabyrgðarskýrslu frá far- stjóranum, hr. D. Thomsen, er send var Þjóðólfi nú með póstskipinu, hafa útgjöld- in við útgerð þessa næstl. ár, orðið alls 173,009 kr. 95 a. Tekjur af vöruflutning- um (farmgjald) hafa orðið 81,161 kr. 22 a., og tekjur af mannflutningum (fargjald) alls 30,410 kr. 80 a. eða til samans 111,572 kr. 02 a. Verðurþá tekjuhallinn alls 61,437 kr. 93 a. Á núgildandi fjárlögum var gert ráð fyrir 45,000 kr. tekjuhalla, svo að hann er 16,437 kr. 93 a. meiri en áætlað var, og telur farstjóri það einkum stafa af auka- útgjöldum í sambandi við bilun „Vestu“ á Akureyri, og svo sakir fádæma illviðra næstl. haust, er hefðu meira og minna raskað áætlun allra skipa, er þá hefðu verið í förum milli íslands og útlauda. Þá getur og farstjóri þess, að alls hafi verið eytt til útgerðarinnar um 2,127 tons af kolum (um 13,300 skpd.) og hafi að eins 60 tons af þeim verið keypt hér á landi, er hafi orðið til mikils sparnaðar, þá er verðið á Skotlandi sé að eins um 6,53—7,43 pr. ton, en á íslandi 22—24 kr. o. s. frv. Enn fremur getur hann þess, að kostnaðurinn við sýningar Vestu (veizlu- liald o. fl.), er verið hafi allmikill einkum í fyrstu ferðinni, verði eigi talinn útgerð- inni til útgjalda, heldur að eins farstjór- anum einum. Af þessari bráðabyrgðar-skilagrein far- stjórans sést nokkurn veginn Ijóslega, hvernig landsjóðsútgerð þessari hefur reitt af næstliðið ár, og mun mörgum þykja hún harla þung á landssjóði. Við þessar 60,000 kr. bætast svo líklega skaðabætur þær, sem einstakir menn eru eggjaðir á að heimta fyrir samningsrof(!) af landsjóðs- útgerðinni. Að minnsta kosti lætur „ísa- fo!d“ drýgilega yfir því, að þær verði ekk- ert smáræði. Það mátti þegar í upphafi búast við mjög miklum tekjuhalla, og lög- gjafar landsins mega þakka fyrir, að lands- sjóður hefur eigi orðið fyrir enn stærra tjóni af þessu fljóthugsaða brauðfótafyrir- tæki, er lamið var áfram með hnúum og hnefum á þingi með fáheyrðu og óskiljan- legu kappi. Það efast enginn um, að far- stjórinn hafi haft hinn bezta vilja til að leysa starf sitt sem bezt af hendi, en staða hans er engin sældarstaða, og það er meira en meðalmanus verk að stjórna svoua lög- uðu fyrirtæki, enda hefur heyrzt, að liann muni feginn vilja losna við þessa vegtyllu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.