Þjóðólfur - 01.02.1897, Síða 3

Þjóðólfur - 01.02.1897, Síða 3
23 við botninn og 1 al. á hæð, og eru þess- ar tölur innanœál. Við enda baðkersins er pallur, sem hvíiir að nokkru leyti á öðrum enda baðkersins, en undir hinum enda pailsins eru fætur eða annað, sem er stöðugt. Sá endi pallsins, sem hvílir á öðrum enda baðkersins, er festur við bað- kerið með járnkrókum og hallar pallinum lítið eitt að baðkerinu. Pallur þessi erá- líka langur og sjálft baðkerið og eins breið- ur eða nokkru breiðari. Á pallinum er rimlagrind, jafnlöng pallinum, og uærri eins breið og hann er. Frá pallinum upp að rimlunum er hér um bil 3^/a þml. bil, hver rimill er 2 þml. breiður, og á milli hverra rimia er 3 þml. bii. Pegar kindin er tekin upp úr baðkerinu, er hún lögð á rimlagriudina þannig, að höfuðið snýr að baðkerinu og kindin liggur á bakinu og þannig vinda úr henni baðlögiun 2—3 menn, en iögurinn streymir ofan á pallinn og af honum í kerið. Frá þeim enda palls- ins, sem fjær er kerinu, liggur hér um bil 2 ál. langur fleki ofan til jarðar og eptir honum er kindin látin renna ofanaf paiiinum; til þess má nota slétta hurð. Hvað mikið fer af baðlegi í hverja kind fer mikið eptir stærð kindarinnar og ull- armegni, en um þennan tíma árs mun ekki veita af 4—5 pottum í hverja fullorðna kind, þar sem fé er vænt. — Bezt geng- ur böðunin, að 3 menn séu við baðkerið og 3 að vinda úr og 2 eða 3 aðrir til að hita baðlöginn, bera hann að, ná kindum o. s. frv. Með þessum manxi- afla geta monn hæglega baðað 25 kindur á klukkutíma, þó kindin sé látin iiggja í baðiuu 2 mínútur. Fyrri partur vetrar er vafalaust hent- ugasti tími til kláðalækninga. Páerhægast að sjá uin, að engin kind sleppi hjá lækningu. Þó vorbaðanir, þegar fé er komið úr ullu, séu kostnaðarminni hvað meðui snertir, þá hefur reynslan sýnt það, 'að þær hafa ekki orðið eins farsælar. Árlega sleppa kindur á fjall á vorin í uilinni og eru því aidrei baðaðar, þótt hitt féð sé allt baðað. Eg er hræddur um, að þeir sem baða nú og kláðalaust verður féð hjá í vor, verði tregir á að baða og halda fénu við hús langt fram á sumar eða þar til meðul fast, og tel eg því óráð að skipa fyrir baðauir í vor. ,Pað væri þá nær að búa sig,. bet- ur undir næsta vetur og láta þá til skar- ar skríða með útrýmingu kláðans með böð- um, því þessi 40 ára reynsla landsmanna ætti að vera búin að kenna þeim það, að kláða verður aldrei útrymt með íburðarkáki. Kjöreeyri, 28. nóv. 1896. Finnur Jönsson. Strandasýslu (Steingrímsfirði) 3. jan.: „Dað er ekki opt, sem þér, Djóðólfnr minn, gefst kostur á, að sýna lesendum þínum, hvernig það gengur dag- legalífið, í gamla „TröWa“-byggðarlaginu, það erlík- ast því, að hér beri aldrei nokkur hlutur til tíðinda, eða þá, að hér búi að eins þeir dauðans græningj- ar, sem ekkert viti og ekkert kunni. — Bní raun réttri, er þetta alveg gagnstætt, því hér, e.ins og annarstaðar kemur margt fyrir í daglega lífinu, — og hér btia margir, sem vel eru að sér, og láta sér mjög annt um, að mennta æsku-lýðinn, sem sézt bezt af því, að nú er verið að smiða skóla- hús á Heydalsá, sem Guðmundur Bárðaraon hrepp- stjóri á Kollafjarðarnssi keypti allt til, og smíðar sjálfur, en liklega .selur Kirkjubólshrepp til notk- unar, — Sigurgeir, sonur Ásgeirs á Heydalsá, sem er realstúdent, verður kennari; hvort byrjuð verð- ur kennsla í vetur, er óvíst enn, þvi húsið erekki fullgert. Yerzlun Riis frá Borðeyri hér í Hólmavík þótti heldur dauf i haust, mest vegna hins mjög lága verðs á kjötinu, sem var frá 10—16 a. pd. eptir gæðum. Flestar útl. vörur voru nægilegar, meðan verzlað var. Dó þraut fyrst brennivínslindin, sem sumum þótti vist heldur leitt. Eg verð að minnast á aflann á firðinum í haust að hann mátti heita heldur góður; hlutir hæstir um 12 hundruð, smokkur fékkst ekki til beitu 1 haust, en síld höfðu flestir, sem aflaðist í lagnet og gegnir það furðu, hve fljótt útvegsbændur hafa hleypt upp sjávarútvegi sínum, sem að mestu var alveg undir lok liðinn, eptir 10 fiskileysis ár hér á firðinum, og sést af þessu og mörgu, hvað á- gengt verður, þegar fúsan viija og samtök vanta ekki. 12 viö mig og hneigði sig kurteislega um leið og hann heilsaði mér. „Pér hafið verið að gera mér þann heiður að dáðst að „Eyðimörkinni41, sagði hann. „Eg vona að þér afsakið, að eg gorðiat svo nærgöng- ull. Þesöi staður á sauuarlega fegurra nafn skillð“. Meðan eg var að tala einblíndi dr. Valion á mig. Það virtist vera eitthvert undariegt aðdráttarafl í aug- unnm á honum, er hann hvessti þau á mig. Allt í einu lék kýmuisbros um andlit hans. „Nú“, sagði hann eins og hann hefði áttað sig á því, hvað hann ætti að sogja, „það er bezt að hætta þessu apaspili. Eg veit, að þér eruð iögregiusnuðrari sendur hingað til rannsóknar og þér leitizt við að setja mig í samband við fölsuðu ávísanirnar, sem ætlað er, að eigi rót sína að rekja til Chineclifí". Var hann töframaður þessi dr. Vallon? Það var ef til vill ekki óeðljlegt, að haun renndí grun í, hvaða starf eg hafði á höndum, en af hverju hafði hann get að dregið þá ályktun, að eg grunaði haim um að vera riðinn við liinar fölsku ávísanir, sem mér að eins laus- lega hafði flogið í hug?. „Með því að þér virðist vera þessu svo kunDugur, þá er engiu ástæða fyrir mig til að leyna erindi mínu“, 9 þar höfðu verið að undanförnu og íbúamir köunuðust vel við þá. Meðal hinua fáu, er eigi höfðu verið þar áð- ur, voru dr. Vallon og koua hans, sem höfðu leigt sum- arlangt eitthvert stærsta og elzta húsið í þorpinu, er nefndist „Eyðimörkin“. Þau hjóniu hötðu mikla sam- bleudni við anuað fólk þar í þorpinu, og hiair aðrir gestir höfðu góðan þokka á þeim. Það var ekki nokkur skapaðnr hlutur í þessum upplýsingum, er eg gat byggt nokkuð á, og þá er eg gekk til hvíldar um kvöldið, hafði mér harla lítið orðið ágeDgt í rannsóknum mínum. Morguninn eptir ásetti eg mér að gera nákvæmari athuganir, og þar eð ávísanirnar höfðu verið sýndar í bönkunum 14. d. júlím., var mér áríðandi að fá vissu fyrir, hvort nokkur, sem bjó í Chineciifl, hefði ferðazt burtu þann dag eða um það leyti. Veguriun til Chineclifí lá eptir skurðum, og var haft til milliferða lítið gufuskip, er fór tvisvar siunum á dag fram og aptur lrá næstu járnbrautarstöð, er var í fjögra (euskra) mílna fjarlægð frá Chineclifí. Þá er eg tók bílætasalann á skipsbryggjunni tali, sagði hann mér, að enginn snmargestanna væri farinn burtu, öll húsin væru leigð um vissan tíma til septembermánaðar- loka. „Eg ímynda mér, að sumir gestirnir skreppi til borgarinnar við og við“ sagði eg.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.