Þjóðólfur - 05.02.1897, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.02.1897, Blaðsíða 1
Árg. (60 arkir) kostar 4 kr. Erlendig 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. Uppsögn, bnndin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. ÞJÖÐÖLFUE. XLIX. árg. Reykjayík, fðstudaginn 5. febrúar 1891?. Nr. 7. Um lilutafélög, Eptir Oissur hvíta. Pótt ísland sé fátækt land, þá verður því þó ekki neitað, að til eru þeir, bæði í Reykjavík og annarstaðar á landinu, er hafa aflögu peninga umfram það, sem þeir þurfa til uppeldis sér og sinum. Fyrrum var peningum þessum varið til jarðakaupa eða þeir voru lánaðir prívatmönnum gegn veðum eða ríkisskuldabréf voru keypt fyr- ir þá, sem var sama sem að lána þá Dön- um. Nú á síðari tímum eru peningar þess- ir annaðhvort iátnir i sparisjóði eða bank- ann, eða lánaðir gegn veðum tii prívat- manna, en aptur mun minna keypt af ríkisskuldabréfum. Þótt vextirnir séu lágir, þar sem þeir eru á sparisjóðum og í bank- anum milli 3 og 4 °/0 og hafa lækkað stórum af ríkisskuldabréfum, þá verður almenningur samt feginn að ávaxta fé sitt á þennan hátt. í öðrum löndum, þar sem auðmagn er meira, eru ýmsir aðrir vegir til að gera fé arðberandi. Einkum er þar mjög algengt, að það er lagt í ýms gróða- fyrirtæki, og eru það venjulega hlutaveltu- félög, og eiga mjög margir stórfé í hluta- bréfum, sem eru til sölu á markaðinum, eins og hver önnur vara. Auðvitað fara sum af félögum þessum á höfuðið, sum eru hrein og beiu féglæfrafyrirtæki, en aptur eru önnur, sem eru bæði til mikils al- menus gagns og gefa mjög góðan orð. Þótt hér á landi sé mikil peningaþröug, þá er samt erfitt hér að ávaxta vel fé sitt. Þótt það nú muni eigi óalmennt, að lána gegn 5%, enda þótt fullt veð sé, þegar um prívatlán er að ræða, þá eru lán þessi þó opt miklum annmörkum bund- in; þegar eigandi þarf peninganna við, er konum opt ómögulegt að ná þeim nema með mikilli fyrirhöfn og jafnvel málssókn- um, og kjósa því margir fremur að leggja féð í sparisjóði eða banka. þótt vextirnir séu lítt viðunanlegir. Sumir hafa því á seinni árum í von um raeiri vexti lagt peninga í hlutafélög, en þeir, sem þekkja nokkuð til þeirra, vita, að saga þeirra er eigi sem glæsileg- ust. Að því mér er kunnugt hafa sárfá þeirra nokkru sinni gefið lögrentu og mjög °Pt enga vexti. Hafa þau optast „lognazt svona útaf“ við lítinn orðstír, og hluthaf- ar ekki fengið nema lítið eitt af höfuð- stólnum. Það er því ekki nein furða, þótt menn almennt séu orðnir leiðir á að hætta mnnum sínum í þessi fyrirtæki, og skoði þau sem botnlausa gjá, er þeim sé í varpað. En hverju sætir nú þetta? Fátækt landsins getur eigi verið aðalorsökin, held- ur hlýtur það að vera eitthvert skakkt fyrirkomulag og óstjórn, sem því veld- ur, og að þeir, sem stjórna félögunum, eru því eigi vaxnir. Þegar félögin hafa verið stofnuð, hafa hugmyndirnar um ætl- unarverk þeirra og allt fyrirkomnlag vist verið æði óljósar. Sum hafa stofnuð verið til að bæta verzlunina, en allir vita, hvern- ig það hefur farið, enda heyrir það undir verksvið allt annara félaga en hlutafélaga, og sem ekki er staður hér til að lýsa. Að félögin séu almenningi til gagns, er auðvitað mjög gott, enda er því vanalega svo varið, en það er þó alls ekki aðal- atriðið fyrir hluthafa, heldur að félögin borgi sig. Með öðrum orðum: hið fyrsta atriði eru góðir vextir, annað atriði eru góðir vextir og þriðja atriði eru góðir vextir til þess að félögin ekki gliðni sund- ur. Dæmi eru samt til, að félög þessi hafa stundum gefið hreinan ágóða, og það jafn- vel nokkuð háan í einu félagi, sem allir þekkja. En hvað gerði þá stjórnin? Henni kom ekki til hugar að greiða hluthöfum einn eyri í vöxtu, heldur var ágóðanum varið til að stækka félagið eða til einhvers annars, sem átti að heita i þarfir þess. Þetta hlýtur að vera mesti misskilningur. Þegar félagsmenn sjá, að ágóði er tölu- verður, en fá þó enga vexti, þá er ekki nein furða, þó menn gefist upp og þreytist á öllu saman. Það virðist, eigi geta komið til greina, að verja öllum hinum hreina ágóða til að stækka félögin, heldur að eins nokkru broti af gróðanum eða vaxtaupp- hæðinni, ef svo sýnist. Þvi verður eigi neitað, að það er sorg- legt, hvernig hlutafélögunum hefur reitt af og það þótt sum þeirra hafi byrjað með miklu fé, og því staðið ágætlega að vígi. Þegar um fyrirtæki er að ræða, sem eru annaðhvort til heilla almenniugi eða ein- stöku stéttum, þá getur það stundum borið við, að félögunum sé komið á fót, íyrir fylgi þeirra, er hafa óbeinlínis mikinn hag af þeim, enda þótt hlutirnir gefi litla eða enga vexti. Vér viljura taka til dæmis íshúsið, án þess oss sé hagur þess kunn- ur, þá verður því ekki neitað, að hinn óbeini hagur af því er stórkostlegur bæði almenningi og einkum þilskipaeigendum, þar það er fullsannað, að margir tugir þúsunda af fiski hafa komið á land um- fram það, sem annars hefði fiskazt, ef ís- varin síld hefði ekki fengizt, og að það er hreinasta lífsspursmál þilskipaeigend- um að hafa íshús, hvort sem „actiurnar" borga sig beinlínis eða ekki. En samt mun það öldungis nauðsynlegt eigi þetta eða önuur félög að ná nokkurri hylli, að hlutirnir séu arðberandi; þótt almenning- ur uni eitt eða tvö ár við lítinn eða eng- an ágóða, þá mun það svo fara, að eigi það sér stað til lengdar, þá fá flestir ó- beit og fyrirlitningu á félögunum, sem er eðlilegt, því að það er alls eigi heimtandi af neinum, að leggja í fyrirtæki, sem eiga að heita gróðafyrirtæki en gefa þó engan ágóða, enda þótt um töluverðan almenn- ingshag sé að ræða. Því verður eigi neitað, að hagurinn af hlutafélögum, som vel er stjórnað, er alls ekki lítill fyrir almenuing. Efnamenn leggja í þau, í staðínn fyrir að kaupa rík- isskuldabréf fyrir alla peninga sina, eða láta þá í bankann, eins og nú tíðkast. Féð ávaxtast í landinu sjálfu og þar af leiðir, að fjarska margir fá atvinnu, sem annars yrðu að ganga mjög opt iðjulausir. Ferðapistlar. xx. Laugardagsmorguninn 14. nóvbr. lagði ’Vesta* af stað frá Leith norður í haf til ís- lands. Var3veður allgott þann dag og höfð- um vér landsýn af Skotlandi allt til kvelds, en þá tók veður að spillast um nóttina, og gerði þoku, svo að skipstjóri þorði ekki annað en halda norður fyrir Orkneyjar, sem er nokkru lengri leið en hin syðri gegnum Pentlandssund raillum Orkneyja og norðurodda Skotlands. — Næstu 3 daga, sunnudag, ^ mánudag og þriðjudag, hélzt sama veður og svarta þoka. Styttu far- þegar sér þá stundir með spilum eða voru

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.