Þjóðólfur - 02.04.1897, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.04.1897, Blaðsíða 4
64 er hann fer fram á. Hugmyndin hjá okk- ur er að mestu leyti sams konar, og er aðalmunurinn fóiginn í því, að hann vill afnema ábúðarskattinn, og veita sýslufé- lögunum lán af almennum búnaðarsjóði, en að landssjóður hlaupi undir bagga, ef bún- aðarsjóðirnir hrökkva ekki, og kemur það að miklu leyti í sama stað niður og uppá- stunga vor um beinan styrk úr landssjóði til sýslufélaganna í stað hins núverandi styrks tii búnaðarfélaganna. Mál þetta er svo þýðingarmikið, að það þarf rækilegr- ar ihugunar við, og er vouandi, að þjóð- fulltrúar vorir leggist á eitt með að ráða því heppilega tii lykta, þótt líklegt sé, að það geti eigi orðið tii fullnaðar á næsta þingi, þá er um svo mikla og víðtæka breytingu er að ræða. Undirbúningur verölagsskráa. Það gegnir furðu, hvaða dauðaþögn er I flestum biöðunum um þau mál, sem ætla má að komi fyrir næsta þing, sem virðist koma af því, að menn séu hættir að hugsa um áríðandi landsmál. Það Jiggur við að það sé undantekning, að þingmenn skrifi nokkuð um þau mál í blöðin. Það er þó hægara að athuga vel málin heima hjá sér, ef um þau væri opt ritað í blöðin, heldur en þegar þau koma flatt upp á, og þingmenn verða að ræða þau á þingi, og þá stundum með nokkrum hita. Eitt af þeim málum, sem mun koma fyrir næsta þing, er um undirbúning verðlagsskráa. Það mun nú ekki sýnast stórmál, en mik- ið er samt byggt á því, þar sem tekin eru mörg gjöld eptir verðlagsskrá, mikið af landssjóðsgjöidum, hreppsgjöldum, prests- og kirkjugjöldum o. fl. Það mun flestum kunnugt, hverra verk verðlagsskrárnar eru. Það eru prestar og hreppstjórar, sem semja þær í fyrstu, þó að amtmaður og biskup taki svo meðaltalið af síðast. Það hefur opt verið sagt, að prestarnir viidu setja verðiagið heldur hátt, af því að þeir fengju mestar tekjur sínar eptir verðlags- skrá. Líka hefur verið sagt um hrepp- stjórana, að þeir mundu verðleggja heldur lágt. En hvað sem hæft er í þyí, þá er ómögulegt að semja þær, svo að þær séu ekki meira og minna vitlausar. Þegar kaupmenn taka t. d. hvíta ull á sumr- in í mörgum númerum, eius og opt kemur fyrir, hvernig getur maður þá sett rétt verð á ullina í verðlagsskýrsluua, þegar ekki er hægt að vita, hve mörg pund eru tekin í það og það númer? Sama er að segja um verðlag á sauðfé, þegar hver sauðfjártegund er tekin með ýmsu verði. Hér í sveit er t. d. ekkert að ráði selt af sauðfé né ull, nema það sem kaupmenn kaupa, og svo mun víðar vera. Opt hef ur vaðmál hækkað mikið verðlagsskrár, sem lítur út fyrír, að stundum hafi verið sett í skrána af hrekk. Nú er það mjög sjaldan, að vaðmál ganga hér í sýsíu kaup- um og sölum og sýnist því ósanngjarnt, að þeir landaurar ráði mestu með verð- lagið, sem minnst er selt eða keypt af. Þar sem landbúnaður er mest stundaður, þar er mest selt af ull og sauðfé og ætti því að hafa mest áhrif á verðlagið í þeirn sveitum. Fénaður er, sem kunnugt er, mjög misjafnt í ýmsum sveitum sýslunnar, og selst því betur í þeim sveitum, þar sem afréttarlönd eru góð, heldur en þar sem engin afréttarlönd eru. Yæri því réttara, að sín verðlagsskrá gilti fyrir hvern hrepp, eða sveit. Hálf óviðkunnan- legt er að vera að setja heiðargrös í verð- lagsskrá, því ég veit ekki til, að þau séu brúkuð, að minnsta kosti ekki hér nálægt. Þau gera að vísu ekkert til með verðlag- ið. Það væri langt um nær að taka í skrána hey. Eg er viss uru, þótt 3 mertn eigi nú að semja verðlagsskrárnar, þá hljóta þær samt að verða að meira eða minna leyti handahóf, ef þær verða með líku sniði og nú. Mér hefur því komið til hugar, hvort ekki mundi réttara að taka meðaltal af verðlagsskránum, ^em gilda fyrir hverja sýslu fyrir 20 ár, og slá því verðlagi föstu, þar til menn eru búnir að finna réttari mælikvarða fyrir gjöldunum. Það er nokk- uð athugavert, að menn skuli hafa getað unað við í 80 ár jafn ramm-vitlausa und- irstöðu, sem menn hafa haft fyrir gjöld- um þeim, sem tekin eru eptir verðlagsskrán- um, og væri því ekki vanþörf á, að þeir, sem færir væru til að ráða bót á því, lægju ekki á liði sínu. Fagurhólsraýri i Öræfum 18/a— ’97. Ari Hálfdanarson. Ný rit send „Þjóðólfi“: Islandisehe Þichter dcr Neuzeit (Islenzk skáld á síS- ari tímum) eptir J. C. Poestion í Wien, 1. hepti, 96 bls. Á forlag G. Meyers í Leipzig 1897. Bók þessi kemur út i 5 lieptum og kostar alls 20 mörk (um 18 kr.). Þetta fyrsta hepti er mjög snoturlega úr garði gert, og efnið ber vott um mikla þekkingu þessa útlendings á bókmenntum vorum. Því miður er naumast að búast við því, að jafndýr bók seljist mikið hér á landi. Þa er húu er öll komiu út, verð- ur hennar nánar getið hér í blaðinu. Supplcment til islandskc Ordbögcr eprir dr. Jón Þorkelsson, 3. Samling, 14. —15. hepti (staða-uppeldisfræði). Þessu merka ritsafni hins óþreytandi iðjumanns miðar drjúgum áfram og er bráðum íokið. Yeiður það mikilsverð viðbót við íslenzku orðabækurnar, ásamt eldri söfnum höfund- arius. _____ ______ Arkiv för nordisk Filologi. 13. B. Ny följd 9. B. 3. hepti. Luudi 1897. í hepti þessu eru ýmsar málfræðiritgerðir, þar á meðal ein eptir dr. Finn Jónsson (um vöntun f hljóðvarps í skömmum orð- stofnum), ennfremur ítarleg dánarmiuning um danska málfræðinginu Karl Yerner ept- ir V. Dahlerup og stutt grein eptir Sofus Bugge um sögnina í Ólafs sögu heiga, hvernig Sighvatur Þórðarson öðlaðist skáld- gáfuna, er kaun hafði suætt fallega urrið- anu úr Apavatni. Hefur Bugge fundið sam- kyuja sögn i írsku tornriti um manu, er át lax og varð allsvitandi að því loknu og orti vísu. Ætlar Bugge, að þessi írska sögn hafi verið heimfærð upp á Sighvat, er hann var orðinn nafnírægt skáld, og hanu hafi alls ekki ort vísuna um urriðann (sbr. Ólafs sögu helga). í ritum sínum hefur Bugge áður leitazt við að sanna, að skáldlist íslendinga að fornu eigi rót síua að rekja til sterkra áhrifa frá írskum kveðskap. __________ Fra Islands Yæxtrige. Eptir Stefán Stefánsson kennara á Möðruvöllum. Rit- geið þessi er sérprentun úr ritum náttúru- fræðisíéiagsins í Kaupmannahöfn næstl. ár. Telur höf. þar upp 193 grasategundir og skýrir frá, hvar og hvenær hann hafi fundið þær, en nokkrar jurtir eru teknar í skrá þessa, er aðiir hafa fundið og sent honum. Af þessum 193 tegundum eru 16 nýjar, sem eigi hafa fundizt hér áður eða vaíi hefur leikið á, hvort talizt gætu ís- lenzkar. Auk þess hafa fundizt 8 nýjar undirtegundir og 9 afbrigði. Steíán hef- ur nú nokkur ár ferðast um ýms kéruð landsins með styrk úr Karlabergssjóði. Er haun mjög athugall og nákvæmur í ranu- sókuum sínum og hefur liíandi áhuga á þeim, en hér á landi eru þess konar vís- indalegar rannsókuir sjaidnast metnar að verðieikum. En með tímanum er þó vou- andi, að íslendingum lærist að meta gildi þeirra réttilega.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.