Þjóðólfur - 09.04.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.04.1897, Blaðsíða 2
70 1. Að ritstjórinn^hefur ekki útvegað sér upplýsingar um kaupfélögin, sem hann auðsjáanlega vantaði, úr^því þau eru aðalumtalsefnið, og hann þykist ætla að leiða í Ijós hulin sannindi um þau. Þetta var bein skylda hans, til þess hann gæti dæmt um þau með viti og sanngirni. 2. Að hann hefur stungið undir stól þeim kunnugieik á kanpfélagsskapnum, sem hann fékk, þegar hann var hér í Þing- eyjarsýslu, viðvíkjandi hugsjónum ýmsra félagsmanna, fyrirkomulagi félagsins hér og áhrifum þess á velmegun manna og hugsunarhátt. 3. Að hann hefur gengið fram hjá öllu, sem ritað hefur verið um kaupfélags- skap á íslandi, ekki einu sinni látið Dagskrá minnast á „Tímarit kaupfélag- anna“, sem henni var þó sent til um- sagnar. Þótt það sé ekki mikið, sem ritað hefur verið um kaupfélögin, þá eru þar samt rökleiðslur alveg ómót- mæltar, sem ekki er fyrirgefandi að ganga fram hjá, þegar ritað er á móti félögunum í alvöru. Eða ætlar Dag- skrá sér þá dul, að virða talsmenn kaupfélagsskaparins að engu? 4. Að dylja í gegnum allt „verzlunarmál- ið“ sínar eigin skoðanir á mannfélags- málum, einmitt að því leyti, sem þær eru samferða hugsjón kaupfélagsskapar vors. Þessar skoðanir fór hann ekki dult með hér í Þingeyjarsýslu, enda þurfti þess ekki, og þær geymast í „Skútahrauni". 5. Að hann fer sömu slóðina og þeir, sem auðvirðilegust meðul hafa notað, til þess að koma kaupfélagsskapnum fyrir kattarnef. Hann fer um bakdyrnar: leggur aðaláherzluna á það, sem vekur tortryggni gegn öllum verzlunarumboðs- mönnum yfir höfuð, en sérstaklega um- boðsmönnum kaupfélaganna. Hann ger- ir forstöðumenn kaupfél. að auðvirði- legustu undirlægjum þessara umboðs- manna, leggjandi þeim upp í hendurn- ar: fyrst og fremst kaupfélögin sjáif, sem varanlegar („einokaðar“) féþúfur, og þar næst alþingi (sjá 40. tölubl.). Þetta hefur komið mér til að leita — spyrja: Hvert stefnir Dagskrá? Hvað vill hún raeð öllu þessu? Svarið liggur alls ekki á lausu. Stundum flýgur mér í hug: ætli ritstjórinn sé uú að vekja upp almennar umræður (Diskussion) til þess að „jafnaðar- mennskan", sem býr í kaupfélagsskapnum, og hann er undirniðri vinveittur, fái sem bezt færi á, að koma fram á sjónarsvið íslenzkra blaða? En ósköp er þá aðferðin hjákátleg. Og svo flýgur mér annað í hug: rit8tjórinn er náttúrlega málsfærslumaður einhverra skjólstæðinga, sem ekki hafa tíma til að „troða upp“ sjálfir, og skoðar það skyldu sína, að stinga undir stól öllum þeim gögnum, sem rýra málstað þeirra, og jafnvel sinni eigin skoðun. Eg vildi óska, að fyrri tilgátan væri rétt, væri ekki ein- tómur barnaskapur, eins og þó blasir við, eptir öllu atferli Dagskrár. Þar á móti blasir síðari getgátan svo ergilega beint við; hún er bara of „léleg“ til þess að vera sennileg. Og svo er hugsanaruglingur rit- stjórans, sem bendir mér á enn eitt, sem komið hefur fyrir um mestu gáfumenn, eins og hann, og það er, að hann hafi einlægt verið að leita að „i|jórða rúm- stiginu“. Yarðskipið „Heimdallur“ (kapt. C. P. Holm) kom hingað 3. þ. m. Er ekki fyrir- sjáanlegt, að hann hafi hér mikið að sýsla, því að þótt hann tæki einhver botnvörpu- skip í landhelgi, þá er það þýðingarlaust, þá er sektaákvæði hinna gildandi laga eru að eins máttlaus bókstafur, síðan þessir piltar voru aliramildilegast leystir frá öll- um sektum af hinni háloflegu Danastjórn í fyrra. Nú vaða þeir hér um öll fiski- mið í flóanum, sópa upp netum manna og tæta þau sundur, en enginn skiptir sér af neinu, enda þótt þeir séu að skafa botn- inn hér upp í landhelgi. Svo koma þeir við og við hingað á Eeykjavíkurhöfn og draga upp fána fyrir varðskipinu, liggja hér í ró og næði um hríð, selja það af afla sínum, er þeir vilja ekki nýta, fá sér drjúga hressingu og lifa í glaum og gleði. En landstjórnin situr hjá og horfir á, því að sjálf hefur hún að fyrra bragði veitt þeim þessar ívilnanir, og verður nú að láta sér lynda, að þeir nota frelsið í fyllsta mæli. Mælt er, að enska og danska stjórnin séu nú samt að semja eitthvað áhrærandi friðun Faxaflóa, eða einhvers hluta hans, sem sjálfsagt fæst ekki nema með því móti, að hleypa botnvörpunum upp í landhelgi fyrir öllu suðausturlandinu frá Papós til Eeykjaness auk annars fleira, sem eDska stjórnin mun krefjast, og færi þá betur, að hin síðari villan yrði eigi argari hinni fyrri. Englendingar hafa nú náð svo góðu tangarhaldi á oss, að eng- inn þarf að ímynda sér, að þeir sleppi því svona í gustukaskyni og þóknunarlaust, auk þess, sem þeir geta ekki afdráttar- laust bannað þessa veiði utan landhelgi, nema með lögum frá parlamentinu, sem líklega verður langt að bíða. Frá útlöndum bárust engin veruleg, ný tíðindi af Krítarófriðnum nú með „Heim- dal“, önnur en þau, að stórveldin voru í þann veginn að umkringja Krít með flota sínum 21. f. m., af því að Vassos fyrirliði Grikkja vildi ekki hörfa með góðu burtu af eynni. í Þessalíu stóðu Grikkir þá vígbúnir til áhlaups inn á Tyrkland, og var því ætlun manna, að ófriðurinn mundi hefjast þá og þegar. Hagur almennings hér við flóann er nú víða hinn bágbornasti, en þó hvergi jafniskyggilegur sem í Bessastaðahreppi. Er mælt, að þar sé fullkomin hungurs- neyð nú sem stendur, og tekið að „sjá á“ fólki sakir bjargarskorts. Svo sagði gam- all bóndi af Álptanesi í fyrra dag, að aldrei hefði jafnmikið sorfið þar að fólki sem nú. Er það eigi glæsilegt útlit, ef eigi rætist bráðlega úr með aflabrögð hér við flóann, því að þótt þilskipin afli dável, hrekkur það hvergi nærri til að ráða bót á almennum bjargarskorti hér nærleudis. Veitt prestakall: Hraungerðiíkrnes- sýslu 6. þ. m. séra Ólafi Sæmundssyni að- stoðarpresti þar, samkvæmt kosningu safn- aðanna. Huðmundur Friðjónsson frá Sandi í Aðaldal las upp skáldsögu eptir sjálfan sig í Iðnaðarmannahúsinu næstl. laugar- dagskveld, og var gerður góður rómur að, enda var sagan víða áhrifamikil, og orða- valið smellið og einkennilegt á höfundar- ins vísu. ________ Dáin 4. þ. m. áð Stórólfshvoli húsfrú Ingunn, dóttir Jóns sýslumanns Jórsson- ar á Melum í Hrútafirði og Ingunnar öunn- laugsdóttur, prests að Hálsi í Fnjóskadai, öunnlaugssonar. Húsfrú Ingunn var fædd 12. marz 1817, og ólst upp í foreldrahús- um, unz hún vorið 1838 giptist stúdent, síðar umboðsmanni Þingeyrarklausturs, Eunólfi Magnúsi Ólsen. Bjuggu þau hjón fyrst að Efranúpi í Miðfirði, en síðan á Þingeyrum, unz Magnús umboðsmaður dó árið 1860. Síðan bjó húsfrú Ingunn nokk- ur ár ekkja á Þingeyrum, flutti þaðan að Stóruborg árið 1864, og giptist nokkru síðar aptur Pétri bónda Kristóferssyni, er þar býr enn. Árið 1881 flutti hún hing- að til Beykjavíkur til sonar síns, aðjúnkts (nú rektors) Björns Ólsens, eu síðustu ár æfi sinnar (frá 1889) var hún hjá dóttur sinni, Margréti, konu Ólafs læknis öuð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.