Þjóðólfur - 17.12.1897, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.12.1897, Blaðsíða 2
236 og frítt sýnuin. Frt;m á mína daga lifði og Bjarni skáld á Siglunesi E>órðarson, gáfumaður mikill og aldavinur Olafs próf. Sívertsens. Eptir kann er stakan um Barmahiið inn írá Reykkólum: Blóma skrýðist Barmahlið ber hún fríðan vottinn og fræðir lýði fyr og síð að faliega smíði drottinn. Eptir Bjarna er eflaust tii kvæðas&fn. Nefna má og Jóhannes bónda í Bjarneyj- um; hann var ör og glaðvær og bjó vel liprasti formaður um Breiðafjörð, annar en Hafliði, í minni tíð. Gfsli Gunnarsson var hinn þriðji fyrirtaks sjógarpur, en mestur maður auk sjósókna, var Ólafur Guðmundsson frá Bár, seinna borgari í Fiatey. Hann átti Guðrúnu dóttur Odds læknis Hjaltalín, iærða konu og vel mennta um íiest. Ólaíur var hverjum manni gildari, en ljúfur og lundhæg- ur og bezti drengur. Jóhann bóndi í Flatey, bróðir Hafiiða var og álitiegnr maður, stiiltur mjög, en drjúgur og vel gefinn. Þá Hergilseyinga síðustu má iíka nefna: Gísla Einarsson og Jón son hans. Þar er nú Snæbjörn Eggertsson, tengda- sonur Hafiiða og afkomandi gamla Eggerts, mestur maður. í Látrum bjuggu Jón Ó- lafsson merkur maður og átti margt barna. Hans synir voru þeir Guðbrandur, síðast á Brandsstöðum, hinn drengilegasti mað- ur og vel menntur, en búnaðist Jítt og nokkuð svakksamur með köflum. Óiafur jarðyrkjmaður var bróðir hans; hann dó vart þrítugur og þótti að honum mikili skaði. Hann var lærdómsmaður og bezti drengur, manna röskvastur, sem fieiri þeir frændur. Við vorum saman á náms- árum og unnum hvor öðrum, uuz í milli skiidi. CNiöurl. næst). Endurskoðunarmenn bæjarreikninga Reykjavíkur. Fyrstu dagana í janúarmán. næstkom- andi á að kjósa hér í Reykjavík tvo end- urskoðunarmenn bæjarreikninganna fyrir næstu 5 ár. Með því að starf þetta er talsvert vandasamt og áríðandi, að það sé vel og samvizkusamlega af hendi leyst, er nauðsynlegt, að menn vandi vel kosning- una; tíminn er hentugur núna um jólin og nýárið til þess að hugsa það mál og koma sér saman um, hverja kjósa skuli, svo að kosningin fari ekki í handaskolum og einhverjir alls-óhæfir meun kunni að verða kosnir. Þeir, sem nú fara frá þessu starfi, Ólafur Rósenkranz fimleikakennari og Sig- hvatur Bjarnason bankabókari, munu ekki gefa kost á sér lengur, svo að ekki er um annað að tala, en að hugsa sér ein- hverja aðra. Vér skulum því benda á nokkra borg- ara bæj&rius, sem vér álítum að líkleg- astir séu tii að verða fyrir kosningu. Vér viijum benda fyrst og fremst á Jón Magn- ússon landritara. Hann er maður einkar reikningsgiöggur, vandvirkur og samvizku- samur; og að hann er lögfræðingur mælir einnig með honum, því að lögfræðislegar spurningar koma opt fyrir við endurskoð- uniaa. Jön alþm. Jakobsson væri einnig vel hæfur; hann hefur auk annars þ&nn kost, að vera vanur sveitastjórnar- störfum. Bj&rn ólafsson augnalœknir og Morten Eansen skólastjöri, báðir greindir menn og glöggir og samvizkusamir, mundu og vei valdir. — Vér viljum ráða til, að kjósa að sjálfsögðu landritara Jón Magn- ússon, og með honum einhvern hinna 3, sem vér höfum talið; hver þeirra, sem það yrði, teldum vér vel valið. Vegurinn yíir Mosfellsheiði austur á Þingvöii er nú fullger, og brúin komin á Öxarárgljúfur við Drekkingarhyl. Hef- ur brúargerðin þar á gljúíriau orðið rnikiu ódýrri, en áætlað var, og er þó hið mesta mannvirki, eigi síður en vegurinn í Kára- staðastíg upp úr gjánni að vestanverðu, er lokið var við i fyrra haust. Hefur Einar Finnsson vegfræðingur veitt vega- lagningu þessarí forstöðu, síðan byrjað var á henni þangað austur. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur vildi eigi láta leggja Öxarárbrúna yfir gljúfrið heldur yfir eyrarnar fyrir neðan, en það þótti flestum öðrum miður hyggilegt, svo að þeirri tillögu var ekki fylgt, euda heíði brúargerð á þeim stað orðið miklu dýrri og brúnni sjálfri hættara við stórskemmd- um í vatnavöxtum, m. fl., sem eigi getur verið að ótt&st, þar sem hún nú er komin. Brúin sjálf er úr tré, en eigi úr járni, er hefði verið miklu heppilegra, og eigi mikl- um mun dýrara, því að viðhald. á trébrúm er harla mikið, og þær endast þó eigi nema 10—15 ár, en brýr úr járni er tai- ið að endist um 200 ár, með góðri að- gæziu. Það er því eflaust alveg skökk regla i brúargerð hér á iandi að hafa eigi sem alira flestar brýr úr járni, og ættu vegfræðingarnir eða þeir, sem yfir- umsjón hafa með þessum vegagerðum, að koma vitinu fjrir landstjórnina í þessn efni, því að það mun síðar sjást, hversu þessi trjábrúabygging er „ópraktisk“. t Guöjón Þorkelsson frá Keflavik. (Drnkknaði kinn 4. növbr. þ. á., rúmlega þritugur, frá konu og böruum, dugaudi maður og vel metinn). Það kom á ðvart eins og opt, því aldrei er sjórinn trúr; þá dró upp ský og dimmdi lopt og dundi feigðar skúr. Deir börðnst fast við bárufjöld og bárur skipið klauf: þá skein eitt ljóa við skýja-tjöld og skuggann dimma rauf. En það skein ei úr þessuin beim, en það var dauðans boð, því báran hvolfdi bátnum þeim, og byrgði monn og voð. Og þar fór hann, sem helztur var, og hraustur lék við sjó, í fleiru hann af flestnm bar, en feigðin hreif hann þó. Nú syrgir víf, nú syrgir þjóð, því snögg er dauðans hönd, sem Bærir hug og hjartablóð, og hrellir voika önd. En minning hans ei sökk í sjó, hún svífur björt og skær, og dauðinn því ei bana bjó sem blómgast syndum fjær. B. G. Úr bréfl af Skagaströnd. „Lítið er minnst á störf þingsins enn, enda eru þingmenn vorir ekki farnir að halda leiðarþingið okkar enn, og kynnu þeir þó frá mörgu að segja, karlarnir. Heldur munu flestir Hta fyrirlitningaraugum á ávarp hinna 16 ísafoldarbesefa, en þó undrast menn ekki framkomu neinna þeirra, sem isíirzku fóstbræðranna. Deir þykja vera orðnir skörðóttir í eggina. Nú vonast allir eptir, að „Þjóðviljinn“ fari að fyrirgefa Priðrik gamla Stefánssyni, enda er nú langt um liðið, siðan bann kyssti þá kon- ungkjömu. Annars munu flestir óska eptir þing- rofi, hvað sem stjórnarskrármálinu líður. Og satt er það, líkastar brjálæði eru sumar fjármála- ráðstafanir þingsins. Annars er hér lítíð hugsað um þingmál. Blöð eru keypt og lésin víðast hér, helzt „Dagskrá", „Þjóðólfur" og „Stefnir". Og svo öll hin rneira og minna nema „ísland". Það sést hér hvergi, enda neita bréfhirðingamennirnir að útvega það, þó um sé beðið. En það vill til, að það er ekki opt. En satt er þetta". [Eptir „Stefni“ 5. nóv.]. Afli befur verið nokkur á Eyrarbakka nú um hríð, 10—20 i hlut af stórri ýsu á dag. Nú í vik- unni sendi P. Nielsen verzlunarstjóri menn suður hingað til að kaupa síld úr íshúsinu, og fluttu þeir hana austur á 12 hestum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.