Þjóðólfur - 28.01.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.01.1898, Blaðsíða 3
19 ina fyrir 15 árum síðan. Hann umbar þessa löngu nótt með kristilegu þolgæði, enda gerðu þau Magn- ús sonur hans og bústýra hans, Þuríður Olafsdóttir, honum ellina svo blíða og léttbæra, sem kostur er á. Jarðarförin fór fram að Breiðabólstað 1 Fljóts- hlíð 11. desember. Hélt séra Skúli í Odda hús- kveðjuna, en séra Eggert á Breiðabólstað líkræð- una. Átti það vel við, að kveðja þennan sviphreina og síunga öldung með orðum Steingrlms: »Fögur sál er ávallt ung undir silfuihærum« (G.) Úr íslands sögu. Um Magnús Stephensen konferenzráð og búnaðarhœtti hans. (Eptir æfisögu Þórarins Sveinssonar). Magnús Stephensen var skipaður vara- lögmaður 1788, og kvæntist s. á. Guðrúnu dóttur Vígfúsar sýslumanns Schewings. Var hann um veturinn eptir á Innrahólmi hjá föð- ur sínum, en reisti bú á hálfri Leirá vorið 1789, og gaf faðir hans honum jörðina, en hafði bú á henni hálfri. Voru þar léleg húsa- kynni, því að Björn lögmaður Markússon, er þarhafði verið.hafðiekki haftneinalítið stofuhús framíbænumogþaðofnlaust. Sá hét Brynjólfur, er bjó á móti M. St. á Leirá fyrsta árið, sem ráðsmaður fyrir búi stiptamtmanns, og samdi þeim lítt, því að Brynjólfur var stórlyndur, en M. St. sagði honum fyrir í flestu eða öllu. Það ár hafði M. 2 vinnumenn, 1 smala, ráðs- konu að norðan, er Ragnheiður hét og eina þjónustustúlku Sigríði Sveinsdóttur, er síðar giptist Arnóri prófasti Jónssyni f Vatnsfirði. Veturinn 1789—9° kenndi hann mágum sín- um, Stefáni og Jónasi, sonum Vigfúsar Schew- ings; átti Stefán að læra reikning, því að stiptamtmaður ætlaði að veita honuin Stapa- umboð, var hann tornæmur, enjónas nokkru betri. — Ekki hafði M. mikið álit á sér, sem búmaður fyrsta kastið, en umsýslumað- ur var hann rnikill, og þóttist hafa gott vit á búskap. Árið 1791 tók hann við ábúð á allri Leirá, hafði þá margt vinnufólk, en all- lélegt, gaf faðir hans honum allt búið, er Brynjólfur ha0i veitt forstöðu og var það all- mikið. — Eggert Guðmundsson, er síðar varð prestur og prófastur að Reykholti var um þetta leyti í þjónustu M., gekk hann til allra verka með vinnumönnum, nema þeirra, er óhreinlegust voru; var hann hamhleypa til vinnu. Var M. sjálfur þá opt í verki með honum. Var hann svo klæddur, að hann var í tvíhnepptri peysu, silfurhnepptri með rauðum bryddingum, grænum klæðis-brjósta- dúk og bláum prjónabuxum, sem náðu ofan fyrir kné, með lituðum sokkaböndum ogblá- um sokkum, en rauða oturskinnshúfu á höfð- inu. Hannhafði fléttaðháriðog vafiðmeð svörtu silkibandi, er náði í mittisstað. Hann varávallt ágangi og hljóp optast við fót og leit í allar áttir. Hann var þýður í viðmóti við aðkomumenn og spurði mjög frétta, bauð þeim að þéra sig og leiðrétti þá, ef þeim fórst það mjög klaufa- lega, skipaði þeim einnig að taka ofan, með- an þeir töluðu við hann, en færu þeir nokk- uð að malda í móinn með það eða sæi hann á þeim ólundarsvip, varð hann herralegri og sagði, að hárið væri til þess að skýla höfð- inu og síðast mundi þá kala á því. Við bændur var hann hinn ástúðlegasti, einkum ef þeir voru dugnaðarmenn ogefnaðir, ræddi hann opt við þá um ýmsa búnaðarháttu, húsabyggingar, kynbætur á fénaði o. fl. Þoldi hann allvel, þótt honum væri andmælt, en 'hélt þó sínu máli fram. (Frh.). Til athugunar fyrir sveitabændur, Af því að margir sveitamenn hafa beðið mig um að gefa sér upplýsingar ura, hvernig bezt er að meðhöndla kjöt til reykingar og kæfu o. fl. til þess að það geti orðið góð verzlunarvara, og á hvaða tíma er bezt að koma með það til Rvíkur. Utaf þessu skal eg leitast við að gefa þær leið- beiningar, er eg álít heppilegar. Þegar kjöt er reykt, ætti að velja til þess vænstu kroppana, taka úr þeim huppana, og búa til úr þeim rullupylsur, taka síðan lærin frá samföst, og saga fremri hlutann eptir mænunni; verður þá kroppurinn í 3 pörtum, sem síðan þarf að láta vel salt yfir, en fo'rðast að gjöra holu eða srungu í kjöt- ið til pess að troða par salti í. Bezt væri að sauma utanum það svo ekki falli á það sót, og ekki má reiða það bert í heyi, eins og svo margir gera. Reykt kjöt selst alltaf, ef það er vel meðhöndlað. Ivæfa er bezt úr kjöti af dilkum og veturgömlu fé; þegar hana á að geyma um lengri tíma er bezt að láta hana í belgi en áríðandi er að fergja hana vel, svo hún ekki verði laus; ekki má láta saman við hana neitt af innyflum kindarinnar, svo sem langa og fl., -eins og hefir átt séi stað stundum. Kæfa, sem er vel til búin, selzt með líku verði og reykt kjöt, en talsvert meira gengur út af henni. Smjör má til að vera vel hreint, og það verð- ur að salta það strax hæfilega mikið með fínu salti, helzt mjörsalti, og hnoða vel úr því’ áirnar; bezt er að láta það í vel þétta dunka, annars í kassa með lérepti innan í, þvl sjáist gráði í því, selzt það ekkt, en gott smjör selzt altaf. Nautgripi, sem ætlaðir eru til slátrunar, verða menn að ala vel 1—2 mánuði, áður en þeim er slátrað. Markaður fyrir naut er frájólum til júlí- mánaðarloka. Sauðfé, sem ætlað er til slátrunar ætti allt að vera vel bakfeitt, sauðir helzt ekki léttari en 40— 50 pd. kjötið af þeim, veturgamalt: 28—35 pund, og dilkar 20—25 pund; mylkar ær ættu helztekki að vera með. Bændur ættu að hafa það hugfast, að það er betra að framleiða þriðjungi færra, og hafa það í því standi, að kjötið sé ekki óætt hálft árið, eihs og nú á sér stað með sauðfé. Nærsveitamenn gætu selt hér fé til slátrunar ‘árið um í kring, eins og ttðkast í öðrum löndum, ef þeir létu það ekki leggja af, og ættu þeir bú- fræðingar, sem hafa kynnt sér meðferð á fénaði að geta gefið leiðbeiningar í þessu efni. Reykjavík í janúar 1898. jfón Þórðarson. kaupmaður. Reykjavík 28. jan. Veðurátta hefur verið hin versta nú alllanga hríð: snjókoma mikil og kafaldsbyljir með köfl- 20 17 gatu ekki horft á hann án viðbjoðs. Meg furðaði sig á því, að Dick skyldi geta átt slíkan mann sem þennan að vini, og er faðir hennar kallaði á hana, að hún skyldi koma út á stéttina til þeirra, lét hún sem hún hefði ekki heyrt til hans, hljóp upp í herbergi sitt og lokaði sig þar inni. „Hvað gengur nú að stúlkunnif" sagði Davíð gamli dálít- ið ónotalegur, „annaðhvort heyrir hún ekki eða hún er svo feimin, að hún vill ekki korna út, af því að hér er ókunnur maður. En setjist þið niður drengir mínir, eg skal þá sjálfur fara og sækja ölkrúsina". Davíð fór inn í húsið og sótti öl og nokkur glös og þeg- ar Kulp hafði boðið þeim vindla, settust þeir þrír á bekkina fyrir utan stöðvarhúsið og skemmtu sér sem bezt þeir gátu. „Seint í gærdag var heimilisfólk Alfetons lávarðar hér“, t(Jk D.tvíð til máls, „það haföi þrjá farangursvagna fulla af far- angfi og þar að auki 8 hesta og fjölda af hundum — það gaf s<"r ^glega peningaupphæð. Já, og eg hefi jafnvel aldrei, allun þann tíma, sem eg hefi verið hér, liaft jafnmikið að gera og einmitt þennan morgun, því að Bayalis, nautaprangarinn, sendi boö til mi'n fyrjr viku síðan, að eg skyldi í dag hafa tilbúna handa honum 20 vagna og kom hingað einnig í morg- un kl. 5 ólman nautahóp, en við komum þeim öllum vel fyrir í vögnunum og y g kom gufuvagninn og sótti þá; hann hafði að eins þessa 20 vagna aptan í og það má geta nærri, að hann var ekki lengi að koniast í burtu. Síðan kom Bayalis inn til mín, fékk dálítinn brauðbita og borgaði farmgjaldið. Eg skal segja yður, drengir mínir, að eg þarf að senda bankanum á morgun meira en hálft annað hundrað pund (2700 kr.); eg þ°ri að veðja, að það hefur ekki borið við, síðan Birkwood varð brautarstöð« og gamli maðurinn kýmdi um leið og hann mörg ár verið ekkjumaður og Margrét dóttir hans, eða Meg, eins og hún var venjulega kölluð, stóð fyrir búinu. Til Birkwood kom mjög lítið af farangri eða mönnum og það hafði verið gert að viðkomustað mörgum árum eptir að búið var að fullgera brautina og að eins fyrir fortölur þriggja heimila, er máttu sín mikils og vildu fá brautarstöð nálægt bú- görðum sínum. Þannig lifðu þau Davíð og dóttir hans mjög ein- manalegu lífi, einkum þar eð þorpið Birkwood liggur áttung mílu frá brautarstöðvarbyggingunni. í frístundum sínum frá heimilisstörfum var Meg nokkurs- konar skrifari hjá föður sínum, sem var mjög þægilegt fyrir hann, af því að honum var ekki sjálfum sérlega lagið að fást við skriptir og hafði þar að auki nægilega vinnu úti við, svo sem að gæta að brautarmerkjunum, rækta blóm í litla garðinum sínum o. s. frv. Dagsverki hans var lokið kl. 8 á kveldin, af því að eptir þann tíma kom engin járnbrautarlest, sem stað- næmdist hjá Birkwood, fyr en kl. 7 um morguninn og þegar hann hafði gætt að því, að næturmerkin væri í góðu lagi, þótti gamla hermanninum mjög gaman að fara niður í þorpið, re’rkja úr pípu og drekka glas af öli í veitingahúsinu og var hann þar vegna hernaðarreynslu sinnar og hinna tveggja heið- urspeninga álitinn nokkurs konar véfrétt og það sem hannsagði var talið ómótmælanlegt. Þessar kveldferðir á veitingahúsið ollu Meg áhyggju, því að það kom ekki ósjaldan fyrir, að Davíð lét leiðast af hinum fjörugu félögum sínum og hinu einróma lofi, sem gert var að hernaðarsögutn hans, til þess að neyta meira af hinu sterka öli veitingamannsins, sem var bruggað heima hjá honum, heldur en hann gat þolað og þegar hann kom heim vissi hann lítið af sjálfum sér. Fyrir hóglátar, alvarlegar fortölur Meg, kom hann 2

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.