Þjóðólfur - 01.02.1898, Síða 1

Þjóðólfur - 01.02.1898, Síða 1
Þ JOÐOLFU R. 50. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 1. febrúar 1898. Nr. 6. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn 16. jan. Danmörk: Frá þinginu lítið fréttnæmt. 18. desember voru samþykkt lög þess efnis, að tryggja líf verkamanna þeirra, sem fást við hættuleg störf, svo sem húsabyggingar á verksmiðjum o, fl.; ætluðu rr.iðlunarmenn að eyðileggja frumvarpið, með því að heimta alla verkamenn í ríkinu, bæði í kaupstöðum og sveitum vátryggða, en það vissu menn, að stjórnin mundi ekki fella sig við. Þegar til atkvæðagreiðslu kom, urðu miðlunarmenn neyðarlega undir, og sér til mikillar skamm- ar, því sama frumvarp höfðu þeir samþykkt í fyrra, sem þeir greiddu atkvæði á móti nú; það, að þeir vildu bæta við frumv. og vá- tryggja alla, var að eins gert til þess, að gorta af við kosningarnar næst, — þær eiga fram að fara í apríl, — og reyna að tryggja sér þingmennsku þá, er. það getur nú samt venð, að þeim bregðist sú vonin. — Buch, formaður hæstaréttar, sagði af sér í vetur; var hann af öllum mjög vel látinn, og sama er að segja um þann, er í hans stað kom; heitir sá Koch. — Bahnson yfirhershöfðingi varð að víkja frá störfum sínum 18. nóv. f. á. sakir aldurs, og eru þeir færri, sem eptir honum sjá, en í hans stað kom maður að nafni Schroll. — Hrossakjötssalar hér í bæn- um hafa orðið uppvísir að því, að hafa selt kjöt af veikum og sjálfdauðum bykkjum, úld- ið kjöt o. s. frv., og hefur það vakið mikla gremju hér, en ekki eru þau mál útkljáð enn. — Mikið er rætt um, að selja Bandaríkjun- um eyjar Dana í Vesturheimi, en ekkert á- kveðið enn þá. — Sameinaða gufuskipafélag- ið færir heldur en ekki út kvíarnar, hefur auk- ið stofnfé sitt úr io miljónum króna upp í 15 miljónir; það er það gufuskipafélag, sem flest skip á, allra félaga í heimi, sem sé 116, en að lestarúmi kemst það ekki í hálfkvisti við útlend félög. — H. N. Hansen, fyrsti borgmeistari Kaupmannahafnar, sagði af sér um áramótin, vg heitir sá Dybdahl, — ekki þó Dybdahl okkar, — er í hans stað kom. — Jafnaðarmenn héldu þing með sér hér í baenum fyrir skömmu; var tilgangur þess, að safna öllum verkamannafélögum um land allt eina aðalheild, og létu þeir vel yfir á- rangnnum pag er fyrsta allsherjarping, sem þeir hafa haldið hér í Danmörku. Noregurog Svíaríki: Kosningarnar í Nor- egi eru loks um garð gengnar, og hlutu vinstri- menn 79, en hægrimenn 35 kjördæmi, með öðrum orðum, vinstrimenn hlutu 3 betur en 2/3 hluta kjördæma, unnu 20 frá hægrimönn- um. — Nansen er nú í Ameríku að halda fyrirlestra um norðurför sína. Næst ætlar hann að Ieita suðurpóls, og er það ætlun hans að hafa 2 skip: „Þram" og annað nýtt, sem „Starkaður" á að heita; ætlar hann að hafa marga vísindamenn með sér, og miklu fleiri hunda, en síðast; á annað skipið að fara eins langt inn í ísinn, og hægt er, og þaðan á svo að leggja af stað á sleðum suð- ur eptir, en hitt á að fara fram með ísrönd- inni, skafa sjáfarbotninn, mæla dýptina o. s. frv. — 21. nóv. f. á. kom skip það aptur, sem sent var norður til Spitzbergen í haust, til þess að rannsaka, hvaðan hljóðin kornu, sem hvalakarlarnir þóttust heyrt hafa í sum- ar; var för sú til einskis, því skipverjar hvorki sáu né heyrðu nokkurn hlut. —- 4. f. m. brann félagsprentsmiðjan í Kristjaníu, og þar á meðal upplagið að bók Hjálmars Johan- sens, förunautar Nansen, um flakk þeirra á ísnum, og 3,000 eintök af síðustu bók Nan- sens; mörg fleiri rit fóru þar forgörðum, og skaðinn mikill. — Frk. Fágcrskjöld, sú er í fyrra bar það upp á tilvonandi tengdamóður sína, frú Taube, að hún hefði drepið mann sinn á eitri, er nú tekin töst, og leikur sterk- ur grunur á því, að hún hafi annaðhvort gert það sjálf, eða logið öllu saman upp; fyrir nokkru síðan fékk hún bréf, þess efnis, að mæta á afekekktum stað, til þess að fá áríð- andi upplýsingar í málinu, og fór hún þang- að, en skömmu síðar fannst hún á sama stað með sár mikið á hnakkanum og 16 knífstung- ur á vinstri handlegg; sama kveldið fékk rannsóknardómarinn í málinu bréf, undirskrif- að með hennar nafni, og segist hún þar sjálf hafa byrlað gamla karlinum eitrið, og log- ið því upp á tengdamóður sína; þetta var svo rannsakað nákvæmar, og játaði hún þá, að hún hefði sjálf veitt sér sárin og skrifað bréfið, í þeirri von, að grunurinn félli á frú Taube og hennar flokk; síðan hefur hún set- ið í varðhaldi, og eptir því, sem útlítur, þá verður þetta henni líklega til falls. England: Verkamenn í vélaverksmiðj- unni í London hættu vinnu í sumar, sakir þess, að verksmiðjueigendurnir vildu ekki ganga inn á 8 tíma vinnudag; nú er það komið svo, að 80,000 verkamenn um allt Iand hafa hætt vinnu sakir þess, að verksmiðju- eigendurnir vilja ekki eiga við verkamanna- félagið sjálft, heldur hvern einstakan verka mann, eða með öðrum orðum, þeir vilja eyði- leggja verkamannafélagið, sem er elzta þess- konar félag í heimi, stofnað um miðja þessa öld. Þjóðin hefur nú sjálf, jafnt háir, sem lágir, jafuvel ráðaneytið, tekið máli verka- manna, og er almennt álitið, að verksmiðju- eigendurnir bíði lægri hlut á endanum.— 19. nóv. f. á. kom upp eldur mikill í London og er álitið, að hann sé af mannavöldum; 200 byggingar brunnu til kaldra kola, og slcað- inn er metinn 90 miljónir króna. — 16. f. m. var einn af helztu leikurunum í Lond- on, William Terris að nafni, myrtur fyrir ut- an leikhús það, er hann starfaði við; var hann harmdauði öllum Londonarbúum. — Síðast í nóv. æddu stormar miklir við suð- ur- og austurströnd Englands; fórst tjöldi skipa og báta. — Frakkland: Panamamálið var enn þá einu sinni tekið fyrir 19. f. m., og var 100 vitnum stefnt, en 30. s. m. voru allir hinir ákærðu sýknaðir. — 10. þ. m. var Esterhazy- málið tekið fyrir herrétt, og heitir sá Luxer, er honum stýrði, en Ravary sá, er undan- farandi rannsókn hafði stýrt. Sem vitni mættu: Mathieu Dreyfus, — bróðir þess dæmda, Sche- urer-Kestner, du Paty de Clam, Piquart o. fl.; enduðu svo þau málaferli, að Esterhazy var sýknaður, og þykir flestum kynlegt, því allir óvilhallir álíta hann þann synduga sel, en ekki Dreyfus. Daginn eptir birtist í Parísar- blaði einu 8 • dálka löng grein frá skáldinu Emile Zola, stýluð til forseta Frakklands, Felix Faure, með fyrirsögninni: „J’accuse" (eg ákæri), og er þar meðal annars, þessi pistill: „Eg ákæri majór du Paty de Clam fyrir að vera hinn djöfullega höfund þessar- ar ranglátu og röngu málsóknar, sem nú er lokið. Eg ákæri Mercier hershöfðingja, fyr- ir að vera meðsekur í þessu. Eg ákæri her- málaráðgjafann, Billot hershöfðingja fyrir, að hafa stungið undir stól sönnunum fyrir sak- leysi Dreyfus, og eg ákæri hershöfðingjana, Boisdeffre og Gonse fyrir, að vera meðseka í því. Eg ákæri Pellieux hershöfðingja og Ravary majór fyrir, að hafa gegnt skyldu sinnar, sem rannsóknardómarar á saknæman hátt. Eg ákæri þann herrétt, sem á sínum tíma var settur yfir Dreyfus, fyrir að hafa dæmt hann eptir skjali, sem hefur verið hald- ið leyndu. Eg ákæri þann herrétt, sem nú hefur settur verið yfir majór og greifa Ester- hazy fyrir, að hafa sýknað mann, sem vitan- lega er sekur, Eg krefst þess af yfirvöldun- um, að mér sé stefnt fyrir eiðsvarnarréttinn og málsókn hafin“. Þetta eru engin smá- yrði, enda hefur stjórnin ákveðið, að höfða mál gegn Zola. Þýzkaland : Tveirþýzkir trúboðar voru myrtir í Kína í vetur, og urðu Þjóðverjar svo æfir, að þeir tóku undir sig víggirðingu kín- verska, sem Kiantschan heitir, og þótt Kína- stjórn hafi veitt Þjóðverjum alla uppreisn, þá sendi keisarinn samt nokkur licrskip þai.feU.ð, undir forustu Hinriks, bróður síns, og sagði honum, að berja á Kínverjum með sínum „pansraða knefa"; við þetta situr nú sem stendur. — Snemma í desember var lagtfyr- ir þingið hið margþráða frumvarp um réttar- far í sakamálum hermanna, en ekki eru frjáls- lyndir menn neitt hrifnir af því. — í málinu gegn'lögreglustjóranum V. Tausch féll dóm- ur um daginn, og er hann dæmdur sekur fyr- ir brot á embættisskyldum sínum, og fyrir að hafa sýnt sig óverðugan þeirrar virðing- ar og trausts, sem staða hans krefur, ogþess vegna dæmdur til þess að flytjast í annað, jafnhátt embætti. Það er ekki trútt urn, að j mönnum þyki dómur þessi nokkuð kynlegur.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.