Þjóðólfur - 01.02.1898, Síða 3

Þjóðólfur - 01.02.1898, Síða 3
23 stað í hringferð i kringum Jandið: eg og kaupm. W. Ó. Breiðfjörð. — Á móts við Garðsskaga kom- um við kl. io, lopt var þykkt, dumbungur og ut- anbíæla, undirsjór var nokkur, en skipið hjó ekki heldur seig þéttan á sjóinn. — Undan Kirkjubóls- hverfinu vorum við kl. io1/^ e. m., var þá kom- in dimma og tekið fyrir útsjón, fór eg því niður og fékk mér blund. Kl. 3 um nóttina kom eg upp, og sá til Eldeyjar á stjórnborða, en ekkert sá eg til lands. — Stórastormur var kominn á vestan og því á eptir. Kl. 5V2 vorum við undir Vestmannaeyjum, við fórum austur úr vestan undir þeim. Þaðan sáum við vel um norðurhluta Heima- eyjar og Eiðið og þótti okkur það falleg og stór- fengleg sjón, að sjá hina ■ sæbröttu bergkastala. bera sundur og saman, enda var komið sólsktn og bjartviðri, og sást því enn betur til.—Súlnasker blasti við austur af eyjunum og hlýtur að vera mjög einkennilegt að koma undir það. Til Land- eyjanna sást fremur óskýrt, því ströndin er lág á móts við Eyjarnar. Þar á móti var gott að litast um upp til Eyjafjalla. Skógafoss blasti v.ið morg- unsólinni, sömuleiðis röð af bæjum í fallegum grasbrekkum, sem liggja þétt upp að fjallgarðin- um. — Dálttil þökubönd lágu um neðanverðan Eyjafjallajökul og gerðu þau jökulinn enn tignar- legriásýndum. Þegarhér var komið fór Vesta, sem er gangskip hið b.ezta, fullar 12 rnílur danskar í 4 tíma „vagt“, enda var kominn stórastormur á eptir og var mesta yndi að horfa á hafið hvítt og stórbárótt, en til lands að llta mjallhvíta jökla bak við grænar hlíðar og grösug engi, enda dáðust allir að útsjóninni og óvíða mun ffegurra á land að líta, en á þessum stað, þá gott er veður. Hér mættum við gufuskipinu„Botnia". Skipin heilsuðust og kvöddust með uppdregnnm fánum. Við skriðum rétt fyrir framan Dyrhóla- ey. Hún er syðsti partur Islands. Eyjan er mjög einkennileg, afarhátt, sæbratt standberg og mynd- ar nokkurn veginn réttan ferhyrning. Stór hellir eða gat liggur í gegnum eyna og var það frá okk- ur að sjá, sem kirkjuhvelfing. Reynisfjall liggur þar upp undan, og sáum við glöggt til bæja við fjallið og fólk sáum við við heyvinnu á túnum. Austan undir fjallinu er Vík í Mýrdal og Sýndist bærinn all reisulegur; þar býr Halldór Jónsson umboðsmaður og mun hann með meiri framfara- mönnum á Suðurlandi. Þegar hér var komið, sá á skallann á Mýr- dalsjökli upp úr þokunni, og sýndist hann all ægilegur, enda hefur Kötlugjá sent frá sér marg- ar og illar sendingar niður Mýrdalssand, og sjást þess víða glögg merki. — Hjörleifshöfðabæinn sá- um við ágætlega; það er einstakur bær uppi í há- fjalli, og fyrir utan og austan ekkert að líta, utan kolsvarta vikursanda og hvítanjökulinn fyrir ofan. (Frh.). Reykjavík. 1. febr. . „Nýja Öldin“ er eitthvað að minnast á upp- stunguna í 4. tbl. Þjóðólfs um þingtíðindaprent- unina. og segir þar fullum fetum, að þessi uppá-' stunga sé tekin eptir „Islandi", en villt fer hún þar. Þótt þetta standi ekki á sérlega miklu, þá mætti líklega með fyllra rétti segja, að „Island" hefði hent þessa hugmynd á lopti úr l’jóðólfi. þvi að ári áður en »Landið“ sá þessa heims Ijós, var þessu hreyft í ritstjórnargrein í Þjóðólfi (3-jan. 1896). Þar segir svo bls. 2, miðdálki: „Er mikið álitámál, hvort ekki yæri öldungis fullnægjandi að prenta að eins ljóst og greinilegt ágrip af þingræðunum í stað þess að prenta þær orðréttar með allri mærðinni ,og málalengingunum, sem optast ern til lítillar skýringar. Við það mundu tíðindin styttast afarmikið og prentunar- kostnaðurinn jafnframt minnka í sama hlutfalli". Betta er því í annað sinn, sem N. O. hefur að fyrra bragði farið með fleipur gagnvart Þjóð- ólfi, fleipur, sem hún hvergi getur fótað sig á. Nr. 3 er víst væntanlegt bráðum frá hennar hendi. Uppástungan núna síðast í Þjóðólfi átti ekki að vera annað en lausleg bending til athugunar fyrir þingið næst, og það var því hreinasti óþarfi fyrir „N. Ö.“ og »ísl.“ að leggja nú þegar höfuð- skeljar sínar í bleyti út af þessari uppástungu, er síðar verður útlistuð nákvæmar. Og það mun sannast á sínum tíma, að breyting á þingtíðinda- prentuninni verður einmitt í þá átt sem Þjóð- ólfur hefur stungið upp á, en ekki þannig, að einu einasta blaði verði veittur landsjóðsstyrkur (eða sveitarstyrkur?) til að gefa út þingfréttir. Það er naumast hugsanlegt, að nokkrum þing- flokki eða kaupfélagaklíku takist að laumaþessari „dúsu« sem tannfé að ósjálfbjarga kjöltubarni, eða vonargrip, sem líklega verður aldrei rólfær hjálp- arlaust. Það væri að bæta gráu ofan á svart. Mjög óviðurkvæmileg árás er það, sem „ísa- fold« hefur gert á Klemens sýslumann Jónsson, þingmann Eyfirðinga. Blaðið má sannarlega blygðast sín fyrir slfk ummæli um einhvern hinn nýtasta og sjálfstæðasta þingmann, er einmitt hefur notið virðinga á þingi, verið valinn skrifari þess, síðan hann kom á þing, verið framsögnm. í stjórnarskrármálinu og jafnan valinn í fjölda nefnda m. fl. Og þessi árás blaðsins er því fyr- irlitlegri, þar sem hún eingöngu er sprottin af því, að í „Stefni" var minnst á, að biskupinn ætti að verða „hinn fyrsti ráðgjafi". Þessa óhæfu)!) og allt annað um Valtýsliðana í „Stefni", eignar blaðið beinlínis Klemens sýslumanni, vitandi ekki hót um það, hvort hann er nokkuð við útgáfu þess' blaðs riðinn eða ekki, eða hvort hann ritar nokkurn staf í það nafnlaust, og þótt vitanlegt sé, að hann er ekki einu sinni í ritnefnd þess. En illa þekkjum vér þá Eyfirðinga, ef þeir gjalda ekki „Isafold" rauðan belg fyrir gráan, út af svona löguðu ritsmíði. V erzlun W. Christensens hefur nú með „Laura“ feugið nýjar og mikl- ar birgðir, af allskonar vörum, fint kaffi til brennslunnar og niðursoðna og nýja ávexti, svo sem: Vínber, Epli, Appelsínur, Citrónur. Bjór og Brennivín. Skotfæri — Mjöl — Margarine. Confekt fíkjur og venjulegar fíkjur. Rúsínur og Sveskjur. Hindbærsaft — Morbærsaft. Kirsebærsaft — Ribssaft. Sultað engefer, ágætt við kvefi- Ostur, margar tegundir og ódýrar. Spegipylsa — Cajennepipar. Agætar vindlategundir. Herragarðssmjör í 1 ® dósum og í stærri í- látum. og mjög margt fleira. 24 21 hann hefði ekki sést. Meg fannst ósjálfrátt, eins og þessi mað- ur gæti ekki annar verið en Kulp. »Eg kem bráðum" kallaði hún til Dick. Síðan lokaði hún glugganum, dró gluggatjöldin fyrir og stóð kyr nokkrar sekúndur hugsandi og hélt höndunum fyrir augun. Síðan þreif hún ljósið og fór með það inn í herbergi föður síns, sem var hinum megin í húsinu, læddist svo aptur inn í herbergi sitt og gægðist út um bilið á milli gluggatjaldanna. Það voru, eins og hún hafði haldið, tveir menn þarna niðri og þegar hún leit út stóðu þeir rétt hjá gaflinum á skúrnum og töluðu saman, en rétt á eptir ýtti Dick vini sínum aptur fyrir skúrinn, en fór sjálfur á sama stað og hann var áður á. Meg var nærri buguð af ótta og efa. Hversvegna kom khck ekki einn ? Og hver var hinn maðurinn, sem með vitund Þans leyndist fyrir aptan húsið og hversvegna leyndist hann?“ ■^11 nú hugsaði Meg aptur um það, að á meðan hún stæði svona aðgerðaJaus væri faðir hennar ef til vill að deyja og hún léti óljósan ótta tefja fyrir sér. — Hún vissi sjálf varla, hvers vegna. En hvers vegna sKyldi maðurinn leynast þarna? — Hvað átti hún að gera? „Enið þér tilbúin?" kallaði Dick um leið og hann barði á dyrnar niðri og reyndi að opna þær, en þær voru tvílæstar. Meg opnaði gluggann 0g horfði út, »Flýtið þér yðurU kallaði Dick, undir eins og hann kom auga á hana, »hvað lengi ætlið þer að lata bíða eptir yður?« „Svarið að eins einni spurningu minni" sagði Meg, „kom- ið þér aleinn hingað neðan úr þorpinu; er þarna nokkur nema þér? Þér vitið Dick, að eg er svo hrædd og — það er svo framorðið — - -«. Haftn leyfði henni ekki að tala út, en fór .að skellihlæja. tæmdi glasið sitt og virtist líta á þetta allt saman, eins og gott gaman. Skömmu síðar skildu Dick og Kulp við Davíð og lagði Dick um leið blómsveig í gluggakistuna handa Meg, sem enn var í herbergi sínu. Þeir gengu hægt eptir veginum og töluðu saman með alvörugefni; það var augljóst, að Kulp var að skýra fyrir Dick eitthvert málefni, sem hann hlustaði hálfnauðugur á. Eptir nokkrar mínútur kom Dick skyndilega aptur til Davíðs, sem var að bjástra í garðinum sínum og sagði við hann: »Þér komið víst niður á veitingahúsið í kveld; þorpsbúar ætla að halda dálitla sýningu og þar verðið þér að vera dómari". „Eg skal líta þar inn, drengur minn, þegar járnbrautar- lestin, sem fer kl. 8, er farin. Það er ekki vegna þess, að eg hafi mikið vit a sýningum, en eg get þó sagt álit mitt, eins og aðrir". Dick fór og heilsaði vingjarnlegn vini sínum. sem beið hans á veginum og héldu þeir síðan báðir saman niður í þorpið. Allt þetta hafði Meg séð út um gluggann, en hún hafði verið of larigt í burtu til þess að geta heyrt samræðuna í garð- inum milli föður hennar og Dick. Þegar hún var þess fullviss, að þeir voru farnir læddist hún niður stigann, tók blómin úr gluggakistunni, kyssti þau og lét þau varlega ofan í vatn. Hún tók nú til vinnu sinnar, en hvar sem hún var þann dag virtist henni hin illilegu augn Kulps stara á hana. Þegar síðasta lestin var komin fór Davíð inn í húsið, skipti um hatt og vesti og sagði við Meg, að hann ætlaði að fara niður í þorpið, en hann skyldi ekki verða lengi í burtu. Meg var svo vön við, að faðir hennar færi í burtu á kveldin, að hún hugsaði ekki meira um það og hún vissi það af reynsh unni, að þegar hann lofaði að koma snemma heim, þá kom

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.