Þjóðólfur - 04.02.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.02.1898, Blaðsíða 3
27 með; „þ“ og „ð“ bljóðið, sem vér höfum ekki átt að venjast, hvarf að mestu, og maður gat stundum ímyndað sér, að það væri maður úr Sogni [héraði í Noregi], er ræðuna héldi. — Pað var einkennilegt að heyra í fyrsta skipti á æfi sinni, flutta guðsþjónustu hér í Noregi á hljóm- fagurri fornnorrænu — hina fyrstu eptir margra alda dá. Hversu mikið höfum vér misst undir yfirráðum erlendrar stjórnar! Það var ekki af- bakað sveitamál, er þessi maður talaði, mál, er hann sjálfur blygðaðist sín fyrir. Nei, það var fagurt, fullkomið mál, vei lagað fyrir allskonar umræðuefni, mál, sem var eigin eign hans og brot af honum sjálfum«.------— I öðru númeriblaðs ins nokkru síðar (23. des,) er einnig minnzt á þetta sama efni, og segir þar: „Det gjer so godt i hjarta" að heyra sitt eigið (forna) mál, það teng- ir saman hið gamla og nýja, endurminningar vakna, og það er sem maður heyri sjáfarölduna suða við klettótta strönd". Það er engin furða, þótt Norðmenn þykist hafa mikils misst við glötun forntungu þeirra, og starf þeirra manna, er leitast við af alefli aðreisa hana að nokkru leyti upp frá dauðum er mjög virðingarvert, þótt því miður sé hætt við, að það verði sú Sisyfos-þraut, sem jafnvel brennandi á- hugi og stálvilji strandi á. Það er auðveldara að deyða en lifga, auðveldara að fella en reisa. Gufuskipiö ASGEÍR ÁSGEIRSSON «r ákvarðað að fari frá Kaupmannahöfn 1. apríl næstkomandi hingað til Rvíkur oghéð- an til Vesturlandsins. Þar eð þetta er eins konar milliferð á milli skipa gufuskipafélags- ins, gíEti hún máske komið sér vel fyrir marga, hvað snertir vöruser dingar hingað og vestur. Reykjavík, r. febr. 1898. Th. Thorsteinsson. Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu, Jónsso?iar. Hænsnabyg-g fæst í verzlun Sturht Jónsso?iar. Hollenzkir vindlar og hollenzkt reyk- tóbak (2 sljörnur) ásamt ýmsum öðrum teg- undurn af tóbaki eru nýl. komnar í verzlun Sturlu Jónssonar. V erzlun W. Christensen3 Með ,Laura‘ er nú aptur komið til verzlunarinnar: Otur- skinnshúfur allsk., Stormhúfur, Kaskeiti, Hatt- ar, Barnakjólar, Prjónahúfur á börn, Kvenn- múffur og fl. B. H. Bja?-?iason, hefur nú með „Laura“ fengið nýjar og mikl- ar birgðir, af allskonar vörum, fint kaffi til brennslunnar og niðursoðna og nýja ávexti, svo sem: Vínber, Epli, AppelSÍnur, Citrónur. Bjór og Brennivín. Skotfæri — Mjöl — Margarine. Confekt fíkjur og venjulegar fíkjur. Rúsínur og Sveskjur. Hindbærsaft — Morbærsaft. Kirsebærsaft — Ribssaft. Sultað engefer, ágætt við kvefi- Ostur, margar tegundir og ódýrar. Spegipylsa — Cajennepipar. Agætar vindlategundir. Herragarðssmjör ( 1 f dósum og í stærri í- látum. og mjög margt fleira. Ostur, allskonar tegundir nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Rónir og órónir sjóvetlingar keýpt- ir hæðsta verði í verzlun Sturlu Jó?isso?iar. P. Rönning & Gjerlöff biður þess getið, að litirnir hans séu bezt ekta, og fáist hjá B. H. Bjarnason. Hvalur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Verzlun B. H. Bjarnason selur nú ódýrast allsk. matvöru, (o: korn- vörur), Ost, Kafifi, allsk. Sykur, Kaffibrauð og Tekex, Vín og önnur áfengi, Sódavatn, Lemonade, alsk. Tóbak, Vindla, Cigarettur o. fl. B. H. Bjarnason, ,Royal öaylight4 Steinolía er álitin sú bezta. Fæst aðeins í verzlun B. H. Bjarnason. ------------------------------------- Fiður fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Danskar Kartöflur er eins og vant er, bezt að kaupa í verzlun B. H. Bjarnason Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn Ódýr Í stórkaupum sem í verzlun Sturlu Jónsso?iar. Harðfiskur, saltfiskur, skata, keila, ög blautt tros, fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Alþýðufyrirlestrar stúdentafélagsins, Sunnudaginn 6. þ. m. kl. 6 síðdegis talar amtmannsskrifari Hjálmar SÍgurðSSOfl um ljósaskiptin miklu. Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzlun 1 Sturlu Jó?issonar. 25 „Já, eg er aleinn, kæra Meg; eg hljóp hingað neðan úr þorpinu, eins fljótt og eg gat og hef síðan engan mann séð nema yður sjálfa, elsku Meg“. „Þarna ljúgið þér, Dick Carradus" kallaði Meg, »þó eg geti ekki skilið hversvegna, Eg held að hann faðir minn sé ekki veikur, eins og þér hafið sagt mér, og er alveg viss um, að þér eruð ekki einn'*. Aður en Dick gat svarað, kom maðurinn, sem leynzt hafði og Meg sá nú í tunglsljósinu, að það var Kulp; hún hafði ávallt verið sannfærð um, að það gæti ekki annar verið en hann. »Hættu nú öllu þessu rugli, Dick; ef þú hefðir viljað fara að mínum ráðum, þá hefðum við nú getað verið búnir að ná því, sem við ætluðum okkur, en þú vilt ávallt fara eptir þínu eigin heimska höfði og nú sér þú, hverjar afleiðingarnar verða; við höfum eytt dýrmætum tíma. til einskis og engu komið til lciðar". .Jfeyrið þér þarna uppi" sagði hann við Meg, „þér getið ekki búizt við, að hann faðir yðar komi heim enn þá; það hef- ur verið séð um, að hann skuli ekki verða neinum til fyrir- stöðu fyrst um sinn; það er enginn lifandi maður hér nálægt nema við tveir —- tveir piltar, sem ekki láta hugfallast afkveini stúlku einnar. Við skulum þó ekkert mein gera yður, ef þér viljið láta undan — við komum til þess að ná í peninga, sem eru í húsinu, ekki peninga föður yðar, heldur þá, sem járn- brautarfélagið á, Þér þurfið ekki annað en kasta peningunum út um gluggann, við vitum nákvæmlega, hve miklir þeir eiga að vera og þá skulum við þegar fara í burtu og þér verðið engu fátækari fyrir það — það er að eins járnbrautarfélagið, sem bíður skaðann og það má vel við því. . En ef þér reynið að veita nokkra mótstöðu eða ieika á okkur, þá munum við 28 þessari von varð hún glöð, hljóp upp í svefnherbergi sitt og gægðist út um gluggann. Nei, þarna voru þeir þá báðir enn. Þeir beygðu sig yfir járnbrautateinahlaða og þegar þeir höfðu valið sér einn teininn tóku þeir hann upp á axlir sér og mund- uðu hann á útidyrnar. Við hið fyrsta högg rak Meg upp hljóð og hné náföl og skjálfandi niður á stól. Allt hugrekki hennar hvarf og hætta sú, sem hún var í, varð henni nú fyrst ljós. Eptir nokkra stund lét hurðin undan og Kulp hljóp inn í húsið með sigurópi ásamt hinum þögla félaga sínum. Meg spratt upp, lokaði dyrunum á herbergi sínu, æddi síðan að glugganum og ætlaði að fleygja sér út um hann — Hún hafði í þeim svifum gleymt, að í glugganum, sem sjálfur var lítill, var póstur úr járni, svo að ómögulegt var, að hún gæti komizt út, þrátt fyrir það, hvað hún var lítil vexti. Með örvæntingarópi sneri Meg sér frá glugganum, en í sama vetfangi lá henni við að brosa að sjálfri sér, hvernig hún hefði algerlega getað gleymt hanabjálkaloptinu uppi yfir svefn- herbergjunum. Þar var bersýnilega öruggasti staðurinn í hús- inu, og var hann notaður sem skrankompa. Þar var að eins ein lítil, kringlótt rúða. Litli stiginn, sem faðir hennar gekk ept- ir og upp þangað var ávallt hulinn á bak við svefnherbergis- dyr hans. Hún opnaði dyrnar á herberginu sínu, náði í stig- ann og reisti hann upp við múrvegginn undir loptsgatinu, sem enginn hlemmur var fyrir og eigi heldur var lokað á neinn annan hátt. Meg þreifaði á brjóstinu eptir peningunum, fór inn í her- bergi föður síns, slökkti ljósið, tvílæsti báðum dyrunum, lét lyklana í vasann, steig öðrum faeti í neðstu rimina í stig- anum og ætlaði að hlaupa upp. Það voru ekki liðnar nema örfáar mínútur, síðan útidyrnar höfðu verið brotnar upp, eu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.