Þjóðólfur - 11.02.1898, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.02.1898, Blaðsíða 3
3i ar.iö og þykir „gaman að börnunum". — Það er nógu laglegt réttarástand, þetta og þvílíkt. Eins og menn muna, sakaði HeimdallurKefl- víkinga um, að þeir hefðu í haust sem leið aðvar- að botnvörpuskip með ljösagangi á landi, sv,o að Heimdallur hefði þessvegna ekki getað handsam- að sökudólgana við veiðar 1 landhelgi. Yarþetta kölluð „Þjóðarsvívirðing" eða „Keflavíkurhneyksl- ið“ og mikið um það rætt. Nú er rannsóknum í þessu máli lokið, og hafa Keflvíkingar reynzt hvít- ir °g fágaðir, en sökin öll Heimdellinga, er farið bafi með rugl eitt, og kvað þetta allt vera sann- með vitnaleiðslum, svo að Keflvíkingar eru held- ur enn ekki hróðugir, eins og eðlilegt er, því að Það var ekki neitt skemmtilegt, að vera stimplað- ]r svona alvarlega sem þjóðarafhrak. Katólskur unglingaskóli í Reykjavík? Hinn danski, katólski biskup Jóhannes v. Euch heirnsótti um jólaleytið hinn „heilaga föður" Leó páfa 13. í Rómaborg á 60 ára prestskaparafmæli hans óg færði honum að gjöf 1700 franka (um !2oo kr.) frá katólskum mönnum í Danmörku. Varð páfinn mjög hrifinn af gjöfþessari, eigi sak- ir þess, hve stórfengleg hún var, heldur af því, að þetta var fyrsta peningasendingin, er danskur biskup hafði afhent í Róm síðan á dögum siðbót- bótarinnar. KyaðSt páfinn sjá þess ljósan vott, að börnsín í Danmörku minntust yfirhirðis þeirra og hét að biðja fyrir Danmörku o. s. frv. í danska blaðinu „Aftenbladet“ (12. jan.) sem þetta er tekið eptir segir ennfremur: »Eina klukkustund töluðu þeir páfinn og bisk- upinn saman og hné ræða þeirra allmjög að á- standinu á Islandi, er einnig tilheyrir biskupsdæmi Jóhannesar v. Euchs. Kvaðst páfinn vona, að loks mætti takast að stofna þar katólskan spítala fyrir holdsveika. Meðan á samtalinu stóð af- henti Jóhannes biskup Leó 13. 'mynd af hinum 9 íslenzku unglingum („smaa Islændinger"), er sækja katólska skólann í Reykjavík«. Samkvæmt þessari skýrslu er svo að sjá, sem katólsku prestarnir hafi hér barnaskóla eða ung- lingaskóla, og er það eflaust trúkennsluskóli, þar sem katólsk fræði eru kennd, þótt dult fari. Það fer að minnsta kosti ekki mikið orð af honum hér, og ókunnugt er það mönnum, hverjir þessir 9 unglingar eru, sem páfinn hefur fengið mvnd af. Að því er stofnun höldsveikrásþítalá snertir þá virðist tilgangslaust fyrir hma katólsku að hugsa frekar um þá stofnun til stuðnings trúboð- inu, því að Odd-fellowregkn hcfur nú orðið þar snarpari, og verða hinir að Iáta~sér það lynda. ísfélagið við ‘Faxáflðá hélt aðalfund sinn 31. f. m.Formaður(TryggviGunnarson bankastjóri) end- urkosinn í einu hljóði. Félagið hafði næstl. sum. ar sett á stofn útibú á Stóru-Vatnsleysu tilað geyma í ís og frysta síld, og hafði það kostað rúmar 1400 kr. Fjárhagur félagsins nú 1 góðu lagi, ársgróðinn talinn rúmar 1400 kr., og var meiri hluti þess fjár ætlaður fyrir fyrningu á húsum og áhöldum, en um 300- kr. varið til vaxtagreiðslu af hlutabréfum félags- rnanna, erfundurinn ákvað, að skyldi vera 8%. Tala hlutabréfa orðin 113, 50 kr. hvert, og ákvað fund-, urinn, að selja mætti enn 7 hlutabréf, svo að þau yrðu alls 120, en fleiri eigi. Svona skiptist stundum veð ur í lopti á skömmum tíma. Nú munu færri fá þessi hlutabréf en vilja, en fyrir 2—3 árum voru blutabréf félagsins talinn svo að segja einskisvirði og hefðu líklega ekki selzt fyrir helming verðs. En þá voru aptur á móti baðhúshlutabréfin 1 háu gengi, en erunúsvofallin,að enginn vill við þeim líta,jafn- vel ekki gefins. Að ísfélagið hefur þannig hafið sig er meðal annars mikið að þakka formannin- um Tr. Gunnarssyni, er eigi lét hugfallast, þá er aðrir gerðust veilir, og eigi síður féhirði félagsins, kon_ súl Chr. Zimsen, er með mikilli reglusemi og stak. lega vandaðri reikningsfærslu hefur imnið félaginu mjög mikið gagn. En auðvitað er þroski félagsins aðallega því að þakka, að menn hafa smámsam. an sannfærzt um nytsemi þess, og aukið viðskipti sín við það á margan hátt. Þao þarfopt nokkuð langan tíma til að ryðja nýjum og j arflegum end. urbótum braut hér á landi, og kenna almenningi að færa sér þær í nyt. Fólkið er svo lengi að átta sig á öllum nýjungum, og hefur ótrú á þeim, þang- að til það fær að þreifa á árangrinum. — Næst- komandi vor og sumar hefur félagið í hyggju að halda úti báti til síldveiða og fiskveiða, einkanlega til þess að tryggja sér góða og ósvikna vöru til frystingar. __________ Búnaðarfélag suðuramtsins hélt fyrri ársfund sinn 5. þ. m. Forseti (H. kr. Friðriksson) / skýrði fr2 efnahag félagsins og lagði fram reikn- inga þess. Var eign þess við næstl. árslok rúm 29,000 kr. Félagatala 316. I þjónustu félagsins næstl. sumar voru búfráeðingarnir Gísli Þórbjarn- arson, Gissur Jónsson. Hjörtur Hanssón, Sigurður Sigurðsson og Sveinbjörn Olafsson. Eptir nökkr- ar umræður, er dr.J. Jónassen vakti um farandbú- fræðingana, var samþykkt að veita stjórn félags- ins heimild til að verja allt að 1500 kr. til þeirra óg Einars Helgasonar garðyrkjufræðings. Synjað var beiðni Vigfúsar bónda Guðmundssonar í Haga í Gnúpverjahrepp um ferðastyrk til land- búnaðarsýningar í Björgvin að sumri, einkum sak- ir þess, að menn þóttust vita, g.ð einhverjir bún- aðarskólastjórar mundu fá styrk þann, er síðasta alþingi veitti 2 mönnum í þessu skyni, og svo sakir þess, að félagið hefur lagt svo fyrir, að Sigurður búfr. Sigurðsson, er nú dvelur utanlands sækti sýningu þessa í umboði félagsins. — Frum- varp til laga fyrir búnaðarfélag íslands er nú prentað í skýrslu búnaðarfélags suðuramtsins, og fól fundurinn stjórn þess að koma á fullnaðar- samningum um þetta mál í sameiningu við nefnd þá, er amtsráð landsins höfðu valið til þess í fyrra, og kemur svo þetta mál til fullnaðarúrslita á áð- alfundi félagsins í sumar. Glímuféiagið »Ármann« sýndiglímur hér í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs 4. og 6. þ. m. Var skemmtun þessi allvel sótt, og klöppuðu áhorf- endur allmjög lof í lófa. Glímdu þar sumir dá- vel, en nokkrir gamlir og gráhærðir glímugarpar á áhorfendabekkjunum létu á sér heyra, að í ung- dæmi sínu hefðu þeir eigi verið sérlega smeikir við að slá í eina bröndótta við þá fræknustu þarna, hvort sem það hefur nú verið tómt raup eða ekki. Glímusvæðið þarna í leikhúsinu var alltof þröngt og óhentugt, svo að menn gátu auð- sjáanlega ekki fullkomlega beitt sér. Til slíkra æfinga þarf að vera sérstakt, stórt herbergi með dýnum á veggjunum og helzt þykkum dúk á gólfinu, svo að síður sé hætt við meiðslum. — Vonandi er, að félagi þessu verði langra lífdaga auðið, því að glímurnar eru gömul og fögurþjóð- leg íþrótt hér á landi, sem mjög hefur hnignað á siðari árum, og væri skömm mikil, ef hún legðist algerlega niður. Forstöðumaður þessa glímufé- lags, Pétur Jónsson blikksmiður, er mun vera að- alstofnandi þess, á því miklar þakkir skllið fyrir myndun þessa félagsskapar, og gæti svo farið þá 32 sagði Dick, „það getur vel verið, að þeir séu faldir í svefnher- bergi Davíðs, undir sænginni, í ofninum eða annarsstaðar«. „Heldur þú það?«, sagði Kulp ákafur, „farðu þá og gœttu að því, eg ætla að bíða hérna við stigann og gæta þess, að jómfrúin þarna uppi sleppi ekki. En vertu nú ekki eilífðartíma í burtu«, ,.Nei, vertu rólegur", svaraði Dick, og flýtti sér inn í húsið. Hvorugur þeirra hafði énn heyrt til járnbrautarlestarinnar, því að vindurinn bar hljóðið í aðra átt; aptur á móti heyrði Meg hana færast nær og nær, en svo hægt fannst henni í ang- ist sinni, að blóðið stirðnaði næstum í æðunum af ótta fyrir, að hún myndi koma of seint til hjálpar sér. Unclir eins og Ihck var farinn, tók Kulp rýting upp úr vasa sínum, dró hann úr slíðrum og lét hann milli tanna sér og síðan bjóst hann til að fara upp stigann; hann hafði auðsjáanlega ráðið með sér að bíða ekki eptir, að. Dick kæmi aptur, en framkvæma hefnd sína a meðan félagi hans væri í burtu. Hann var kominn upp tvær tröppur í stiganum, þegar hann heyrði blásturinn 1 járn- brautarlestinni, og hann sá nú, að hann varð annaðhvort að flýta sér eða hætta alveg. Rauða merkið hafði sést. í kring um litlu járnristina, sem Meg sat á, voru járngrindur, svo að hún þurfti ekki að óttast, að hún dytti niður. Hún gat dálítið hreyft sig og var heldur ekki aðgerðalaus. Fyrir nokkrum dögum hafði stiginn upp að merkjastöng- inni verið tekinn í burtu til aðgerðar, en annar gamall látinn í staðinn, sem var bundinn með digrum kaðli við endanná stöng- inni til þess að halda honum uppi. Meg hafði tekið að leysa hnútana, áður en Kulp ha0i farið upp, en kaðallinn var digur 29 þær voru nægilegur tími fyrir þá til að fullvissa sig um, að Mcg hefði ekki falið sig neinstaðar niðri. Því næst réðust þeir á dyrnar neðan undir stiganum og undir eins og Meg varð vör við það, fór hún hljóðlega upp litla stigann, dró hann síðan upp á hanabjálkann til sín og settist við loptsgatið og beið þess með áköfum hjartslætti, hvað verða vildi. Dyrnar létu brátt undan hinum þungu höggum þeirra, og Kulp var enga stund að rýma burtu húsgögnum þeim, sem Meg hafði hlaðið fyrir innan þær. Nú var þeim þá opin leiðin til svefnherbergjanna. Meg heyrði, að Kúlp bauð Dick að súpa á brennivínsflösku sinni og bað hann síðan fara og leita að ljósi og eldspítum; á meðan hann gerði það blótaði Kulp og ragnaði óstjórnlega og þegar Dick kom aptur með það, sem hann bað um, fóru þeir upp stigann. Þegar þeir komu að læstum svefnherbergjunum tóku þeir að ráðgast um, hvað gera skyldi. Dick vildi helzt brjótast þegar í stað inn í svefnherbergi gamla mannsins, af því að hann vissi, að peningarnir voru ávallt geymdir þar á nóttunni, en Kulp hafði brátt tekið eptir loptsgatinu og sagðist ætla, að bæði stúlkan og peningarnir væru falin uppi í þessu dimma skoti upp undir þakinu; þeir urðu þá ásáttir um, að hann skyldi rannsaka loptið, en Dick brjóta upp dyrnar að svefnherbergi Davíðs á meðan. Það sem Kulp fyrst gerði var að sækja tvo stóla neðan úr húsinu og þegar hann hafði látið hvorn ofan á annan tók hann að reyna þennan standpall en í sama bili heppn- aðist Dick að brjóta upp dyrnar. Meg sat grafkyr í fylgsni sínu, einblíndi á loptsgatið og beið eptir, að hún sæi höfuð Kulps gægjast þar upp. Himin- inn var orðinn nokkru heiðari og það, kom nægilegt ljós inn um rúðuna á þakinu til þess að Meg gæti greint sérhvern hlSt f kring um sig. Hún heyrði þegar Kulp klifraðist upp á stólana

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.