Þjóðólfur - 22.03.1898, Blaðsíða 3
55
Kollafjarðarnesi, sem kom skólahúsinu upp að
öllu leyti og gaf öll sín verk við það. Skólinn
var að nokkru stofnaour af samskotum, en að
nokkru af sjóði, er stofnaður var með samskotum
fyrir nokkrurn árum, til að koma upp unglingaskóla
Á Felli í Koljafirði, en sem ekkert hefur orðið úr.
Kennsla byrjaði á honum í febrúar í fyrra vetur,
en með nóvemberbyrjun í haust. Nú tyrri hiuta
-vetrarins hafa verið á skólanum ri—14 nemend-
ur, en siðari hluta verða á honum yfir 20. Kennslu-
timinn er 6 mánuðir og er skipt í 2 hluta, 3 mán-
uði hvorn. Eg get vel ímyndað mér, að skólinn
eigi heillaríka framtíð fyrir höndum, cinkum þar
eð hann hefur verið rnjög heppinn með kennar-
ann, sem er mjög lipur maður, og mun láta sér
einkar annt um þroska og viðgang skólans.
Einnig eru lestrarfélög allmörg í sýslunni, og
það einhver hin beztu sum þeirra, og eiga þau ekki
alllítinn þátt í að vekja menntunarlöngun í brjóst-
um margra ungmenna, auk þess, sem þau eru
eitthvert bezta menntunarmeðal fyrir unga og
og gamla, sem ekki geta afiað sér menntunar á
annan hátt.
Blöð eru einnig rnikið keypt í sýslunni, og
eru margir bæir, sem 3--4 blöð eru keypt á,
og sumstaðar jafnvel fleiri, og fáir munu þeir
bæir vera, sem ekkert blað er keypt á.
Þá er ennþá eptir að minnast á „pólitikina".
Við Strandamenn höfum nú ekki verið svo hátt
settir í almenningsálitinu, að við ættum nú að vera
sérlega inn í þeirri grein fremur en öðrurn, og hef-
ur það álit komið fram bæði á þingi og víðar, en
mér er óhætt að fullyrða það, að Strandamenn
eru mí engir eptirbátar annara hér vestanlands,
hvorki i þeirri eða öðrum greinum, og tel eg mig
máske mörgum öðrum fremur færan um að dæma
nm það, þar sem eg er allvel kunnugur í 5 sýsl-
nm hér vestanlands. — Það hefir verið mikið
rætt hér almennt um stjórnarskrármálið siðan i
sumar, bæði í heimahúsum og á fundum, og var
eins og sumir, sem lítið hafa hugsað um málið
áður, vöknuðu nú af dvala til umhugsunarum það.
Og það er mér óhætt að segja, að Valtýs stefn-
an hefir ekkert fylgi hér í sýslu, og munu það í
rnesta lagi vera 2 menn af hugsandi mönnum
sýslunnar, ,sem þeirri stefnu eru fylgjandi; hjá hin-
um öllum er hún talin: „óferjandi og óráðandi öll-
um bjargráðum". Verstir eru menn yfir snúningi
Isfirzku þingmannanna, þeirra manna, semáund-
anfarar.di þingum beittu sér öðrum fremur fyrir
sjálfstjórnarroál vort, og sem þjóðinþaraf leiðandi
taldi með sfnum frjálslyndustu og mikilhæfustu
þingmönnum, bæði í því máli, og eins í öðrum
málum. En hvað gera þeir í sumar?. Þeir hverfa
algerlega frá sinni fyrri stefnu í málinu, en gína
aptur við þeirri óhaþpafiugu, er Valtýr gat skotið
1 munn alls helmings af þingmönnum, og sem
heita mátti að kænii, eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum, og er mér því óhætt að segja, að al-
menningsálit á þeim, er farið að dofna, ef ekki
með öllu farið bæði hér, og að því mér er kunn-
ugt anuarstaðar líka.
Skólaröð
í Reykjavíkur lærða skóla l.marz 1898.1)
VI. bekkur.
1. Magnús Jónsson, Rvík. (150).
1) Með því að miðsvetrarpróf var eigi haldið
í þetta skipti sakir hettusóttarinnar, var piltum
raðað eptir meðaltali þeirra aðaleinkunna, er þeir
höfðu 1. des. f. á. og 1. febr. þ. á., og það er
þessi samsteypuröð, er hér birtist. — Svigatölurn-
ar aptan við nöfnin tákna upphæð námsstyrks-
2. Halldór Hermannsson, Rvík. (200).
3. Jón H. Sigurðsson, Rvík. wnsjðnarmadur vtð
bænir, (175).
4. Bjarni Jónsson, Unnarholti i Arness. (200).
5. Ari Jónsson, Hjöllum í Barðastr.s. (150).
6. Sigurður Jónsson, Skúmstöðum í Arness. (175).
7. Matthías Einarsson, Rvík. (100).
8. Bjárni Þorláksson, Rvík.
9. Matthías Þórðarson, Hafnarfirði, umsjónarmað-
ur í bekknum. (100). ■
10. Einar Jónasson, Skarði á Skarðströnd. (75).
n.Valdimar Steffensen, Rvík.
12. Tómas Skúlason, Rvfk. (100).
13. Guðmundur Tómasson, Rvík. (50).
14. Þorvaldur Pálsson, Rvík. (100).
15. Þorsteinn Björnssou, Bæ f Borgarf.
V. bekkur.
1. Guðmundur Benediktsson, Ingveldarst. í Skaga-
fj.s. (200).
2. Henrik Erlendsson, Rvík (100).
3. Guðmundur Bjarnason, Þórormstungu,*í Vatns-
dal (150).
4. Stefán Stefánsson, Grundarf. umsjónarmaður úti
við (175).
5. Sigurður Kristjánsson, Rvík. (150).
6. Karl Torfason, Olafsdal (50).
7. Sigurður Sigurðsson, Rvík.
8. Kristinn Björnsson, Rvfk.
9. Jón Jóhannessen Rvík.
10. Kristján Linnet, Hafnarf. (25)
11. Jón Rósenkranz, Rvík.
12. Guðmundur Grímsson, Oseyrarnesi, Arness.
13. Sigurmundur Sigurðsson, Rvík.
14. Jón Brandsson, Kollsá í Hrútaf. (50).
15. Sigurður Guðmundsson, Asum í Eystrihrepp,
itmsjónarmaður í bekknum.
16. Kristján Thejll, Stykkishólmi.
IV. bekkur.
1. Rögnvaldur Olafsson, Dýraf. (200)
2. Páll Sveinsson, Ásum í Skaptártungu (200).
3. Sveinn Björnsson, Rvík.
4. Jón H. Stefánsson,1 Sauðárkrók.
5. Páll Egilsson, Múla í Árness.
6. Ásgeir Ásgeirsson, Arngerðareyri Isafj.s. (100).
7. Stefán Björnsson, Dölum í Fáskrúðsfirði (100).
8. Lárus Fjeldsteð, Hvítárvöllum.
9. Páll jónsson, Seglbúðum í Skaptaf.s. (125).
10. Jón ísleifsson, Rvík. (75).
11. Lárus Halldórsson, Miðhrauni í Hnappadalss.
umsjónarm. í bekknum. (100).
12. Guðmundur Þorsteinsson, Rvík.
13. Adolph Hermann Friedrick Wendel (sonur
F. R. Wendels verzlunarstj. á Þingeyri) «ý-
sveinn.
14. Vernharður Jóhannsson, Rvík.
15. Guðmundur Jóhannsson, Rvík.
16. Sigurjón Markússon, Rvík.
III. bekkur.
1. Jón Jónsson, Herríðarhóli í Holtum. (200).
2. Jón Ófeigsson, Rvík. (17:5).
3. Jóhann Sigurjónsson, Laxaraýrj.
4. Sigurjón Jónsson, Seilu í Skagaf. (150).
5. Böðvar Jónsson, Sveinsstöðum, Húnav.s. (150).
6. Skúli Bogason, Rvík.
7. Gunnlaugur Claesen, Sauðárkrók.
8. Björn Líndal Jóhannesson, Utibleiksstöðum;
Húnav.s. (125).
9. Böðvar Kristjánsson, Rvík.
10. Haukur Gíslason, Þverá í Dalsmynni. (150).
11. Jakob Möller, Blönduósi.
12. Benedikt Sveinsson, Húsavík íÞingeyjars. (100).
13. Magnús Sigurðsson, Rvík. (100).
14. Lárus Thorarensen, Stórholti í Dalas., umsjón-
armaður í bekknum.
15. Sigurður Guðmuiidsson, Mjóadal í Húnav.s.
II. bekkur.
1. Einar Arnórsson, Minna Mosfelli í Árness. (200).
2. Þorsteinn Þorsteinsson, Rvík (100).
3. Ólafur Björnsson, Rvík.
4. Magnús Guðmundsson, Holti í Svínadal.
5. Bjarni Jónsson, Rvík. (50).
6. Jón Magnússon, Rvík. (50).
ins í krónutali. Hér eru ei aðrir piltar ættfærðir,
en þeir, sem eigi voru í skóla í fyrra (sjá umlhina
nákvæmar í 12. tölubl. Þjóðólfs 1896 og 13. tölubl.
1897).
7. Jónbjörn Porbjarnarson, Rvik. (25).
8. Þórður Sveinsson (f bónda Péturssonar) frá
Grund í Svlnadal. (25). nýsveinn.
9. Brynjólfur Björnsson, Bolholti í Rangárv.s.
10. Valdimar Erletidsson (J- bónda Gottskálks-
sónar) frá Garði í Kelduhverfi, nýsveinn.
11. Björn Þórðarson, i Mótun á Kjalarnesi; um-
sjónarm. í bekknum.
12. Eirfkur Stefánsson, Auðkúlu í Húnav.s.
13. Hatldór Stefánsson, Rvfk.
14. Björn Stefánsson, Auðkúlu.
15. Halldór Jónasson, Eiðum.
16. Sturla Guðmundáson, Rvík.
17. Pétur Bogason, Rvík.
18. Sigvaldi Stefánsson, Rvík.
19. Vilhjálmur Finsen, Rvík.
20. Jón Benedikts Jónsson, Fretnri Arnardal í
Isafj.s.
21. Sigurður Sigtryggsson, Rvik.
I. bekkur.
I þessum bekk eru allir nýsveinar.
1. Júlíus Guðmundur Stefánsson, (verzlunarstj.
Guðmundss.) frá Djúpavogi.
2. Geir Zoéga (sonur Geirs Zoéga skólakennara)
í Rvík.
3. Guðmundur Hallgrímur Lúter Hannesson
(bónda Sigurðssonar) frá Stað í Aðalvík.
4. Gísli Sveinsson (prests Eiríkssonar) frá Asum
í Skaptártungu.
5. Guðmundur Ólafsson (prests Ólafssonar) frá
Arnarbæli.
6. Guðmundur Geir Hans Baagöe Guðmundsson
(bóksala Guðmundssonar) frá Eyrarbakka.
7. Stefán Sveinsson (Björnssonar) frá Breiðabóls-
stað í Vesturhópi.
8. Lárus Sigurjónsson (Jónssonar) frá Húsavík
f Norðurmúlas.
9. Þorsteinn Hreggviður Þorsteinsson (bónda 01-
afssonar) frá Meiðastöðum í Garði, umsjónar-
maður í bekknum.
10. Þórarinn Böðvar Þórarinsson (verzlunarstj.
Guðmundssonar) frá Seyðisfirði.
11. Guðmundur Guðmundsson (bónda Bárðar-
sonar) frá Kollafjarðarnesi.
12. Sigurður Gísli Guðfnundsson bróðir nr. 6.
13. Bogi Brynjólfsson (prests Jónssonar frá Ólafs-
völlum), í Rvík.
14. Ólafur Þorsteinsson (járnsmiðs Tómassonar)’
í Rvík.
15. Jóhann Kristján Briem (son Steindórs Briem
prests) frá Hruna.
16. Jóhann Georg Möller (sonur Jóhanns Möllers
kaupmanns) frá Blönduósi.
17. Guðmundur GuðmundsSon (bónda Jóhannes-
sonar) frá Kirkjubóli í Isafjarðars.
18. Haraldur Sigurðsson (fangavarðar Jónssonar)
í Rvfk.
19. Georg Ólafsson (gullsmiðs Sveinssonar).í Rvík.
20. Otto Jakob Havsteen (sonur Júlíusar Hav-
steen amtmanns) í Rvík.
J- BjarniEinarsson á Dýrastöðum í Norðurárdal
fyrv. bóndi þar, andaðist 12. des. f. á. Hann
var fæddur í Hjarðarholti í Stafholtstungum um
1817 og var því um áttrætt. Bjarni sál. var mesti
myndarmaður, velgreindur, hraustmenni að afli,
glímumaður í beztu roð og reiðmaður ágætur.
Hann naut nokkrar menntunar í uppvexti hjá
stjúpa sínum Búa presti Jónssyni á Prestsbakka.
Var hann hreppstjóri um hríð í Norðurárdalshreppi
og sáttanefndarmaður yfir 20 ár. I hreppsnefnd
var hann og um hríð, oddviti hennar, virðinga-
maður hreppsins o. fl. Bjarni sál. var jafnan mjög
vinsæll, enda var hann greiðvikinn, bóngóður og
sanngjarn. Hann færðist ýmislegt í fang á yngri
árum. Keypti á vorum töluvert af fé — stundum
um 100 —- og seldi aptur á haustin til Reykjavík-
ur. Aldrei var Bjarni samt auðmaður, heldur frem-
ur fátækur. Hann var gestrisinn og margir komii
til hans. Margir þekktu til Bjarna og munu allir
minnast hans með virðingu og vinsemi.
Bjarni sál. kvongaðist 10. okt. 1848, Dýrunni
Tumadóttur. Þau áttu saman 14 börn. Af þeim
lifa að eins tveir synir: Jón í Duluth f Ameríku
og Guðmundur, sem er á Dýrastöðum. Þau hjón
voru saman 48V* ár, því Dýrunn dó í fyrra vetur
14 apr. (1897).