Þjóðólfur - 09.04.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.04.1898, Blaðsíða 2
66 eru þær þó þúsund sinnum verri þar. Eg hygg því, að vér skiptum ekki um til hins betra, að fara til Alaska að leita eptir gulli. Éað er ekki svo að skilja, að eg hafi á móti Ameríkuferðum í sjálfu sér, því eg vil, að hver og einn leiti sár atvinnu á þann hátt, er honum bezt Hkar, og lög heimila. En eg vil ekki, að menn séu tœldir af landi brott, með fögrum loforðum og góðum vonum, sem ekki geta ræzt, eða lítil von er um að upp- fyllist. Sigurður Sigurðsson. búfræðingur. Umhverfis landiö. Feröasögudgtip eptir S. J. (Niðurl.). Kl. 6 um morguninn 14. ágúst fórum við út af höfninni í Stykkishólmi; skildihafn- sögumaðurinn og kona hans við okkur fram- undan bæ þeirra. Kl. 10 fórum við hjá Ol- afsvíkurenni. Það er mjög illræmt, liggur vegurinn þar neðanundir hengiflugi og er þar opt mjög mikið grjóthrun og bafa menn og hestar stundum beðið bana af því. Sagði Arni landfógeti Thorsteinsson okkur ýmislegt úr þessum héruðum, því hann hafði verið þar fyrrum. Skammt iyrir utan Ennið er hár og fallegur foss og sést hann vel. Þar skammt frá er Fróðárbærinn, þar eru stór og falleg tún. Kirkja var hér áður, en er nú flutt í Ólafsvík. Allt er landið hér afarljótt og gróðurlaust, svört hraun með ávölum hæð- um og strýtum. Heim að Rifi er hálfeyði- legt að líta. Þar var áður gott útræði og töiuverð verzlun, en nú er hvorttveggja undir lok liðið. (Rjó'rn Þorleifsson, ríki, féll í Rifi fyrir Englendingum 1467). Öndverðarnes er ákaflega ijótt og gróð- urlaust og endar í þverhníptum bratta með víkum á milli. Litlu sunnar standa Lón- drangar; þeir eru um 3—400 fet á hæð og afar einkennilegir og koma þeir fram í ýms- um myndum, eptir því hvar þeir bera við. Sigurður Breiðfjörð kvað um þá vísu þessa: Um Lóndranga yrkja má, eru þeir Snæfells prýði, yzt á tanga út við sjá, aldan stranga lemur þá. Hroðaleg brim eru hér í hafáttum og óvíða mun skuggalegra landslag en á þess- um stöðvum. Malarrif heitir smábær vestan- undir dröngunum, þar hlýtur að vera mjög óvistlegt. Talsvert þótti mér það spilla ferð minni í kring um Snæfellsnes, hvað illa sást til jökulsíns, sást varla upp í hann ’ miðjan fyrir koldimmri þoku. Þegar kom austur fyrir nesið sáust Búðir, Hellnapiáss og Stapi. Fríkkar landsiag óðum-úr því. Héðan sér að Öxl í Breiðuvík; þar bjó Axlar-Björn forð- um og kannast margir við prúðmennið það! Upp undan Öxl skein í foss, sem kaliaður er Bjarnarfoss, hann er í Hraunhafnará — Þegar hér kom var tekið stryk beint á Reykjavík og komum þar á höfnina kl. 6. e. m. Ferðin í kringum landið gekk upp á það allra bezta, optast bjart-viðri og blíða. ■:— Um 60 farþegar voru með skipinu og munu flestir hafa látið vel yfir ferðinni. Far- stjórinn var með alla ferðina og var það ein- mælt, að hann kæmi vel og lipurlega fram í hvívetna. Þaðheyrði eg einnig hjá þeim, sem vanir voru að ferðast með gufuskipum, að viðgerð og annað, sem farþegar þurfa með á ferðum sínum, væri í mjög góðu lagi á „Vestu“, skipstjóri hinn viðkunnanlegasti o. fl. Það sem fyrst vakti eptirtekt mína, þeg- ar eg og W. O. Breiðfjörð kaupmaður stig- um á land í Rvík, var sérstaklega, að á vegi okkar var mikill fjöldi afeldraog yjjgra kvenn fólki og sömuleiðis karlmönnum, sem roguð- ust áfram mjögþreytulega undir koiaburði ept- ir ejnni af fjölförnustu götum ba-jarins. Sumt af fólki þessu var svo útlítandi af óhreinind- um, að jafnvel nákunnugir báru ekki kennsl á það. Okkur kom saman um, að þetta væri ólíkt því sem við sáum í kaupstöðum þeim, sem við komum á íhriugfetð okkar, Hvenær skyldi eirin eða fleiri af ölium þeim kaupmannasæg, sem nú verzlar í Reykja- vík, taka sig fram um að gera braut með járnspori heim að vöruhúsum sínum? Væri þess þó full þörf, og ekki síður þar sem sumar af af burðarlestum þeim.semnú hefurverið minnst á, ganga um helztu stræti höfuðstaðar lands- ins, staðar, sem ganga ætti á undan öðrum héruðum í verklegum framkvæmdum sem öðru. -— Leiðrétting. í fyrsta kafla þessarar ferða- sögu (Þjóðólfur 6. tölubl.) stendur »Súlnasker blasti við austur af eyjunum (Vestmannaeyjum)« en á að vera »í útsuður frá eyjunum«' Höf. Ný rit send ritstjórninni: Vegurinn til Krists. Eptir E. G. White. 159 bls. 8. Félagsprentsmiðjan. Bók þessi er gefin út á kostnað D. Östlund trúboðans norska, er fyr hefur getið verið hér 1 blaðinu. Höfundur hennar er kona í Vesturheimi, úr flokki »adventista«, og hefur hún ritað ýmsar guðfræðisbækur, er þykja ágætar í sinni röð. í bók þessari ber iítið eða alls ekki á hinni sérstöku kenningu »adventistanna«. Það er fullkomlega lúterskt guðsorð, er hún hefur að flytja, og meira að segja ágætt guðsorð, er enginn trúað- ur maður mun lesa án gleði og uppbyggingar, því að sá trúarstyrkleyki, kærleiks- og mannúðarandi, er einkennir bók þessa fremur mörgum eða flestum guðsorðabókum vorum, mun gerahana hjartfólgna öllum, er kynna sérhana, og eigi hafa hafnað trúnni á Krist sem endurlausnara og huggara mannkyns- ins. Bók þessari hefur verið snúið á flest Norð- urálfumál t. d. þýzku, hollenzku, sænsku, spán- verzku, finnsku, dönsku, og norsku, og af norsku þýðingunni hafa verið prentuð 29,000 eintök, svo að það ber vott um, að fólki hafi geðjazt að henni. Vér efu'mst heldur ekki um, að hin íslenzka þýð- ing hennar verði hin vinsælasta hér á landi. Bók- in er mjög vönduð að pappír og prentun og frá- gangi öllum, mun betur en menn eiga almennt hér að venjast. Þýðingin, sem gerð er af Sigur- jóni Jónssyni læknaskólastúdent, virðist vera vel af hendi leyst, málið látlaust og ótyrfið. Bókin kostar 1 kr. 50 a. innhept. Hið íslenzka gardyrkji/félag 1898, þ. e. ársrit félagsins þetta ár, hefur nú að flytja ýmsar góðar leiðbeiningar um garðrækt, cptir Schicrbcck, Árna Thorsteinsson landfógeta, og Einar Helgason garð- yrkjufræðing, Bæklingurinn er hinn þarfasti, þótt lítill sé. Hann kostar aðeins 20 aura, en búnaðar- og sveitafélög geta fengið 8 eintök send að kostn- aðarlausu með pósti, ef þau senda fyrirfram 1 kr. í peningum eða frímerkjum. Ættu öll búnaðar- félög að nota svo hagfellt tilboð. Vasakver handa kvennmönnum. Nokkrar hend'■ ingar og varúðarreglur vm heilsufar kvenna. Ept- ir dr J. Jónassen. 51 bis. 8. Kostnaðarmaður Sigurður Kristjánsson. Eins og titiliinn ber með sér er ritiingur þessi nokkuð sérstaklegs efnis, og þvíeigi fallinn til að lesast upphátt sem „skemmtun fyrir fólkið", en hann er ei að síður hitin þarfleg- asti og roun sjálfsagt geta komið að góðunt not- um fyrir hinn »betri helming« mannkynsins, sem hann er sérstaklega ætlaður. » Um bcrklasótt’.'. nefnist ritlingur, er Guðmundur Björnsson héraðslæknir hefur snúið úr dönsku á íslenzku, og gefinn er út á kostnað landsjóðs. Eru þar taldar ýmsar varúðarreglur, er mcnn eigi að gæta við veiki þessa, oger aðalatriðið að hirða sem vandlegast hráka sjúklinganna, er aðalsótt- kveikjan er fólgín í, og er líklegt,. að menn gæti. þess. Ritlingnum er útbytt ókeypis. Þýðandinn hefur gert sér far um að vanda málið á honum sem bezt og þykir rétt að láta þess getið, því að rnargir „lærðir menn“ eru mjög óvandir að að orðavali í þýðingum. Stiarnan. Lítid drsrit til fróðleiks 00 leiðbein- ingar i/m verkleg mdlefni 1. ár. Utgefandi Stefán B. Jónsson, Winnipeg 1897; 54 bls. — I kveri þessu kennir ýmsra grasa, og það er að sumu leyti eigi ófróðlegt, t. d. um frystihús og íshús.. skrá um fallna eða gjaldþrota banka í Kanada o. s. frv. En málinu á kverinu er rnjög ábóta- vant, og ætti útgefandinn að sjá um að vanda það betur eptirleiðis. Heyvanaræði í Kjósinni. í 11. tbl. „Þjóðólfs" þ. á., þar sem minnst er á heyskortinn, er sagt, að einna verst sé látið af ástandinu í Kjósinni. Jeg skal nú skýra frá ástandinu, eins og eg þekki það bezt. Þegar batinn kom nú í einmán- aðarbyrjun, voru 4 til 6 bændur víst nálega á þrotum með fóður fyrir útigangspening (hross og sauðfé). Flestir mundu hafa gefið innistöðu til páska og sumars, og átt þó nóg eptir fyrir kýr, en nokkrir, líklega 8—10 gefið öllu innistöðu fram á sumar. Svona var nú ástandið, eptir því setrt mér var kuunugt. Flestir voru búnir að gefa sauðfé, ám og lömbum, innistöðu frá því á jóla- föstu, og það sumir snemma á henni, lömb auð- vitað tekin fyr, margir hrossum að miklu leyti innistöðu frá því um og fyrir jól. I sama tölubl. „Þjóðólfs" undir fyrirsögninni: „Ohyggilegt búskaparlag«, er vítt eins og vonlegt er, ill heyásetning landsmanna, og verður það aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum, hversu * nauðsynlegur góður heyásetningur er til þess að búnaðurinn geti verið viss. En þegar um þetta er dæmt, ber -þó á það að líta, að hér á landi er seinlegt að afla fóður^ eldci sízt á sumrum eins og hið síðastliðna var, en gjafatími hér á landi ærjð langur. Einnig eiga bændur ærtð erf- itt með að láta tekjur búa sinna jafnastvið gjöld- in og finnst þeim því þeir ómögulega mega missa af þessum litla stofni sínttm tif að komast af, þó það geti auðvitað orðið miklu verra fyrir afkomuna að skera á útmánuðum eða fella úr hor, heldur en að farga af hinum litla stofni að haustinu. Landbúnaðurinn er nú orðinn töluvert: erfiðari, en hann var fyrir 20—30 árum; vinnufólks- kaup hálfu meira og margföld eyðsla farin í vöxt, en afurðir fallnar í verði, t. d. smjör og ull og jafnvel kjöt. Að menn setji nú ver á en á 18. öld held eg ekki sé, en njenn eyða miklu meira heyi en þá var, beita víðast hvar lítíð ám frá þvf fyrir jól, gefa hrossum, þó hagar séu nægir, og víðast, að minnsta kosti á suðurlandi, hætt að standa yfir fé, að eg ekki tali um að moka ofan- af. En á 18. öld mun ám, sauðum og hrossum hafit verið lítið gefið, þegar hagar Toru, og var því engin furða, þó fyrningar söfnuðust þá fremur og hey entust betur í harðindum cn nú á tímum. Meðferðin á skepnum er orðin miklu betri og mannúðlegri, en hún var fyr meir, en það er eins og menn geti ekki farið eins vel með peninginn eins og menn gera og haft þó nægilegar skepn- ur að lifa af, eptir því sem þarfir og búskaparlag er orðið. Reynivöllum, 29. marz 1898. Þorkell Bjarnasoti. Yfirgangur botnverplanna. Þegar litið er á hið mjög langvinna aflaleysi hér við sunnanverðan Faxaflóa, mun engum geta

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.