Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.04.1898, Qupperneq 4

Þjóðólfur - 09.04.1898, Qupperneq 4
68 »Good-Templarafélög“ eru komin á fót hér og í Skagafirði. Það sést nú á vfntollinum hérna úr sýslunum, hverju þati koma til leiðar, en ekki væri vanþörf á, þau bæru góðan árangur. því tölu- vert er drukkið hér í sveitum. Það er sagt að „stúkan" á Sauðárkrók eigi við töluverða erfið- leika að stríða, því kaupmannastéttin þar mestöll — sem er mjög mikil — mun hafa hörð horn í síðu félagsins. Reykjavík 9. apríl. Fyrstu 3 daga vikunnar var hér norðanveður með mjög miklu frosti, 15—16 °C á nóttu, og er það mesta frost, er komið hefur í vetur. En síðari hluta vikunnar hefur verið gott veður og hæg hláka í gær og í dag. — Strandferðaskipið »Vesta« lagði af stað héð- an aðfaranóttina 4. þ. m. vestur og norðurum land með fjölda farþega en flutning annan lítinn. Með- al farþega héðan úr bænum, fór með henni Bene- dikt sýslum. Sveinsson snöggva ferð norður á Húsavik. Fiskiskúturnar afla vel, sem fyr. Nú í vik- unni komtj inn 4 þilskip Th. Thorsteinsson kaup- manns og höfðu þau verið úti frá 12. marz til 6. apríl. Á þessum tíma hafði »Margrét« fengið 12,500, „Guðrún Soffia" 11,500, »Sigríður« 8,500 og «Gylfi« 6,500, eða samtals 39,000 af allvænum fiski, og er það allmikill afli. Kristján konungur 9. varð áttræður í gær á á langafrjádag. Eins og menn vita, er það göm- ul og góð venja að draga veifur í hálfa stöng þann dag, en nú þá er afmælisdag Kristjáns konungs bar upp á sama dag,, voru menn að stlnga nefjum saman um það áður, hvor mundi verða meira metinn, Kristur eða Kristján, og full- yrtu margir, að hinn jarðneski konungur yrði hlut- skarpari. En í gærmorgun rétt fyrir kl. 8 varð frakkneski konsúllinn (C. Zimsen) fyrstur til að draga veifuna í hálfa stöng, og tóku allir aðrir það eptir, svo að Kristján konungur laut þannig í lægra haldi hér hjá bæjarbúum, og er þeirra fremd að meiri, því að hitt hefði verið dálítið ó- viðkunnanlegt meðal kristinna manna að setja konung konunganna skör lægra en Kristján 9. — Á þriðja í páskum ætlar Reykjavíkurklúbburinn að halda afmælisdag konungs hátíðlegan með sam- sæti 1 Iðnaðarmannahúsinu, en engin konungs- hátíð verður í þetta skipti haldin í lærða skólan- um. Gufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson" kom hingað í gær frá útlöndum með vörur til Th. Thorsteinsson kaupmanns. Farþegar rpeð því voru: Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og Lárus A. Snorrason kaupmaður frá Isafirði. — Skipið fer héðan til Vestfjarða. I gær komu Olfusingar enn hingað með skip- brotsmenn. Hafði þýzt fiskiveiðagufuskip(botnverp- ill) »President Hervig« frá Geestemiinde strand- að á Meðallandsfjörum 29. f. m. Sá, er vörð átti að halda svaf, svo skipverjar vissu eigi fyrri til en skipið hjó niðri. Af þrettán skipverjum björguðust átta með naumindum á báti til lands og voru fluttir hingað suður, en hinum fimm, er eptir voru bjargaði frakknesk fiskiskúta, er þar var í nánd og litlu síðar sökk skipið að mestú, svo að ekki sást nerna á siglu- trén, að sagt er. Frakkneskt herskip »Caravan« kom hingað í morgun. Til Bíldudals 8 duglegir verkamenn geta fengið at- vinnu við landvinnu á Bíldudal til hausts; óskað eptir að þeir komi vestur með strand- ferðaskipinu „Skálholt“,sem fer héðan 16. apríl. Góð kjör í boði. Menn snúi sér hið allra fyrsta til Th. Thorsteinsson, Reykjavík. TIl að gelda hesta ferðast ég um Árnessýslu nálægt miðjum maí, en um Mýra- og Borgarfjarðarsýslu snemma f júní — aðeins um þær sveitir, er þess hafa óskað. Kelduirt 9. apríl 1898. Gudni Guðnason. Bólusetning á börnum og endur-bólusetning á þeim, sem þess æskja, ungum og gömlum, fer fram á mánudögum og fimmtudögum kl. 5V2 — 6'/2 í barnaskólahúsinu. — í fyrsta sinni mánu- daginn 4. þ. m. Reykjavík 1. apríl 1898. G. Björnsson. héraðslæknir. tslenzkt smjör (nýtt) fæst keypt í verzlun Eyþórs Felixsonar. Auglýsing. yfir seldar óskila-kindur í Dalasýslu 1897. 1. 1 H'örðudalshreppi. 1. Gimbur veturg.: sneitt, biti, a. h. — sneiðrifað, lögg, a. v. 2. Geldingsl.: tvær fjaðrir f. h. — tvær fjaðrir a. v. 3. Geldingsl.: stýft, gat h. — stýft, gagnbitað v. 4. Hrútlamb: stúfrifað h. — tveir bitar a. v. 2. I Miðdalahrepþi. 5. Hvítt gimbrarl: sýlt h. — hangfjöður a. v. 6. Hvltt gimbrarl.: tvístýft f., b. a. v. j. J Haukadalshreppi. 7. Hrútur tvæv.: hvatt h. — tvírifað í sneitt a. v. 8. Sauður veturg.: heilrifað, stig. f. h. — fjöður a. v. 9. Sauður hníflóttur veturg.: sýlt stig a. h. — stýft stig a. v. 10. Kollótt gimbur veturg,: stig fr. h., stúfr. v. 11. Gimbur veturg.: sýlt, fjöður f. h, — sýlt, stig f. v. 12. Geldingsl.: gagnfj. h. — hvatt. v. 13. Lambhrútur.: miðhlutað í stúf, fjöður f. h. — blaðstýft a. fjöður f. v. 14. Gimbrarl.: fjöður f. h. — biti f. v. 4. í Laxdrdalshrepþi. 15. Hvítt gimbrarl.: blaðstýft a. gagnbitað h. — blaðstýft a. gagnbitað v. 16. Hvltt gimbrarl.: biti a. h. — hálftaf a. v. 17. Hvítt gimbrarl. biti a. h. — biti f. fjöður a. v. 18. Hvítt gimbrarl.: blaðstýft a. biti f. h. — stýft gat v. 19. Svartkollótt geldingsl.: tvístýft f. h. — sneitt bragð a. v. 20. Svart gimbrarl.: biti a. h. — sýlt lögg f. v. 5. I Hvammsveitarhreppi. 21. Hvltt gimbrarl: sýlt biti a. h. — hvatt v. 6. I Fellsstrandarhrepþi. 22. Svört ær: stýfthálftaf f. biti a. h. — markleysa v. 23. Hvítt gimbrarl.: tvístýft a. biti f. h. — sýlt biti f. v. 7. I Skarðsstrandarhreþþi. 24. Svartur lambhrútur: sneitt a. v. 25. Hvítt gimbrarl.: sneitt a. v 26. Svartur lambhrútur: stýft fjöður f. h. - sýlt gagnbitað v. \ 27. Hvítkollótt ær: rnadtleysa h. — hamrað v. 28. Hvítur lambhrútur: hvatt h. — hvatt gat v. 29. Hvítt gimbrarl.: blaðstýft f. h. — sýlt fjöður f. v. 30. Mórauð ær: sýlt fjöður a. biti f. h. — sýlt biti f. v. Þeir sem geta sannað eignarrétt að ofan- nefndum kindum geta vitjað andvirðis þeirra að frádregnum kostnaði til viðkomandi hreppstjóra fyrir lok septemberm. þ. á. Skrifstofu Dalasýslu, 22. marz 1898. Björn Bjarnarson. Takið eptir! Nýjar birgðir af allsonar gull- og silfurstássi með „Laura", svo sem glillkapsel, hringir, kraga- og manchettehnappar, brjóstnálar úr gulli og siifri 60 tegundir, úrkeðjur úr gulli, silfri, nickel og talmí Og margt og margt fleira. Allar þessar vörur eru seldar með Ó- vanalega lágu verði. Eg kaupi við hátt verð gamalt SÍlfur eins og að undanförnu, svo sem hnappa, mill- ur, belti, beltispör, og skeiðar, en helzt með myndum. Sömuleiðis kaupi eg allskonar út- skorna gamla muni úr tré og beini. Rvík. 21. marz 1898. Ólafur Sveinsson, gullsmiður. Pöntun upp á ÍO krónur. Þeir menn út um land, sem panta vefn- aðarvörur af einhverju tagi fyrir minnst 10 krönur hjá mér, fá þær sendar sjer kostn- aðarlaust með póstskipunum til allra hafna, er þau koma við á, ef þeir senda borgunina með pöntununum. Sé eitt'nvað ofborgað, verður það sent til baka með vörunutn, sem pantaðar eru. Pöntuninni verður að fylgja sem nákvæmust lýsing á því, sem um er beðið, 0g til hvers það á að noíast. Ef tilbúin vinnuföt eru pöntuð, verður að senda mál af þeim, sem þau á að nota, tekið yfir um manninn efst undir höndunum. Hlutir, sem ekki líka, eru teknir til baka fyrir fullt verð, ef þeir eru sendir hingað um hæl mér að kostnaðarlausu og efþeir eru í jafngóðu ásigkomulagi og þeir voru, þegar þeir voru sendir héðan. Lán veitist alls ekki. — Eg kem til að hafa miklu meiri birgðir af alls- konar þýzkum og frönskum vefnaðarvörum þetta ár en að undanförnu og með mjög lágu verði. Menn geta pantað hvaða vefn- aðarvörutegund, er menn óska og sem vant er að flytja hér til Reykjavíkur. Reykjavík, 23. marz 1898. Björn Kristjánsson. Prédikun í Goodtemplarhúsinu páskadaginn kl. 6V2 síðdegis. D. Östlund. Ný bók. Vegurinn til Krists. Eptir E. G. White. 160 bls. á stærð. Innb. í skr.b. Verð 1,50. Fæst hjá D. Östlund. Rvík. 1-----------—------------------------------ Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssnar. Whisky- ný tegund- nýkomin í verzl- un Sturlu Jónssonar. Stígfvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlnn Sturlu Jónssonar. Hænsnabygg' fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. RÓnir og órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Ostur, fæst i verzlun Sturlu Jónssonar. Jurtapottar af ýmsum stærðum komu nú með „Laura“ til verzlunar Sturlu Jónssonar. Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Harðfiskur og saltfiskur fæst í verzl- un Stnrlu Jónssonar. Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía ný- komin með „Laura“ í verzlun Sturlu Jónssonar. Fataefni og tilbúinn fatnaður beztur og ódýrastur í verzlun Sturlu Jónssonar. Messur um hátíðina. Á Páskadag kl. 8, árd., séra Jón Helgason. — -----— 2) síðd., biskup H. Sveinsson. — 2. páskad. kl. 12, hd., dó^nkirkjuþresturinn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.