Þjóðólfur - 20.05.1898, Blaðsíða 3
95
Jóhönnu, konu séra Jóns Árnasonar. — Þeim
hjónum varð xo barna auðið, og lifa að eins 5
Þeirra, öll gipt. Svo sagði séra Lirus Benedikts-
son í Selárdal, er hélt líkræðu eptir hinn látna.
>.Kg minnist þess nú, er eg heyrði hans fyrst getið
í sesku minni af tveimur ferðamönnum, er sáu
hann í fyrstasinni og ekki gátu nógsamlegadáðst að
húsbóndanum á Dynjanda, slíkan mann höfðu
þeir ekki búizt við, að hitta á þeim stað. Eg
minnist þess þar næst er eg sá þennan sama
mann sjálfur í fyrsta skipti mörgum árum seinna
meðal ýmsra sveitunga hans, er eg ekki hafði áð-
ur litið; mér virtist hann þeim öllum fremri að
T-exti, svip og sjón, og síðan eg kynntist honum
persónulega, hefur mér fupdizt hann minna á hin-
ar betri og göfugri hetjur fornaldarinnar og ósk-
að þess, að sem flestir íslenzkir bændur væru
slíkir. — —
Heimili Páls heit. var orðlagt fyrir gestrisni,
en sjálfur hann fyrir ötulleik í að afla þeirra hluta,
er viðþurftu. Hann var frábær iðjumaður, sístarf-
andi, jafnvel lengur en heilsa og kraptar leyfðu
•og hagleiksmaður í hverju, sem hann lagði hend-
ur að. Hann var einhver ötulasti og heppnasti
sjósóknari; reri margar vertíðir í útveri meðal
margra fleiri og var þá ekki einungis formaður á
skipi sínu, heldur mátti hann jafnframt teljast for-
maður formannanna. I öllu, sem útheimti karl-
mennsku, hvatleik og hugrekki var hann með
færustu mönnum, jafnt úrræðagóður sem hollur
og þrautgoður 1 að greiða úr vandræðum.
Hann var bæði hreppstjóri og hreppsnefndar-
oddviti þau ár, er hann var íáanlegur til að hafa
þau störf á hendi og sáttanefndarmaður var hann
25 ár.
Hinn 10. þ. m. andaðist Indndi Gíslason á
Hvoli í Saurbæ úr brjóstveiki á 76. aldursári (f. á
Ytra-Skörðugili í Skagafirði 1823). Hann var
yngstur barna Gísla sagnfræðings Konráðssonar
og albróðir Konráðs háskólakennara. Indriði sat
,á þingi 1859 sem varaþingmaður Dalamanna.
Hann var merkur maður og vel greindur.
P’rófasíur skipaður í Eyjafjarðar-próf-
astsdæmi er séra Jónas Jónasson á Hrafnagili
samkvæmt kostningu héraðsprestanna.
Laust embsetti er sýslanin sem 2. kenn-
ari við stýrimannaskólann. Árslaun 1000 kr. Um-
sóknarfrestur til 1. ágúst.
Reykjavík 20. maí.
Dagana 12—15. þ. m. var hér norðan-íhlaup
rneð frosti og fannkomu, eitthvert hið snarpasta,
er hér hefur komið um þetta leyti árs, en sakir
þess, að það stóð ekki lengi, er líklegt að það
hafi ekki haft mikið tjón í för með sér hér á
Suðurlandi, en nyrðra og vestra hefur íhlaup þetta
verið-bæði lengra og harðara, en hér, að því t,er
frétzt hefur. — Nú síðustu dagana hefur verið úr-
korna mikil og veður fremur hryssingslegt.
„Thyra“ kom vestan af Isafirði 16. þ. m.,*[bg
með henni 8 farþegar. Eigi hafði hún orðið vör
við hafís, en hvalveiðamenn höfðu sagt ^mikinn
ís skammt úti fyrir. — »Thyra« fer héðan í nótt
til Eskifjarðar og Seyðisfjarðar og þaðan til út-
landa.
Nú er grindin í holdsveikraspítalanum í Laugar-
nesi þegar reist og miðar byggingunni vel áfram.
Verður mikil prýði að því stórhýsi í nágrenni
bæjarins. Svo er nú nýfarið að hlaða grunninn
að bankahúsinu nýja í Austurstræti og farið að
breyta barnaskólahúsinu í pósthús, en grunnurinn
undir nýja bamaskólann sunnan við tjörnina langt
kominn, nýbyggð brú yfir lækjarósinn á leið þang-
að, og bakkar hans hlaðnir upp snyrtilega dálít-
inn spöl niður eptir. Verður hér skemmtilegra
um að litast, þá er þessar breytingar og bygging-
ar eru komnar í kring.
Á sunnudaginn var (15. þ. m.) fóru lærisvein-
ar lærða skólans skemmtiferð upp í Hvalfjörð á
„Reykjavfkinni", ásamt rektor og kennurum skól-
ans. Átti fagnaður þessi að koma í staðinn fyrir
konungsafmælishátíðina, er fórst fyrir í þetta skipti,
eins og fyr hefur verið getið um. Skemmtu menn
sér vel í för þessari, sátu að sameiginlegum snæð-
ing, héldu ræður og fluttu kvæði, þar á meðal
Jóhann Sigurjónsson (frá Laxamýri) eitt til Stein-
gríms Thorsteinssons, og þótti vel ort. Er búizt
við, að samkynja skemmtun verði haldin eptir-
leiðis í stað konungshátíðarinnar í skólanum, er
gjarnan mætti niður falla. Mun rektor hafa mest
og bezt gengizt fyrir því að koma þessu þannig
fyrir._________________________
Nú eru hjólreiðar farnar að tíðkast mjög hér
í bænum og tara riddararnir eigi jafnan sem gæti-
legast, enda er kunnátta sumra eigi mikil enn.
Virðist sjálfsagt, að lögreglustjórnin setji sem allra
fyrst flokk þessum einskorðaðar reglur til að fara
eptir, svo að gangandi fólki á götunum sé eigi hætta
búin af hjólreiðum þessum. Þær eru engu hættu-
minni fyrir aðra, en hörð reið á hestum um göt-
ur bæjarins, er opt hefur hlotizt slys af, og síðast
í fyrradag, þá er, drengur einn, (sonur meiri hátt-
ar atvinnurekanda hér í bænum) hleypti bráðólm-
um hesti yfir hlaðinn vagn og mann, þannig
að vagninn brotnaði, en maðurinn (Árni Árnason
áður í Kópavogi) féll í öngvit og meiddist mjög •
á höfði og höndum. Að sjálfsögðu hefur þetta
eigi verið drengsins sök, en það ætti að sekta þá
menn drjúgum, er láta óþroskuð börn sín eða
aðra unglinga ríða á-.götum bæjarins ólmum hest-
um, er fullorðnir menn geta ef til vill trauðla
ráðið við. Væru þessir hrossaburgeisar látnir
t. d. afhenda einn eldishest í sektir í hvert sinn
mundu þeir fara að gæta meiri varúðar í þessu
efni.
Afgreiðsla
pðstgufuskipanna
er nú í HAFNARSTRÆTI í húsi undir-
skrifaðs.
Opin frá kl. 8 til 11 »/* f- h.
og frá 1 V2 til 7 e. h.
Sú breyting hefir verið gerð á áætlun milli-
landaskipanna, að
„VESTA“ fer frá Reykjavik 6. júní
í stað 5. s. m.
„THYRA" sömuleiðis 3. júlí
í stað 2. s, m.
C. Zirnsen.
afgreiðslumaður.
Söðlasmíði.
Undirskrifaður selur fyrir lágt verð:
Hnakktöskur, Púða, Gjarðir, Olar, Beizli,
Reiða.
68
„Það er alls ekki af því að mér geðjist svo vel að stöð-
unni, en það er mitt hlutskipti. Sérhver hefur fengið sitt hlut-
verk hér í heimi, eg heiti eiginlega Schikaneder og eg er aðal-
Þókhaldari í þeirri deild, sem nær yfir alla málafiutningsmenn,
réttarþjóna og aðra þá, sem eru f svörtum kápum.
„Þér hljótið þá að hafa fjarskalega mikið að gera“.
»Eg er heldur ekki einn um það; eg hefi nokkra hjálpar-
menn, að minnsta kosti einn á hverri skrifstofu. Með því að
þér eruð álitinn hinn ráðvandasti af öllum málaflutnings-
mónnum, þá afréð eg að ganga sjálfur í þjónustu yðar«.
»Það er allt of mikill heiðurU svaraði Kornelius og hneigði
sig djúpt.
»Sleppum öllum fagurgalal svaraði Scipio. „Við verðum
að gera út um málið. Er það enn þá alvara yðar, að þérviljið
selja mér sál yðarf«
»Satt að segja, þá er mér ekki um það«.
„Eruð þér enn ásifanginnf"
„Æ, þér ættuð ekki að vera að minna mig á það“.
»Nú, jæjaþá, við skulum þá gera kaupin, að öðrum kosti
verður Sidonia innan hálfs mánaðar gefin öðrum manni, það
megið þér reiða yður á«.
„Skárri er það nú flýtirinn. Bíðið við Scipio minnl —
herra Schikaneder ætlaði eg að segja* Er ekkert ráð til þess
að sporna við þessu á annan háttf Það er þó nokkuð hart að
selja yður sál mína. Hvernig vaeri, að eg gerði annað tilboð".
»Sem yður sýnist, eg er reiðubúinn að hlusta á það“
„Látum okkkur sjál • • • Hvað get eg nú fundið í fljótu
bragði f Hvernig væri að eg gæfi yður vinstri fótinn f Það
bæri ekkert á því vegna málaflutningsmannshempunnar*.
»Eg hefi alls ekkert við það að gera og þótt þér byðuð
65
á ungri og fríðri stúlku, en sem var heldur ekki miklu ríkari
en Eva formóðir vor, þegar hún kom í heim þennan.
En verst af þessu öllu var þó það, að það leit ekki
út fyrir, að unga stúlkan væri neitt ástfanginn í honum, en virt-
ist fella hug til annars manns, því þótt hún væri fátæk, þá var
hún þó svo fríð, svo vel uppalinn, svo greind og ástúðleg, að
hún gat valið um marga biðla. Því lengri tími sem leið því meir
fann Kornelíus til þess að útlitið varð ískyggilegra dag frá degi
og ást hans óx að sama skapi.
Einn morgun, þegar svefnleysið hafði venju fyr rekið hann
úr rúminu og hann hélt, að hann væri aleinn á skrifstofu sinni
tók hann alvarlega að íhuga hið hörmulega ástand sitt með svo
mikilli ákefð, að hann mundi sjálfsagt hafa orðið gráhærður
allt í einu, efhann hefði ekki áður verið nauðasköllóttur.
„Eg er þó í rauninni mesti auli“ hugsaði hann með sjálfum
sér, „að eg skuli fara að verða ástfanginn í stúlku, sem ekki á
grænan eyri og gerir þar að auki gys að mér í stað þess að
ganga að eiga ekkju fyrirrennara míns og lifa áhyggjulausu lífi.
Kornelíus ætlaði í örvæntingu sinni að rífa hár sitt, en fékk
ekki handfestu á öðru en nátthúfunni sinni og fleygði henni á
gólfið og tróð hana undir fótum sér. En hvernig sem hann
lét, gat hann þó ekki eins auðveldlega rifið ástina út úr hjarta
sér sem nátthúfuna af höfðinu; hún var of rótgróin til þess.
Hann var alveg eirðarlaus; hann settist ýmist niður eða
stóð upp, æddi fram og aptur um stofuna og fálmaði út í loptið
með höndunum, svo að það voru ósköp að sjá það, því að ást-
fanginn málaflutningsmaður er í raun og veru ekki neitt geðfelld
sjón — og þess vegna er það svo sjaldgæft.
Loksins komst óþreyja hans á hæsta stig og hann sagði: