Þjóðólfur - 27.05.1898, Page 1
ÞJÓÐÓLFU
50. árg.
Reykjavík, föstudaginn 27. maí 1898.
Nr. 25.
Fyrir tvær krónur
geta nýir kaupendur feng-
ið liálfan yíirstandandi ár-
gang Þjóðólfs frá jiilí byrjixn
til ársloka 1898.
30 tölublöð
Séu þessar 2 kr. borgaðar ekki síðar en
í októbermánuði þ. á. geta kaupendurnir
átt von á að fá 50 ára afmælisblað Þjóðólfs
í nóvember, líklega með myndum. — Panta
má og þennan síðari hluta árgangsins hjá á-
reiðanlegum útsölumönnum blaðsins.
Meðal annara breytinga, er orðið hafa á
Þjóðólfi við hina miklu stækkun hans um
næstl. nýjár, má telja hinar fjölbreyttu og
skemmiilegu neJanmálssögur, er hann flytur
nú miklu meir en áður, og almenningi geðj-
ast svo vel að. Einnig mun hann eptirleið-
is, eptir því sem rúm leyfir, flytja ýmsan inn-
lendan sagnafróðleik, nákvæmar innlendar
og útlendar fréttir, m. fl.,erallur þorri manna
hleypur ekki yfir ólesið.
Munið því eptir að panta
Þjóðólf í tima.
Agnúar menntunarinnar.
Rithöfundurinn Henning Jensen, hinn
prestlausi, sem nú er ritstjóri blaðsins »Köben-
havr.“ í Höfn, og mörgum löndum vorum
mun kunnur af ýmsum smellnum greinum í
»Politiken«, hefur fyrir skömmu ritað allept-
irtektarverða grein um hið ískyggilega að-
streymi ungra manna að embættaskólunum
dönsku og hinn atvinnulausa stúdentafjölda,
og birtum vér hana hér í lauslegri þýðingu,
því að þótt hún sé stíluð upp á Dani, þá
getur aðalmergur málsins eins vel átt við oss
íslendinga, með því nú á síðari árum er al-
varlega farið að bóla hér á sömu vandræð-
unurn, eins og í Danmörku, að þvf er þetta
snertir, þótt í smærri stýl sé, enn sem komið
er. Þessvegna er grein þessi athugaverð
hugvekja einnig fyrir oss. Hr. Jensen far-
ast þannig orð:
„Það var allmörg ár almennt viðkvæði
hér í landi. „Sérhverpiltur,semaðeinser velgáf-
aður á að lœra i skóla". Þá er peninga skorti
eigi var takmarkið, sem keppt var að, hér-
aðsfögeta- eða borgmeistaraembætti, en hinir
1) Það sem hér er auðkennt með,breyttu letri
er einnig auðkennt í grein Jensens. Ritstj.
efnaminni létu sér lynda prestsembætti í
sveit, aðstoðarskrifarastöðu í einhverri stjórn-
ardeild, málafærslumannsstöðu eða djákna-
embætti, en þá er í nauðirnar rak, sættu menn
sig við einhverja undirtyllustöðu í póststjórn-
inni eða við járnbrautirnar, því að þar var
þósá kosturinn, að einkennisbúningurinn fylgdi,
en af því að gyllingin var ávalt dálítið máð
við stöðuga notkun, stóð ekki eins mikill
ljómi af honum, eins og búningi annara em-
bættismanna, svo að aðdráttarafl hans varð
minna.
Þessi hreyfing var skiljanleg. Embættis-
vegurinn var og er enn vegur Dana til valds
og virðinga. Hve mikill seiðkraptur er fólg-
inn í embættistigninni sjáum við dags dag-
lega, þá er duglegum og efnuðum bónda þyk-
ir t. d. frami í að samneyta einhverjum
»borðalögðum«. Það sem dró menn út á
embættisveginn var ekki útsýnið frá hinum
háu, andlegu sjónarhæðum, er latínuskólarnir
og háskólinn opnuðu aðgang að, heldur em-
bættistignin, og lausnin frá líkamlegri vinnu,
vonin um að lifa glæsilegu lífi að ytra áliti
»án þess að dýfa hendinni í kalt vatn" sem
kallað er. Til þess að öðlast þetta útheimt-
ist þekking, og þess vegna voru allir gáfað-
ir drengir látnir ganga skólaveginn, lærðu
skólarnir fylltust og gagnfræðaskólarnir þutu
upp, eins og gorkúlur á haug.
Nú er þessi hreyfing í þann veginn að
breytast Það er að falla einskonar rýrð á
þennan mikla lærdóm. Embættin eru nfl. ekki
nógu mörg til að ala alla þessa viðkomu, er
hinar ýmsu kennslustofnanir unga út árlega,
og margir skólagengnir menn eiga )nú við
vesælli kjör að búa, en „kolapiltar“ vorir.
Þess má og geta, að augu manna hafa nú
opnazt alvarlega fyrir því, hversu mikill hluti
af þessum stóra flota, er stefnir að gulllandi
embættanna ferst á leiðinni, • hröklast út af
réttri stefnu eða líður skipbrot, áður en þeir
ná hinni þráðu lendingu á strönd fyrirheitna
landsins, auk margra, er verða að snúa apt-
ur á miðri leið. — Og þá er skólanámið
leiðir eigi að takmarkinu, kemur það optast
nær eða jafnvel ávallt í Ijós, að hlutaðeig-
andi námsmaður er orðinn óhæfur til annara
starfa. Almenningur fer þá að ímynda sér,
að menntunin fari með fjölda manna í „hund-
ana«. Og þótt menn leggi ekki trúnað á,
að menntunin í sjálfu sér sé skaðleg fyrir
„_praktiska“ menn, þá munu að minnsta
kosti flestir sammála um, að eptir því sem
kennslunni er nú háttað í æðri skólum vor-
um, verða nemendurnir eigi aðnjótandi þekk-
ingarinnar á réttan hátt, og þess vegna ger-
ir hún menn óhæfa til vinnu og verklegra
framkvæmda.
Þess vegna eigum vér fyrst og fremst
að innræta æskulýð vorum virðingu fyrir
borgaralegri atvinnu, einkum fyrir hinni lík-
amlegu vinnu.
Þetta er mergurinn málsins. Þá er það
verður talinn heiður hér í landi að leggja að
sér líkamlegt erfiði til þess að geta haft tök
á að mennta anda sinn, þá fyrst mun öll
aukin þekking sýna ljós merki í meiri dugn-
aði og meiri gróða einstaklingsins og þjóðar-
innar í heild sinni. Og að því er snertir
borgaralegar atvinnugreinar mun það þá
koma í ljós, að það er meiri sœmd að vinna
sjálfur og verða sjálfbjarga eða vel efnaður
af eigin ramleik heldur en skrælna allur upp
andlega og líkamlega í einhverju embætti
eða sýslan, og ef til vill svelta þar, af því
að menn duga ekki til annara starfa.
Það er eigi glæsilegt fyrir framtíð lands
vors að horfa á þennan mikla sæg hinna
ungu menntamanna vorra gangandi iðjulausa
á beztu árum lífs síns, drekkandi og drabb-
andi á lélegustu knæpum og vændiskvenna-
húsum, eða sitja veiklaða og Vonþrota á
einhverjum skrifstofustól, með 20—30 kr.
launum um mánuðinn. Sú kynslóð, sem af
þessari stétt æxlast, verður eigi fær um, að
*Þyggja landið«. Það verða fáráðlingar,
kjarklausir, þreklausir og þollausir til allrar
áreynslu. Það fólk yrkir sannarlega ekki
jörðina, það gengur bara sjálft hröðum fetum
ofan í hana".
:f: .*f: :}c
* * * * *
Það er vonandi, að vér íslendingar fá-
um aldrei fjölmenna kynslóð af þessu tagi
hér hjá oss, þótt vísirinn til hennar sé því
miður þegar sjáanlegur. Ritstj.
Bókmenntir.
Dr. Carl Kiichler í Leipzig hefur nýlega
skrifað stutta ritgerð um íslenzkan leikrita-
skáldskap („Zur Geschichte der islándischen
Dramatik«) og er hún prentuð í þýzku tíma-
riti fyrir »samanburðar-bókmenntasögu«, er
Max Koch háskólakennari í Breslau gefur
út. í ritgerð þessari er tínt til flest, er nöfn-
um tjáir að nefna af íslenzkum leikritum eða
leikritatilraunum, þar á meðal ýmislegt, sem
enn er í handriti, og hefði ef ti'l vill verið
réttara að sleppa því alveg, en flest þessara
handrita hefur þó dr. Kúchler sjálfur haft
að láni frá höfundunum. Dómar höfundarins
um íslenzka leikritaskáldskapinn eru mjög
lofsamlegir, ef til vill frekar, en vér eigum
skilið, því að hér er sannarlega ekki um
auðugan garð að gresja í þessari skáldskap-
argrein, þótt eigi skorti tilraunirnar. Það
vantar »neistann« víðast hvar. Einkennileg-
ur og eigi sem heppilegastur virðist oss
dómur dr. Kiichlers um hið óprentaða leik-
rit Indriða Einarssonar »Systkinin í Fremsta-
dal«, þar sem hann kallar það »ljómandi
gott og þar að auki ramíslenzkt« („ein so
práchtiges und dazu eigen-islándisches Stuck").
Að það sé einmitt „ramíslenzkt« að efni eða
búningi verður naumast um það sagt, að