Þjóðólfur - 27.05.1898, Síða 4
IOO
taki Danmörk herskildi, þótt eitthvert stórauð-
ugt enskt fiskiveiðafélag verði að greiða ofurlitlar
bætur fyrir yfirgang og lögbrot starfsmanna sinna.
Danska stjórnin má vera óhrædd þess vegna. Hún
hefur réttinn sín megin og það væri einmitt að fót-
umtroða lög og rétt að gefa upp sektir fyrir beint
lagabrot, enda mun það llklega eigi verða gert
í þetta sinn.
Nú er komin lögreglustjórnar-auglýsing fyrir
hjólreiðarmenn (sbr. síðasta bl. „Þjóðólfs"), en samt
eru riddararnir enn að ríða fólk um koll á göt-
unum, og 2 sektaðir nú í vikunni um 15 kr. hvor
fyrir meiðsli á skólapilti og barni, en þrír aðrir
fengu smærri sektir fyrir ógætilega og ofharða
reið. _____________
I gær kom hingað gufuskipið »Thistlé« með
timbrið í barnaskólann nýja eptir 8 daga ferð frá
Halmstad í Svíþjóð. — Gladstone gamli nú látinn
á 89. aldúrsári (f. 29. des. 1809) og fór þar mikill
maður og merkur. — Af ófriðnum engin ný stór-
tíðindi að segja, dagana 14.—17. þ. m. en floti
Spánverja var þó kominn til Kubu, — Kornvara
hækkaði afarmikið í verði ytra um miðjan þ. m.
sakir stríðsins, einkum rúgur og hveiti, svo að
hveitimjöl kostaði 17 kr. 200 pd., og verður það
sama sem 20 kr. eða meira hér. Ef ófriðurinn
helzt lengi, súpum vér að þessu leyti seyðið af
honum, eigi að eins í matvöruverðinu heldur
einnig í saltfiskssölunni að líkindum m. fl.
Komið og sjáið
hinar miklu birgðir af Vasahnífum,
Vasabókum og Peningabuddum hjá
Magrnúsi Benjamínssyni.
Veltusundi 3.
Tvær kýr, ungar, önnur snemmbær hin
þorra bær, eru til sölu á Elliðavatni.
Til sölu eru ábúendum og öðrum, sem
bezt bjóða jarðirnar Björk í Sandvíkurhreppi öll,
að dýrleika 9 hndr. i2al. */a Kotlaugar7 hndr. 108 al.
og */a Högnastaðir 6 hndr. 90 al. báðar liggjandi í
í Hrunamannahrepp. — Semja má við
Sigurgeir Arnbjarnarson
á Selfossi.
Pr. ,Laura‘ 6. júní
koma meðal annars: Ljá.bl'óðin með
fílnum. (í ár fékk eg loforð verk-
smiðjunnár fyrir, að hún myndi vanda
herzluna á [blöðum þeim, er hún
selur mér betur en verið hefur að
undanförnu) Brúnspónn í hrífutinda,
Ljábrýni — allskonar Þjalir búnar
til ávEnglandi og m. fl.
Eins og að undanförnu, er svo
til ætjazt að þessar vörur verði ódýr-
astar í verzlun
B. H. Bjarnason.
Harðfiskur og saltfiskur fæst í verzl-
un Sturlu Jónssonar.
Borð- og gólfvaxdúkur fæst í verzl-
un Sturlu Jónssonar.
Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í
verzlun. Sturlu Jónssonar.
RÓnir og órónir sjóvetlingar keypt-
ir hæsta verði í verzlun
Sturlu Jónssonar.
N
<D
J2
fO
2
.Q
-Ctí
o
co
oS
E=
S—
cö
CQ
+j ~r~
cn
g ■ -
s—
i- ----
-cö
Concert
heldur »Musikfélag Reykjavíkur« annan hvíta-
sunnudag kl. 5. e. m. í Iðnaðarmannahúsinu.
Þar verður leikiðá ,harmonium‘, ,piano‘, ,flautu‘,
„violin" og „bas-basun"; svo verður enn-
fremur karlasöngur. Herra StelngFÍlTlUP John>
sen, cand. theol. og hr. Jón JÓnSSOn, cand.
phil. styðja Concertinn með „Solo“-söng. —
Enn fremur ætlar herra C- Gauldrée BOÍIIeaU
frá Miinchen að sýna félaginu þá velvild, að
leika á „Violoncello«. — Agóðanum verður
varið í þarfir félagsins til að kaupa fyrir
hann hljóðfæri og fleira.
9C Ninar auglýst á götuhornum
Beina leið til Austfjarða fer gufuskipið
„Hjálmar", í fyrsta lagi h. 29. (þ. m.) maí.
Farseðlar fást um borð í skipinu.
Thor. E. Tulinius.
Farfi allskonar, kítti, rúðugler gott og
í stórum skífum, Fernis- og Terpentínolía
fæst í verzlun
Sturlu Jónssonar.
OTTO MÖNSTED’S,
j X-wl jjyj ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng-
J UXtXXX^X. asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til.
Biðjið því ætíð um:
er tæst hjá kaupmönnunum.
OTTO MÖNSTED’S smjörlíki,
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
70
»Verður Sidonia hin fagra þá konan mín innan mánað-
ar?«
»Innan hálfs mánaðar, ef þér viljið«.
„Og mun hún elska mig?"
„Hún mun ekki geta ráðið sér fyrir ást«.
»Mun eg eignast tvö falleg börn?«
„Fjögur, ef yður langar til«.
»Eg læt mér nægja tvö. En hvað gagnar það mér að
eiga fagra konu og börn, þegar eg hef ekkert til þess að láta
þau lifa af og er ekki viss um að geta haft þak yfir höfðinu*.
»Þér vitið víst ekki við hvern þér eigið. Eg hef meira
vit á þess háttar hlutum en svo. Yður skal hvorki skorta pen-
inga, heiður né metorð. Undir eins og yður þóknast getið þér
komizt í feitt embætti«.
»AUtsaman eptir samningi á stimpluðum 'pappír?«
»Og megið þar að auki semja hann; ef þér einungis seljið
mér sál yðar, þá eruð þér óbundinn að öllu öðru leyti«.
Kornelíus fletti öllum formálabókunum sínum, því hann
hafði aldrei fyr ritað svo einkennilegan samning.
„Schikaneder minn", sagði hann loksins, „við skulum gera
kaupsamning með því skilyrði, að kaupin geti gengið áptur".
„Hvað er þetta! Yður gæti þá dottið í hug að senda mér
hina fögru Sidóniu á hálsinn, þegar þér væruð orðinn leiður á
henni. Eg hef ekkert gagn af því...........En . . . látum svo
vera! Mér geðjast vel að yður og svo að þér sjáið, að eg er í
rauninni bezta skinn, þá hlustið nú á mína uppástungu. Eg læt
yður aptur fá sál yðar undir eins, er þér ekki óskið annars en
að sjá hana aptur. Eruð þér ánægður með það?"
Kornelíus hugsaði sig um stundarkorn, en þvi meir sem
7i
hann hugsaði um það, sá hann að kölski var í rauninni mesti
auli. Hann flýtti sér því að svara:
»Já, eg geng að kaupunum".
Scipio tók óeldfiman pappír upp úr va%a sínum — það var
nauðsynleg varkárni vegna loptslagsins í skjalasafninu, sem átti
að geyma hann í — og lét málaflutningsmanninn lesa alla skil-
málana, sem þeir höfðu gengizt undir og búið var að skrifæ
þar á.
„Skrifaðu undir", sagði hann og málaflutningsmaðurinn
skrifaði undir. Scipio gerði það einnig og stakk síðan pappírn-
um í vasann og rak upp ofsahlátur. í sama bili hvarf hann.
Þá heyrðist voðalegt óp og málaflutningsmaðurinn studdi sig
við skrifborðið til þess að detta ekki, síðan teygði hann úr sér
og neri augun, eins og maður, sem skyndilega vaknar af
draumi.
Hann hélt fyrst, að þetta hefði í rauninni ekki verið ann-
að en draumur með því að hann sat sjálfur í hægindastólnum,
sem kölski hafði setið í og með því að stóllinn, sem hann var
sjálfur vanur að sifja á, stóð á venjulegum stað. Hin töfrandi
mynd Sidoniu var horfin, í brennikassanum voru að eins sjö eðæ
átta stykki, eins og áður, það var kalt inni og eldurinn dauður.
Lögbókin lá þó á skrifborðinu og var opin við þá opnu, þar
sem talað var um kaupsamninga.
Eitthvað hlaut þetta þó að vera meira en draumur.
Kornelius var í ráðaleysi og vissi ekki, hvað hann átti að
halda um þetta. Þá er barið á útidyrnar og hann heyrir,
að Magdalena fer niður og lýkur upp, síðan fer hún inn í svefn-
herbergið og kemur loks inn á skrifstofuna.
„Hvað hefur komið fyrir, úr því að þér eruð svo snemma
á fótum?".