Þjóðólfur - 10.06.1898, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.06.1898, Blaðsíða 1
I ÞJÓÐÓLFUR. Reykjavík, föstudaginn 10. júní 1898. Nr. 27. 50. árg. Fyrir tvær krónur geta nýir kaupendur feng- ið hálfan yfirstandandi ár- gang I»jóðólfs frá júlí byrjun til ársloka 1898. 30 tölublöð Séu þessar 2 kr. borgaðar ekki síðar en í októbermánuði þ. á. geta kaupendurnir átt von á að fá 50 ára afmæHsblað Þjóðólfs í nóvember, líklega með myndum. — Panta má og þennan síðari hluta árgangsins hjá á- reiðanlegum útsölumönnum blaðsins. Munið því eptir að panta Þjóðólf í tíma. IJm nautgriparækt og smjörgerð. Eptir S. B. Jónsson, Winnipeg, II. Hér í landi telja menn, að meðalkýr gefi af sér að meðaltali um 1800 potta á áriafmjólk, eða sem svarar iopottumádag 6 mánuði aí árinu. Með smjörgerðarvélum fá menn hér eitt pund af smjöri úr hverjum 22-—23 pundum af nýmjólk, en það er sem næst, að eitt pund af smjöri fáist úr hverjum 10 pottum af nýmjólk. — Miðað við það gefur þá kýrin af sér .180 pund af smjöri um árið að meðaltali. Geri maður nú ráð fyr- ir, að kýr á íslandi nái þessari áætlun að meðaltali, og eg hygg þær geri það að minnsta kosti, og miði maður við það meðalverð, sem verið hefur á smjöri á íslandi síðast lið- in ár,, nfl. 65 aura pundið, þá getur hver kýr gefið af sér, eptir þessum reikningi 117 krónur, einungis í smjöri á hverju ári, það er að segja, ef menn vilja leggja svo mikið á sig, að neita sér um að að éta allt smjörið sjálfir heima, sem vonandi er að mönnum fari að lærast, svo að ekki þurfi að flytja um hundrað þúsundir króna út úr landinu árlega fyrir aðflutt smjör, ost og smjörlíki frá út- löndum, eins og átt hefur sér stað að undan- förnu. Það er annars mesta furða, að íslend- ingar skuli ekki vera farnir að flytja inn kj'ót og fisk frá útlöndum fyrir hundrað þús- undir króna árlega, það væri ekki stórum fráleitara en það að flytja inn smjör fráútlónd- um árlega í tonnatali. En svo hygg eg að smjör, gert eptir nýjustu reglum, með reglulegum smjörgerðar- vélum („Separators" með tilh.) mundi seljast til útlanda fyrir kannske allt að því 1 krónu pundið, með tilliti til þess, að hér er borgað lh—lh hærra verð fyrir þesskonar smjör, en heimagert smjör upp á gamla móðinn. Og héðan er þó flutt smjör til Norðurálfunnar fyrir nokkur hundruð þúsundir dollara árlega, eptir að hvert pund hefir verið keypt hér fyrir 15 til 25 cents. Geri maður nú ráð fyrir, að bóndinn á ísl. geti komið sér svo fyrir, að hann geti safnað smjöri til útsölu, t. d. að eins úr 4 kúm (eða ef til vill 6—10 kúm), og fengi svo að eins 65 aura fyrir pundið, mundi sú tekju- grein þá gefa honum 468 krónur á ári. — Hve mörg kindarreifi þarf til að jafnast við þá upphæð? — Að minnsta kosti mundu þær aukatekjur hjálpa honum talsvert til að verða með tímanum sjálfstæður bóndi, væri hann það ekki áður. Til þess að hafa kúarækt, eða smjörgerð í stórum stíl, er einkar nauðsynlegt að hafa smjörgerðarvélar, því að auk þess sem þær spara svo að segja alla fyrirhöfn við mjólk- urhirðinguna, og allan kostnað við trog og byttur og þessháttar, þá ná þær frá !/s—V3 meira smjöri úr mjólkinni, en hægt er að ná með nokkurri annari aðferð, og svo verður bæði smjörið, áirnar og undanrenningin alveg ómengað, og þess vegna heilnæmara til fæðu bæði fyrir menn og skepnur. Smjörið verð- ur sérstaklega verðmeira og útgengilegra til útsölu, meðfram af því, að í stað þess að ein- eða tvídægra mjólkina í opnum trogum og skálum í misjafnlega þokkalegum húsa- kynnum, þá skilur maður með vélinni rjóm- ann trá undanrenningunni undireins og mjólk- in kemur úr kúnni. Smjörgerðarvélar eru til af ýmsri stærð með ýmsu verði, svo allir geta ef ekki einir sér, þá í samlögum eignast þær. Þær minnstu sem eg þekki eru fyrir 4—8 eða jafnvel 12 kýr, og kosta þær hér í Manitoba 50 dollara; þær eru gerðar í Englandi. Heima á íslandi ímynda eg mér, að þær mundi ekki kosta yfir svo sem 100 krónur — þær skilja sundur 64 potta á klukkutímanum. — Með litlum tilkostnaði mætti víða hvar á íslandi hreyfa þessa vél ásamt strokknum með vatnsafli í smá-ám og lækjum, því hún er svo létt að unglingur getur hæglega snúið henui. En önnur aðferð til þess að gera mjólk að arðberandi verzlunarvöru, er sú að frysta hana, og er hún ef til vill fullt svo ábatasöm og hin, að gera smjör úr henni á þann hátt, sem eg hefi tekið fram, þar sem því verður viðkomið kostnaðarins vegna. III. Með tilliti til þess hve sauðfjárræktinni hefur fleygt fram á Islandi hin síðari árin og nautgriparæktinni jatnframt hnignað, þá virðist sem bændur á íslandi séu sann- færðir um, nð sauðfjárræktin sé arðsamari yfir höfuð að tala en nautgriparæktin. En svo dylst mér ekki, að þeir ættu af afleið- ingunum, að geta séð, að sú sannfæring hlýtur að vera öldungis röng, ef þeir aðeins at- húguðu það reikningslega, en sérstak- lega þó, þegar eins og allt hjálpast að til að gera sauðfjárræktina sem næst arðlausa, eins og nú á sér stað á íslandi, en þó jafn- vel hvernig sem í ári lætur. Til þess að komast að greinilegri niður- stöðu viðvíkjandi því, hve arðsöm nautgripa- ræktin sé, eða geti verið á íslandi, til móts við sauðfjárræktina, þá er auðvitað nauðsyn- legt að leggja það niður fyrir sér reiknings- lega til samanburðar, til þess að þurfa ekki að byggja á staðlausri hugmynd í því efni, því spurningin um þetta efni er, að því er sýnist afar-þýðingarmikil fyrir búnaðarlega framför íslands og framtíð þjóðarinnar f landinu. Til að skýra þetta dálítið skal eg taka dæmi: Eg set svo, að eg hefði 1000 kr. milli handa, til þess að kaupa fyfir búpening, sem bóndi eða bóndaefni á íslandi. Eg er nú í efa um, hvort ábatasamara sé að kaupa ær eða kýr fyrir upphæðina, og þess vegna fer eg að reyna að ráða gátuna, og svo kemst eg að þeirri niðurstöðu, að kýrnar séu arðsamari. Eg kaupi svo 10 góðar kýr fyr- ir upphæðina (100 kr. hverja). Nú geri eg ráð fyrir, að hver kýr gefi af sér til jafnaðar sem svarar 10 pottum af nýmjólk á dag, 8 mánuði af árinu; og að jeg geti selt ný- mjólkurpottinn fyrir svo sem 12 aura til smjörgerðarhúsa eða ostagerðahúsa, eða á einhvern annan hátt gert hvern pott af mjólkinni 12 aura virði handa mér að minnsta kosti. — En að gera það, er eins auðvelt fyrir hvern einasta sveitabónda á íslandi, eins og hvað annað, sem þeir gera daglega ■—■ ef þeir að eins vildu hafa samtök til þess. Með þessu móti fæ eg fyrir mjólkina úr öllum 10 kúnum 2,880 kr. — tvö þúsund átta hundruð og áttatíu krónur -— um árið, auk þess sem fer af mjólk, (áum óg undanrenn- ingu) til uppeldis allra kálfanna. Að vetrinum gef eg kúnum og kálfun- um helming af töðu og helming af góðu útheyi, og geri eg ráð fyrir, að eg þurfi alls 13 »kýrfóður« (6^/2 af hvoru). Og svo geri eg að kýrfóðrið af töðunni kosti mig um 100 krónur og jafnvigt (eða kýrfóðrið) af úthey- inu 60 kr. Kostar vetrarfóðrið, fyrir 10 kýr og 10 kálfa, þá samtals 1040 krónur. Að vorinu (að árinu liðnu) sel eg nú alla kálfana (vetrunga) fyrir hér um bil 20 kr. hvern, eða samtals 200 krónur. Samtals verður þá allur ársarðurinn af 10 kúnum —- eða 1000 kr. — sem er verð mjólkurinnar og kálfanna, 3,080 lcr., en að frádregnu verðifóð- ursins, samtals 2,040 krónur, eða 204 krón- ur af hverri kú, að óskertum höfuðstólnum, sem eg byrjaði með. »

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.