Þjóðólfur


Þjóðólfur - 29.07.1898, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 29.07.1898, Qupperneq 1
ÞJOÐOLFUR. 50, árg. Reykjavík, föstudaginn 29. júlí 1898. Nr. 35. Auglýsing um holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Yfirstjórn holdsveikraspítalans í Laugar- nesi gerir hér með, samkv. 13. gr. laga 4. febr. 1898, um aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum og flutning þeirra á opinber- an spítala, kunnugt öllum almenningi og sér í lagi héraðslæknum og aukalæknum, og sveitar- og bæjarstjórnum, að spítali sá handa holdsveikum mönnum, sem verið er að byggja í Laugarnesi við Reykjavík, verður fullger og til afnota 1. október næstkomandi. Frá þeim degi verða holdsveikir menn. sem yfirstjórn spítalans hefur veitt inntöku á spítalann, teknir til hjúkrunar þar. Umsóknir um inntöku á spítalann skulu stýlaðar til spítalalæknisins, en sendar hlut- aðeigandi héraðs- og aukalækni, sem ritar á þær álit sitt og sendir þær síðan til spítala- læknisins. Þegar beðið er um inntöku fyrir holdsveikan mann, samkvæmt 7. og 8. gr. fyrnefndra laga, skal hlutaðeigandi sveitar- eða bæjarstjórn semja og undirskrifa umsókn- ina, en annars semur sjúklingurinn umsókn- ina sjálfur eða tjárráðamaður hans, sé hann eigi fullveðja, sbr. 4. gr. í lögum 4. febr. 1898, um útbúnað og ársútgjöld spítala handa holdsveikum mönnum. Umsóknir, sem ritaðar eru fyrir 1. októ- ber þ. á., skulu sendar meðundirrituðum héraðslækni Guðmundi Björnssyni í Reykjavík. í umsókninni skal standa fullum stöfum skírnarnafn hins holdsveika og föðurheiti, aldur, fæðingarstaður og heimili; sé sjúkl- ingurinn fulltíða, skal þess getið, hvort hann sé giptur og hvort hann eigi börn. Enn- fremur skal að svo miklu leyti sem unnt er gera grein fyrir því í umsókninni, hvort holdsveikin sé hnútótt eða slétt og á hvaða stigi hún sé. Þess skal einnig getið, hvort sjúklingurinn hafi eða hafi áður haft nokk- urskonar geðveiki, og að lokum, hvort nokkrar sérstakar ástæður mæli með eða móti inntöku hans á spítalann. Hver holdsveikur maður skal hafa með sér tvennan sæmilegan alfatnað, þegar hann kemur á spítalann, þar með talinn nærfatnað. Ef sjúklingurinn deyr á spítalanum, eignast spítalinn föt hans. Ef eitthvað vantar í föt hins holdsveika, þegar hann kemur, eða álíti ráðsmaður eitthvað af honum miður nýtilegt, þá ber að útvega það, sem á vantar á kostnað þess, er sótti um inntöku á spít- alann. Engan má senda á spítalann, nema fengid sé leyfiyfirstjórnarinnar til inntökunnar. Yfirstjórn holdsveikraspítalans Reykjavík 27. júlí 1898. J. Havsteen. J. Jónassen. G. Bjðrnsson. Áhugaleysi og alvöruleysi. Órækt merki þess, hversu íslenzka þjóðin er afskiptalaus og áhugalaus í pólitiskum málum eru undirtektir þær, sem Þingvallafundarboðið hefur fengið víðast hvar, að því er enn hefur spurzt, því að mörg kjördæmi hafa enn alls ekki hreyft sig neitt í þá átt að sinna því, og væri þó nú kominn tími til þess, ef þau ætluðu sér að gera það. Menn vonuðust reyndar aldrei eptir almennum undirtektum,feakir þess, að ýms kjör- dæmi eru eigi áhugameiri eða sjálfstæðari en svo, að þau varpa allri sinni áhyggju upp á þingmann sinn eða þingmenn og láta svo þar við sitja, en það er hinsvegar fullkunnugt, hvernig fjöldi þingmanna nú hefur farið að ráði sínu í stjóm- arbótarmáli vor Islendinga, er Þingvallafundurinn í sumar átti aðallega að taka til umræðu. Það mátti því ganga að því vísu, að þessir »frávill- ingar« í þingmannaflokknum mundu ráða kjós- endum sínum til að sitja kyrrir og hreyfa sig hvergi, og það hefur sjálfsagt verið undurlétt erf- iði víðast hvar. Það er svo rniklu hægra að svæfa þá menn til fulls, sem svefnmókið er þeg- ar sigið á, heldur en að hrista úr þeim drung- ann, láta þá rétta úr sér, og fá þá til að hafast eitthvað að og hreyfast úr staðt Sá sem telur dáð og dug úr fólki í hverju sem er, stendur svo langtum betur að vígi og er margfallt viss- ari um sigur, heldur en hinn, sem leitast við að tala dáð og dug í fólk, og fá það til að hefjast handa. Annað er létt verk og löðurmannlegt, hitt optast nær Sisyfosþraut og »sálarpúl«, ekki sízt að því er Islendinga . snertir, þótt víðar sé auðvitað pottur brotinn í þessum efnum. . Að því er sjálfar undirtektirnar undir Þing- vallafundarhaldið í sumar snertir, þá er oss það kunnugt, að sumstaðar hafa farið fram kosning- ar á kjörmönnum, en óvíða eða jafnvel hvergi, eins og til var ætlazt. Rangvellingar urðu einna fyrstir til og kusu kjörmenn í flestum eða öllum hreppum sýslunnar nema Austur-Eyjafjallahreppi, og þessir kjörmenn áttu svo fund með sér á Stórólfshvoli 2i. þ. m. til að kjósa fulltrúa á Þingvallafund, en þá fer svo undarlega, sem mun vera nálega eins dæmi, að þessir útvöldu um- boðsmenn hreppanna koma sér saman um að kjósa ekki neina fulltrúa(!l) og kvaðþvíhafa einkum verið barið við, að fundartíminn væri ó- hentugur. Þessi hlægilega niðurstaða er Rang- vellingum til stórhneysu og var þeim rniklu sæmra að hreyfa sig hvergi til neinna undirbúningskosn- inga. Annar eins amlóðaháttur og þetta er meira að segja óskiljanlegur í kjördæmi, sem næst liggur fundarstaðnum sjálfum. Það hefði verið ljóta sneypan — eða hitt þó heldur — fyrir þetta kjördæmi, ef það hefði orðið t. d. hið eina kjördæmi á landinu, er kosið hefði fulltrúa á Þingvallafund á sem fullkomnastan og réttastan hátt, eða eins og átti að vera. Rangæingar þljóta að sjá það sjálfir, án þess þeim sé bent frekar á það, að svona löguð frammistaða er eigi að eins héraðinu til minnkunar, heldur einnig í fyllsta mæli hlægileg, hvernig sem á hana er litið. Að því er önnur kjördæmi snertir má geta þess, að Arnesingar hafa ekki enn hreyft sig, ætla víst að bíða eptir hinum, eins og »Stefnir« segir um Isfirðinga og eptir því, sem ráða má af sama blaði verða Eyfirðingar einnig fremur seinfara í flilltrúakosningunum, sagt, að þeir muni þó líklega manna sig upp um 7. ágúst, ef eitthvað verður úr þjóðminningardegi þeirra. Eigi höfðu undirbúningskosningar gengið þar heldur sem reglulegast. Úr Suður-Þingeyjarsýslu hafa menn lítið frétt, en eitthvað voru menn þar að hugsa um kosningar, og í Norður-Þingeyjarsýslu hafa að eins 2 hreppar kosið kjörmenn (6 alls) og þeir síðan einn fulltrúa (úr Reykjavík). Um önn- ur kjördæmi vita menn enn lítið. En hvemig sem allt veltist, og hversu sem fulltrúakosningar ganga óskipulega, eða farast al- gerlega fyrir í ýmsum kjördæmum, þá verður eflaust einhver samkoma haldin á Þingvelli 20. ágúst, hvernig sem henni verður að öðru leyti hagað. Nokkurnveginn almenn hluttaka í reglu- legum Þingvallafundi er að minnsta kosti eigi fyrirsjáanleg. í þetta sinn, en þau kjördæmi, sem á annað borð ætla að senda fulltrúa á fundinn, þurfa að flýta þeim kosningum úr þessu, því að þess ber að gæta, að fundurinn getur haft all- mikla þýðingu, þrátt fyrir það, þótt hann verði ekki almennt sóttur óg ýms kjördæmi skerist úr leik. En ef hver ætlar að bíða eptir öðrum með fulltrúakosningar þessar og enginn þorir að ríða fyrstur á vaðið, þá er sagan sögð — sagan af framtakssemi og pólitiskum áhuga Islendinga á því herrans ári 1898. Um nautgriparækt 09 smjörgerð. Nokkrar athugasemdir eptir Sigurð Þór- ólfsson. (Niðurl.). Mér þykir höf. halla, f áætlun sinni, ó- trúlega mikið á ærnar. Eg skal fúslega við- urkenna að þannig löguð áætlun á mismun sauðfjár- og kúaræktar, getur átt sér stað, en að þannig lagaða áætlun megi leggja til grundvallar við slíkan samanburð, neita eg algert. Til þess að slá því föstu þyrfti að hafa hliðsjón af skýrslum og búreikningum úr öllum héruðum landsins um afurðir hverra þessara gripategunda fyrir sig. Hin ýmsu héruð og sveitir landsins eru ólík að lands- kostum. Sum eru betur löguð íyrir sauð- fénað en kýr, aptur eru önnur heppilegri fyr- ir kúarækt en sauðfjárrækt- Jafnvel í hverri sveit eru jarðir mjög misjafnar í þessa átt, eins og hinn heiðraði höf. veit. Það get- ur verið villandi að álykta það, að ein eður önnur jörð sé betur fallin til sauðfjárræktar en mjólkurkúaræktar, fyr en nákvæmt yfir- lit yfir tekjur og útgjöld hvers fyrir sig er haldið. Þær jarðir eru og til, sem reynslan hefur sýnt að réttast er að hafa tiltölulega fleiri sauði en ær. Hvernig markaður er fyr- ir ull, kjöt, smjör o. s. frv. getur og haft á- hrif á þetta. Það er eitt meðal annars, sem búreikningar sýna, eða bókfærsla búskapar- ins, hver skepnutegundin gerir mest gagn, svo hægt sé að leggja meiri rækt við hana. Má vera að bóndi, sem búið hefur 30—40

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.