Þjóðólfur - 29.07.1898, Page 2
136'
ár og ávallt haldið búreikninga hafi komizt
að þeirri niðurstöðu, að 5, 10 eða máske 15
ár af búskapartíð sinni hafi nautgriparæktin
betur borgað sig en sauðfjárræktin, sem get-
ur stafað af markaðsverði, af afurðum búsins
og ýmsu fl. Þótt nú árið 1898 sé laklegur
markaður fyrir fé, þá getur það örðið
breytt á annan veg eptir nokkur ár segjum
árið 1905 og það er vonandi að verði.
Frá því sögur fara af landinu hefur
það verið fremur sauðfjárræktarland, en naut-
gripa, og eg hygg það verði það svo lengi
sem það byggist og mönnum er ekki hætt
að þykja gott kjöt og taka ullarklæði fram
yfir bómullarklæði. Landið sjálft, landslag
þess og veðuráttufar, virðist líka benda til
þess, að sauðfjárræktin eigi að vera og geti
verið aðalatvinnugrein landsmanna. Og
þótt svo væri að nautgripáræktin sé undir
núverandi kringumstæðum arðsamari en sauð-
fjárræktin, sem jeg efast þó um að sé, ef
vel væri athugað að eigi sér stað, þá erþað
ekki full sönnun fyrir því að vér eigum að
leggja minni rækt við hana en hingað til
hefur verið. Það er einmitt sauðfénaðurinn,
sem getur tekið margfalt meiri bótum með
kynbótum og góðu eldi en kýrnar. Það
hefur reynsla nágrannaþjóðanna í Noregi og
Skotlandi sýnt á þessari öld. Vér höfum
nóg land og gott til þess að rækta ósköpin
öll af skepnurófum, sem Skotar hafa til fénað-
areldis til fitunar. Það fóður mundi hjá oss
verða ódýrara en útheyið, sem verið er að
reyta saman víða með tiltölulega miklum
kostnaði. En þá yrðum vér að hafa menn-
ingu í oss að plægja, en ekki að pæla jörð-
ina. —
Ef eg hefði viljað leggja lauslega, eins
og höf. gerir, niður fyrir mér, hvort yfirleitt
mundi betur borga sig, eins og nú stendur,
að hafa tiltölulega fleiri ær en kýr, þá mundi
eg hafa farið eptir því sem eg þekki til í
nokkrum hreppum á Vesturlandi, eins og
höf. hefur líklega farið eptir, þar sem hann
þekkti til áður og fyr meir, þegar hann var
hér austan hafs. Áætlun mín hefði þá hljóð-
að þannig:
Fyrir 1000 kr. fæ eg 9 kýr (en ekki
10, eins cg höf. gerir ráð fyrir). Ur hverri
kú fæ eg að meðaltali 1600 pt., ef þær eiga
að fóðrast á útheyi til helminga við töðu. —
Hvern mjólkurpott reikna eg einungis 10 aura
og er það hæfilega metið, þegar mjólkin er
ekki brúkuð öll daglega til heimilis. Eg geri
ekki ráð fyrir mjólkurgerðarhúsum, enda hef-
ur mér svo talizt til hér að framan, að eina
6 aura mundi bændur geta haft úr hverjum
mjólkurpotti með því að selja mjólkina til
þeirra, þótt þau einn góðan veðurdag væru
komin í hvern hrepp landsins. Mjólkin úr
9 kúm, þannig fóðruðum, yrði þá 1440 kr.
Samkvæmt reikn. höf. yrði fóðurkostnaður-
inn 720 kr. og læt eg það halda sér. í á-
góða að frádregnu fóðri vcrða þá 720 kr.
Fyrir sömu upphæð 1000 kr., fæ eg 83 ær
loðnar og lembdar, hverja fyrir 12 krónur,
(ekki 14 kr. eins og höf. reikn.). Afurðir
af ánum verða: úr hverri á 55 pt. af mjólk
í 3 mánuði, eða úr 83 ám 4565 pt Hvern
mjólkurpott af sauðamjólk reikna eg 12 au,
því hún hefur það meira af ostefni og feiti,
en kúamjólk. Verður þá mjólkin alls 547 kr.
80 a. Ull af hverri á 3 pd., hvert á 0,65=
1,95 kr., eða 161 kr. 85 aurar. Gemling-
ana að vorinu reikna eg 9 kr. (ekki 10 kr.,
eins og höf. gerir), eða alla á 747 kr. Sam-
tals af 83 ám 1456 kr. 65 aura. Á kýr-
fóðri af útheyi fóðrast 20 ær og sömuleiðis
20 lömb, eins og höf gerir, éða því sem næst
8 kýrfóður fyrir 83 ær og 83 iömb; kýrfóðrið
af útheyi metið á 60 kr., eins oghjáhöf. verð-
ur fóðurkostnaðurinn 480 kr. Eptirtekjan at
1000 kr. höfuðstól í kúm, að frá dregnu
fóðri, 720 kr. en í ásauðum 976 kr. 65 a. Hús,
hirðing, vanhöld og beitarkostnaður talinn
svipaður við kýrnar og ærnar.
Þannig segir þessi áætlun sauðfjárræktina
arðmeiri en kúaræktina, en hjá hinum heiðr.
höf. var hún meir en helmingi arðminni sam-
kvæmt áætlun hans. Og svona gengur það.
Komi nú sá þriðji með áætlun í þessa átt,
hljóðar hún að líkindum á enn annan veg,
sem mjög eðlilegt er. En þetta bendir áþað,
sem hér að framan er tekið fram, að með
nákvæmu búskaparyfirliti sé einungis hægt
að sjá, hver skepnutegundin borgar bezt fóð-
ur sitt og aðra fyrirhöfn á hverri jörð eða í
hinum ýmsu héruðum í heild sinni.
Hinn heiðr. höf. á þakkir skilið fyrir
hinn hlýja hug, sem hann ber til landa sinna
austan hafs og fyrir þá miklu umönnun fyrir
aðalatvinnuvegi vorum, þótt eg sé ekki
samdóma honum í því, sem hann álítur oss
gagnvænlegast. Höf. hefur gengið gott eitt
til þess að hreyfa þessu máli, og það erþess
vert, að um það sé rætt, eins og allt það er
að landbúnaði vorum lýtur, þessum aðalat-
vinnuvegi vorurn.
Læknisembættið við holdsveikra-
spítalann í Laugarnesi er veitt af konungi 8.
þ. m. Sœmundi Bjarnhéðmssyni héraðslækni
Skagfirðinga. Auk hans sóttu: Þórður Thor-
oddsen og Þorgrímur Þórðarson héraðslækn-
ar og Kristján Kristjánsson aukalæknir. Er
veiting þessi ný sönnun þess, hvernig stjórn-
in gengur á svig við menntastofnanirnar hér
heima. Þórður Thoroddsen er t. d. kandí-
dat með 1. einkunn frá læknaskólanum,
15 ára gamall héraðslæknir í fjölmennu
læknishéraði og hefur staðið mjög vel í þeirri
stöðu. Hafði auk þess eindregin meðmæli
landlæknis til þessa embættis. En nú féll hann
samt fyrir rúml. ársgömlum háskólakandí-
dat með 2. einkunn, að honum alveg ólöstuð-
um að öðru leyti.
Oddfélagarnir dönsku, dr. Petrus Beyer
og félagar hans, lögðu af stað héðan úr bænum
í gær landveg norður á Akureyri, og fara það-
an heim með »Vestu« 9. ágúst. — Þeir lifðuvið
glaum og gleði þennan tíma, er þeir dvöldu hér,
linnti sjaldan veizluhaldi einhversstaðar. Síðast
héldu bæjarbúar (embættismenn og aðrir borgar-
ar) þeim stórveizlu í Iðnaðarmannahúsinu 26. þ.
m. fyrir forgöngu 3 manna úr bæjarstjórn-
inni (bæjarfógetans, Halld. Jónss. og Þórh. Bj.)
og sátu þar að snæðingi 75 manns, karlar og
konur. Þar var mælt fyrir minni konungs, Dan-
merkur, P. Beyers, Thuréns húsgerðarfræðings, F.
Baldts timburmeistara o. fl. Þótti sú veizla hin
skemmtilegasta og fór að öllu leyti hið bezta
fram.
Víg'sla holdsveikraspítalansogafhend-
ing hans í hendur landshöfðingjafór framíLaug-
arnesi í fyrra dag kl. 5 e. h. Dr. P. Beyer, sem
er stórmeistari (stór-sír) Oddfélagareglunnar í Dán-
mörku hélt fyrst ræðu fyrir konungi, og svo aðra
ðu ræum spítalann og aðdragandann að því, að
Oddfélagamir réðust í þetta fyrirtæki. . Að þvf
loknu hófst sjálf vígsluathöfnin. Gekk stórmeist-
arinn með hamar í hendinni upp stiga, erreistur
var upp við fordyri hússins, og hnykkti þar á
3 nöglum, sem nafnspjald reglunnar með stöfun-
um »1. O. O. F.« er fest með á framhlið húss-
ins uppi yfir innganginum. Hnykkti hann fyrst
á nagla »vináttunnar« þá á nagla »kærleikans«
og síðast á nagla »sannleikans« með dálitlum
formála við hvern þeirra. Að því búnu stéig
hann niður úr stiganum, skipaði þá Birni Isaf.
ritstj. að rétta sér skál með vatni í, og stökkti
nokkrum dropum úr henni á þrepskjöld hússins,
og mælti nokkur orð um leið, bauð því næst F.
Baldt að opna dyrnar, og því næst Halld. Daní-
elss. bæjarfógeta að rétta sér skál með blómum
í, og varpaði þeim inn í anddyrið með nokkr-
um formála, en þá kom röðin að Tryggvabanka-
stjóra,1) er hann skipaði að rétta sér skál með
korni í, og stráði hann því einnig inn í
anddyrið með yfirlestri, og við það lauk þess-
um »seremoníum«. Þá las dr. Beyer upp gjafa-
bréfið fyrir spítalanum og afhenti það landshöfð-
ingja, en landshöfðinginn þaklcaði með ræðu og
afhenti að því búnu spítalann spítalastjórninni,
(amtmanni, landlækni oghéraðslækninum í Reykja-
vík). Þá hélt amtmaður ræðu, en dr Beyer
þakkaði fyrir allt saman og var þá »hátlðleg-
heitunum« lokið. Meðan athöfninni fór framlék
lúðurþeytaraflokkur Helga Helgasonar á lúðrana
við og við, en söngflokkur söngkvæði, er Steingr.
Thorsteinsson hafði ort. — Mikill fjöldi bæjar-
manna var þama viðstaddur og fékk hver sem
vildi, að skoða húsið að innan, þá er athöfninni
var lokið. En húsið er eigi nærri fullgert enn.
Er það mikil bygging og margbrotin, og gjöfin
að því Ieyti hin veglegasta. En harla dýr mun hún
reynast landssjóði. Getur orðið í stórum stýl
það, sem Flensborgarskólinn hefur orðiðlsmærri.
Hitt og þetta.
Kokuspálmaviðurinn er óefað hið nytsamasta
tré 1 heiminum og getur nærri látið 1 té allt
það, sem maðurinn þarfnast, Viðurinn er notað-
ur til að smíða úr hús, skip og húsgögn; fægt
kokustré er ekki síður fagurt en endingargott.
Blöðin eru notuð til þess að þekja hús með og
til peningsfóðurs, leggirnir til þess að flétta reipi
í vendi, bursta, gólffléttur, karfir og jafnvel í papp-
ír. Kjarni kokushnetunnar er aðalfæða innlendra
manna í miklum hluta Indlands, Afríku og
Suðurhafseyja, og vökvinn, hin svokallaða kok-
usmjólk, er ágætur drykkur. Það gefur einnig af
sér vín, sykur, olíu, vax, viðarkvoðu og búkhreins-
andi lyf. Skurnin er notuð sem skálar og drykkjar-
ker; úr tægjunum utan á berkinum eru ofnir dúk-
ar, ábreiður oggólffléttur; olían er höíðtil'matreiðslu
eða til ljóss og sápu, sem einnig getur íreytt í
söltu vatni. Þegar olían er hreinsuð, verður hún
að nokkurs konar olíusætu, og þegar hún er ó-
hreinsuð er hún notuð til ljósa á lömpum. Ræt-
urnar tyggja menn eins og munntóbak, til þess
að munnurinn sé sífellt þvalur og erþað opt nauð-
synlegt 1 heitu löndunum. Það er hægra að segja,
hvað menn ekki getafengiðafþessu undratré, heldur
en hvað menn geta fengið. Bambusviðurinn í
Kína er nærri því jafn nytsamur og kalla Kín-
verjar hann „framfæranda heimsins".
Kruger forseti í Transvaal er einhver liinn
starfsamasti maður 1 Afríku. Hann fer snemma
á fætur og þegar aðrir konungar og forsetar vakna,
er hann þegar lengi búinn að vera í ráðhúsinu
til þess að gegna hinum ýmsu störfum sínum. A
sunnudögunum hefur hann einnig mikið að gera,
því að þegar presturinn við kirkjuna hans er fjar-
vérandi, stígur Kriiger sjálfur í stólinn og eru ræð-
ur hans fullar af fjöri og hita.
1) Þeir Halldór, Björn og Tryggvi eru allir í
OddfélaginU, sem myndaðist hér í fyrra, og voru
því vígslusveinar við þessa athöfn. í þessu íslenzka
Oddfélagi eru nú alls 12 me nn.