Þjóðólfur - 29.07.1898, Síða 3

Þjóðólfur - 29.07.1898, Síða 3
i39 Það eru til margar skýringará uppruna orðs- ins „Humbug" en þessi virðist vera hin áreiðan- legasta: Af ölllum hinum mörgu lélegu myntum, sem slegnar hafa verið áýmsum tímum, hafa engar verið jafnverðlitlar og þær, sem Jakob II. lét slá í Dublin. Hann bræddi í vandræðum sínum allt, sem hann gat náð í, blý, tin, kopar og látún og svo lítið var gildi þess í raun ,og veru, að 20 shillings voru varla 2 shill. virði. Irlendingar köll- uðu þessar lélegu myntir „Uimbug" sem borið var fram „Umbug" og leið ekki á löngu, að allii verðlausir hlutir voru kallaðir „Umbug" og þannig er tilkomið orðið „Humbug", sem tekið hefur ver- ið upp af helztu menntaþjóðunum til þess að tákna eitthvað svikið, sem leitaztervið að telja ó- svikið. I skóla nokkrum gaf kennarinn lærisveinun- unum verkefhií ritgerð: „Afleiðingar letinnar“.Þegar drengirnir höfðu ráðgast um, hvað þeir skyldu rita um þetta efni, stakk einn af hinum fyndnu læri- sveinum í bekknum upp á því, að þeir skyldu alls enga ritgerð rita þá vikuna, því að betri af- leiðingar af leti væri ekki hægt að ímynda sér. Skipun frd lögreglunni: Allir hjólreiðarmenn verða að hafa með sér ljósker, þegar dimmt er, Myrkrið byrjar þegar kveykt er á götunum. Maimalát. Arni bóndi Eyjólfsson á Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi lézt þar að heimili sínu úr langvinnri brjóstveiki 10. júní síðastl. 63 ,'ára gamall. Hafði hann búið þar allanbúskap sinn eða í 33 ár, og jafnlengi hafði hann verið í hjóna. bandi með konu sinni, sem lifir eptir hann: Guð- rúnu Amundadóttur, Guðmundssonar frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi- Af 10 börnum þeirra komust 4 upp, öll mannvænleg; eru þau enn ógipt. Arni sál. var merkur maður. Hann var vel greindur, mesti fjörmaður og gleðimaður, en hófs- maður. Hann var kjarkmikill, en hógvær og óá- leitinn. Hann fylgdi vel tímanum í ýmsu góðu og unni menntun og framförum. Hann var ásamt konu sinni rnjög gestrisinn og hinn skemmtilegasti heim að sækja. Hann var einkar vinsæll maður og vel metinn nær og fjær. (V. £.)■ Nýdáin er Gud/aug Halldót sdóttit í Vík í Mýr- dal, ekkja Jóns Jónssonar umboðsmanns þar(-J- 1878) en móðir Halldórs umboðsmanns í Vík og frú Sig- ríðar konu Sigurðar Olafssonar sýslumanns í Ar- nessýslu, merk kona og vel látin. Mun hafa verið komin á áttræðisaldur. Reykjavik 29. júlí. „Vesta“ kom hingað norðan og vestan um land 24. þ. m. Með henni komu læknarnir Þorvaldur Jónsson af Isafirði, Tómas Helgason af Patreksfirði, og Guðmundur Scheving, enn fremur Sigfús Bjarnai- son konsúll af Isafirði og Páll Torfason kaupm. frá Flateyri. Þá kom einnig Árni Thorsteinsson landfógeti úr kynnisför að vestan og Halldór Bjarna- son cand. jur., er vestur fór með „Thyra" 3. þ. m. — „Vesta" fer héðan í nótt vestur og norður um land. Gjaldkerasýslanin við holdsveikraspítalann er nú veitt Hjálmari Sigurðssyni realstud. í Rvík, en ráðskonustarfið ekkjufrú Kristínu Guðmundsson (ekkju Sveins kaupm. Guðmundssonar frá Búðum). Nýtt félag er enn stofnað hér í bænum, er nefnist „Bréfdúfu-félagið" eða „Dúfu-félag“. Ætlar það að nota bréfdúfur til að flytja skeyti millum ýmsra staða hér á landi, og getur vel verið, að það heppnist eins vel hér, eins og annarstaðar. Dúfurnar eiga að koma með „Laura“ næst. Læknafundurinn, er landlæknir hafði boðað til. og átti að byrja 26. þ. m., fórst fyrir í þetta sinn, með því að það voru aðeins 4—5 læknar, er hann hafa sótt utan Reykjavíkur. Póstmeistarinn fór landveg norður í næstl. viku, til að skyggnast í plögg póstafgreiðslumanna og bréfhirðingamanna þarnyrðra. Verður um 3 vik- ur í því ferðalagi. Cand. phil. Vilhjálmur Jónsson gegnir helztu störfum hans hér á meðan. Rektor Björn Olsen og Bjarni Jónsson cand. mvg. riðu austur í gær. Ferðinni aðallega heitið að Stóra-Núpi og Stórólfshvoli. — Séra Eiríkur Briem hefur og verið á ferð þar eystra nokkurn tíma. Menn kvarta nú sáran yfir að lán fáist ekki úr landsbankanum gegn nægu veði. Ástæðan talin sú, að bankir.n hafi lánað svo mikið gegn fasteignarveði o, fl., sem frekast sé unnt og verði að sjá sér borg- ið gagnvart sparisjóðseigendum. En bankastjórnin hefur ekki gætt skyldu sinnar í því að skýra opin- inberlega frá ástæðunum fyrir þessari skyndilegu stöðvun lánanna, því að það getur verið mjög baga- legt fyrir lánbeiðendur í fjarlægð að vita ekkert um þetta og ekki öldungis óhult fyrir bankastiórnina að reiða sig á það, að aðrir óviðkomandi og ókunn- ugir menn riti ekki um þetta, ef til vill bankanum til ógagns og stjórnendum hans til óþæginda. En bankastjórnin getur enn bætt úr þessari yfirsjón sinni og það ætti hún að gera bæði sjálfs sín vegna og landsmanna, er við bankann skipta. MargfSkonar álnavara og prjónagarn er nýkomið í verzlun Sturlu fónssonar. Munið eptir hinu góða I»orsk;alýsi í verzlun B. H. Bjarnason. Vatnsfötur eru nýkomnar í verz’un Sturlu Jónssonar. RÚðugler og allskonar málning, sem og yfir höfuð flest allt sem brúka þarf til bygginga er ódýrast í verzlun B. H. Bjarnason. Peningabuddur, margar tegundir, ódýrar ern nýkomnar í verzlun StUrlu JÓ7issonar. Koltjara á kr. 1,20 — Hrátjara á kr. 1,80 pr. kút. fæst í verzlun B. H. Bjarnason. Allskonar farfi, fernisolía og kítti er nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. í næstkomandi fardögum íæst jörðin Fossnes í Gnúpverjahreppi til kíiups og ábúðar. Söluskilmálar góðir. Semja má við Sigurð Árnason trésmið í Reykjavík eða Björn Björnsson á Brekku í Biskupstungum fyrir næstkomandi októbermánaðarlok. Gufubrætt þorskalýsi, tvær tegundir er nykomið í verzlun Sturlu Jónssouar. 92 eins ský og ský á stangli svifu fyrir tunglið, en þau höfðu ekki ekið lengi, þá er fjúk tók að ýra úr lopti. Það dró smátt og smátt algerlega fyrir tunglið, en nóttin var þó enn björt, sakir snjóbreiðu þeirrar, er brátt hjúpaði jörðina, en veðrið var ekki jafnfagurt sem fyr. Hestarnir voru í fyrstu mjög þægir, en eptir því sem leiðin sóttist, fóru þeir að gerast óþjálir, gengu á- fram með skrykkjum og rykkjum og hlupu hvor á annan. Það var auðsætt, að þeir voru að verða óviðráðanlegir. „Eg vona að strákurinn hafi ekki drukkið sig fullan",sagði Fédor í hálfum hljóðum. „Hæ! Líttu í kring umþig!« kallaði hann til ívans, „þú virðist ekki hafa neina stjórn á skepnunum«. ívan svaraði engu í fyrstu, en þá er Fédor kallaði í annað sinn, sneri hann sér við í sætinu og sagði stuttur í spuna: „Það eru úlfar, sem hestarnir ftnna þefinn af“. „Ulfarl" endurtók Alexía lágt og þreif ósjálfrátt í handlegg- inn á manni sínum. Hann leit á hana, og sá hversu hrædd hún var, og sjálfur varð hann fremur fölur í framan, er hann setti sér fyrir sjonir hættu þá, er þau kynnu að komast í. Að snúa nú aptur mundi að líkindum vera hættumeira, en að halda á- fram ferðinni, því að á bak við þau var ekkert nema auðn og snjór margar mílur vegar, en framundan þeim, og ef til vlll eigi mjög langt í burtu, hlaut að vera sleðinn með byssunni, er þau höfðu ekki hugsað mikið um til þessa, en hefði nú getað orðið þeim til mestu hjálpar. Auðvitað gat einnig átt sér stað, að jvan skjátlaðist í þessu, og þá er allt var kyrt og htt u n- hverfis næstu tíu mínúturnar sagði Fédor hughraustur við hina ungu konu sína, að ívan hefði vissulega haft rangt fyrir sér. En um leið og hann sleppti orðinu, heyrðist einhversstaðar langt í burtu veikt, langdregið gól, er líktist hunda-spangóli, og að vörmu 89 eptir hissa með rúblurnar sínar í hendinni. Og það var ein- mitt upp frá þessari stundu, að hann var öldungis viss um, að hann hataði ívan. Tók hann nú að tortryggja hann fullkom- lega, og gaf nákvæmar gætur að öllu, sem hann hafðist að. Hann varð þó einskis vís, er hann gæti hengt hattinn sinn á, en grunsemd hans þróaðist einmitt sakir þess. því að það er ekki á allra færi, að skilja rétt sjálfsafneitunina, þá er hún er komin á hæsta stig. Fédor skildi þetta ekki, og þótt hánn hefði skilið það, mundi hann eigi hafa lagt trúnað á það. Atvik þetta, er þegar var um getið, hafði ekki í heild sinni raskað heimilisfriðnum, ekki einusinni í svip, og hefði eigi hið langa og glögga ör, er lá í skáhallri línu þvert yfir hið sólbrennda enni og kinn ívans, borið þess vott, þá hefði þetta jafnvel gleymzt algerlega þegar sama daginn. Brúðkaupsdagur Fédors og Alexíu var í janúarmánuði, rétt eptir nýárið. Veturinn hafði verið óvenjulega blíður lengi fram eptir, en síðustu vikurnar á undan brúðkaupinu var kuld- inn óðum að aukast. Boðsgestirnir lcomu allir klæddir loðskinna- kápum. Nokkrar veikbyggðar heldri stúlkur sendu aíboð, sakir veðursins. Af því að svo fátt af hinu fagra kyni, gat komið, fórst hinn venjulegi danz algerlega fyrir, og það var ákveðið, að veizlan skyldi hefjast svo snemma dags, að nýgiptu hjónin gætu komizt heim til sín þá um kvöldið. Þau þurftu að aka meira enn 25 rastir, en það var nærri fullt tungl og sleðafæri ágætt. Meðan á snæðingi stóð, spurði einn gestanna sessunaut sinn, hvort það væri satt, að úlfar hetðu sést við Z — „Við Z“ —, endurtók sá, er spurður var „þá getum við átt von á þeim um þetta leyti í næstu viku. Þeir halda ávallt á- fram í sömu stefnu".

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.