Þjóðólfur - 29.07.1898, Síða 4
140
: ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : :
ÖLLUM þeim, sem á einhvern
♦ : ♦ hátt sýndu hlutteikningu sína ♦ ♦
við útför míns elskaða hróður, :
: ♦ ♦ E. TVEDE lyfsala, votta eg : ♦
hér með í nafni ættingja hans
\ mínar alúðarfyllstu þakkir :
X Reykjavík, 26. júlí 1898.
♦ ♦ ♦ L. TVEDE. : ♦ :
♦ ♦♦♦♦'♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Waterproofskápur fyrir karlmenn
eru nýkomnar í verzlun
Sturlu JónSsonar.
Margarine ágætt, fjórar tegundir
er nýkomið í verzlun
Sturlu Jónssonar
David Gstlund prédikar í Goodtemplar-
húsinu á sunnudaginu kl. 6 síðdegis. Frí aðgangur.
Nýtt! Nýtt!
Hjá Clausen fást nú loðnar múffur
loðnir hálskragar og hálfklæðið, sem allir
vildu fá í fyrra, á 78 aura.
Holger Clausen.
Y firréttarmálafærslumaður
ODDUR GÍSLASON
býr í Lækjargötu nr. 4 og er að hitta heima
kl. 11 —1 og 5—6; hahn tekur að sér að
flytja mál, sölu á fasteignum og skipum,
að semja samninga og eptir atvikum inn-
heimtu a skuldum.
Þakpappinn eptirspurði og allskon-
ar lampar, lampaglös o. fl. koma
með „Thyra" 6. ágúst næstk.
B. H. Bjarnason.
. Bindindisfélag ísi. kvenna1 heldur
f undí Good-Templarhúsinu, föstudaginn 5. ág. næstk.
kl. 8V2 síðd.
Tombóla.
Samkvæmt þar til fengnu leyfi hefur
sóknarnefnd Klausturhólasóknar ákveðið að
halda tombólu að Klausturhólum, sunnudag-
inn 21. ágúst eptir embætti. Allir góðir menn
eru beðnir um að styrkja fyrirtækið með
gjöfum til tombólunnar. Móttakendur gjafanna
eru í Rvík, herra söðlasmiður Ingileifur Lopts-
son, og herra verzlunarmaður Sigurður Ein-
arsson og í Mosfellssveit hreppst. Björn Þor-
láksson á Alafossi, í Klausturhólasókn allir
sóknarnefndarmennirnir: Gunnl. Þorsteinsson,
Árni Isleifsson og Magnús Jónsson og þurfa
gjafirnar að vera komnar til einhvers af hin-
um síðast nefndu fyrir nefndan dag. Ágóð-
anum á að verja til að rétta við fjárhag
kirkjunnar og til altaristöflukaupa.
Klausturhólum 12. júlí 1898.
Sóknarnefndin.
Eg hef lengi þjáðst af óhægð fyrir brjóst-
inu og óreglulegri meltingu, en er eg hafði
tekið inn 2 flöskur af Kínalífs-elixír frá
hr. WaldemarPetersen íh'rederikshavn,
get eg með ánægju vottað, að upp frá því
hef eg ekki kennt fyrgreindra veikinda. í
sambandi við þetta vil eg geta þess, að göm-
ul kona nokkur hér á bænum (Sigríður Jóns-
dóttir) hefur neytt Kína-lífs-elixírs með'
besta árangri gegn illri meltingu, er stafaði
af ofmiklum kyrsetum innanbæjar, en hafði
áður vanist vinnu undir berum himni. Sömu
reynzlu hafa einnig ýmsir fleiri hér um slóð-
ir, er hafa neytt og enn neyta bittersins gegn
ýmiskonar lasleika. Eg get því með öruggri
sannfæringu veitt Kína-lífs-elixírnum með-
mæli mín sem læknislyfi gegn fyrgreindum
sjúkdómum, og því fremur sem auðvelt er
að hafa hann jafnan við hendina, með því
að hann er ódýr í samanburði við það, sem
önnur læknislyf og læknishjálp kosta.
Grafarbakka
Ástríður Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
eptir því, að vþ— standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma-
nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan-
mark.
Stígvél fyrir karla og konur, klossar
og sjóstígvél fást í verzlun
Sturlu Jónssonar.
OTTO MÖNSTED’S,
a 'O'&íTW 'f®'5 'íra ^ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng-
lIA£o.Á AJJL’S?asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til.
Biðjiö því ætíð um:
OTTO MÖNSTED’S margarine,
er tæst hjá kaupmönnunum.
Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Dagskrár.
]
9°
Það var rætt dálítið frekar um þetta efni, og þær umræð-
ur vöktu allmikið athygli, en enginn hugsaði neitt alvarlega um
þetta, því að næstliðna tvo vetur, er höfðu verið frábærlega
góðir, hafði enginn heyrt getið um úlfa þar um slóðir, svo að
enginn þeirra, er var í veizlu þessari, skelfdist verulega við þetta
umtal.
Að svo búnu hnigu ræður manna að öðru umtalsefni og
það var komin nótt, án þess menn veittu því eptirtekt. Brúð-
guminn, er vildi komast sem fljótast burtu, haíði optsinnis vikið
að því, að nú væri kominn tími til brottfarar, en faðir brúðar-
innar, er vildi fresta því í lengstu lög, að kveðja dóttur sína,
fullyrti, að brúðhjónin þyrftu ekki að flýta sér ; það yrði ekki
dimmara, en orðið væri. En það yrði þó kaldara, fullyrti Fé-
dor. Alveg rétt, en hálf klukkustund enn gerði hvorki til né
frá, sagði faðir hennar, hann óskaði ekki lengri biðar, en nú
þegar skyldi sleðinn með þjónustustúlkur Alexíu og farangri
hennar Ieggja af stað, og ef til vill væri vissara að senda Val-
entín með byssu, því að menn heíðu talað um úlfa, eins og
hann vissi, en hann ætlaði samt sem áður, að engin veruleg
hætta væri á ferðum. Ef hann legði af stað innan hálfrar
klukkustundar, þá væri hann viss um að ná sleða þeirra í þriggja
mílna fjarlægð, hestar hans færu yfir jörðina á fleygiferð, eða
hvað sýndist honum, ætti hann að senda byssuna.
„O, já, látið hana fara fyrir alla muni", svaraði Fédor ut-
an við sig, horfandi hugstoli á vangann á Alexíu. Hann vildi
gjarnan verða laus við þetta háværa fólk, því að það var svo
inndælt að sitja við hlið hennar, og horfa á hamingjuna og
kvíðann lýsa sér á víxl í andliti hennar, svo að hann gleymdi
um stund að gæta þess, hvað klukkan var. Það var einn boðs-
mannanna, er skyndilega vakti eptirtekt á því, hvað framorðið
91
væri, og gaf við það brottfararmerkið. Fédor stökk upp úr
sæti sínu hálf önugur. Það var liðin meira cn klukkustund,
síðan fyrsti sleðinn ók brott. Sumir stungu upp á því, að það
væri hyggilegra að fresta brottförinni til morguns, en Fédor
vildi ekki heyra það nefnt á nafn. Hann var fulltrúa um, að
þau mundu samt ná fyrsta sleðanum, þrátt fyrir biðina, það
þyrfti ekki annað en slá duglega í klárana, og svo mundu þau
verða komin heim til sín, skömmu eptir miðnætti.
Alexía flýtti sér að fara úr brúðarfötunum og í ferðafötin,
og faðir hennar leiddi hana við hönd sér út úr húsinu. Lágur
en skrautlegur sleði beið úti fyrir, og fyrir hann var beitt tveim-
ur dökkbrúnum hestum, og það ijómaði af ábreiðum þeirra, eins
og atlaski við glætuna af ljóskerunum; þeir hristu eyrun óþol-
inmóðlega og tróðu holur i snjóinn. Hestar þessir voru brúð-
argjöf föðursins til dóttur sinnar, er nú veik burtu. Allur út-
búnaðurinn, allt frá silfurbjöllunum á aktygjunum til hinnar dýr-
indis loðskinnaábreiðu, er lá við fætur hennar, hafði eingöngu
verið gerður til að gleðja hana við þetta hátíðlega tækifæri. í
vagnstjóra-sætinu sat kunnug persóna.
„ívan á að stýra sleðanum fyrir ykkur í síðasta sinn"
mælti faðir hennar, um leið og hann hjálpaði dóttur sinni til
sætis. Og það átti sannarlega að vera í síðasta sinni, því að
Fédor hafði neitað, að taka skjólstæðing hennar í þjónustu sína,
og féll henni það að vissu leyti þungt. Þá er ívan sjálfur hafði
verið spurður um það, hafði hann sagt, að svo væri hentast,
hann vildi heldur vera kyr þar sem hann væri, og svo var
ekki meira um það. Samt sem áður var Alexía glöð yfir því
að það var einmitt Ivan og enginn annar, er átti að flytja hana
til hins nýja heimkynnis hennar.
Það var mjög bjart um nóttina, er þau lögðu af stað, að-