Þjóðólfur - 12.08.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.08.1898, Blaðsíða 4
i5* Hin alþekktu og beztu baðmeðul eru frá S. Barnekow, Málmey. Þeim hafa hlotnazt hæstu verðlaun á öllum sýningum fyrir gæði sín, og fjöldi af útlendum vottorðum, einnig innlendum vott- orðum, sem eru til sýnis. Seljast með mikl- um afslætti, ef heil sveitarfélög eða hreppar kaupa þau í sameiningu. Pantanir fyrir haustið óskast sendar sgu fyrst til aðalum- boðsmanns fyrir Island. Th. Thorsteinsson, Liverpool. Vottorð: Þar eð eg hefi brúkað baðmeðulin frá S. Barnekow, Málmey, og reynt bæði „naptalin"- og „olíusætu“baðið, þá votta eg hér með, að þau hafa reynzt áhrifamikil og góð í alla staði. Að „naptalín“-baðinu hef- ur mér geðjast betur en öðrum baðmeðul- um, sem eg hef brúkað, og ætla mér því framvegis að brúka það. Helli í Áshreppi 16. júní 1898. Sigurdur Gudmundsson. Baðmeðul þau frá hr. S. Barnekow í Málmey, sem herra kaupmaður Th. Thor- steinsson í Reykjavík hefur haft til útsölu, hef eg reynt á sauðfé og reyndust þau vel. Gef eg þeim því hér með beztu meðmæli mín. Birtingaholti í Hrunamannahreppi, I2/7—98. Ágúst Helgason. Hollenzkt reyktóbak (2stjörnur) ásamt ýmsum öðrum tegundum af tóbaki er nýlega komið í verzlun Sturlu Jónssonar. Ostur, allskonar tegundir, nýkominn verzlun Sturlu Jónssonar. Brjóstsykur, ótal tegundir, hvergi jafn ódýr og í verzlun Sturlu Jónssonar. Reyktur lax fæst í verzlun Sturlu Jónssonor. Jurtapottar af ýmsumstærðum fást í verzlun. Sturlu Jónssonar. Hattar, húfur, Regnhlífar og m. fl. nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Vatnsfötur eru nýkomnar í verz’un Sturlu Jónssonar. Borð -og gólfvaxdúkur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. SAMKOMA verður haldin á Þingvöllum laugardaginn 20. þ. m., og þá meðal annars opnað hið nýja gisti- og fundahús, er þar hefur verið reist. Ræður haldnar. Allir velkomnir. Skemmt- anir eptir föngum. — Veitingar (kaffl, öl o. fl.) verða líklega á staðnum. Reykjavík, u. ágúst 1898. Skálafélagið. Waterproofskápur fyrir karlmenn eru nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Margarine ágætt, fjórar tegundir er nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar RÓnir Og órónir sjóvetlingar keypt- ir hæsta verði í verzlun Sturlu Jónssonar. Hænsnabygg fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. Stígvél fyrir karla og konur, klossar og sjóstígvél fást í verzlun Sturlu Jónssonar. OTTO MÖNSTED'S, -cyarS to ^.ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúfifeng- JLJL.1.aAA AJLJI.^C?asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð um: OTTO MÖNSTED’S margarine, er læst hjá kaupmönnunum. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 94 Allt í einu laust hann svipunni óþyrmilega í klárana, og lét þá fara á fleygiferð, og þá hófst hinn reglulegi eltingaleikur. Hann hafði í þeim svifum eygt hina fyrstu glætu af ljósunum í þorpinu fram undan þeim, en það var þó enn langt í burtu. Nú var þó tiltökumál að hugsa um kapphlaup. Nokkrar mín- utur þutu þau áfram á fljúgandi ferð, og enginn mælti orð. — Alexía sat krafkyr, náföl í andliti, og hnipraði sig fast upp að manni sínum. Hann horfði enn aptur fyrir sig; hópurinn færð- ist smámsaman nær, og það var sjáanlegt, að honum veitti bet- ur en hestunum. Þessi Ijós fram undan virtust ekki vera vitund nálægari, en þau höfðu verið í fyrstu, en þar sem þau glitruðu, þar var hjálpin vís; það gat ekki verið nema um nokkrar mín- útur að ræða, og það var því um að gera að komast undan á þessum stutta tíma. Einmitt í þessum svifum sá Ivan glitta í nokkur grænleit augu, er blikuðu hér og hvar, og hann gat heyrt hið ofboðslega más úlfanna. Nokkrar óljósar endurminningar um atburði, er hann hafði heyrt getið um, svifu nú óðfluga í hug honum. Með snöggu viðbragði þreif hann hina skrautlegu ábreiðu, er lá á knjám hans og varpaði henni aptur fyrir sig fyrir fætur úlfanna, er undir eins námu staðar, og eina mínútu, eða svo sem því svaraði, þyrptust þeir saman í þéttan hnapp ýlfrandi, og Fédor, er starði stöðugt aptur fyrir sig sá, hvernig snjórinn þyrlaðist upp umhverfis þá, eins og í moldöskubyl. En það var ekki langrar stundar friður, því að fimm mínúturn liðnum sáust grænu augun aptur glitrandi á bak við sleðann, og í glætunni af vagn- ljósinu tók að bregða fyrir hvíttenntum og snjáldurmjóum haus- um. Úlfarnir höfðu nú fullkomlega unnið upp töfina. Alexía hafði vafið fæturnar innan í greifingjaskinn, til þess að hafa næga hlýju. Fédor tók það og fleygði því út fyrir, ásamt hæg- 95 indunum úr sleðanum, og í hvert skipti, sem einhverju var varp- að út, þyrptust úlfarnir saman í hnapp utan um það, rifu upp snjóinn, og voru svo á augabragðl aptur komnir á hælana á sleðanum. Ljósin í þorpinu voru nú farin að skína bjartar en fyr, en það virtist nú ekki framar unnt að ná þeim. Þau virt- ust að eins vera mýraljós, er leiptruðu fyrir augum þeirra í lífs- hættunni og veittu þeim svikula von um frelsun. Þessi sýn hafði því enga huggun í för með sér, því að farast á skipreika og eygja þó höfnina, er vissulega harðara atgöngu, en að far- ast á rúmsjó úti. Það var örvænting og ekkert annað, er lýsti sér á svip nýgiptu lijónanna. Enginn hafði mælt orð frá munni langa hríð. Fédor virtist, að þau færu hægar en fyr, eða var það ef til vill ímyndun ein? Meðan hann var að velta þessu fyrir sér, sneri ívan sér við í sæti sínu. Fédor tók eptir því, að örið á enninu og kinn- inni, var orðið sótrautt á litinn. ívan leit á hann,og augu hans voru einkennilega skær. „Munið þér eptir þessu?,, spurði hann hátt og snjallt, svo að það gæti heyrzt, þrátt fyrir gólið og ýlfrið í úlfunum, og. hann benti um leið á örið. Fédor svaraði engu og bærði ekki á sér. Hann einblíndi að eins framan í ívan, og leitaðist við að lesa í svip hans, hvað hann hefði í hyggju. Hann sá það nú, að hann var algerlega á valdi þessa manns. Hvað skyldi hann ætla sér? Alexía rak upp veikt hljóð og þrýsti sér fastar upp að manni sínum. Hún horíði einnig stórum og óttafullum augum á Ivan. Henni og Fédor var það báðum ljóst, að þau stóðu á þrepskildi ein- hvers óttalegs atburðar, þótt þau hefðu ekki tómstund til að gizka á, hvað það væri, því að allt þetta gerðist á fáum sekúnd- um. Nú þegar kom einn úlfanna í ljós við aðra hlið sleðans..

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.