Þjóðólfur - 09.09.1898, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.09.1898, Blaðsíða 4
i68 Hjá kaupmanni Jóni Magnússyni fæst kj'ót 18 aura í heilum kroppi pd. á fostudag og laugardag. 800 smáar blikkdósir kaupi eg mót peningum út í hönd. Rafn Sigurdsson. Verð á kjöti við verzlun Jóns Þórð- arsonar er í dag: 18 a. pundið í heilum kroppum. 19 og 20 a. í pörtum NÝSILFURBÚIN SVIPA tapaðist um Jóns- messuna á leið úr Reykjavík upp að Lækjarbotn- um. Finnandi er beðinn að skila henni á afgreiðslu- stofu Þjóðólfs. Skilvindur. Umboðsmaður óskast til þess að selja frábærlega hentugar skilvindur, sem nokkuð hefur nú þegar flutzt af til íslands. Tilboð ásamt meðmælum sendist með utanáskript „ Landbrugsartikler “, poste restante, Christiania, Norge. Fæði, húsnæði og þjónustu geta nokkrir einhleypir menn fengið frá 1. október næstkomandi fyrir mjög væga borgun. Ritstjóri vísar á. Buchwaldstauin ágætu selur Björn Kristjánsson. Efni til húsbygginga svo sem, lamir, skrár, húnar, o. fl einnig múrsteinn og panelpappi fæst mjög ódýrt hjá Th. Thorsteinsson. / (Liverpool). VERZLUN BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR í REYKJAVÍK selur fyrir lægsta verð fyrir borgun út í hönd Rúg. Bankabygg, 4 tegundir. Baunír. Hveiti. Rúgmél. Sagogrjón. Kafli. Sykur allskonar. Exportkaffl. Græn- sápu. Vefjargarn. Rúsinur. Sveskj- ur. Baðlyf. Neftóbak. Munntóbak. Reyktóbak.Stálskóflurnargóðu. Hóf- fjaðrirnar ágætu. Þakjárn ágætt, og Þaksaum. Öngla nr.7ognr. 8. Man- illaogtjörutóg. Fiskilínur. Hrátjöru. Fernisoliuágæta, Steinfarfa. Stanga- sápu. Handsápu, þýzkt Salt. Mott- ur ágætar á eldhúsgólf. Steinoliu o, fl. Munið eptir aö kaupa baðmeðulin frá S. Barnekow, fyrir baustið, þau reynast iang bezt. „Naftalins" og „01íusætu“-bað fæst í smá- um og stórum ílátum hjá aðalumboðsmanni fyrir ísland. drengrjafrakka úr góðu efni, hlý og ódýr eptir gæðum svo og karlmannaalföt, yfirfrakka, jakka og buxur selur undirskrifaður með mjög lágu verði. Enska vaðmálið kom með „Laura". Björn Kristjánsson. Velverkuð KEILA UPSI og HNAKKAKÚLUR fæst hjá Th. Thorsteinsson. (Liverpool). Prjóllles að norðan, svo sem fingra vetlinga, sokka og sjóvetlinga selur undirskrifaður með mjög lágu verði. Björn Kristjánsson. BIBLÍUFYRIfJLESTUR verður haldinn í Good-Templarahúsinu sunnudag kl. 6V4 síðdegis.. Allir velkomnir. D. Östlund. Smjör í dunkum 20—25 pd. selur Björn Kristjánsson. Th. Thorsteinsson. (Liverpool). Drengjaföt, drengjakápur og OTTO MÖNSTED’S, a 'MáTff'O '■•'1 ^-vfáðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffeng- illdl XXlH?asta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til. Biðjið því ætíð um: OTTO MÖNSTED’S margarine, er fæst hjá kaupmönnunum. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Dagskrár. 102 meir. En mér virtist þó, sem hjálp myndi vera í nánd, ef eg einungis kallaði og mér tókst að ná í dálitla hljóðpípu, sem eg var vanur að bera á mér. Eg lét hana á munn mér. En eg gat ekki komið upp nokkru hljóði og nú virtist mér ískuld- inn einnig ná að hjarta mér og ætla að stöðva það. Eg neytti hinna síðustu krapta minna til þess að kalla á hjálp — mér fannst eg heyra sjálfur mitt eigið neyðaróp — — og síðan vaknaði eg..........“ „Auðvitað!", sagði doktorinn „Það er eins og það er vant að vera, þegar geðshræringin í draumnum er komin á hæsta stig, þá vaknar maður..........“ „Eg er ekki búinn enn“, sagði ungi Austurríkismaðurinn „Viljið þér hlusta á það, sem eptir er?“ „Með mestu ánægju!" sagði doktorinn og hneigði höfuðið. „Eg vaknaði. Þegar eg leit á úrið mitt, sá eg að tími var kominn til þess að fara á fætur og ef eg færi og sækti félaga minn myndum við koma nógu snemma á brautarstöðina. Draum- urinn, sem mig hafði dreymt, stóð mér lifandi fyrir hugskots- sjónum. En eg var of léttlyndur til þess að skeyta neitt um það. Eg flýtti mér að komast á fætur, batt á mig töskuna og eptir tíu mínútur var eg kominn til félaga míns. Hann var alveg ferðbúinn, en meðan eg batt fastara á hann töskuna, leit hann við og sagði: „Á eg að segja þér nokkuð, Fritz. Mig dreymdi undar- legan draum í nótt. Þú trúir víst ekki á fyrirboða fremur en eg — og þess vegna get eg gjarnan sagt þér hann". Og síðan sagði hann mér, hvað hann hefði dreymt. . . Austurríkismaðurinn þagði dálitla stund. „Jæja, og hvað svo?“, sagði doktorinn og var auðsjáanlega íarið að þykja meira varið í söguna en áður. 103 „Já, í stuttu máli. Okkur hafði báða dreymt hið sama — öldungis sama drauminn!" „Hver þremillinn!" En ungi maðurinn hélt áfram án þess að taka eptir, að tekið væri fram í fyrir honum: „Eg sagði honum frá, hversu kynlega það hefði hittzt á, að okkur skyldi báða dreyma hið sama og dálitla stund held eg, að við höfum litið ráðþrota hver á annan. En rétt á eptir hentum við gaman að þessu. Hvorugur okkar var hjátrúarfull- ur og við lögðum af stað, eins og við höfðum ákveðið. . .“ Ungi maðurinn þagnaði, en í þetta skipti tók enginn fram í fyrir honum. Rétt á eptir tók hann aptur til máls: „Þegar við vorum komnir til Rosenheim fékk eg málþráð- arskeyti. Móðir mín hafði skyndilega orðið veik og eg átti þeg- ar í stað að snúa við. Eg sagði félaga mínum frá þessu. Það var ekkert hægt við því að gera. Eg varð að minnsta kosti að snúa við aptur. „Og hvað ætlar þú nú að gera?“ spurði eg félaga minn. „Það er auðvitað mjög leitt, að við skulum ekki geta farið ferðina báðir", svaraði hann. „En úr því eg er nú kominn svona langt, þá verð eg þó að sjá bajersku fjöllin. . ." „Ætlarðu að fara einn--------þrátt fyrir drauminn?" bætti eg við hikandi. Hann hló að mér og svaraði, að hann myndi fyrirverða sig alla æfina, ef hann hefði verið sú bleyða, að óttast drauma. Eg bað hann þrátt fyrir það innilega um að fara ekki — eg held að það hafi ekki verið einungis vegna draumsins, en eg gat ómögulega fellt mig við, að hann færi einn. En hann hélt fast við áform sitt og í Rosenheim skildum við. . . Fjórtán dagar liðu og páskaleyfið var úti. Móður minnj

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.