Þjóðólfur - 30.09.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.09.1898, Blaðsíða 2
17» ar athugasemdir nm hinar einstöku breytingar í frumvarpinu frá nú gildandi lögum, og er þetta gert í þeirri veru, að gefa mönnum kost á að láta álit sitt í ljósi um frumvarpið, áður en þing kemur næst saman. Frumvarp til laga um breyting á og viðauka við reglugerð iim fátækramálefni 8. jan. 1834. o. fi. — -— 1. gr. Hver maður skal eiga rétt til framfærslu í þeim breppi eða því bæjarfélagi, þar er hann hefur dvalið siðast eitt ár búsettur, vistfastur eðn haft löglegt heimilisfang eptir 16 ára aldur, svo framarlega hann eigi hefur hin síðustu 5 ár þegið sveitarstyrk, sem er óendur- goldinn. 2. gr. Hver sá maður, karl eða kona, er á hinum síðustu 5 árum hefur þegið sveitar- styrk og ekki endurgokliö hann, má ekki giptast, nema því að eins að sveitastjómin, þar sem mað- urinn er sveitlægur, gefi samþykki sitt til þess. j. gr. Hreppur sá eða bæjarfélag, þar er þurfamaður dvelur, sem beiðist sveitarstyrks, skal ef styrkurinn álízt nauðsynlegur, veitaþurfa- manninum fátækrastyrk eða framfærslu til bráða- birgða, þótt hannséþar eigi sveitlægur, þar til hann getur fengið nauðsynlegan styrk frá fram- færsluhreppi sínum. Þá er þurfamanni er veittur sveitarstyrkur, sem sveitarstjómin vill fá endurgoldinn frá fram- færsluhreppi hans, skal hún láta sýslumann eða hreppstjóra yfirheyra þurfalinginn fyrir vottum, til að fá skýrslu um þessi atriði: »a)Nafn, ald- ur, fæðingarheimili og fæðingarstað þurfalings- ins. Sé þurfalingurinn giptur eða hafi verið gipt- ur, skal skýra frá því, hvar og hvenær hann hafi gipzt. b) Æfiferil hans eptir 16 ára ald- ur og sérstaklega hvar hann hafi síðast átt lögheimili um eins árs tíma. c) Hvört og hvenær og hvar hann hafi þegið sveitarstyrk á síðustu s árum og hvort hann sé endurgold- inn d) Heimilisástæður og hag þurfamanns- ins yfir höfuð, og hvers vegna hann sé orð- inn þurfandi. Sé skýrslan gefin fyrir sýslumanni, skal hún tekin í rétt. Taki hreppstjóri skýrsluna skal hún vera skrifleg, og undirskrifuð af honum og vottum og þurfamanninum, efhanner skrif- andi, að öðrum kosti handsalar hann nafn sitt undir hana. 4- gr. Sé skýrsla sú, sem ræðir um í næstu grein á undan, eigi tekin á löglegan hátt, áð- ur en styrkur er veittur, svo framarlega að þess hefur verið kostur, missir hlutaðeig- andi sveitarfélag tilkall til endurgjalds á hon- um. 5. gr. Nú er sveitarstyrkur veittur .þurfa- manni samkvæmt 3. gr. og skal þá sveitar- stjómin, áður en mánuður er liðinn frá styrk- veitingunni, senda sýslumanni eða bæjarfógeta áskorun um að rannsaka svo fljótt sem við verður komið, hvar þurfalingurinn sé sveitfast- ur, svo framarlega þetta eigi þegar er fullvíst; þá skal sveitarstjórnin og krefjast þess, að styrkurinn sé endurgoldinn af framfærslusveit- inni. Jafnframt skal einnig send skýrsla sú, sem um er rætt í 3. gr. Vanræki sveitar- stjórnin án brýnna orsaka að gera það, e^r fyrir er mælt í þessari grein, missir hrepps- eða bæjarsjóðurinn rétt til endurgjalds á binum veitta styrk. 6. gr. Þegar gerð er fyrirspurn til sveitarstjórngr um það, hvort hún kannist i við framfærslurétt þurfalings í hreppi sínum eða bæjarfélagi, skal sveitarstjórnin áður en fjórar vikur eru liðnar frá þvl fyrirspurnin barst henni til handa, senda hlutaðeigandi sýslumanni eða bæjarfógeta svar sitt upp á hana. Að öðrum kosti skal það varða henni sektum eptir ákvæðum sýslumanns. 7. gr. Dval- arsveit og framfærslusveit manns þess,er þegið hefur sveitarstyrk, hafa hvor um sig rétt til að krefjast þess, að þurfalingurinn sé fluttur þurfa- mannaflutningi á framfærsluhrepp sinn. 8. gr, Þurfaling má eigi flytja fátækraflutningi úr ein- um hreppi í annan, nema áður sé sannað, hvar hann eigi framfærslurétt, annaðhvort með yfir- lýsingum hreppsnefndar eða bæjarstjómar þeirr- ar, er hlut á að máli, eða með úrskurði yfir- valds. <?. gr. Nú á þurfalingur að flytjast til framfærslusveitar sinnar, og skal þá sýslumað- ur eða bæjarfógeti gefa honum vegabréf, er sýni frá hverri sveit og til hverrar sveitar hann skal fluttur, svo og hve margt fólk er í flutn- ingnum, ef um fleiri en einn er að ræða, skulu nöfn þeirra og aldur tilgreint. 10. gr. Dval- arsveit eða framfærslusveit þurfalings annast flutning hans; koma þær sér saman um, hvor þeirra skuli framkvæma hann, en náist eigi samkomulag um það, getur dvalarsveitin ein annast flutninginn. Flutnin gurinn byrj ar hjá hrepp stjóra eða bæjarfógeta í dvalarsveitinni, og endar hjá hreppstjóra eða bæjarfógeta i fram- færslusveitinni. 11. gr. Þurfamann skal flytja svo beina leið sem verður, hvort sem flutn- ingurinn fer fram landveg eða sjóveg. Svo skal haga flutningi þurfalings, að lífi hans og heilsu sé eigi í hættu stofnað. 12. gr. Eigi má flytja þurfamann fátækraflutningi, ef hinn veitti sveitarstyrkur nemur eigi meiru en 100 kr., ncma því að eins, að bersýnilegt sé, að þurfamaðurinn sé kominn á stöðugt sveitar- framfæri. 13. gr. Af kostnaði við flutning þurfamanns ber dvalarsveitin z/4 hluta, en fram- færslusveitin 3U hluta. Skal kostnaðurinn greidd- ur til bráðabirgðar úr sjóði þess hrepps eða bæjarfélags, sem annast flutninginn. 14. gr. Af tekjum hreppssjóðs eða bæjarsjóðs skal hreppsnefnd eða bæjarstjórn árlega leggja í að- aldeild söfnunarsjóðs Islands, sem eign hrepps- ins eða bæjarfélagsins 1—4% eptir því, sem hreppsnefndin eða bæjarstjórnin sjálf ákveður. Vextir af innlögunum leggjast óskertir við höf- uðstólinn, þar til þeir árlega nema helmingi hærri upphæð, en hreppur eða bæjarfélagið hefur frá upphafi lagt í sjóðinn að meðaltali ár hvert. Upp frá því greiðist helmingurinn af ársvöxtunum í hreppssjóðinn, enhinn helm- ingurinn vaxtanna leggst við höfuðstólinn. Sömuleiðis getur hreppurinn eða bæjarfélagið, sem í hlut á, frá sama tíma hætt að greiða í söfnunarsjóðinn tillag, samkvæmt upphafi þess- arar greinar. IJ. gr. Akvæði þau í reglugerð fyrir fátækramálefnal»gum og stjórn fyrst um sinn á Islandi 8. janúar 1834, opnu bréfi 6. júlí 1848 um breytingu á 6. gr. ínefndrireglu- gerð og opnu bréfi 17. apríl 1868 um þurfa- mannaflutningskostnað, sem koma í bága við lög þessi, skulu úr gildi numin. 16. gr. Lög þessi öðlast gildi 12 mánuðum eptir að birt hefir verið í stjómartíðindum, deildinni B., að þau hafi hlotið staðfestingu konungs.— (Frh.) Fréttaþráðarmálinu þokar lítið áfram ytra, að því er virðist. Að vísu hefur hið „mikla fréttaþráðarfélag" sent mann hingað í sumar til að rannsaka, hvern- ig landþráðalagningu yrði hentugast hagað, og hvar heppilegast væri að leggja þá þræði, en það þarf ekki að vera öðru vísi en til málamynda. Maður þessi A. P. Hanson mannvirkjafræðingur frá Berlín, sá er ferð- aðist hér um land í málþráðarerindum T 895, hefur nú ferðazt fótgangandi yíir landið frá Seyðisfirði til Akureyrar og þaðan vestur, allt að Gilsfjarðarbotni, en þaðan sneri hann apt- ur í Hrútafjörð og suður Holtavörðuheiði tiv Þingvalla og Reykjavíkur. Eptir viðtali því, er vér höfum haft af honum telur hann lítil sem engin tormerki á að leggja þráðinn yfir land frá Seyðisfirði til Akureyrar og hingað suður eptir sveitum, og hann gerir heldur eigi mikið úr bilunarhættunni, en eigi þótti oss hann gera glögga grein fyrir því, hvers- vegna svo fljótlegt væri að gera við hann, ef hann bilaði, úr því að hann ætlaðist ekki til, að millistöðvanir væru þéttar, og þótt ekki væru nema 2—3 dagar, sem Reykjavík væri t. d. útilokuð frá sambandi við útlönd sak- ir bilunar á þræðinum, þá gæti það verið bagalegt, enda þótt ekki stæði lengur en þetta á viðgerðinni. — Auðheyrt var það á hr. Hanson, að hann mundi mæla mikið með því, að sæþráðurinn yrði lagður í land á Austtjörðinn, helzt á Reyðarfirði, og fer hann þar auðvitað eptir annara tillögum og mælingum, því að sjávarbotninn hefir hann eigi rannsakað. Taldi hann hraunbotn úti fyrir Suðurlandi (t. d. á leiðinni til Þorláks- hafnar) og dýpi lítið, en á Austfjörðum* væri botninn miklu betri og dýpi nóg. — Að sjálfsógðu verður ekkert gert í máli þessu fyrir næsta þing, en þá verður það eflaust tekið til meðferðar. Sést þá bezt, hvort „hið mikla norræna" vill sinna málinu, eða sama sem sinna því ekki, með því að setja oss þá kosti, er eigi geti talizt aðgengilegir, því að þótt oss þyki mikils um vert að fá fréttaþráð hingað til lands, þá skiftir oss engu síður miklu, hvernig fyrirkomulagi hans verður háttað, og hversu hagfellt það verði landinu í heild sinni. Morð Austurríkis- drottningarinnar. Um þetta ódáðaverk hafa nú borizt greini- legar fréttir með „Hólum", er hitti „Thyru" á Berufirði 25. þ. m. á leið frá útlöndum. Morð- inginn er Italskur stjórnleysingi, Luigi Luccheni að nafni, 24 ára gamall, og fæddur í París. Hef- ur hann játað, að hann hafi ætlað sér að myrða hertogann af Orleans, en hitti hann ekki, þar sem hann átti hans von, og fór þá til Genf til að myrða eitthvert göfugmenni, eptir því, sem hann sagði sjálfur. Var Elísabet drottning þá stödd þar, og lét lítið á sér bera, svo að lögreglan þar hafði engar ráðstafanir gert til verndar henni. Sat morðinginn þar um hana, og fékk loks færi á henni laugardaginn 10. sept. um miðjan dag, þá er hún var á leiðinni frá veitingahúsi sínu nið- ur að skipabryggjunni, því að hún ætlaði þá að fara með gufuskipi frá Genf til Montreux. Gekk morðinginn þar í veg fyrir hana, hratt burtu þeim, er næstir stóðu og lagði þrístrendum þjalarrýting í brjóstið á drottningunni. Hneig hún þegar niður, en reis þó skjótt aptur á fætur og komst með stuðningi á skip út. Lagði skipið þegar frá landi, en sneri fljótt við aptur, og var drottning- in borin af skipsfjöl upp í veitingahúsið, en gaf upp öndina um leið og hún var lögð í sæng sína. — Morðinginn var þegar handsamaður eptir til- ræðið og sýndi enga mótspyrnu. Var hann hinn hróðugasti yfir þessu illvirki og kvaðst vona, að hann hefði hitt rétt, svo að um líf væri ekki að tala. Eigi er annars getið, en að hann sé með fuflu viti, þótt ótrúlegt megi virðast. Það ætla menn, að oddur rýtingsins hafi verið eitraður, en morðvopnið hefur hvergi fundizt, og er gizkað á, að annar maður, gamall og gráhærður, er sást í för með Luccheni hafi náð því og skotið þvíund- an. Ýmsir kunniugjar morðingjans hafa verið teknir höndum, en ekki hefur enn vitnazt, að nein ir væru samsekir honum. Fregnin um ódáðaverk þetta hefur alstaðar vakið mikla hryggð og gremju, og þess þarf naumast að geta, að hvDetna hafa drifið að sam- hryggðarskeyti til hins aldurhnigna og marg- mædda keisara, er barst furðuvel af. Þá er hon- um voru flutt tíðindin varð honum að orði, er stund leið: „Það er óskiljanlegt, að nokkurmað- ur skyldi geta fengið af sér að myrða þessa konu, sem aldrei á æfi sinni hafði gert nokkrum manni neitt til miska, heldur að eins gott". — Elizabet drottning var fyrirtaks kona að gáfum, frfðleik og ödu atgerfi og einkar, vinsæl í ríki sínu, eigi síð- ur en maður hennar, enda fara austurrísk blöð

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.