Þjóðólfur - 11.10.1898, Blaðsíða 3
i87
Sólheimasandi, tekur við Skaptafellsþing. í Mýr-
dalnum veit eg ekki af neinu markverðu nema
Dyrhólaey eða Portlandi og Loptsalahelli. Þar eru
gistingarstaðir beztir á Felli, Vík og Höfðabrekku.
Þaðan verður að taka fylgd yfir Mýrdalssand.
Þar á sandinum er Sandv'atnið, það er með jökul-
bleytu og öldufalli og Hólmsá rétt við Skaptártungu,
hún er vatnsmikil og liggur þröngt. Skaptártunga
er ljómandi fögur sveit, skógi vaxin, og fólkið eitt-
hvert bezta hér á landi; þar fyrir austan er Skaptá,
stórvatn, sem verður að fá fylgd yfir. Þá tekur
við Siðan, fögur sveit. Síðan, sem nú er kölluð
frá Skaptá að Hverfisfljóti, hét áður Skógahverfi, en
Síðan var kölluð Öll byggðin frá Mýrdalssandi aust-
ur í Álptafjörð. Það sést í Sturlungu. Svo kann-
ast og allir við Hall á Síðu, sem bjó þó ávallt í
Álptafirðinum. Á milli Skaptártungu og Síðu
allt suður að Meðallandi, hefur runnið það mesta
brunahraun, sem komið hefur upp á jarðarhnett-
inum i Skaptáreldinum 1783, þvi það er að sögn
þeirra, er séð hafa, stærra en óll eldhraun á I-
talíu samanlögð. — Gistingarstaðir eru beztir í
Skaptártungu: Hrísnes, Hemra, Hlíð og Borgar-
fell, en á Síðunni: Holt, Kirkjubæjarklaustur og
Prestbakki. — Þegar haldið er af Siðunni kemur
Hverfisfljót, lygntvatn en blautt. Gistingarstað-
ir: Maríubakki, Seljaland og Núpstaður. — Svo
kemur Fljótshverfið og svo Núpsvötnin, þau eru
vatnsmikil og jökulbleyta í vatninu og með öldu-
falli. Þar inn með þeim er hinn orðlagði Núps-
staðaskógur, en þangað er ógreitt að komast fyr-
ir á, er Súla heitir, en vont með hesta inn allar
heiðar.
Nú tekur við Lómagnúpssandur og Skeiðará
austast á honum, hún er vatnsmikil og straum-
hörð, og gengur næst Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi, að torveldleik að komast yfir, því að það
eru ekki færir um að velja hana nema Fljóts-
hverfingar og Öræfingar, þegar hún er mikil. —
Svo koma Öræfin, hijóstrug sveit, en þó svipmik-
il, en fólkið eitt hið bezta og gestrisnasta hér á
landi. Samt er í Skaptafelli skógur mikill, og fall-
egur. Þar er Svínafell, er Flosi bjó, foringi Njáls-
brennu. Á Svínafelli var ein höfuðættin, sem
mest var riðin við styrjöldina á Sturlungaöldinni,
•allir komnir út af Þorgeiri bróður BrennuFlosa.
Hinar ættirnar voru: Sturlungar, Haukdælir, Odd-
verjar og Vatnsfirðingar; þeir voru verstir allra
og Sauðafellsför Vatnsfirðinga er sú versta ferð,
sem farin hefur verið hér á landi, því fyrir það
komst Sturla Sighvatsson í klærnar á refnum,
Hákoni gamla Noregskonungi, því það hlauzt
mest út af honum, að landið tapaði frelsi sínu.Þá
voru Hvammsverjar í Vatnsdal, Eyjólfur ofsi á
Möðruvöllum og ættmenn hans, en í Skagafirði Kol-
beinn ungi og ættmenn hans; hann var grimmur
hervfkingur, en lét aldrei ginna sig í klærnar á
Hákoni gamla. I Rangárþingi og Skaptárþingi
er málið einna hreinast og bezt hér á landi, og
gestrisni almennari en annarsstaðar á landinu.
— Eg ætla ekki að skrifa hér neinar reglur um
að velja vötn, því það eiga fylgdarmenn að hafa
vit á, en það er hin fyrsta regla fyrir alla þá, er
ríða yfir vond vötn, hvort hann er innlendur eða
útlendur, að vera berhentur, halda sér með ann-
ari hendinni í faxið, en halda stöðugt í taumana
með hinni, standa fast í ístöðunum og kreppa
sig aldrei, kljúfa strauminn ef mögulega verður á
bóginn, halla sér vel út 1 síðunni undan straum,
en aldrei á strauminn, því það er það fyrsta til
að setja hestinn á hliðina, steína ávallt dálítið
fyrir ofan öptustu hestana, sem á undan eru, því
þá ber æfinlega undan straumnum. Vilji manni
til að hleypa á sund, þá ríður á, að kippa ekki í
taumana, því þá getur maður sett hestinn aptur
yfir sig, en láta þó ekki taumana líggja slaka, því
þá getur hesturinn flækt sig í taumunum. I jök-
ulbleytuvötnunum eða sandbleytu, þá er það föst
regla, að hvernig, sem hestarnir brjótast um, sem
á undan eru að fara einmitt í sömu förin, en
aldrei utan við.
Póstskipið „Laura“ (kapt. Holm)
kom hingað snemma f gærmorgun. Með því
kom ungfrú Margrét Stephensen (dóttir lands-
höíðingja) og Tryggvi Andersen norskt
skáld með konu sinni. Ætlar hann að dvelja
hér í vetur.
Embættisveiting'. Eskitjarðarlækn-
ishérað er veitt af konungi 26. f. m. Bjarna
Jenssyni, héraðslækni í 17. læknishéraði
(Vestur-Skaptafellsssýslu).
17. læknishérað er því auglýst laust 27.
í. m. Umsóknarfrestur til 25. febr. 1899.
Lög frá síðasta alþingi um að koma
á gagnfræðakennslu við lærða skólann og
auka kennsluna við gagnfræðaskólann á
Möðruvöllum hafa eigi öðlazt allra hæsta
staðfestingu. Synjunarástæður ráðgjafans
verða síðar kunnar.
Maður fannst fyrir stuttu, nær dauða
en lífi í Búrfellsskógi á Eystrihreppsmannaafrétti.
Hann var úr Eyjafirði, og hafði villzt alla leið
þaðan að norðan. Hafði verið að huga að kind-
um eða verið í fjallleitum. Var hann mjög að-
framkominn, er hann fannst af manni úr Eystri-
hrepp, er var að höggva skóg þar í Búrfelli. Og
var það af tilviljun einni, að hann varð manns-
ins var. Sagt er, að maðurinn sé nú úr allri
hættu, en annars eru sagnir enn nokkuð óljósar
um þetta.
Prestvfgsla fer fram í dómkirkjunni
á morgun, og verða þá vígðir kandídat-
amir: Friðrik Hallgrímsson sem þjónandi prestur
við holdsveikraspítalann í Laugarnesi og Sigtrygg-
ur Guðlaugsson settur prestur að Svalbarði og
Presthólum.
,Thyra‘ kom í morgun. Fréttirínæstablaði.
JEYE3 FLUID
án efa
bezta baðlyfið.
Einkasölu hér á landi hefir
Ásgeir Sigurðsson.
Reykjavík.
Afsláttur þegar mikið er keypt.
Kaupendur fá ókeypis leiðarvísi, hvernig
nota skuli baðið, saminn af hr. Magnúsi
Einarssyni dýralækni.
CrOTT OG ÓDÝRT FÆÐI
fæst í Tjarnargötu 4.
112
ur eklci út fyrir, að þetta sé í fyrsta sinn, sem þér fáist við þess
konar starf. Hvar er ungfrú Hainesf
„Ungfrú Haines!" sagði hann og hló. »Ungfrú Haines bað
mig að heilsa yður hjartanlega, áður en hún fór og sagðist víst
mundi líta hér inn síðar. Hún ér annars skrambi lagleg; er
það ekki sattf
„Jú“, svaraði eg „Það neyðisteg til að játa, þótt það reynd-
ar væri hún, sem tældi mig í þessa gildru".
„Ja—á, hún er falleg og og hún er þar að auki
jafn hyggin og hún er fögur", sagði hann, »hún hugsar
mikið um bróður sinn, já það gerir hún sannarlega. Nú held
■eg, að eg hafi —"
Hann hélt, að hann væri búinn að ná lásnum upp og það
vantaði heldur ekki mikið á það, en það, sem nú bar *ð hönd-
um, kom öldungis á óvart.
Bróðir nrinn hafði nefnilega látið hlerann síga einni minútu
fyr en vant var. Ræninginn æpti og fálmaði með höndunum
út í loptið, er hann féll, og undir eins og hann var horfinn var
hlerinn kominn í samt lag aptur. Eg neytti allrar orku til þess
að losa hendurnar, en þær voru bundnar um úlfliðina,
svo að eg varð að velta mér eptir gólfinu til þess
að stinga slánni undir kenginn ogloka þar með hleranum. Þrem
mínútum síðar var eg búinn að losa aðra hendina, svo að eg
gat með henni skorið reipið, sem eg var bundipn með á fótun-
um. Eg flýtti mér því næst niður í kjallarann til þess að líta
eptir þjófnum; hann hafði, er hann datt, rekið höfuðið dálítið í,
svo að haun lá í öngviti nokkra stund á eptir.
Þegar hann raknaði við aptur bölvaði hann og ragnaði svo
ákaflega, að hárin risu á höfði mér, en eg sagði ekkert við hann,
og gekk svo út til að fá hjálp. Eg tók tvær skammbyssur og rýting,
109
það mátti sannarlega kallast bráðþroskuð ást, það er enginn efi
á því.
Alla vikuna hafði eg daglega tækifæri til þess að sjá ung-
frú Haines, þegar hún kom inn í bankann viðvíkjandi peningum
sínum, og eitt kvöld heimsótti eg hana jafnvel í veitingahúsinu.
A laugardaginn sendi hún mér miða og sagði mér að
hún hefði fengið málþráðarskeyti frá bróður sínum um að hann
ætlaði að koma frá San Francisco kl. 8 um kveldið, en yrði
endilega að fara aptur með næturlestinni. Því næst spurði hún,
hvort mér væri það nokkuð á móti skapi, að þau kæmu bæði
kl. 8‘/4 í bankann, þvf bæði ætlaði hún að fá útborgaða pen-
inga sína og hann að koma miklu fé til geymslu. Ef hún hefði
ekki beinlínis tekið þetta hið síðara fram, mundi eg hafa faert
henni peninga sína út á veitingahúsið og um leið ef til vill ját-
að henni ást mína, en á laugardagskveldunum var ávallt mikið
að geta í bankanum, þvf fjöldi manna kom þá fyrir hjá mér
til geymslu peningum og verðbréfum þangað til á mánudags-
morgnana; þannig hafði eg t. d. þetta kveld 6000 pd. sterl.
(108,OCX) kr.) í vörzlum mínum. Hinn síðasti, sem eg átti við-
skipti við fór kl. 8, og eg læsti peningaslcápnum einmitt 2 mín-
útum áður en Tom dró slána frá hleranum, síðan settist eg nið-
ur og beið eptir ungfrú Haines og bróður hennar. KI. 8r/4 var
barið að dyrum. Eg opnaði og þau gengu inn. Um leið og eg
sneri mér við til þess að loka dyrunum, tók ungfrú Haines þegar
að þakka mér fyrir velvild þá, er eg hefði sýnt henni og var
ekki búin að því, þegar bróðir hennar sló mig í höfuðið með
göngustaf sínum, sem var með blýhnúð og eg féll meðvitundarlaus
á gólfið og þar lá eg í 15 mínútur.
Þegar eg loks raknaði við, sá eg að eg hafði verið dreg-
inn allt í kringum peningaskápinn og lá þar bundinn á höndum