Þjóðólfur - 21.10.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.10.1898, Blaðsíða 2
194 allt of vel, kunni ekki að spara, vinni allt oj lítið, (séu nfl. latir) geri sér jörðina ekki undir- gefna, nóg sé af gullkistum og dalakútum fyrir fótum vorum, bara að bændur hafi menningu til að róta ofan af þessari auðlegð. Yildu nú ekki þessir góðu menn gera oss bændum þann greiða og slá sér snöggvast niður að jörðinni og rétta, þó ekki væri nema aðra hendina af pennanum og frá skrifborðinu til að krafsa ofan af þessum oss huldu fjársjóðum; slíkt handarvik mundi vel borga sig fyrir þessa menn, ekki síður en bænd- tir, því þess færari verða bændur að tína ávext- ina af svitadropum sínum í launapyngjuna, því flestum mun þessum skarpsýnu mönnum, sem mest rita um ómenningarhátt bænda, koma betur að hún tæmist ekki, en bót er í máli, að þeir lifa vfst mjög sparlega og geta því komizt af með sárlítið, annars gengi þeim ekki eins til hjarta eyðslusemi bændanna. Það sem við bændur helzt byggjum framtíð- arvonir vorar á næst forsjóninni og sjálfum oss er þingið, og er vonandi, að það hugsi alvarlega um hag þjóðar sinnar framvegis, og geri allt sem í þess valdi stendur að bæta kjör bændanna. Eg veit eg þarf ekki að minna þingmenn á, að bændurnir myndaþjóðina eða erueiginlega þjóðin. Það var réttilega tekið fram í einu heiðruðu blaði fyrir stuttu, að ef við hættum að eiga bændur, hættum við að vera þjóð. En það er ekki að bæta kjör bænda, ef þingið fer að venja sig á að gefa út aðra eins lagaómynd, eins og horfell- islögin frá síðasta þingi, og hefi eg hvergi lesið eða heyrt talað öðruvísi um þau en þau heimsku- legustu lög, sem á þingi hafa verið samþykkt, og má það undrum sæta, hversu skynsamir bændur sem sitja á þingi geta orðið daufsjáandi á hags- muni sinnar eigin stéttar, því ef eg hefi réttilega lasið þingíðindin frá síðasta þingi, voru það ein- ungis þingmenn Rangvellinga, sem greiddu at- kvæði móti þessum lögum, og hafa þeir réttilega séð það fram í veginn að sveitarsjóðir landsins eðaað minnstakosti Rangárvallasýslu sveitarsjóðirn- ir hafa svo miklu að svara og í svo mörg horn að líta, að ekki er á þá bætandi, að verða að borga út að líkindum fullar iooo kr. til að borga mönnum, sem að öðru leyti geta ómögulega fram- kvæmt verk sitt, svo að nokkrum notum verði, þó vel hæfir séu, og að hinu leytinu að borga mönnum fyrir yfirreið sína tvisvar á vetri, mönn- um, sem hafa mikið minna vit á fénaðarhirðingu og heyásetningu, en þeir sem þeir eru að skoða hjá. Að vfsu mun ekki frumvarpssmiðurinn fyrsti hafa verið bóndi heldur embættismaður, og tek eg ekki eins hart á því, af því að það er orðið fullljóst af reynslunni, að embættismenn sumir hafa mjög ófullkomna þekkingu á þeim margháttuðu erfið- leikum, sem landbúskapnum fylgir, en eins og eg áður tók fram, er sorglegt að vita, þegar bænd- um, sem trúað er fyrir að gæta hagsmuna þjóð- arinnar missýnist eða athuga ekki, hvað af verkum sínum getur leitt. Það mætti annars skrifa heila bók um horf- umar í landinu nú, og er það skoðun mín, að ekki geti útlitið batnað til verulegra bóta, nema með stórkostlegri breytingu á meðhöndlun á framleiðslumagni landsins, og að þingið breyti til batnaðar sinni fjármálapólitik, sem fáum getur dulizt, að er allt öðruvísi en hún ætti að vera. Ritað í október 1898. Bóndi. Barnaskólinn nýi hér í bænum er nú fullbúinn og var settur í fyrradag á hádegi með allmikilli viðhöfn. Var þar fjöldi bæjarbúa samankominn í leikfimissal skólans, þar á meðal landshöfðingi, amtmaður, (biskup er veikur), bæjarstjórnin, rektor lærða- skólans 0. m. fl. í skólunum var piltum gefið leyfi úr kenslustundum og veifur dregnar á stöng víða um bæinn. — Athöfnin hófst með því að sungið var kvæði það, er hér fer á eptir, og Steingrímur Thorsteinsson hafði ort.: Yfir haustfoldrenn þá græna Algert skólahús vort rís, Opnar sína sali væna, Sér til handa vígslu kýs. Fræðslan smárra, fögur iðja, Flutti í þennan nýja rann; Heilla skyldi húsi biðja Hver, sem barna framför ann. Barnaskarans blítt með rómi, Borin fram af hjartans yl, Stígur bæn í hreinum hljómi Himinhæða ljóssins til: Þessi sala- kærust kynni, Komin þar sem erum nú, Sé af návist signuð þinni, Sannur guð! — það bænheyr þú. Hér þar námsins fyrstu fræin Falla í ungan hugar-reit, Geisla, dögg og gróðrarblæinn, Guð! frá himni þínum veit. Virzt í blessun þú að þróa * Það, sem er í kærleik sáð, Og þess ávöxt öld lát fróa Ótalfalt af þinni náð. Að þvf loknu sté formaður bæjarstjórnarinnar (Halld. Dan. bæjarfóg.) í ræðustólinn og skýrði frá, hvers vegna bæjarstjórnin hefði ráðizt 1 að láta reisa hús þetta, og hversu brýna nauðsyn hefði til þess borið. Gat hann þess, að bæjar- stjómin hefði valið 2 bæjarfulltrúa, (séra Þórhall Bjamarson lektor og Magnús Benjamínsson úr- smið), auk formanns, til að sjá um framkvæmd byggingarinnar, en svo hefði Bjöm Sigurðsson kaupm. í Flatey verið fenginn með samþykki bæjarstjórnarinnar til að sjá um kaup á efniviðí húsið erlendis og annað, er til byggingarinnar heyrði og kvað hann vert að geta þess, að hann hefði leyst það starf mjög vel af hendi, og ætti þakkir skilið fyrir. Teikningamar að húsinu hefðu verið fengnar frá Höfn, en annars hefðu innlendir smiðir unnið algerlega að smíðinni, að undanskildum hurðum, gluggum o. fl., er komið hefði albúið. Stefán Egilsson múrari hefði haft yfirumsjón með allri gmnnhleðslu oggrjótverki,en Jón Sveinsson snikkari verið að öðm leyti yfirsmið- ur hússins. Lánhefðifengizttilbyggingarinnarmeð góðum kjömm fyrir góðar tillögur landshöfðinga, og kvaðst hann ætla, að bænum mundi ekki of- vaxið að standast þennan kostnað, þótt mikill væri m. fl. Að þvl búnu kvaðst hann afhenda skólanefndinni skólahúsið í nafni bæjarins og bæjarstjórnarinnar. — Eigi lét hann þess getið, hve mikið húsið mundi kosta alls. Þá hélt séra Jóhann Þorkelsson dómkirkju- prestur ræðu og þakkaði fyrir hönd skólanefnd- arinnar. Veik ræða hans einkum að bömunum, og því, hversu samvinna millum heimilanna ann- arsvegar og skólans eða kennara hinsvegar væri nauðsynleg. Og að síðustu kvaðst hann afhenda skólastjóra húsið til yfimmsjónar og skólasetn- iúgar. Þá sté skólastjóri Morten Hansen í ræðu- stðlinn og talaði fyrst i almennum orðum um nauðsyn þessa nýja skólahúss og hve veglegt það væri. Þetta væri þriðja skólahúsið, er re:st væri handa æskulýð bæjarins. Lýsti hann þá yfir því, að skólinn væri settur, og hélt að því búnu langa og mjög góða ræðu til bamanna. Lagði hann einkum út af hlýðninni, hvemig og hversvegna bömin ættu að hlýða, og var ræðan hin skipulegasta og vel flutt. Þá er hann hafði lokið ræðu sinni, var sungið: »Eí sáðland þarfnast sólar« úr sálma- bókinni, og með því var athöfninni lokið. En því næst skoðuðu menn húsið uppí og niðri, og leizt flestum flestum vel á. Er það ólíkt kölk- uðum gröfum framliðinna að því leyti, að það er fallegra að innan en utan, því að stíllinn á byggingunni er alls ekki smekklegur. En menn munu segja, að meira sé varið í, að húsið sé »praktiskt« byggt, heldur en að það sé vegleg bæjarprýði að ytra áliti. En bezt hefði ver- ið, að hvorttveggja hefði getað nokkumveginn sameinazt. Kennslustofumar, sem bæði em uppi og niðri, liggja allar samhliða, svo að hver tekur við af annari og má ganga eptir þeim endilöngum, en auður gangur úti fyrir og má ganga úr honum inn 1 hverja kennslustofu. Borðin í sumum stofunum em og með nýju fyr- irkomulagi þannig, að aðeins 2 böm geta setið við hvert, en gangur alstaðar á milli, svo að kenn- arinn getur óhindrað gengið á milli innan um allan bekkinn, og er það mjög hentugt. Bú- staður skólastjóra, mjög rúmgóður og skemmti- legur, er í annari álmu hússins. Geta bæjarbú- ar yfirleitt verið vel ánægðir með stórhýsi þetta, þótt það verði sjálfsagt býsna þungt í vöfunum. Frá útlöndum hafa borizt fréttir til 5. þ. m. með timburskipi frá Mandal, er hingað kom f fyrra dag til Björns kaupm. Guðmundssonar. En það er fremur fátt mark- verðra tíðinda, Af Dreyfusmálinu er það að' segja, að saksóknari ógildingardómstólsins hefur nú rýnt í málsskjölin, og sent þau for- manni sakamálsdeildarinnar til athugunar og var búizt við, að úrskurður mundi falla fyrir 15. þ. m. Það er rugl eitt, er staðið hefur hér í einu eða fleirum blöðum, eptir frétta- snata í Lundúnum, að Esterhazy hafi játað sig sekan í fölsun á skjali því, er steypti. Dreyfus, en hann hefur hótað, að hann skyldi fletta ófan af ýmsum svikræðum í þessu máli, og þess vegna hefur stjórnin gert ráð- stafanir til að gera flugrit þetta upptækt, áð- ur en það birtist, ef það sýndist eitthvað hættulegt fyrir ríkið. — Ekkja Carnots fyr- verandi forseta er látin. I Kína eru óeirðir miklar og viðsjár. Herskip Englendinga eru þar á vakki með1 ströndum fram. Keisarinn er sjúkur og ætl- að, að hann eigi skammt eptir ólifað. Upp- víst hefur orðið um samsæri gegn ekkju- drottningunni, og voru sex menn, er grun- aðir voru um hluttöku í því, teknir af lífi í Peking, þar á meðal bróðir Kang-Hu Wei. Evrópumenn, sem búsettir eru þar í bænum, hafa orðið fyrir árásum skrílsins, og er svo að sjá, sem allt sé nú á tjá og tundri þar austur frá. Jarðarför Lovísu Danadrottningar átti að' fara fram í Hróarskeldu 15. þ. m. með mik- illi viðhöfn, eins og nærri má geta. Rússa- keisari ætlaði að vera þar viðstaddur, auk annars stórmennis. Um fjársvik þorparans, erlék svo illilega á landsbankann, eins og getið var um í síðasta blaði, höfum vér nú fengið nokkru ná- kvæmari upplýsingar, en vér höfðum þá. Mað- urinn nefndist Sigurður Sigurðsson og tók lánið (850 kr.) snemma 1 nóvember (ekki marzmánuðij f. á. Var það fallið í gjalddaga í vor sem leið. Eigi hefur sýslumaður enn verið látinn rannsaka málþetta, en hreppstjóranum, Sigurði Brandssyni í Tröð, var skrifað um það í sumar, og hann fræddi bankastjórnina á, að öll nöfnin undir á- byrgðarskjalinu væru fölsuð. Sagt er, að maður þessi hafi komið einn í bankann, en eigi með annan ábyrgðarmann sinn, eins og sagt var fyr.. Hafi hann viljað fá skjóta afgreiðslu, og barið því við, að hann væri bundinn við sjóferð upp á Mýrar og mætti því ekki bíða. Hafi þá banka- stjórnin eigi viljað hepta för mannsins og af- greitt hann í snatri. En honum hefur auðvitað verið áhugamál, að bankastjórnin hefði eigi tóm- stund til að spyrja sig fyrir um ábyrgðarmenn- ina eða rannsaka skilríkin. En það hefði hún samt átt að gera, áður en hún veitti lánið, og f því er yfirsjón hennar fólgin. »fsafold«, sem auðsjáanlega hefur þrætt frá-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.