Þjóðólfur - 29.11.1898, Blaðsíða 2
222
mér öllum óviðkomandi öðrum en hlutaðeiganda
sjálfum, sé hinu opinbera enginn háski búinn af
ráðlagi hans eða störfum. Að hafa opinbert ept-
irlit með heimilum manna, búnaðarlagi og fram-
kvæmdum, mun helzt og fremst verða til þess,
að gera menn enn ósjálfstæðari en þeir eru,
venja þá á að byggja meira á öðrum, ráðlegg-
ingum þeirra og fyrirhyggju, en sjálfum sér, og
álít eg þetta mjög illa farið. Hitt tel eg aptur
sjálfsagt að hegna mönnum fyrir illa meðferð á
skepnum, hvort heldur eru horkvalir eða annað
og sé sú hegning sanngjörn og réttlátlega lögð
á, mun hún nægja til þess að gera menn svo
varkára sem unnt er.
Eg skal nú ekki að svo stöddu fara lengra
út í þessa sálma, en athuga aptur dálítið annað
i nefndri »ísaf.«grein,
Ritstjórinn heldur, að hið lága verð á fénu
verði freisting til að setja of mikið á vetur, eða
með öðrum orðum, að menn selji því minna,
sem verðið er lægra. Mikil er greindin og ná-
kvæmnin! Sannleikurinn er sá, að einmitt hið
lága fjárverð veldur því, að menn verða að farga
úr heimilum sínum, þeim mun meira af fé en
áður, sem verðið er lægra og aðrar kringumstæð-
ur lakari nú en að undanfömu. Eða veit
ritstjórinn ekki, að ullin, aðalvara landbóndans
er í ár í 3/4 verðs móti því, sem var í fyrra og
þá var verðið þó með lægsta móti? Veit rit-
stjórinnekki, að síðastliðinn vetur og sumar var hinn
mesti málnytubrestur hjá öllum almenningi vegna
hraktrar og illa verkaðrar töðu? Veit ritstjórinn
ekki, að kornvara er miklum mun dýrari í ár en
að undanfömu ? Veit ritstjórinn ekki,' að kaup-
menn ganga nú harðar eptir skuldum en nokkru
sinni áður? Veit ritstjórinn ekki, að kindurnar
era svo að segja hið eina, sem bóndinn getur
gripið til í öllum þessum vandræðum? Og þeg-
ar svo fé er í r/3— */a lægra verði en það hefur
verið til skamms tíma, er þá ekki svo sem sjálf-
sagt, að bændur verða að farga langtum fleira
fé út úr heimilunum en að undanförnu? Þetta
vona eg að ritstjóranum skiljist, að honum hefði
þurft að skiljast það, áður en hann fór að ráða
bændum, sem eru skurðarlausir eða skurðarlitlir
og horfa fram á bjargarvandræði, að bæta nú
gráu ofan á svart og reka nú meira eða minna
af bústofninum sem eptir er í kaupstaðinn, selja
hann þar fyrir hálfvirði móti því, sem hann væri,
væri hann lagður í heimilið og kaupa svo fóður-
kom. Manni getur dottið í hug, að hér sé verið
að gera gys að ástandinu, eymdinni og baslinu,
en það hugsa eg að ekki sé. Nei, einfeldnin
ein mun ráða. En skoðum nú þessi dýrmætu
kornkaup, sem nýju horfellislögin eiga að koma
á, dálítið betur.
Það mun mega telja meðalbónda, sem setur
á vetur 3 kýr og eitthvert ungviði í íjósi eða
3V2 kýrþunga, 50 œr, 25 sauði, flesta veturgamla,
35 lömb og 6 hross, þar af eitt í viðkomu. —
Handa fénaði þessum mun ekki veita af fullu
17 kr. virði 1 heimfluttum mat dag hvern f inni-
stöðu. Kaupi bóndi þessi vikuforða handa fén-
aði sínum, kostar hanri um 120 kr. heimfluttur.
Hið eina, sem hann getur borgað með era sauð-
imir og þyrfti hann til þess í minnsta lagi 17
beztu sauðina og era þá 8 eptir. — Sauðina
þurfti bóndinn í heimilið, en varð að neita sér
um það. Sauðirnir voru hið eina, sem hann gat
búizt við að geta selt fyrir peninga og hann vissi
af mörgúm peningaþörfum t. d. þinggjaldi, sveit-
artillagi, vinnuhjúa- og kaupafólkskaupi o. fl. —
Hvað á svo að hafa 1 allar þessar þarfir? Svari
ritstjórinn því. Þegar eg athuga tillögu ritstjór-
ans í þessu tilliti, kemur mér í hug sagan um
drottninguna, sem sagði, þegar hún heyrði hall-
ærissögurnar: »Hvíborðar fólkið ekki brauð og
smjör?«
Gamall bóndi.
Sandfok í Árnessýslu.
Á ferðum mlnum um Árnessýslu fyrir »Bún-
aðarfélag suðuramtsins« hef eg veitt því eptirtekt,
að foksandur hefur gert töluverðan skaða í sýsl-
unni, sérstaklega á tveim stöðum, og með því eg
hef ekki orðið vaj við, að neinn hafi veitt þvf
sérstaklega eptirtekt, en mér finnst það fullkom-
lega þess vert, að því sé gaumur gefinn, þá leyfi
eg mér að fara nokkram orðum um foksand
þennan.
Fyrst ætla eg þá að staðnæmast við Stóru-
Laxá, Skeiðamegin, þar sem hún rennur norður
í Hvftá. Þar hafa árbakkarnir blásið upp fyrir
mörgum áram (eg veit ekki hvað mörgum) og
era þeir nú uppblásnir niður í mold ásamt all-
stóra svæði suðvestur frá ánni, sem nú er farið
að gróa upp aptur, og sumt orðið allgott gras-
lendi, nema þar sem klappir hafa verið undir
sandinum, — þær eru berar og gróðurlausar. —
Þegar lengra dregur frá ánni, koma melar og
moldarflög, sem enn þá er lítt gróið. Haldi
maður enn áfram, þá fer að koma sandurinn, sem
enn er að blása. Hér og hvar innan um sand-
auðnina, sjást háar þúfur og börð; era það eptir-
stöðvar af hinu uppranalega yfirborði. Þúfur
þessar era vaxnar víði (Salix) einkum grávíði
(S. lanata) og fjalldrapa (B. nana), er með rót-
um sínum enn þá halda þeim óupprættum. —
Sandfok þetta hefur farið mjög illa með engjar
þær, er það hefur farið yfir, sérstaklega eru það
engjamar frá Reykjum á Skeiðum, sem mjög
hafa rýrnað af sandi þessum og jafnvel túnið
líka. Ekki er gott að segja með vissu, hvað langt
niðureptir Skeiðunum sandgári þessi muni fara,
en að því er eg hygg, mun hann fara lengra en
hann er nú kominn (niður undir Húsatóptir) ef
ekki er aðgert, því þótt ekki sé sandur í
jarðveginum, úr því þangað er komið, þá heldur
hinn lausi foksandur áfram, þar til gárinn er
orðinn svo þunnur á yfirborði jarðvegsins, að
sumarið gefi jurtunum tfma til að vaxa upp úr
honum og bindi hann þannig. Mesta hreyfingu
hefur þessi sandgári í þurrum austanvindum og
eru því áraskipti að því, hve mikið hann fýkur.
Ekki mældi eg, hvað gárinn er breiður, með því
hvorki »Búnaðarfélag Suðuramtsins« né einstakir
menn höfðu beðið mig að rannsaka þetta, en
allbreiður er hann, og ætti ekki að líðast að
vaða yfir jafnfallegt hérað, sem Árnessýsla er.
— En þá liggur næst að spyrja: Hyernig verð-
ur bezt ráðin bót á þessu sandfoki? Hið bezta
ráð er að veita vatni á sandinn. Hvort það er
hægt verk eða ekki, það get eg ekki sagt um,
því það hef eg ekki rannsakað og veit ekki til,
að það hafi verið gert. Með melsáningu mætti
einnig að öllum llkindum stöðva sandfok þetta.
Hinn annar staður í sýslunni,, þar sem fok-
sandur hefur gert og gerir skaða, er milli Eyrar-
bakka og Ölfusár. Ströndin frá verzlunarhúsum
stórkaupm. Lefoliis og allt vestur að Ölfusár-
mynni er ein óslitin sandauðn og túnið á Óseyrar-
nesi er nú mest allt sandi hulið. Að sandurinn
á þessu svæði er enn ekki kominn lengra upp í
Flóann, en hann nú er, er því að þakka, að fyr-
ir ofan sjávarkampinn hafa myndazt allstórar
tjarnir af vatni, sem hefur runnið ofan úrFlóan-
um og staðnæmzt við kampinn. Hafa þessar
tjarnir tekið á móti sandinum að mestu leyti
hingað til, enda eru þær nú orðnar fullar af
sandi og má því telja víst, að hann fari nú að
færa sig lengra upp eptir Flóanum. Vestar með
ströndinni (um Óseyrarnes) er sandurinn alltaf
að færa sigupp eptir og má búast við, að hann
á svæðinu fyrir ofan gereyði öllum jurtagróðri,
svo framarlega sem ekki er aðgert, en hvað
langt hann fer upp eptir er ekki gott að segja,
með því sanduppsprettan er afarmikil við strönd-
ina.
Eina ráðið til að stemma stigu fyrir þessum
sandi er það, að hlaða steingarð (sjógarð) alla
leið frá verzlunarhúsumLefoliis, vestur að Ölfusá,
eins og þann, sem hlaðinn hefur verið fyrir aust-
anverðán Eyrarbakka og þá helzt að öll sand-
auðnin, sem yrði fyrir innan þann garð, væri
sett í kartöfluakur.
Samkvæmt uppdrætti Islands mun látanærri,
að vegalengd frá Eyrarbakka vestur að Ölfusá
sé um 2000 faðmar eða 7» míla dönsk, og væri
nú sandauðnin 100 faðmar á breidd, þá er hun
að flatarmáli um 200000 □ faðmar eða rúmar
222 vallardagsláttur. Væra nú settar kartöflur í
þetta svæði og ef þær frjófguðust eins vel og í
görðum á Eyrarbakka, þeim er vel sprettur f, þá
mun nærri sanni, að úr þessum 222 vallardagsláttum
fengjust 16660 tunnur af kartöflum. Hvort vsert
nú mennilegra, að láta sandinn frá ströndinni á
nefndu svæði vaða upp allan Elóa yfir byggðir
og bú manna óhindraðan, eða að hefjast nu
handa og hlaða sjógarðinn á ströndinni og setja
sandauðnina í kartöfluakur og hepta þannig sand-
fok-þetta? Eg hygg, að flestir muni á samamáh
um það.
Það gegnir annars furðu, að hreppsnefndir
þær, sem hlut eiga að máli og sýslunefnd Ámes-
inga skuli ekki þegar vera búnar að reisaramm-
ar skorður við þessum voðagesti (sandinum), því
það er meira en komið mál og vonandi, að það
dragist ekki lengi hér eptir og búast má við, ef
samtök fengjust til að koma á verkinu, að lands-
sjóður legði drjúgan skerf til þessa fyrirtækis.
Reykjavík 14. nóv. 1898.
Gísli Þorbjarnarson.
Útlendar fréttir.
Kaupmannahöfn 14. nóvember.
25. f. m. byrjaði fulltrúaþingið í Frakk-
Iandi fundi sína og sama dag var ráðaneytinu
Brisson steypt frá völdum. Mótstöðumenn Drey-
fusmálsins í þinginu fóru undir eins að gretta sig
snerust sér í lagi að hermálaráðgjafanum Chan-
oine. Þessi maður leit út fyrir að vera hlynntur
endurskoðun málsins og var því, eins og áður er
sagt tekinn í ráðaneytið, þegar Zurlinden varð að
vlkja. En nú reis hann upp og kvaðst vera á
sömu skoðun, að því er málið snerti, sem fyrir-
rennari hans, og sagði jafnframt af sér völdum-
Þetta þótti, eins og von var, ódrengilega að farið,
enda vildi Faure rfkisforseti ekki tala við hann,
er hann kom og ætlaði að segja honum söguna.
Einn af fylgismönnum Brissons, Ribot, fyrrum
ráðgjafi, kom þá með þá uppástungu, að þingið’
skyldi lýsa því yfir, að borgarastéttin ætti með
réttu að hafa yfirtakið yfir hermannaflokknum;
þessu varð framgengt, en þegar einn af þing-
mönnum þar næst vildi hafa þingsályktun fyrir
því, að ráðaneytið Brisson ætti traust þingmanna
skilið, sögðu þeir nei, og þar með var ráðaneytið1
fellt.
Þingsályktun sú, er Ribot fékk framgengt,
var þó enganveginn þýðingarlaus; þar með var
það sagt, að eptirmaður Brissons yrði að reisa
rönd við ofríki hermannaflokksins og fylgja þann-
ig líkri stefnu sem fyrirrennari hans. Menn héldu
fyrst, að Ribot væri sjálfsagður ráðgjafaforseti, en
hann þótti of svæsinn gegn hermannaflokknum,
sem menn þó ekki vilja erta um skör fram og
niðurstaðan varð því sú, að Dupuy, sem áður
hefur verið ráðgjafaforseti, var að nýju settur í
þennan sess. Hermálaráðgjafi varð öldungurinn
Freycinet, stjórnmálamaðurinn alkunni, er fleirum
sinnum áður hefur verið í sömu stöðu, þótt ekki
sé hann hermaður.
Um Dreyfusmálid er það að segja, að endur-
skoðun þess verður framgengt og er þegar byrjuð
fyrir hæstarétti*;) ætlar rétturinn að hefja sjálf-
stæða rannsókn í málinu og heldur nú sem stend-
ur próf yfir ýmsum af hinum fyrverandi hermála-
■*) Sum ísl. blöð kalla „kassationsréttinn" ógild'
ingardómstól; þetta er þó tæplega rétt, því að
dómstóll þessi getur eigi að eins ónýtt mál Pa^r
sem hann hefur til meðferðar, heldur einnig hald-
ið ný próf og byggt dóm sinn á þeim upplýsmg'
um, sem hann sjálfur hefur framleitt. Höf.