Þjóðólfur - 20.01.1899, Qupperneq 1
Þ JOÐOLFUR.
51. árg.
Reykjavík, föstudaginn 20. janúar 1899.
Nr. 3.
Frá útlöndum
hafa borizt fréttir í enskum blöðum til 28. des-
ember með skipinu, er strandaði við Gróttutanga.
Er eitt blaðið frá 15. des., en hin frá 22—28,
og vantar þó í milli, svo að samanhengið slitnar
sumstaðar. En þetta er hið helzta fréttnæmt:
[prentað áður á sérstökum fregnmiða].
Flotar stórveldanna eru nú loks algerlega
horfnir frá Krít,og tyrkneska liðið rýmt burtu af
■eynni. Georg Grikkjaprinz kominn til eyjarinnar
sem landstjóri og við honum tekið með fögnuði
miklum, er hann steig á land í Canea.
Sagasta stjómarforseti á Spáni lá hættulega
veikur, svo að tvísýnt þótti um líf hans, og
mælskumaðurinn Castelar einnig, en hann þó
heldur í apturbata. Búizt við Karlunga-uppreisn
þar í landi, jafnskjótt sem friðarskilmálarnir
við Bandaríkin eru samþykktir. Hefur Don
Carlos tekizt að fá lán hjá ýmsum auðmönnum
í Lundúnum til að búa flokk sinn. Mun nú á-
kveðið, að Spánverjar verði að sleppa Filipps-
•eyjum algerlega, gegn einhverju endurgjaldi.
Á Frakklandi er haldið áfram rannsóknum
og vitnaleiðslum 1 Dreyfusmálinu af kappi, en fer
þó allt með leynd, svo að mönnum er ekki ljóst,
hvað vitnast. Þó virðast þeir vera ávallt að
fjölga, sem sannfærðir eru um sýknu Dreyfus.
Hefur komið til orða að kveðja hann heim frá
Hjöflaey, til að standa fyrir máli sínu og segja
sum Parísarblöð, að hann sé á leiðinni heim, hafi
lagt af stað frá Djöflaey á annan í jólum, en
•engin vissa er fyrir þvl. En málsskjölin hafa
verid send honum, samkvæmt skipun rannsóknar-
réttarins. Segir fréttaritari blaðsins »Journal«,
að sending þessi hafi ekki haft nein sýnileg áhrif
á hann, og að það sé auðsætt, að sálarkraptar
hans séu sljófgvaðir, svo að hann sé eigi með
fullri skynsemd. Hann er svo sinnulaus og
daufur í skapi, að það er nálega alls ekki unnt
að vekja hann úr þeim dvala. Hann talar sjald-
an, af því að hann veit, að enginn svarar hon-
um, en þá er hann talar eitthvað, er það jafnan
jfirlýsing urn sakleysi hans. Pannig skýrir fregn-
riti þessi frá, og er sjálfsagt eitthvað hæft í því,
þótt aðrir segi, að Dreyfus sé með fullu ráði og
hinn hressasti. — Zola var kominn tilLundúna, er
«íðast fréttist.
Stadling sá, er sendur var með flokk manna
frá Stokkhólmi til að leita að Andrée 1 Norður-
Síberíu er nú kominn heim aptur og hefur einsk-
is vísari orðið. Eru menn nú orðnir vondaufir
um, að Andrée komi nokkurn tíma heill á húfi
úr glæfraför sinni. ■— Hin nafnkunna norska
leikkona Laura Gundersen er látin 1 Kristjaníu
hálfsjötug að’ aldri.
í Austurríki gengur allt á tréfótum, eins og
vant er, rifrildi og róstur á þinginu. Hefurkveð-
ir svo rammt að þessu, að ungverskur þingmað-
ur nokkur, Ferdinand von Hovanszky, kallaði i
þingræðu einni sjálfan ráðaneytisforsetann Banffy
barón, lygara, er gerigi á bak orða sinna og væri
óhæfur til að vera meðliniur í nokkru sómasam-
legu pólitisku félagi. Banffy var staddur í Vln',
þá er ræðan var haldin, en þá er hann daginn
eptir kom til Buda-Pest og frétti, hvernig orðin
höfðu fallið, reit hann Hovanszky bréf, er því
næst var birt í blöðum stjórnarinnar. Bar hann
þar Hovanszky á brýn, að Rann hefði á ódrengi-
legan hátt afbakað einka-samtal þeirra á milli
og væri bleyðimenni, því að hann skákaði í því
skjóli, að hann (Banffy) hefði lýst því opinber-
lega yfir á þinginu nokkru áður, að hann léti
sig engu skipta hinar svæsnustu árásir mótstöðu-
manna sinna, jafnvel þótt þær væru persónuleg-
ar, af því að hann skoðaði þær aðeins sem póli-
tisk vopn o. s. frv. Afleiðingin af þessu bréfi
varð sú, að Hovanszky skoraði Banffy á hólm,
og hefur jafnframt látið í veðri vaka, að hann
ætlaði sér að fletta ofan af Banffy persónulega
og sýna, hver maður hann sé. Þeir hafa þó ekki
fengið leyfi til hólmgöngunnar sjálfir, af því að
það mun ekki hafa þótt hlýða, að sjálfur ráða-
neytisforsetinn færi »að slást« opinberlega, en
samkvæmt einvígislögunum var hinsvegar ákveð-
ið, að einvígisvottar þeirra (sekúndantar) skyldu
berjast í stað þeirra, og það einvígi var háð í
Budá-Pest 28. desember. Fyrst börðust þeir Kar-
olyi greifi fyrir hönd Hovanszky og Fejervary
barón og ráðgjafi sem einvígisvottur ráðaneytis-
forsetans. Skutu þeir af skammbyssum, en sluppu
báðir óskemmdir. Svo börðust hinir tveir (því
að einvígisvottar eru jafnan tveir fyrir hvorn).
Höfðu þeir sverð að vopnum og sóttust í ákafa,
unz einvígisvottur Hovanszky’s varð óvígur af
svöðusári miklu í höfuðið. Það hugðu menn,
að enn fleiri einvígi mundu í vændum út af þess-
ari deilu.
Influenza mjög skæð geisar 1 New-York, svo
að öllum leikhúsum og skólum hefur verið lok-
að, en læknarnir standa uppi ráðalausir gegn
sýkinni. — I Dawson, höfuðborginni í gullland*
inu Klondyke, varð bruni mikill fyrir skemmstu,
er atvikaðist á þá leið, að 2 dansmeyjar urðu
saupsáttar og fleygði önnur logandi lampa í hina
en missti hennar, fór lampinn mélinu smærra, og
kviknaði þegar í olíunni. Brunnu þar 40 hús og
tjónið metið hálfa miljón dollara.
Austurlenzka drepsóy:in (svartidauði) geisar
nú á Madagaskar, og deyr fólk þar þúsundum
saman. Gera Egyptar miklar varnarráðstafanir til að
sporna gegn því, að drepsóttin flytjist til Egypta-
lands.
Eins og kunnugt er hefur Belgíukonungur
umráð yfir Kóngóríkinu í Mið-Afriku, og hefur
þar nokkra menn til yfirstjórnar, en meiri hluti
herliðs þeirra eru innbornir menn. En illageng-
ur að semja landsbúa að hátt.um siðaðra þjóða,
þvi að þar er hinn versti villumannaskríll og
mannætur einkum við Efri-Kongó. Er þar því
ekki hættulaust að vera. Nú í desember hefur
borizt til Norðurálfunnar fregn um hroðaleg
manndráp, er framin voiu í héraðinu Mongola
við Efri-Kongó í lok septembermánaðar. Voru
þar 70 menn drepnir og étnir. F.n hin nán-
ari atvik að þvi eru þannig, samkvæmt blöðun-
um: Tveir menn úr hinu svonefnda »Antverpen-
félagi við Efri-Kongó«, Badart og Ghysels að
nafni féllu ásamt 30 hermönnum í hendur villu-
manna, er gerðu þeim fyrirsát við Dundu Sana
og voru drepnir og étnir. Þá er Fievez, yfir-
höfðingi héraðsins, fékk freguir um þennan hroða-
lega atburð sendi hann þegar í stað 42 menn
undir forustu Ceulemans og Kessels til að hefna
þessa illvirkis. Þá er þeir komu til DunduSana
mættu þeir flokki innborinna manna, er var
klæddur einkennisbúningi Kongóliðsins. Grunaði
þá ekki neitt og gengu nær. En þetta voru þá
mannæturnar, er höfðu tekið vopn hinna myrtu
og klæðst einkennisbúningi þeirra. Réðust þess-
ir villumenn þegar á flokk Fievez og brytjuðu
hann niður, svo að að eins 2 menn komust lífs
af. Og menn ætla, að mannæturnar hafi étið
allan hópinn upp til agna.
Barón C. G. Boilleau
og fyrirtæki hans.
Stört happ fyrir ísland.
Eins og kunnugt er fluttist herra barón C. G.
Boilleau hingað til lands síðastliðið vor, og tók
sér bólfestu á Hvítárvöllum í Borgarfirði, og keypti
hann þessa fallegu jörð og hið blómlega bipaf herra
Andrési Fjeldsteð, sem flestum landsntönnum er
kunnur fyrir skörungskap sinn í héraði, gestrisni
og m. fl.
Þessi útlendingur byrjar þegar á fyrsta sumri
að gera tilraunir bæði með nýja aðferð við gras-
rækt og byggrækt, ennfremur plantaði hann lag-
legan trjágarð. Til þessa varði hann miklum pen-
ingum. Að engjarækt gerði hann mikið, ennfrem-
ur lét hann undirbúa 600 faðma af nýjum matjurta-
görðum, sem hann ætlar að taka til ræktunar á
næsta vori. Hann veitti atvinnu mörgu fólki í
allt sumar bæði úr Reykjavík og annarstaðar frá
og borgaði þvf mjög skilvíslega kaup sitt.
Nú í vetur hefur baróninn áformað, að setja
upp allstórt kúabú hér í bænum. Hefir hann í
hyggju að setja upp 50 lcýr, — að sögn — og er
nú þegar búinn að taka útmælt undir stórt hús
austan við bæinn; það á að vera fjós og heyhús;
einnig hefir hann keypt allmikið land af einstök-
um landeigendum hér í bænum, og mun hann
ætla að rækta það upp.
Ymsir bæjarmenn o. fl. hafa leitt margar get-
gátur að þessari hugmynd barónsins; er eins
og sumum finnist hún þau undur, að slíks sé ekki
dæmi um víða veröld; öðrum finnst þetta svo
barnalegt, að þeir jafnvel láta sér um munn
fara, að ekki sé f því snefill af skynsemi, og^enn
aðrir segja það dauðadóm yfir öllum kúaeigend-
um í bænum.
Þetta eru nú engin undur, því hér á landi er
það æfinlega svo, ef einhver.byrjar á einhverju
nýju fyrirtæki, sem ekki ekki er þekkt af innlendri
reynslu, að honum eru gerðar ýmsar getsakir,
eða kannske stundum ekki álitinn með fullu ráði.
Þetta gefur hugmynd um, hve hægt muni fyr-
ir einstaka menn eigulitla, að alla sér peninga til
| að framkvæma hugmyndir sínar, jafnvef hversu
| fagrar sem þær annars kunna að vera, — í landi,
þar sem vantrúin er svona rótgróin. Vér ættum
að leggja niður alla sleggjudóma yfir þeim mönn-
| um, sem leitast við að gera sjálfum sér og þjóð-
| inni gagn.
Af því svo tíðrætt hefur orðið um mjólkur-