Þjóðólfur - 24.03.1899, Blaðsíða 3
55
3. Hans Guðmundsson, Eyrarbakka. (50)
4. Geir Zoéga, Rv(k.
5. Júlíus Stefánsson, Djúpavogi.
6. Guðmundur Lúter Hannesson, Stað í Aðal-
vík. (100)
7. Guðmundur Guðmundsson Kollafjarðamesi,
umsjónarmaður í bekknum.
8. Jóhann Briem, Hruna.
9. Stefán Sveinsson, Breiðabólstað í Vesturhópi
(25)-
10. Georg Ólafsson, Rvík.
11. Guðmundur Ólafsson, Arnarbæli.
12. Hreggviður Þorsteinsson, Meiðastöðum í Garði.
(5°)-
13. Sigurður Guðmundsson, br. nr. 3.
14. Guðmundur Guðmundsson, Kirkjubóli í Isa-
fjarðarsýslu.
15. Ólafur Þorsteinsson, Rvík.
16. Bogi Brynjólfsson, Rvík.
37. Jóhann Möller, Blönduósi.
18. Haraldur Sigurðsson, Rvík.
19. Þórarinn B. Þórarinsson, Seyðisfirði.
20. Lárus Sigurjónsson tók ekki próf sökum
veikinda. (50)
I. bekkur.1)
3. Konráð Stefánsson (bónda Magnússonar) frá
Flöguí Vatnsdal. (50) umsjónarmaður í bekknum.
2 Ólafur Þorsteinsson (verzlunarm. Þorgilssonar),
frá Eyrarbakka.
3. Gunnar Sæmundsson (bónda Amasonar) frá
Víkurkoti í Blönduhlíð.
4. Oddur Hermannsson (J-sýslumanns Johnsens) í
Rvík.
ritstjórinn, verður árgangurinn ekki nema tvö
hepti í þetta skipti, en arkatalan og verðið þó
hið sama sem fyr (15 arkir á 3 kr.). Hepti þetta
er mest allt tómar þýðingar, nema löng greinum
stjórnarskrármálið og lofgrein um Eimreiðina,
hvorttveggja eptir ritstjórann sjálfan. Langa
greinin um stjórnarskrármálið er að mestu leyti
að eins ágrip af ræðum höfundarins og annara
flokksmanna hans í því máli á síðasta þingi, svo
að það er fátt nýtt á ritgerðinni að græða. Höf.
fer nokkrum orðum um hinar ýmsu stefnur í mál-
inu: algerðan aðskilnað, frestandi synjunarvald,
endurskoðunina, er hann kallar „benedizku",
miðlunina, milliþinganefnd og síðast en ekki
síst rembihnútinn á öllu saman eða ríkisráðsnegl-
inginn,er hann sjálfur kallar: „Valtýskunaeða stjórn-
artilboðið“ (!) 1897. Og menn geta líklega gizkað
á, hver niðurstaðan verður af öllum þessum rann-
sóknum doktorsins. Það er enginn vafi á því, að
„fylgikonan" hans hér í bænum blæs nú í lúðurinn
og ber bumbuna, þá er annað eins munngæti
berst henni eins og þessi ritgerð doktorsins, því
að opt hefur hún látið spýta í sig bragðverri
fæðu en þessari án þess að fá klýju. Almenning-
ur fær því eflaust að sjá bráðlega einhverja upp-
suðu af ritgerðinni, annaðhvort í heilu líki, eða þá
stórar glepsur úr henni, sem veigamestar þykja,
með ákaflega hátíðlegum og fagurstíluðum formála,
einhvernveginn si sona: að hún sé nú komin frá
dr. Valtý. Eimreiðin nýja, færandi, með öðrum
fleirum mjög svo mikilsháttar og almenning mik-
ið varðandi og fræðandi ritgerðum,eina frá sjónar-
miði allra óbrjálaðra og óvilhallra manna stór-
merkilega og í öllum miunstu atriðum skarpt
hugsaða og m ikið skilmerkilega og skýrl ega framsetta
ritgerð um stjórnarbótokkarnfl.(doktorsinsogskó-
sveinsins) o. s. frv.. —
Hinn 18. þ. m. dó Sveinn Bjarnason
bóndi í Sauðagerði við Reykjavík um sjötugt,
sómamaður og vel látinn. Bjarni faðir hans bjó á
Suðurnesjum og var Imason Magnússonar Ingi-
mundssonaríHaukholtum í Ytrihrepp Jónssonar, en
móðir þess Ingimundar er talin Vilborg Gísla-
dóttir frá Berghyl, systir séra Ólafs Gíslasonar
á Hofi í Vopnafirði, er lengi var í þjónustu Brynj-
ólfs biskups.
Póstskipið „Laura“ fór héðan áleiðis
til Hafnar í gær kl. 6 síðdegis. Með henni fóru:
Friðrik Jónsson kaupmaður, skipbrotsmennirnir af
enska fiskiskipinu, er strandaði eystra; ennfremur
Vaardahl kapteinn á gufubátnum „Reykjavíkinni" o.
fl. Til Vestmanneyja fór Magnús Jónsson sýslumað-
ur, er hingað kom snögga ferð með „Lauru“.
Veðurátta er nú fremur kaldranaleg. Mik-
ill snjór og harðindi í sveitum.
Fyrir páska verður aðeins leikið
næstkomandi laugardag 25. þ. m. kl. 8
Hermannagletturnar
og
VillidLýriö.
5. Jóhann Gunnar Sigurðsson (j- bónda Sigurðs-
sonar) frá Svarthóli í Miklholtshr.
•6. Jóhann Ragúelsson (bónda Ólafssonar) frá
Guðlaugsvík í Strandasýslu.
7. Jón Kristjánsson br. nr. 12. í ÍV. bekk.
8. Magnús Júlíusson (læknis Halldórssonar) frá
Klömbur f Húnavatnssýslu.
9. Finnur Ólafsson (bónda Finnssonar) frá Fells-
enda í Dölum.
10. Jakob Havsteen, Rvík.
Ný bók.
„ Tvœrs over Kölen frd S'óderkrog til Reykjavtk“
heitir ný bók eptir Daniel Bruun kaptein,
gefin út af íslenzka ferðamannafélaginu. Er
hún fremur lipurt rituð, og að sumu leyti
allfróðleg. En helzti kostur hennar eru hinar
mörgu og góðu myndir, er hún flytur af ýmsum
stöðum (þar á meðal af Drangey, Hveravöllum,
Kerlingartjöllum, Hvítárvatm, suðurhluta Lang-
jökuls og Jarlhettum, Gullfossi) o. fl. t. d. kláf-
ferju hjá Flatatungu, Flugumýrarkirkju, sælu-
húsi við Aðalmannsvatn, af sláttutólki, af hey-
bandslest og úrhleðslu í heygarði o. s. frv. enn-
fremur mynd af einni stúlku í íslenzkum búningi
(Maríu Guðmundsdóttur á Bergstöðum í Rvlk) —o. s.
frv. Hugmynd Bruun’s er sú, að útlendir ferðamenn
leggi leið sína hér eptir þvert yfir landið frá
Sauðárkróki til Reykjavíkur. Á þeirri leið (Kjal-
vegi) sé náttúrufegurðin svo svipmikil og ein-
kennileg, að útlendingum muni finnast mikið
til um það, og segir Bruun það satt. En vafa-
samt er, hvort útlendir ferðalangar og kveifar-
menni, sem vanir eru allskonarþægindum og hóglífi,
þora að leggja upp í 3—4 daga ferð ( óbyggðum,
þótt um sumar sé, því að jafnan er á tvær
hættur teflt með veðrið, og það getur tekið af
gamanið, þar sem mjög langt er milli byggða. N.
„Elmrei0in“ 5. árg. 1. hepti er nú ný-
komin hingað. „Af sérstökum ástæðum" segir
1) í þessum bekk eru allir nýsvíinar nema nr. 10.
Aflabrögð eru mjög lítilfjörleg á þilskip-
uœ hér að því er menn vita, enda sjóveður opt-
ast illt. En hákarlaskipið „Matthildur" frá Th.
Thorsteinsson (skipstj. Þorlákur Teitsson) kom
í gær og hafði aflað vel (um 90 tunnur lifrar á
rúmri viku). Afli á opnum bátum er nokkur
suður í Miðnessjó, en netaafli enginn í Garðsjó.
Austanfjalls á (Eyrarbakka og Stokkseyri) sagður
góður afli, þá er róið verður (um 30—40 1 hlut á
dag).
Mannalát. Hinn 21. þ. m. andaðist hér í bænum
Ingibj'órg Guðmundsdóttir (hreppstjóra frá Vindhæli,
Ólafssonar og Ingibjargar Árnadóttur prests að
Hofi á Skagaströnd Ilihugasonar) systurdóttir Jóns
heit. Árnasonar bókavarðar, en móðir Guðmund-
ar Magnússonar læknaskólakennara; hafði mjög
lengi legið hálfvisin 1 kör, en hélt sálarkröptum
sínum furðu vel.
Degi síðar (22. þ. m.) andaðist eptir þunga
legu ungfrú Ragnhildur Skúiadóttir, dóttir Skúla
Þorvaldss jnar Sivertsen, fyrv. óðalsbónda í Hrapps-
ey (nú í Rvík) en systir frú Katrínar, konu Guðm.
Magnússonar læknaskólakennara, góð stúlka og
siðprúð.
Hinn 14. þ. m. andaðist að Vík á Akranesi
jfón Mýrdal skáldsagnahöfundur, er margir munu
kannast við. Hann var kominn á áttræðisaldur
(f. 1825) og orðinn mjög hrumur. Var ættaður
austan úr Mýrdal, sonur Jóns bónda Helgasonar
í Hvammi og síðari konu hans Steinunnar Ólafs-
dóttur, en bróðir Jóns Mýrdals samfeðra var Run-
ólfur í Vík, fróður maður. Jón Mýrdal var ein-
kennilegur maður að ýmsu leyti og gáfaður á sinn
hátt, en vantaði alla menntun. Sögur hans hafa
auðvitað lítið skáldskaparlegt gildi, en alþýðu
hafa þótt þær skemmtilegar, t. d. »Mannamunur«
og eigisíður »Skin eptir skúr« er birtist í »Fróða«
á síðustu árum hans, og hætti þá í miðju kafi,
er blaðið leið undir lok, og hefur áframhaldið
aldrei veiið prentað. I handriti eru til feikilang-
ar sögur eptir J. Mýrdal, t. d. »Niðursetningur-
inn« og »Kvennamunur«, því að maðurinn var ó-
þreytandi að rita. Hann stundaði smíðar, en átti
optist við mjöe erfið kjör að búa, því að ritstörf
hans urðu honum engin féþúfa.
Nýtt fyrir páskana.
J. P. T. Bryde’s
verzlun
hefur fengið með Laura dömuhanzka svarta
og mislita 3 og 4 hneppta, mjög ódýra.
0
*
1
B>
B
3
s>
1
B>
r
o-
>1
| NÝKOMIÐ
Ij með »Laura« afarmiklar birgðir af
ö> allskonar vönduðum, haldgóðum og
g ódýrum skófatnaði til skófatnaðar-
W verzlunar
g. L. G. Lúðvíkssonar.
0* 3. Ingólfsstræti 3.
Vátryggingarfélagiö
Union Assurance Society
London.
stofnað 17x4, höfuðstóll ca. 46,000,000 kr.,
tekur í eldsvoðaábyrgð hús, bæi, þilskip,
báta, húsgögn, vörubirgðir og alls konar lausa-
fjármuni fyrir lægsta ábyrgðargjald, sem tek-
ið er hér á landi.
Aðalumboðsmaður félagsins á íslandi er
Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri.
Umboðsmaður félagsins í Reykjavík er kon-
súll C. Zimsen. Umboðsmaður á Norður-
landi er Snorri Jónsson trésmiður á Odd-
eyri. Uinboðsmenn fyrir Austur- og Norður-
land gefi sig fram.
Á HOTEL ISLAND verður
eptirleiðis alls ekki tekið á móti neinum mun-
um til að bjóða útlendum ferðamönnum til
kaups.