Þjóðólfur - 21.04.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.04.1899, Blaðsíða 2
74 koti og byggja svo sína jörð manni úr Strandar- hreppi, sem er af samatagi og Móakotsbóndinn. Það þarf ekki að efá, að pessi dæmi mundu eiga sér stað, því það sem sveitastjómirnar geta, þegar um hagsmuni hreppsins er að ræða, það gera þær. Mér íinnst eins og það birtist hér nýr sjón- deildarhringur eða nýlenda, sem verið sé að leggja undir hreppapólitikina, þar sem hún skuli blómgvast í og auka ríki sitt. (Niðurl. næst). ALDAMÓT, 8. ár, ritsíjóri séra Friðrik J. Bergrnann. Prentað í Wínnipeg 1898. Þeir, sem hafa áhuga á kirkjulegum málum og hafa lesið Aldamót frá byrjun, munu ávallt bíða óþreyjufullir eptir hverjum nýjum árgangi af þeim. Þau hafa ávallt mikið af heilbrigðum og kjarn- miklum hugsunum til meðferðar, og lifandi áhugi og innilegur kærleikur til kirkju og kristindóms mætir lesandanum þar hvervetna. Það mun enginn treysta sér til að bera á móti því, hverj- ar sem skoðanir hans eru á kirkjumálum. Aldamótin hafa að undanförnu aðallega flutt fyrirlestra, sem haldnir hafa verið á kirkju- þingum Islendinga í Vesturheimi, en í þetta sinn er aðeins einn slíkur fyrírlestur í þeim og þótt mér hafi stundum áður þótt meira koma til »Aldamóta«, er þó fjarri því, að vonirnar, sem eg hafði þá, er eg opnaði þennan árgang þeirra, hafi algerlega brugðizt. í þessum 8. árgartgi eru fremst Landskjálfta- ljóð, 12 kvæði eptir séra Valdimar Briem, sem lúta að landsskjálptanum 1896. Þótt fátt sé eiginlega hægt að setja út á þessi kvæði, hefði eg samt búizt við þeim enn betri úr þeirri átt; einkum finnst mér dans »hinna tígulegu trölla« í 6. kvæðinu óviðfeldinn og eiginlega hefði eg helzt kos- ið, að þetta 6. kvæði hefði alls ekki í stað- ið í ljóðunum; þar á móti er 10. kvæðið gull- fallegt og IjóðunUm mikil prýði að því. Þá kemur fyrirlestur eptir ritstjórann, sem heitir » Q v o v a d i s?1« . Þessi fyrirlestur er talsvert langur en hafi hann verið vel fluttur, hefur eng- um þurft að leiðast að hlýða á hann. Hann er mjög vandaður bæði að efni og sniði, eins og við mátti búast. I fyrri hluta fyrirlestursins leit- ast höf. aðallega við að sýna, hvernig drottinn hefur lagt leiðir sínar ílífi þjóðanna, síðan krist- indómurinn hófst í heiminum, og að drottmn hafi dregið blessun sína frá hverri þjóð, að sama skapi og þjóðin hefur dregið hjartað frá honum. í síðari hlutanum snýr hann máli sínu sérstak- lega að Islendingum, til að íhuga spurninguna: »Erum vér ekki fremur illa kristin þjóð?, sem hann játar algerlega. — Spurningin er alvarleg og öllum vinum kristindómsins hlýtur að vera óumræðilegt sorgarefni, ef svar höf. er rétt. Af þvl það heyrist æði opt, að Vesturheimsprestarn- ir, séu örlátir af sleggjudómum um kirkju- og kristindómslífið hér á landi, þá ætla eg að drepa á helztu ástæður höfundarins. Hann segir svo: »Vér Islendingar eigum heilan hóp af1 préstum, sem dýrka guð með því að láta verða messuföll; vér Islendingar virðum náðarmeðul drottins æ meira og meira vettugi, vér Islendingar látum kirkjunum fækka; skólarnir eru ekki vermireitir fyrir kristindóminn meðal þjóðarinnar, heldur fyrir vantrúna. Það er opinbert leyndarmál, að lífsskoðun álls þorra hinna veraldlegu embættis- manna er kristindóminum gagnstæð. Vér íslend-' ingar höfum ekki sjálfir komið á fót neinni líkn- arstofnun nema hreppnum. ■ Vér tökum engan þátt í kristniboði«. Það ei auðfundið á öllum *) Hvert fer þú? fyrirlestrinum, að höf. er ekki að benda á alla þessa svörtu bletti, — af því að hann hafi gam- an af að álasa þjóðinni, heldur telur hann rangt að breiða yfir þau sár, sem hann álítur að séu á þjóðlíkamanumí þessu tilliti; en væri þá ósann- gjamt að ætlast til þess, að allir sannir vinir íslenzku kirkjunnar, leggist nú á eitt og annað- hvort hrekji staðhæfingar höf. með rökum eða leggi fram alla sína krapta til að græða þessi sár, láti ekki vera hægt að segja hið sama um þjóðina að þijátíu árum liðnum. A eptir þessum fyrirlestri kemur dálítil, þýddsaga: »Ræðan hennar móður minn- ar« eptirjan Maclarem, einstaklega lagleg og lær- dómsrík fyrir alla boðbera kristindómsins. Þá er lítið kvæði: » A m b á 11 d r ot t i n s« eptir séra Matt- hías mjög innilegt og fallegt. Þátekurviðprédikun »Um bindindi« eptir séra Jón Bjamason. Hann er þar mjög með- mæltur bindindismálinu, en leggur jafnframt áherzlu á, að til þess að vera sannarlega bindindissamur þurfi meira að gera en að hafna áfengum drykkj- um. Hann varar bindindismennina við eigin- gimi og verkaréttlætingarstefnu, sem komiðgetur fyrir í bindindisstarfseminni, eins og hverri ann- ari mannúðarstarfsemi. Yfir höfuð er óhætt að telja prédikun þessa góð orð í tíma töluð, en eigi kæmi mér það á óvart, þótt einhver vinur vínsins segði, að sér þætti undarlegt, að verið væri að halda fram algerðu vínbindindi afþeim, er tryðu því, að frelsarinn hafi ætlað mönnum á- fengt vín til fagnaðarauka, og álitu því vlnið gott í xsjálfu sér«, og á hinn bóginn kynni og einhver bindindismaður að mótmæla því, að það væri fremur getgáta, að vínið, sem talað er um í brúðkaupinu í Kana og við innsetning kvöld- máltíðarinnar, hafi verið óáfengt, heldur en hitt að það hafi verið áfengt; hvorugt mun verða sannað og því erfitt að heimta af mönnum að þeir trúi um það öðru en því, sem þeim sjálfum vrðist sennilegast. Þá koma: Tíðareglur kirkju vorrar, ritgerð eptir ritstjórann og á hann miklar þakk- ir skiflð fyrir að ræða það mál eins rækilega og hann gerir. Oss Islendingum veitir ekki at að glöggva oss dálítið á guðsþjónustusniðinu. Eg er ekki fær um að dæma um allar athugasemdir höf. við tíðareglur vorar en yfir höfuð itel eg þær mjög góðar og heppilegar. Síðast eru eins og að undanförnu r i t d ó m - ar um ísl. bækur, og tekur þar mest rúm 2. bindi Biflíuljóðanna, sem við má búast. Mér þykja þessir ritdómar yfir höfuð góðir, en ef til vill lítur þar sínum augum hver á silfrið. En þér, sem unnið kristindóminum, lesið »Aldamót«, ekki einungis þennan, árgang heldur líka þá, sem áður eru komnir. Það eru ekki margar íslenzkar bækur, sem ættu að eiga eins mikið erindi inn á heimili yðar og þa'u. Sigurbj'órn Gíslason. Um róðra á helgidögum o. fl. Fregnbréf úrÁrnessý&lu T2. apríl. Kalt hefur verið hér og karlmannlegt nú um tíma, norðanrok og gaddur. Ekki heyrist samt talað mikið uro heyleysi, nema hjá einstöku manni, sem hægt er þá að hjálpa, þégar almenningur feefur nægilegt. Skepnuhöld munu þó ekki vera betri en í meðallagi, sökum þess, hve hey nýttust hér illa í fyrra sumar. — Allvel hefur aflazt það sem af er vertíðar á Stokkseyri óg Eyrarbakka, en lítið sem ekkert fyrir Loptsstaðasandi. I Þor- lákshöfn hefur dálítið aflazt nú upp á siðkastið. A Stokkseyri eru komnir háir hlutir, ful) 800 mest, og þar af mun véra héru'mbil fimmtungur þorskur hitt væn ýsa. Lítið eitt lægri hlutir inunu vera komnir á Eyrarbakka. Að svona háir hlutir eru komnir nú þegar í þessum brimveiðistöðum er meðfram því að þakka, að í byijun vertíðar gaf sýslumaður vor formönn- um í þessum veiðistöðum leyfi til að róa alla hélgidaga á vetrarvertíðinni, - að undanteknum páskadeginum — fram að kl. 10 árdegis og frá kl. 2 síðdegis og var það vel og hyggilega gert af honum, eins og hans var líka von og vísa. Eigi að síður virðist surnum vera nauðailla við þessa helgidagaróðra, þótt þeir séu bráðnauðsynlegir, þar sem eins Stentíur á og hér. Gæftir banna hér svo opt róðra á vetrarvertíðinni, að „hvíldar- dagar" sjómanna eru þá vanalega miklu fleiri en „rúmhelgu" dagarnir. Óbeit sumra sjómanna á að róa á helgidögum, hygg eg vera komna af fyrir- gefanlegum misskilningi á þeirri virðingu, sem. hverjum manni er skylt að varðveita og bera fyrir helgidómi drottins (sbr. 3. Mós. 26,2) En þess ber að gæta, að vér erum ekki orðnir til vegna hvíldardagsins heldur hvíldardagurinn vegna. vor, og herra hvíldardagsins hefur sjálfur gefið oss leyfi til að nota hann, þegar þörf gerist, (sbr. Matt., 11,12, Lúk. 14, 5) þar sem hann leyfir að draga hvort heldur sauð, naut eða asna upp úr pytti. Því skyldi þá ekki vera leyfilegt að draga aflann upp úr sjónum á h vdldardegi, þegar þörf gerist, sem opt er miklu meira virði en margir sauðir, naut og asnar. En þá verður spurningin þessi: Hvenær er þörf á að róa og afla fiskjar á helgum degi og hvenær ekki? Eg þori óhikað að si'ara, að sú þörf gerist alla helgidaga vetrarvertíðarinnar 1 hinum umræddu brimveiðistöðum, því eg þekki marga heimilisfeð- ur, sem þar eru til sjóróðra og sem hafa fyrir svo mikilli ómegð að sjá, svo þung heimili að annast, að þau árlega líða neyð af bjargarssorti, þrátt fyrir ítrustu sparsemi, reglusemi og starf seini. Auðvitað er það margur, (sem betur fer) sem rær í þessum veiðistöðum, að hann ekki þarf að róa á helgum dögum, en hinir munu þó fleiri, sem þurfa þess og sem opt og tíðum ber bráða nauðsyn til þess. Eg álít það því fremur rangt en rétt af formönnum í hinum - nefndu veiðistöðum að róa ekki á helgum dög- úm um vetrarvertíðina, þótt þeir sjálfir ekki beint. kunni að þurfa þess við, því þeir mega vita, að> mörgum háseta sínum er það bráða nauðsynlegt,. og þá gera þeir gott með því, að róa með þá á hvlldardögum til fiskjar, og það „er Teyfilegt að! gera það, sem gott er, á hvíldardögum". (Matth„ 12,12). En það eru fleiri, sem hafa á móti helgidaga- róðrunum, en þeir sem gera það af „helgri ein feldni" Þeir eru, því miður, einmg til, sem hafa á móti þeim af leti, þó þeir auðvitað ekki vilji kannast við það, heldur þykjast gera það af ein- skærri vandlætingarsemi, en eyða svo, ef til vill mestu af helgideginum inni í búð sinni við spil eða í áflogum. Formenn ættu ekki að láta. blekkjast af slíkum hræsnurum. Hlægileg framkoma. Það er hráparlegt til þess áð vita, hve sjálfs- þekking „ísafoldar", þessa óþjóðlegasta málgagns þjóðarinnar er álágu stigi. Og blaðinu hefur aðöllu leyti stórhrakað, slðan það sóttikapelláninntil Furðu- stranda, og setti hann í öndvegi. Þessi kapellán er mesta kóngsgersemi að því leyti, að honuro tekst svo mætavel að gerá sjálfan sig hlægilegan,, þegar hann ætlar að skeyta skapi slnu á öðrum. Tökum t. d. siðustu Isafold, þar sem hann brigzl ar Benedikt Sveinssyni um „neyflarlegt skilnings- leysi d einfötdustu átridum stiórnarskrdrmálsins".. Haldið, að það sé gorgeir í honum þiltar! Hann - þessi pólitiski skynskiptingur í samanburði við B. Sv., hreinasta pólitiskt núll,sém ekkiervérðugtað le/sa skóþvengi B.Sv., maður, sem unnið hefúrþau ein frægðarverkípólitíkinni að lepjaupp þingræður flokksmanna sinna í Váltýskunni og fletja þær út eins og pönnukökur í Isafold, 'til þess að það sýndist dálítið myndarlegt á borðinu, þótfþynnk- an yrði því meiri. Og svo vill þetta vera að gera sig svo óheyrilega „vigtugt" yfir Benedikt gamla Sveinssyni, sem er og hefut verið síðar. Jón Sigurðsson leið, langffemsti stjörnmálamaður vor að allra dómi og verið þingmaður nálega 40

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.