Þjóðólfur - 05.05.1899, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.05.1899, Blaðsíða 2
86 stjómin auglýst, að öll lög, sem að eins snerta sérmál Finnlands, skuli framvegis verða rædd og undirbúin á sama hátt sem áður. Þetta er þó þýðingarlítið, þar sem það einmitt er stjórn Rússa, sem eptir eigin geðþótta setur takmörkin milli sérmála og sameiginlegra mála. Þannig er það þvert á móti skoðun Finna úrskurðað, að lögin um herskyldu þeirraheyri til sameiginlegra mála. Dreyfusmálið stendur á sama stigi sem fyr. Það kvisaðist nýlega, að málið eptir ósk stjómarinnar mundi verða útkljáð í þessum mán- uði án frekari rannsóknar og þótti Dreytussinn- um það illsviti. Ólíklegt er þó, að neitt verði úr því. Meðal nýrra vitna er nefndur kapteinn Freystátter, einn af þeim, sem dæmdi Drey- fus 1894. Hann er nú kominn á aðra skoðun; sama gildir og suma af þeim »skriptlærðu«. Voðalegir jarðskjálptar í Argentiná: í þorpunum Vinchina og Jaquel hrundu húsin, margir biðu bana. Sómuleiðis hefur verið sagt frá nýjum jarðskjálpttim í Grikklandi. I bænum Pointe á Pitres á Guadeloupe brunnu nýlega 500 hús til kaldra kola. Yfir 30 ^manns biðu bana og fjöldi fólks komst á vonar- völ. Dr. Martin, er Svíar sendu til Síberíu til þess að leita að Andrée varð að snúa heim við svo búið; saga Ljalins tilhæfulaust þvaður. Verkfall mikið í kolanámunum í Belgíu; verkamenn heimta 20% launaviðbót. Með »V(kingi« fór til Islands S. A. Rasmus- sen læknir við spítalann á Fáskrúðsfirði, og fylgdu honum 4 nunnur til sjúkrahjúkrunar. Rvík 5. maí. Eptir nýjustu enskurn blöðuin, er hingað bárust með „Vestu" er litlu við að bæta það, sem hér hefur sagt verið. I „Weekly Scotsman" 29. f.m. er þess getið, að framburður Forzinetti’s majórs í Dreyfusmálinu muni hafa mikla þýðingu til sönnunar sakleysi Dreyfusar, og séu því horf- unar fyrir endurskoðun málsins allgóðar, og þeir eru jafnan að verða fleiri og fleiri meðal Frakka, sem orðnir eru sannfærðir um sýknu hans, og telja hann „mesta píslarvott þessarar aldar“. Blaðið „Figaro" heldurenn áfram að birta framburð vitnanna ( málinu. Bandamenn virðast nú aptur farnir að herða sig á Filippseyjunum eptir síðustu fréttum, þv( að 26. f. m. náði ein herdeild þeirra bænum Calumpit, meginstöðvum uppreistarmanna. Varð þar afarhörð orusta, og segja Bandamenn, að liði Aguinaldo’s hafi þar verið beinlínis gereytt, en varlega mun þeirri sögu trúandi. Fregnirnar það- an frá eyjunum eru optast býsna óáreiðanlegar og ber ekki saman. Italinn Marconi, sem fundið hefur upp að senda þráðarlaus hraðskeyti hefur. nú bætt úr einum stórgalla, er var á þessari uppfundningu hans, en hann var sá, að þá er hraðskeytið var sent í loptinu varð eigi með öllu girt fyrir, að það kæmi eigi til annara stöðva, en það var astlað, ef þær stöðvar voru í nánd og svipaður útbúnaður þar fyrir. En nú hefur Marconi tekizt að laga þetta, svo að nú má beina hraðskeytinu á vissan stað, án þess nágrannastöðvarnar verði þess varar. Þetta var reynt við Suður-England 24. f. m. og tókst ágætlega. Var Marconi sjálfur við tilraunir þessar ásamt nefnd manna, er Frakkastjórn hafði skipað sem vitundarvotta. Við þetta „próf“ varð það einnig sannað, að hæglega má senda svona löguð skeyti milli skipa, þótt á hraðri ferð séu, og eins frá skipi á land upp og frá landi til skipa á sjó úti, sem eigi hafði verið fullreynt áður, og getur það verið harla mikilsvert. Verkfærið, sem tekur á móti skeytunum og sendir þau er í siglu- toppi skipsins, og þaðan liggur leiðari niður í ká- etu í skipinu, þar sem hin eiginlegi útbúnaður er. Dáinn er í Winnipeg 3. matz þ. á,-Geir Finnur Gunnarsson, fyrrum verzlunarstjóri á Rauf- arhöfn,en sfðast bóndi í Harðbak á Sléttu, bróð- ir Tryggva bankastjóra Gunnarssonar, 57 ára gam- all (f. 1842). Hann var kvæntur Valgerði dóttur séra Jóns Kristjánssonar á Breiðabólstað í Vestur- hópi, fluttist tfl Ameriku 1893, °g dvaldi fyrst í Argyie en síðan í Winmpeg. Hann var góðmenni og ljúfmenni og greindur vel, en átti optast við fremur þröngan hag að búa. Þrjú börn þeirra hjóna eru á lífi í Ameríku uppkomin: 1 sonur og 2 dætur. „Skákmeistari Kanada“. Þessi virðu- lega nafnbót hefur í f. m. hlotnazt íslenzkum manni, er nefnist Magnús Smith. Eigi er oss kunnugt, hvaðan hann er af Islandi, en hann hefur dvalið alllengi vestur á Kyrrahafsströnd og sigraði þar alla helztu taflmenn í Kalíforníu, Brit- ish Columbíu og Norðvesturlandinu. Svo kom hann til Winnipeg fyrir rúmu hálfu öðiu ári og reyndi sig þar við beztu taflmennina í bænum og hrökk enginn við hontim. I f, m. var hald- inn almennur taflmannafundur í Montreal, og sktitu þá Islendingar í Winnipeg saman fé nokkru handa Magnusi, svo að hann gæti sótt fundinn, og fóru þar svo leikar, að hann átti sigri að hrósa gegn 18 beztu taflmönnum Kanada, er tefldu um »skákmeistara« nafnbótina. Atti hver þeirra að tefla 12 skákar. Vann Magnús skák, tapaði einni, en jafntefli varð í þremur og er hvert jaintefli talið hálf skák á hvora hlið. Eigi munaði þó nema hálfri skák milli hans, og þess er næstur honum gekk. Öðlaðist hann þann- þannig nafnbótina: »Skákmeistari Kanada« og bikar mikinn að launum. Er það mikill heiður fyrir þjóðflokk vorn, að Islendingur hefur þannig rutt sér til sætis meðal hinna færustu manna í list þessari — tafllistinni — sem nú er er iðkuð af svo miklu kappi í heiminum, enda er viður- kennt, að eigi sé það neinna andlegra au- kvisa að skara fram úr í henni á almennum taflþrautafundum. ,Vesta‘ kom hingað í fyrra dag, beina leið frá Leith eptir 4 sólarhringa ferð þaðan. Stýrir kapteinn Corfitzon henni nú sem fyr,en þetta verður sfðasta ferð hans hingað til lands, því að „Vesta" á eptirleiðis að „sigla“ með dönsku merki, en Cor- fitzon er Svfi og hefur sænskt skipstjórapróf, er eigi gildir á dönskum skipum. Munu margir land- ar sakna kapt. Corfitzon’s, því að hann hefur kynnt sig hvarvetna vel og er drengur hinn bezti. Með „Vestu" komu kaupmennirnir Asgeir Sig- urðsson og W Christensen héðan úr bænum, og Vestfjarðakaupmennirnir ArniRiis úr Stykkishólmi, Rich. Riis frá Borðeyri, L. A. Snorrason frá ísa- firði, og Chr. Gram frá Dýrafirði, ennfremur Guðm. Jakobsson trésmiður héðan úr bænum. Fréttaþráður til íslands. Frá Kaupmannahöfn skrifar tréttaritari Þjóð- ólfs 24. f. m: í Berlingatíðindum, stjórnarblaðinu danska, stóð greín um þetta mál í fyrra dag. Þess er fyrst getið, að veðurfræðingarnir hafi lengi mælt með því, að fréttaþráður yrði lagður til íslands, Færeyja og ef til vill Grænlands, þarnæst yrði slíkt til mikilla hagsmuna fyrir þær þjóðir, er stunda fiskiveiðar þar á norðurslóð- um en að danska stjórnin hefði ætíð haldið því fram, að aðrar þjóðir, sem þráðurinn yrði til þæginda, ættu að taka þátt í kostnaðinum við fyrirtæki þetta, Danmörk gæti ekki ein borið byrðina. Og nú er útlit fyrir — segir blaðið — að alvara geti orðið úr þessum bollaleggingum. Englendingar, sem stunda fiskiveiðar við Island eru eindregnir með málinu. A fundi, sem hald- inn var í Grimsby fyrir skömmu, urðu menn á- sáttir um að senda bænarskrá til stjórnarinnar um, að ýta undir fyrirtækið. Menn stungu upp á að veita árlegan styrk til »Store nordiske d'ele- grafselskab» í Kaupmannahöfn, er boðizt hefur til að leggja þráðinn með vissum skilmálum. Það þykir góðs viti, að þingmaður Grimsby-inga, Doughty, ákafasti talsmaður enskra sjómannavið Island og einn at málsmetandi mönnum parla- mentsins, fylgir málinu fast. Danir liggja heldur ekki á liði sínu — seg- ir blaðið ennfremur-.Veðurfræðisstofnunin danska hefur sent áskorun til líkra stotnana í Evrópu og Ameríku um að skuldbinda sig til þess að kaupa daglegar veðurfréttir frá íslandi og Fær- eyjum. Borgunin verður væg og lagar sig eptir stærð þeirra þjóða, sem ganga að boðinu. Fáist 14 kaupendur ætlar »Store nordiske« að taka til starfa og leggja fréttaþráðinn. Vítavert pukur er það, sem Valtýs- liðar hafa gert sig seka í gagnvart þjóðinni alla þá stund, síðan þeir villtust inn í »innlimunar- pólitik« hans, og einkum nú upp a síðkastið. Tilgangurinn með öllu pukrinu og myrkraverk- unum er auðvitað sá, að fleka þingmálafundina 1 vor til að samþykkja meðmælingarályktanir með valtýskunni, treystandi þvf, að dómgreindal- mennings sé svo sljó og veigalaus, að þeim fé- lögum geti haldizt uppi allur þremillinn óátalið, að menn gleypi í hugsunarleysi við margtugginni samsuðu af staðlausum fullyrðingum, sem marg- reknar hafa verið ofan í forkólfana með gildum rökum. Og svo reikna þeir út, að það skipti engu, hversu pukurslegri og ódrengilegri aðferð er beitt til að þröngva þessu inn á fólk, treystandi því, að þjóðin sé svo dauð og dofin, að mönnum standi alveg á sama um, hvernig meðulin eru valin, leggi enga áherzlu á það, og taki öllu með þökkum á hvern hátt, sem það er að þeim rétt. Og þetta er sjálfsagt rétt skoðað. Hér myndast naumast nokkurn tíma almenn gremja yfir nokkr- um sköpuðum hlut, yfirneinu óviðurkvæmlegu at- ferli. Og þetta kæruleysi, þessi dauðyflisháttur er ef til vill eitthvert stærsta þjóðarmein vort. Nú er eptir að vita, hvort þingmálafundirnir í vor verða svo leiðitamir á eptir valtýskunni, eins og fylgismenn hennnar ætlast til. Það er ekki óllklegt, að sú von bregðist illa og mun Eimreiðargrein doktorsins styðja dálítið að því. Það er óhugsandi, aðlaunungar »katekismusinn» geti forðað formanninum og kenningum hans við falli. Ogþótt »Þjóðviljinn« fallist á innlimunarkenn- ingu Valtýs oggildi stöðulaganna hér á landi, og finni alls ekkert athugavert við það (!!) og þótt »ísafold« margstaglist á því, að þessi kenning komi málinu ekki lifandi v i t u n d v i ð (!!), þá er öll þjóðin naumast svo afstyrmisleg í hugsunarhætti, að hún fallist á for- tölur slíkra leiðtoga. En geri hún það ei að slður, þá verður það hún sjálf, ersýpur seyðið af því, fær að finna smérþefinn af því síðar á ókomnum tíma; áöðrum bitnarþað ekki. Ossdetturí hug latneska orðtækið »Vulgus decipi vult, ergo decipiatur« (þ. e. »Lýðurinn vill blekkjast láta, lofum honum því að gera það«). Hvers vegna skyldu menn vera að meina fólkinu, að gera það sem það helzt langar til. Nú langar líklega íslenzku þjóðina til að hvílast, gefast upp á náðir kóngs og stjórnar, fá einhvern enda (!!) á þetta stjórnarbótar- strit, eins og »katekismusinn« kemst að orði. Það er langbrotaminnst og fyrirhafnarminnst. »Og saa gaa hjem«. Hvað gerir það til, þótt það sé viðurkennt um heim allan, að méð þol- góðri, þrautseigri, stöðugri baráttu komist þjóð- irnar fyr eða síðar að takmarkinu, en án þess aldrei. En hvíld er yður nú boðin, segir »kat- ekismus Valtýinga.» Og það er inndælt að hvll- ast og sfljóta svo sofandi að feigðarósi«. Um bráðasóttar bólusetningu. í »Þjóðólfi« og »Fjallkonttnni« komu með síðasta pósti greinarstúfar um bráðasóttarbólu- setningu, sem vöktu athygli mfna, einkum þegar og sá blöndun bóluefnisins, þvf eg er dálítið kunnugur þessu bóluefni, er notað var. Það er mjög fróðíegt að sjá, hvernig þetta bóluefni reynist, og af því eg er emn af þeim, sem hefi starfað að bólusetningu, þá get eg ekki leitt al- veg hjá mér, að skýra lítið eitt frá reynslu minni í því efni. Á þessum vetri hefir margt verið bólusett af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.