Þjóðólfur - 19.05.1899, Síða 2

Þjóðólfur - 19.05.1899, Síða 2
94 Horfurnar eru nú að líkindum þannig, að sýslubúar eru nú óbeinlínis farnir að taka þátt í þessu, og er það hneyksli næst, og heldur það efalaust áfram, svo lengi sem yfirvöldin ekki banna verzlun þessa eða breyta henni, því opnu skipin geta ýmsra ástæðnavegna ekki hættulaust haldið sig fram á 'nafinu í stormi og ókyrrum sjó, sem hér er mjög títt fyrir framan landið. — Þetta vita botnverpingar vel, og halda sig því sem allra næst, svo viðskiptin gangi fyrir sig, og er þá auðsætt, að af þessu geta hlotizt örgustu laga- brot, sem landsmenn þannig er talsvert umvald- ir, og sem dæmi þess að þetta á sér stað, varð formanni einum, sem var við þessar fisksníkjur, það til hjálpar að ná landi, að gufutröllið dró skip og háseta inn að Eyrarbakkasundi; vörpuna höfðu þeir á þilfari, og tilbúna til plægingar, og má vera að veiðarfærið hafi verið notað út fyr- ir landhelgina. Hvað skyldi hafa verið tek- ið til bragðs, ef verndarskip okkar »Heimdal« hefði komið vaðandi þar að, sem þetta átti sér stað? Efalaust flutt alla til Reykjavíkur og sektað þá þar að maklegleikum, og hefði slíkt engin sœmd- arf'ór orðið fyrir landann. A sumardaginn fyrsta lá varðskipið inn á Þorlákshafnarvik og varpaði þar akkerum; þar mun skipstjóra þykja hentugur staður að liggja á í njósnarferðum, enda hremmdi hann einn lög- brjótinn á leið þaðan vestur með, og gott hvort ekki voru einhverjir af landsmönnum við það brot riðnir. Þetta er því sorglegra, liggur við að segja, að óðar en skipið er farið úr aug- sýn eða rúmlega það, byrja formenn hér fyrir al- vöru áðurnefnd vöruskipti. — Sé nú svo, að Arnesingum og öðrum lands- mönnum sé það áhugamál, að réttur þeirra og heiður sé vemdaður, og að varðskipið hlífi veið- um í landhelgi o. fl., þá ættu allir og ekki sízt þeir, sem nánastan hlut eiga að máli, að hætta þessu kaupskaparmakki eða öðru ferðalagi til skipa þessara, sem ekkert gera annað en hæna þau enn betur að landinu. og sem leitt geta til örgustu lagabrota, sem undir ýmsum atvikum kann að verða beitt, og gengur landráðum næst, eða muna menn ekki eptir pjódarósómanum t Kefla- vik Um haustið, sem fiaug eins og eldur í sinu um landið allt, og líkl. um flest löndNorður-Evrópu og sem varð okkarfámennuþióð til helzt of mikils vansa. Eg get ekki látið vera að bæta við þeirri spurn- ingu, að ef svo væri að whiskyleiðangur sá, sem áður er á minnst, er gerður undir formennsku Good-templara, — er það leyfilegt eða sæmilegt og heiðvirt, af sönnurn templar? — Eg held ekki. Ef svo er, sem varla þarf að gera ráð fyr- ir, að Eyrarbekkingar eða aðrir í næstu veiði- stöðvum, þykist ekki geta án þess verið, að sækja afla til botnverpinga, þá væri miklu hyggilegra fyrir þá að leggja saman, og fágufubátinn »Odd« leigðan til ferða þessara, og er sennilegt, að hann fengist nú, því lítið hefur hann að gera um þess- ar mundir. Það væri eitthvert vit og dugnaður í því; héldi báturinn sig svo alla jafna utan land- helgi og tæki þar á móti aflanum öllum hættu- laust. Það yrði vissulega til mikils hagnaðar; þetta hafa og Seltirningar gert og hafa að sögn haft talsvert upp úr því. — Samt má ekki skilja orð mín svo, að hér sé verið að hvetja menn til að gera þetta, en af tvennu misjöfnu tek eg það skárra. Ritað 6. maí 1899. Símon Jónsson. Skáldið og skólapiltarnir. Það er annars nógu skemrntilegur náungi, þessi greppur að vestan, sem ávallt er að yrkja um pólitík o. fl. í Isafold. Hann er miklu skemmtilegri en húsbóndi hans, sem optast er svo leiðinlega »fúll«, alveg eins og hann hafi ný- lega setið þegjandi við sgræna borðið« í Kaup- m.höfn og .»dumpað« þar við lagapróf. Þáber hinn sig miklu betur, afþvf að hannfinnur kvika í sér hinn eilífa eld, og sér í anda ljóðadísina dansa » upp og niður« frammi fyrir sér, með allar »vonirnar« í fangi sér, vonimar um ódauð- lega frægð og líf fyrir skáldið eptir þetta líf. En hann þykist sjá, að hann muni aldrei ná í þessa trægð, aldrei verða ódauðlegur sem rímari og þess vegna rembist hann við að yrkja sem mest í óbundnu máli, ef vera mætti að það tæk- ist betur, en hitt. Og í þeirri von ælir hann þessari skáídskaparvellu sinni jafnt og þétt ofan í ísafold, er tekur furðu »lystugt» á móti ogk'ýj- ar ekki við. En öðrum sýnist þetta fremur ó- lystug fæða. Það er sérstaklega einn flokkur manna, sem grepp þessum er svo meinilla við, að hann get- ur ekki á heilum sér tekið fyrir gremju. Og það eru skólapiltar. Þeir gerðu nfl. skáldinu þann grikk að skrifa pólitiska grein, er tætti í sundur allan pólitiska skál dskaparvefinn hans 1 Isafold svo rækilega, að þar varð engin heil brú í. Og skáldið treysti sér ekki til að andmæla henni einu orði, því að skáldskapargáfan, »klikk- aði« gersamlega fyrir hinni rólegu og skýru rök- semdafærslu skólapilta. Skáldið hafði því eng- inn önnur ráð en að óska þess, að Mark Twain væri kominn sér til hjálpar til að kveða þenn- an ófögnuð niður. En það er engin von til þess, að Mark Twain sinni þessu ákalli, því að landar hans vestra munu meta hann meira en svo, að þeir fari að skjóta saman fé handa hon- um og koma honum af sér heim til íslands til að yrkja um skólapilta í »ísafold«. Það eru ekki nema smærri spámennirnir, sem sendir eru þá »forsendingu«. Isafoldarskáldið verður því að spila upp á eigin spftur í viðureigninni við þennan óvinasæg sinn, skólapiltana, og er þar ójafnt á komið, því að skáldið er naumast fært um að standast einum þeirra snúning, hvað þá fleirum. Eru því forlög skáldsins fyrirsjáanleg. Það verður hann og blaðið hans, sem gersam- lega verður kveðið niður, langt niður fyrir allar hellur, því að lítill styrkur mun honum verða að því, þótt einhver »spaklega þenkjandi«. Kjós- aringur(»ostur« lá mér við að segja) sláist í lið með honum (sbr. Isaf. 10. maí), því að engu mun stafkarl sá orkað fá í þeim viðskiptum. — Þótt hjarta skáldsins sé lfklega í hæðunum nú í seinni tíð að minnsta kosti, þá er höfuðið annarsstaðar og neðar miklu, enda er það miklu lélegar úr garði gert, og þolir ekki vel hitaen í kyndarakránni við Austurvöll, því fremur sem ólukkans skólapiltarnir eru ávallt að gera hon- um heitari og heitari vistina hér niðri, og er þvf engin furða, þótt þetta alltsaman stigi hon- um heldur ónotalega til höfuðsins, og að hann sé ekki ávallt með fullri rænu, er hann ritar, verði dálítið hjárænulegur og skoplegur, þegar hann er að fálma út í loptið á eptir skólapiltum, og þykist sjá þá alstaðar og f öllu, sem honum er óþægilegt, en festir hvergi hönd á neinu. Það er hreinasta unun að þessum skollaleik skáldsins og vonandi að hann skemmti fólki enn langa hríð á sama hátt. Þistill af Fljótsdalshéraöi 23. apríl. Kæri Þjóðólfur minn! Mér datt í hug að rita þér fáar línur að gamni mínu, því nú eru sólarlausir og gleðisnauðir dagarnir hjá okkur Héraðsbúum, og lítið verður sér til gamans gert. Aldrei sést neinn maður, því enginn hættir sér bæja milli fyrir ófærðinni, hvergi sést á dökkan díl, nema einstaka standklett, sem gnæfir upp úr gaddinum eins og draugur; alstaðar er jarðlaust svo að segja á öllu Héraði, nema ef vera skyldi eitthvert bragð inn í dölunum. Og nú er kom- ið sumar, hamingjan hjálpi öllum oss, maðurþarf að líta í almanakið til þess að geta trúað því. Heyleysi er hér, því miður orðið mjög almennt, og þeir eru ekki fáir, sem eru alveg að þrotum komnir með hey, og útlitið er voðalegt, ef ekki gerir bráðan bata, sem þó ekki er mikið útlit fyrir enn. Heyleysið er svo almennt, að ekki getur verið um neina verulega hjálp að ræða, nema þá rétt fyrir einstaka mann. Þeir eru fljótt teljandi, sem eru aflögufærir. Veturinn hefir líka verið ákaflega gjafafrekur, því almenningur mun hafa átt óvenjul. mikil hey og þar eptir góð, ept- ir blessað góða sumarið í fyrra, en það þarf mik- il hey til að geta þolað svo að segja sífeldar innistöður fyrir allar sínar skepnur frá jólaföstu- byrjun og allt fram á þennan dag, eins og víða hefur átt sér stað, því óvíðast hefur verið hægt að nota jörðina neitt til muna, þó hún hafi ver- ið til, sökum storma og illviðra. Nú er frost og bylur með degi hverjum; allt af bætist við snjó- inn og þarna ætlar maður lifandi að klárast úr kulda, því svo er orðið eldiviðarlaust manna á milli, að til mestu vandræða horfir. Já, og svo- eru horfellislögin nýju, sem þegar eru alræmd um allt land. Hvernig heldurðu það fari Þ. minn, ef við nú fellum úr hor, og það gerum við nátt- úrl., ef ekki batnar bráðlega, því ekki tímum við að draga á barkann á skepnunum okkar, fyr en í stðustu lög. Það fer náttúrlega svoleiðis, að við lendum allir í tukthúsinu, bændurnir, því ekki getum við borgað okkur út, þegar skepn- urnar okkar eru dauðar. Það verður annars kostnaðarsamt fyrir landstjórnina að sjá okkur fyrir fari fram og aptur og veitir víst ekki af' vænu gufuskipi til þess, en ef þú mátt þínnokk- urs hjá stjóminni Þ. minn, þá ætla eg að biðja þig að sjá svo um, að ekki verði Ditlev far- stjóri þessarar eimskipaútgerðar; við höfum nóg að bera samt, veslings fangarnir, og sömuleiðis bið eg þig, að tala máli okkar við Sigurð fanga- vörð, að hann sé vel útbúinn að matvælum, því við erum vanir kraptfæðu hér á Héraði, og varla verður farið að dæma okkur upp á vatn og brauð, þó veturinn hafi verið vondur. Ekki heyr- ist hér eitt orð um »pólitík«, þa,ð hefur enginn skap í sér til að íæra slíkt 1 tal á þessum síð- ustu og verstu tlmum; orðin »ráðgjafi«, »Valtýr« og »Valtýska« heyrast nú aldrei nefnd og hefur þó opt verið að þeim kýmt af gárungunum, en alvömmennirnir krossuðu sig, er slík orð bar á góma. —- Mikið er hér af dagblöðunum. Austri er hér á hverjum bæ, þó opt sé hann þunnur í roði; það er nú einu sinni komið upp í vana, að halda hann. Bjarki er og talsvert keyptur og þykir sumum hann betri, en hafi það upprunal. verið aðal »program« hans að drepa Austra, þá hefur það hraparlega misheppnazt, því hægt mun vera að færa sönnur fyrir því, að kaupendafjöldi Austra hefur stóram aukizt, síðan Bjarki fæddist. Annars hefur það heyrzt, að Bjarki muni ekki vera neitt fastur á fótunum, Þeim mun þykja. prósenturnaraf »aktsíunum« sínum nokkuð »nega- tivar« höfðingjunum og mattadórunum á Seyðis- firði, sem eins og kunnugt er, halda lífinu í Bjarka. Það er álit margra að hann hafi slegið sjálfan sig rothögg með þessari afarlöngu grein sinni um »Héraðið og jarðabætur þar«, sem fyrir skömmu hefur birzt í blaðinu. Sú grein er skrifuð í Heljarslóðarorustustil. Virðist það mjög isjárvert fyrir blaðamenn að hafa leiðara sína um vel- ferðarmál landsins ritaða í þeim stíl, þar sem aldrei er hægt að vita, hvort þeim er alvara eða

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.